Morgunblaðið - 06.11.2010, Page 60

Morgunblaðið - 06.11.2010, Page 60
LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 310. DAGUR ÁRSINS 2010  Jón Páll Bjarna- son fékk afhenta Gullnöglina í gær- kvöldi þegar Gít- arveisla Björns Thoroddsen var haldin í Salnum. Gullnöglin er afhent einu sinni á ári til ein- staklings sem þykir hafa lagt mikið af mörkum í gítarleik á Íslandi, hvort sem það er á sviði spilamennsku, kennslu eða annars. Þetta er í annað skipti sem viðurkenningin er veitt en í fyrra hlaut Ólafur Gaukur gripinn. Jón Páll Bjarnason hlaut Gullnöglina  Tónlistarmaðurinn Jón Þór Birg- isson, betur þekktur sem Jónsi úr Sigur Rós, lýkur heimstónleikaferð sinni í Laugardalshöllinni 29. desem- ber nk. Núna er orðið uppselt í stúku á tónleikana en hægt að tryggja sér miða í stæði í forsölu og er miðaverði stillt í hóf til að sem flestir eigi þess kost að upplifa Jónsa á sínum lokatónleikum á heimavelli. Uppselt í stúku á tónleika Jónsa Andri Karl andri@mbl.is Fyrsti föstudagurinn í nóvember er jafnan nefndur J-dagurinn í Dan- mörku. Bjórdrykkjumenn sem upp- lifað hafa J-daginn eru flestir ef ekki allir sammála um að þá sé slegið upp sérstaklega skemmtilegri hátíð. Klukkan 20.59 hefst nefnilega af- greiðsla veitingahúsa og kráa á jóla- bjórnum frá Tuborg. Reynt hefur verið að skapa sömu hefð hér á landi og í gærkvöldi var fagnað að dönsk- um sið. Vinsældir J-dagsins hafa ekki far- ið framhjá Ölgerðinni og Vífilfelli og í fyrsta skipti kemur jólabjórinn í sölu á veitingahúsum hér á landi á sama tíma og í Danmörku. Sala á Tuborg jólabjórnum hófst kl. 20.59 á völdum krám og afgreiðsla jólabjórsins frá Víking hófst mínútu síðar. Jafnframt er haldið upp á það, að sá síðarnefndi hefur verið bruggaður í tuttugu ár. Í Vínbúð ÁTVR 18. nóvember Eftirvæntingin leyndi sér ekki meðal óþreyjufullra gesta sem biðu eftir að smakka jólabjór ársins 2010. Til að kynna Viking jólabjórinn gengu niður Laugaveginn, frá skemmtistaðnum Dillon, jólasveinar og karlakór Kaffibarsins, Bartónar. Ferðalagi þeirra fylgdi að valdir veit- ingamenn sem sóttir voru heim gáfu gestum að smakka afurðina. Á sama tíma voru á ferðinni jóla- sveinar á vegum Tuborg sem gáfu gestum og gangandi, sem náð höfðu tuttugu ára aldri og höfðu smekk fyr- ir, glaðning. Þó svo að almenn veitingasala á jólabjór hafi hafist í gærkvöldi verð- ur jólabjór ekki fáanlegur í Vínbúð ÁTVR fyrr en þriðja fimmtudag nóv- embermánaðar, líkt og hefð er fyrir, þ.e. 18. nóvember. Jólabjórinn má selja í Vínbúðum til 6. janúar, en á undanförnum árum hefur hann und- antekningarlaust selst upp fyrir þann tíma. Tuborg jólabjórinn seld- ist þannig upp í desember á síðasta ári. Fagnað að dönskum sið  Afgreiðsla á jólabjórum Tuborg og Víking hófst á veitingastöðum og krám í gær  Jólasveinar gengu á milli staða í miðborginni með gjafir við mikla kátínu gesta Morgunblaðið/Árni Sæberg Skálað Gestir á Dönsku kránni komust í jólaskap kl. 20.59 í gær. Gert er ráð fyrir því að um 1000 manns taki þátt í þjóðfundi um stjórnarskrá Íslands í Laug- ardalshöllinni í dag. Í gærkvöldi vann fjöldi fólks að lokaundirbúningi fundarins, en eins og sjá má var glatt á hjalla meðal starfsmanna hans. Fund- urinn hefst klukkan 9 og stendur til klukkan 18. Morgunblaðið/Ómar Þjóðfundur um stjórnarskrá Íslands fer fram í dag 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2218 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Dulbjó sig sem gamall maður 2. Öldruð hjón unnu milljarð 3. Sendill með 3,5 milljónir á tímann 4. Vala Grand með þætti á mbl.is  Á morgun kl. 14 verða haldnir styrktartónleikar í Hveragerðiskirkju fyrir munaðarlaus börn í Kongó. Fram koma Davíð Ólafsson , Stefán Stef- ánsson, Gísli og Kristjana Stef- ánsbörn og Söngsveit Hveragerðis. Til styrktar mun- aðarlausum börnum FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi suðvestanátt, 8-13, og slydda eða rigning V-til síðdegis en vestan 3-8 og skýjað annars staðar. Hlýnandi veður. Á sunnudag Vaxandi austan- og síðar norðaustanátt 10-18 m/s eftir hádegi. Slydda eða rigning S- og A-lands, annars úrkomulítið, en snjókoma fyrir norðan um kvöldið. Vægt frost N-lands, annars 0 til 5 stiga hiti. Á mánudag Norðaustanátt, víða 8-13 en lægir síðdegis. Kólnandi veður. HK tapaði sínum fyrsta leik á Norður- landamóti félagsliða í blaki kvenna sem hófst í Digranesi í gærkvöldi. Leikið var við Svíþjóðarmeistara í Katrineholm sem voru miklu sterkari og unnu 3:0. Norðurlandamótið held- ur áfram í Kópavoginum um helgina og mun HK etja kappi við Koll frá Noregi í dag og danska liðið Holte á morgun. »2 HK tapaði fyrsta leikn- um gegn Katrineholm Landsliðskonan Rakel Hönnudóttir hafnaði tilboði sænska úrvalsdeildarliðsins Jitex og hefur ákveðið að leika áfram með Þór/KA í Pepsi-deild kvenna í knatt- spyrnu á næstu leiktíð. Rak- el ræddi þessa ákvörðun við Morgunblaðið og þar kom meðal annars fram að hún nemur húsamálun og er á samningi hjá húsamálara- meistara. »1 Rakel verður áfram hjá Þór/KA „Ég vil núna sýna mig og sanna á nýj- um stað. Hér eru menn að hugsa til framtíðar með háleit markmið,“ segir Baldur Ingimar Að- alsteinsson, knatt- spyrnumaður frá Húsavík, sem hefur yf- irgefið Vals- menn eftir sjö ára dvöl og er geng- inn til liðs við Víkinga, nýliðana í úrvalsdeild- inni. »4 Hugsa til framtíðar með háleit markmið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.