Morgunblaðið - 12.11.2010, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 12.11.2010, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2010 VILT ÞÚ VITA HVERS VIRI EIGNIN ÞÍN ER Í DAG? PANTAU FRÍTT SÖLUVERMAT ÁN SKULDBINDINGA! HRINGDU NÚNA Bær820 8081 Sylvia Walthers // best@remax.is Brynjólfur Þorkelsson // 820 8080 Rúnar S. Gíslason Lögg. fasteignasali. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Líkt og á kvennafrídaginn 25. októ- ber síðastliðinn setti nístingskuldi svip sinn á mótmæli fulltrúa heil- brigðisstofnana á landsbyggðinni gegn fyrirhuguðum niðurskurði ríkisstjórnarinnar við Alþingi í gær. Kuldinn hafði ef til vill þau áhrif að þótt hiti væri í mönnum voru mót- mælin á rólegum nótum. Nokkrir þingmenn voru viðstaddir og brá Sigmundur Ernir Rúnarsson, þing- maður Samfylkingar, sér frá til að sækja frakka í næðingnum. Áskoranir á sjúkrabörum Guðbjartur Hannesson heil- brigðisráðherra tók á móti undir- skriftum tugþúsunda landsbyggðar- manna þar sem niðurskurðinum er mótmælt og voru þær færðar honum á sjúkrabörum til að undirstrika neyðina, ef af verður. Þá flutti Sunnlendingurinn Sigur- geir Hilmar Friðþjófsson drápu þeg- ar hann afhenti Guðbjarti 10.071 undirskrift íbúa á Suðurlandi en það jafngildir helmingi kosningabærra manna í heilbrigðisumdæmi Suður- lands, að því er fullyrt var. Svar Guðbjarts var stutt þegar kröfurnar voru bornar undir hann: „Tillögunum eins og þær líta út verð- ur breytt. Ég segi ekki meira.“ Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, fór fyrir mótmælendum með ræðu sinni þar sem hún dró upp dökka mynd af ástandinu sem kunni að skapast, gangi tillögurnar eftir. Sjúklingar fastir á heiðunum „Því miður er ekki ólíklegt, nái niðurskurðurinn fram að ganga, að álag muni aukast svo mikið á björg- unarsveitir að starf þeirra fari mjög svo vaxandi við björgun á sjúkling- um víðsvegar um landið uppi á heið- um í kafalsbyl. Í heilbrigðisþjónustu þarf að skera niður um 4,7 milljarða króna árið 2011. Við, landsbyggðar- fólk, erum tilbúin til þess að taka þátt í því í samræmi við annan niður- skurð á öðrum stofnunum. Heilbrigðisráðuneytið forgangs- raðar niðurskurðinum þannig að hlífa skuli heilsugæslunni og stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík, Akur- eyri og á Akranesi. Niðurskurðurinn verður hins vegar harkalegur á heil- brigðisstofnunum víðsvegar um landið þar sem á að skera niður um 3 milljarða af þessum 4,7. Samt sem áður eru þessar heilbrigðisstofnanir aðeins að taka 10% af heildarfram- lögum,“ sagði Elfa Dögg og vék því næst að réttindum sjúklinga. Jafngildir mannréttindabroti „Verði niðurskurðartillögurnar að veruleika munu mannréttindabrot eiga sér stað gagnvart íbúum lands- byggðarinnar. Niðurskurðurinn verður svo mikill hjá heilbrigðis- stofnunum úti á landi að þeim verður ekki unnt að uppfylla ákvæði laga um heilbrigðisþjónustu. Við teljum að það standist ekki að jafn afdrifarík ákvörðun og að leggja niður lögboðna grunnheilbrigðis- þjónustu við íbúa á Suðurlandi og víðar á landinu sé tekin einhliða og án nokkurs samráðs […] Þetta eru ekki niðurskurðartillögur heldur er um hreina tilfærslu á þjónustu að ræða sem við íbúar á landsbyggðinni munum greiða fyrir.“ Þjónustan þegar farin Úlfar Thoroddsen, fram.kv.stj. Heilbrigðisstofnunar Patreksfjarð- ar, lá heldur ekki á skoðun sinni. „Við Vestur-Barðstrendingar styðjum ykkur. Við erum búin að missa allt sem heitir sjúkrahúsþjón- usta og vitum því hvað það er. Ég hef ekkert að færa ráðherranum því að það er allt farið.“ Einar Óli Fossdal, starfsmaður sjúkrahússins á Blönduósi, var næst- ur á mælendaskrá en Ármann Ægir Magnússon, fulltrúi Samstöðuhóps um sjúkrahúsin á Suðurlandi, greip þá inn í: „Á meðan hann er að koma sér fyrir ætla ég að brýna ykkur Sunnlendinga og aðra þingmenn: Við munum aldrei láta loka sjúkrahús- unum á Suðurlandi! Aldrei!“ sagði hann ákveðinn og uppskar mikil fagnaðarlæti. Einar Óli tók svo til máls. „Við erum ekki að byggja eitt Ís- land bara á einu höfuðborgarsvæði. Við erum heilt Ísland. Við erum með stórt land og það verður að koma jafnt fram við fólkið á öllu landinu […] Það verður að forgangsraða rétt. Við verðum að vera fólk til þess að taka þessi sendiráð og annað og loka þeim,“ sagði Einar Óli og létu áheyrendur þetta sér vel líka. Neyðarkall utan af landi  Fulltrúar heilbrigðisþjónustunnar á landsbyggðinni mótmæltu niðurskurði við Alþingi  Óttast að ekki verði hægt að uppfylla lögboðnar kröfur  Heilbrigðisráðherra tók á móti þúsundum undirskrifta Morgunblaðið/Golli Krefjast endurskoðunar Rosemarie B. Þorleifsdóttir, formaður Sambands sunnlenskra kvenna, Margrét Ingþórsdóttir, formaður Verslunarmannafélags Suðurlands og Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, afhenda Guðbjarti undirskriftir Sunnlendinga. Þór Hreinsson, skrifstofustjóri stéttarfélaganna á Suðurlandi, stendur hjá með græna læknahettu. „Þetta mun hafa slæmar afleið- ingar. Maður býst við að fæðingar- deildinni verði lokað og sjúkra- deildin fylgi með. Heimahjúkrun kann að skerðast en það er þegar búið að loka skurðstofunni,“ sagði Margrét Guð- rún Valdimarsdóttir, starfsmaður Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, um fyrirhugaðan niðurskurð á fjár- framlögum til stofnunarinnar. „Þetta mun rýra lífsgæði okkar Suðurnesjamanna heilmikið.“ Mun rýra lífsgæði Suðurnesjamanna Margrét Guðrún Valdimarsdóttir „Ég er að mót- mæla boðuðum niðurskurði og stend fastar á því en fótunum að þetta er ekki sparnaður heldur hagræðing í nafni þeirrar hug- sjónar í Reykja- vík að fá há- tæknisjúkrahús. Við viljum halda okkar þjónustu á Selfossi,“ sagði Rosemarie Brynhild- ur Þorleifsdóttir í Vestra-Geldinga- holti. „Þótt við séum í hjarta Suður- lands kemur fyrir að ófært er á lofti og láði yfir veturinn. Þjónustan skiptir því sköpum fyrir búsetu.“ Skiptir sköpum fyrir búsetu úti á landi Rosemarie B. Þorleifsdóttir „Það á alls ekki að hreyfa við sjúkrahúsunum á Íslandi. Landið okkar og veðrið er þannig að það má ekki hreyfa við heilbrigðis- þjónustunni,“ sagði Þórný Heiðarsdóttir, starfsmaður Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. „Hver heldurðu að vilji vera í Vest- mannaeyjum í desember og þurfa að fæða? Þessar breytingar skella á alltof hratt. Það mætti vel skera niður í utanríkisráðuneytinu. Svo mega aðgerðir í kynjamálum bíða.“ Breytingar lagðar fram alltof bratt Þórný Heiðarsdóttir „Ég er fullviss um að þegar stjórnvöld sjá fram á hvað þessi niðurskurður þýðir í raun og veru muni þau draga hann til baka. Þetta eru illa ígrundaðar tillögur. Dæmið hefur ekki verið reiknað til enda. Það hefur ekki verið sýnt fram á að þetta spari nokkuð,“ sagði Guðrún Árný Guð- mundsdóttir, starfsmaður Heil- brigðisstofnunar Þingeyinga. „Það á m.a. eftir að reikna inn aukinn ferðakostnað sjúklinga.“ Viss um að stjórnin muni draga í land Guðrún Árný Guðmundsdóttir „Ég kem hér í nafni hollvinasamtaka Fjórðungssjúkra- hússins í Neskaupstað en ég er líka sóknarprestur í bæn- um. Sem formaður hollvinasamtakanna er mér ljúft og skylt að vera í sameiginlegum hópi því hér er verið að berjast fyrir sameiginlegum hagsmunum,“ sagði séra Sigurður Rúnar Ragnarsson. „Við mótmælum því að vegið skuli að heilsugæslunni og þeirri starfsemi sem grasrótin hefur verið að byggja upp árum saman. Hollvinasamtökin sem ég fer fyrir í Neskaupstað eru tíu ára á þessu ári. Við erum búin að gefa mikla fjármuni og höfum þannig stuðlað að því að sjúkrahúsið hefur fengið mikið af tækjum. Það á því að vera vel í stakk búið til að sinna þjónustunni. Og þá sjáum við fram á það núna í niðurskurðinum og tillögum ráðherra að það á að snúa öllu aftur á bak. Það er sárt til þess að vita að fólk er að missa vinnuna á sama tíma og uppbygging þjónustunnar við sjúkrahúsið og heilsugæslu á Austurlandi hefur verið í mikilli sókn. Við treystum því að þær tillögur sem heilbrigð- isráðherra hefur kallað eftir verði til þess að hann skraddarasaumi áform sín og aðgerðir í samræmi við hvert sjúkrahús.“ Sigurður Rúnar Ragnarsson Undið ofan af starfi grasrótarinnar 4,7 milljarða niðurskurðarkrafa í heil- brigðiskerfinu á næsta ári. 3 milljarða niðurskurðarkrafa í heilbrigðiskerfinu úti á landi 2011. ‹ SAMDRÁTTUR › »

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.