Morgunblaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2010
– Þú finnur fjölda girnilegra uppskrifta að kvöldmatnum á www.gottimatinn.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
1
0
-2
0
2
2
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fulltrúar lífeyrissjóðanna og við-
skiptabankanna hafna flatri niður-
færslu skulda til lausnar á fjárhags-
vanda heimilanna. Undir lok stórs
fundar stjórnmálamanna og fulltrúa
hagsmunaaðila urðu hörð skoðana-
skipti um þetta eftir að dómsmála-
ráðherra hvatti bankana til frekari
aðgerða.
Vinnan heldur áfram
Flestir eru sammála um að engin
ein leið leysi vandann og rætt er um
að búa til samsetta lausn. Ekki kom
þó fram hvort ríkisstjórnin myndi
koma með slíka tillögu eða hvernig
unnið yrði að málinu. Fulltrúar fjár-
málafyrirtækjanna lýstu vilja til að
taka þátt í því.
Fulltrúar viðskiptabankanna og
lífeyrissjóðanna hafna flatri niður-
færslu og vilja leggja áherslu á að
bæta sértæka skuldaaðlögun þannig
að fleiri muni vilja nýta sér hana.
Bent hefur verið á að útlánasöfn
bankanna hafi verið flutt í nýju
bankana með verulegri afskrift.
Fulltrúar bankanna segja að þeir
hafi verið að nýta þetta svigrúm með
þeim úrræðum sem þeir hafi boðið. Í
þeim felist niðurfærslur skulda.
Stærstur hluti fasteignaveðlána er
hjá Íbúðalánasjóði sem hefur verið
stikkfrí í umræðunni. Flest uppboðin
eru að hans frumkvæði eða annarra
opinberra aðila, en ekki banka eða
lífeyrissjóða. Eiginfjárstaða sjóðsins
býður ekki upp á miklar afskriftir
nema samsvarandi fjármunir komi
úr ríkissjóði eða afsláttur fáist hjá
fjárfestum sem fjármagna útlán
sjóðsins en þar eru lífeyrissjóðirnir
stórir leikendur á sviði.
Ögmundur Jónasson dómsmála-
ráðherra segir að allir þurfi að koma
að lausn skuldavandans, ekki aðeins
stjórnvöld heldur einnig fjármála-
stofnanir. „Mér finnst að fjármála-
kerfið þurfi að viðurkenna það innra
með sér að það var oftekið af fólki.
Þess vegna er ekki óeðlilegt að fram
hafi komið kröfur um niðurfærslu
skulda og almennar aðgerðir,“ segir
Ögmundur og nefnir lækkun vaxta,
bæði til framtíðar og til lækkunar á
uppsöfnuðum skuldum. Segir hann
það áhrifaríkasta úrræðið sem hægt
sé að grípa til. Það sé og forsenda
þess að hægt sé að auka vaxtabætur.
Góður samstarfsvilji
„Mér fannst góður samstarfsvilji á
þessum fundi. Það eru auðvitað
skiptar skoðanir um hvaða leiðir
menn vilja fara. En þetta er spurn-
ing um að ná saman og þessi hópur
sem þarna var inni hefur skyldur við
fólkið hér úti í samfélaginu að ná
saman í þessu máli,“ sagði Jóhanna
Sigurðardóttir forsætisráðherra við
fréttavef mbl.is að fundi loknum.
Helst rætt um samsetta lausn
Fulltrúar fjármálafyrirtækja og stjórnmálamenn skiptust á skoðunum um leiðir til lausnar á skulda-
málum heimilanna á fundi í Þjóðmenningarhúsinu Fjármálafyrirtækin hafna flatri skuldalækkun
Morgunblaðið/Eggert
Mótmæli Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra mætir til fundar við hagsmunaaðila í Þjóðmenningarhúsinu.
Samráðsfundur
» Á fundinum í Þjóðmenning-
arhúsinu kynnti Sigurður
Snævarr skýrslu um skulda-
vanda heimilanna.
» Mættir voru ráðherrar,
fullrúar stjórnarandstöðu og
þingnefnda, fulltrúar fjármála-
fyrirtækja og lífeyrissjóða,
Íbúðalánasjóðs, Hagsmuna-
samtaka heimilanna og fleiri.
„Við munum vinna þétt
með öllum öðrum að lausn
þessara mála, hver sem
ákvörðunin verður,“ segir
Sigurður Erlingsson, for-
stjóri Íbúðalánasjóðs.
Hann bendir jafnframt á
þá staðreynd að eiginfjár-
staða sjóðsins sé veik. Rík-
issjóður þurfi að koma með
meira eigið fé ef mikið
verði afskrifað. Það sé því
mál eigandans að meta það sem gert verður.
Aðspurður tekur Sigurður fram að hann hafi
ekki útilokað neina af þeim leiðum sem
nefndar eru en lýsir þeirri skoðun sinni að
það hljóti að vera skynsamlegast að beina að-
stoðinni þangað sem vandinn sé mestur.
Ríkissjóður þarf að koma
að ákvörðunum um leiðir
Sigurður
Erlingsson
„Ég vil að við einbeitum
okkur að þeim sem verst
eru staddir. Þess vegna
finnst mér lagfæringar á
sértækri skuldaaðlögun
mikilvægar,“ segir Birna
Einarsdóttir, bankastjóri
Íslandsbanka.
Birnu líst ekki á flata
niðurfærslu allra skulda og
bendir á að skýrslan sýni
að sú leið sé dýr og gagnist
fáum. Hún segir að bankinn hafi nýtt að
stórum hluta það svigrúm sem hann hafi til
niðurfærslu skulda með þeim úrræðum sem
boðið hafi verið upp á, meðal annars með 25%
lækkun erlendra lána og 10% lækkun verð-
tryggðra íbúðarlána.
Lagfæringar á sértækri
skuldaaðlögun mikilvægar
Birna
Einarsdóttir
„Mér sýnist að það geti
frekar verið einhver blönd-
un, heldur en ein tiltekin
leið,“ segir Höskuldur H.
Ólafsson, bankastjóri Ar-
ion banka. Hann segist
ekki geta metið það á þess-
ari stundu til hvaða að-
gerða Arion banki getur
gripið, umfram það sem
gert hefur verið.
Spurður um flata niður-
færslu skulda segir Höskuldur að hún feli í
sér lækkun skulda þeirra sem ekki þurfi á því
að halda. Sértækari aðgerðir skili betri ár-
angri. Hann vekur athygli á því að bankarnir
hafi verið að færa niður skuldir með þeim úr-
ræðum sem boðið er upp á.
Bankarnir hafa verið að
færa niður skuldir
Höskuldur H.
Ólafsson
Fulltrúar lífeyrissjóðanna
ítrekuðu andstöðu sína við
almenna niðurfærslu
skulda en lýstu vilja til að
skoða áfram þær leiðir sem
fjallað er um í skýrslu
nefndar um skuldavanda
heimilanna.
„Við erum minnsti að-
ilinn og líka með lang-
minnstu vanskilin. Það
breytir ekki því að margir
eiga í vanda og við erum eins og aðrir til-
búnir að halda þessari vinnu áfram,“ segir
Arnar Sigurmundsson, formaður stjórnar
Landssamtaka lífeyrissjóða.
Málið verður nú kynnt fyrir lífeyrissjóð-
unum.
Ítreka andstöðu við al-
menna niðurfærslu
Arnar
Sigurmundsson
Ásmundur Einar
Daðason, þing-
maður VG, sagði á
Alþingi í gær að
Jóni Bjarnasyni,
sjávarútvegs- og
landbúnaðarráð-
herra, hefði verið
sagt, þegar
greidd voru at-
kvæði í þinginu
um tillögu um að-
ildarviðræður við Evrópusambandið
á síðasta ári, að hann kynni að missa
ráðherraembættið, greiddi hann
ekki atkvæði með tillögunni.
Sagði Ásmundur Einar að daginn
sem atkvæðagreiðslan var í þinginu
um mitt síðasta ár hefði Jóhanna
Sigurðardóttir forsætisráðherra set-
ið í þinghúsinu og kallað hvern þing-
mann VG á fætur öðrum inn á teppið
til sín og sagt þeim að ef þeir sam-
þykktu tillögu um svonefnda tvö-
falda þjóðaratkvæðagreiðslu og slík
tillaga yrði samþykkt, þá væri fyrsta
vinstristjórnin sprungin.
„Þá hlýtur maður að spyrja sig,
þegar samið var um málið að það
færi inn í þingið og fengi þar lýðræð-
islega umfjöllun, hvort þetta sé mjög
lýðræðislegt. SMS-sendingar áttu
sér stað í þingsal meðan á atkvæða-
greiðslunni stóð þar sem þingmenn
VG voru látnir vita um það að ef mál-
ið yrði ekki samþykkt í þinginu væri
fyrsta vinstristjórnin fallin.
Meira að segja gekk þetta svo
langt að einum ráðherranum, Jóni
Bjarnasyni, sem þá hafði þegar
ákveðið að styðja tvöfalda þjóðarat-
kvæðagreiðslu og ætlaði ekki að
styðja aðildarumsókn, var tjáð það –
og hann getur ugglaust staðfest það
sjálfur – að hann gæti átt það á
hættu að geta ekki verið áfram ráð-
herra í þessari ríkisstjórn. Að ekki
væri talað um ef hans atkvæði yrði til
þess að umsóknin yrði ekki sam-
þykkt,“ sagði Ásmundur Einar.
Ekki náðist í Jón Bjarnason í gær-
kvöldi til að bera þessi ummæli undir
hann. Hann greiddi atkvæði gegn til-
lögu um umsókn að ESB.
Ásmundur Einar sagði frá þessu
þegar þingmenn voru að ræða tillögu
um að fram færi þjóðaratkvæða-
greiðsla um aðlögunar- og viðræðu-
ferli Íslands og ESB samhliða kosn-
ingum til stjórnlagaþings.
Ásmundur Einar sagðist velta því
fyrir sér, þegar fullyrt væri að ekki
væri meirihluti fyrir þessari tillögu á
Alþingi, hvort til stæði að beita
samskonar vinnubrögðum aftur.
gummi@mbl.is/helgi@mbl.is
Hótað embættismissi í at-
kvæðagreiðslu um ESB
Jóhanna sögð hafa kallað þingmenn VG til sín á teppið
Jón Bjarnason