Morgunblaðið - 12.11.2010, Síða 6

Morgunblaðið - 12.11.2010, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2010 Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra lagði hornstein að nýbyggingu Háskólans í Reykjavík í Öskjuhlíð sem tekin var formlega í notkun í gær. Hornsteinninn er fimm kílóa þungur loft- steinn sem féll til jarðar í Suður-Ameríku fyrir fjögur þúsund árum. Jón Gnarr borgarstjóri kynnti fyrirhugað samstarf Reykjavíkurborgar, HR og Skógræktarfélags Íslands um uppbygg- ingu Öskjuhlíðarinnar til útiveru og almennings- íþrótta. Sagðist hann sjá fyrir sér ræktun rósa, berjarunna og kirsuberjatrjáa. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, sagði að það væri vilji stjórnenda skólans að byggingin myndi stækka útivistarsvæðið og auka tækifæri borgaranna til að njóta þess. Fjögur þúsund ára loftsteinn lagður sem hornsteinn nýbyggingar Háskólans í Reykjavík Morgunblaðið/Kristinn Samvinna um að bæta aðstöðu í Öskjuhlíð Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Nafnbirting pilts. sem dæmdur var á dögunum fyrir vörslu barnakláms, er óeðlileg að mati umboðsmanns barna. Ráðskona Femínistafélags Íslands segir nafnbirtinguna skjóta skökku við í ljósi þess að nafni dæms vænd- iskaupanda er leynt á vefsíðu dóm- stólsins og segir þessi vinnubrögð skapa réttaróöryggi og óvissu. Pilturinn, sem um ræðir, er 17 ára gamall og er því barn, samkvæmt barnaverndarlögum. Á vefsíðu hér- aðsdómstóla er fullt nafn hans og heimilisfang gefið upp. „Við teljum það ekki vera eðlilegt að birta nöfn barna í tengslum við dómsmál, burtséð frá því broti sem þau hafa framið. En því miður er þetta ekkert einsdæmi,“ segir Mar- grét María Sigurðardóttir, umboðs- maður barna. Mikið áhyggjuefni Eitt af verkefnum umboðsmanns barna er að bæta hag barna og ung- linga og gæta þess að tekið sé tillit til réttinda barna, þarfa og hagsmuna á öllum sviðum samfélagsins. Margrét María segir að nafnbirtingar barna í tengslum við dómsmál, bæði brota- þola og brotamanna, séu mikið áhyggjuefni hjá embættinu. „Þetta er mál sem við höfum verið að vinna að. Við höfum verið í sam- bandi við dómsmálaráð vegna þessa,“ segir Margrét María. Nafnbirtingin hefur vakið spurn- ingar og bent hefur verið á að nokkuð skorti á jafnræði á þessu sviði. Skemmst er að minnast umræðu um nafnleynd manns sem sakfelldur var fyrir vændiskaup fyrir skemmstu, en meðal þeirra sem gagnrýndu nafn- leyndina var Femínistafélag Íslands. Vændiskaupendum hlíft? Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunn- arsdóttir, ráðskona hjá félaginu, segir að nafnbirting piltsins hafi verið í samræmi við réttarvenju í svipuðum málum. „En úrskurðurinn um lokað þinghald í máli vændiskaupenda virð- ist vera byggður á mjög veikum grunni og átti sér engin fordæmi. Það er því skiljanlegt að við spyrjum okk- ur í framhaldinu hvað þessi úrskurður þýði. Þýðir þetta að vændiskaupend- um verði sérstaklega hlíft vegna af- brota sinna, eða að kynferðisafbrota- mönnum eigi að vera sérstaklega hlíft umfram aðra afbrotamenn?“ spyr Hrafnhildur. Hún segir nafnleyndina í vændiskaupendamálunum hafa ver- ið illa rökstudda. „Í kjölfarið hefur skapast ákveðið réttaróöryggi þar sem ekki er hægt að treysta því að dómstólar fylgi réttarvenju þar sem þeir virðast geta vikið frá henni að eigin geðþótta,“ segir Hrafnhildur. „Óeðlilegt að birta nöfn barna“  Umboðsmaður barna mótfallinn nafnbirtingu brotamanna undir lögaldri  Ráðskona Femínista- félags Íslands segir nafnleynd vændiskaupenda illa rökstudda  Misræmi skapar réttaróöryggi Hrafnhildur S. Gunnarsdóttir Margrét María Sigurðardóttir Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Niðurstöður samræmdra könnunar- prófa í 10. bekk, sem tekin voru í september, liggja fyrir. Prófað var í þremur greinum; íslensku, stærð- fræði og ensku. Um 4.000 nemendur þreyttu prófin. Meðaleinkunnin í ensku var 7,1, í stærðfræði 6,5 og í íslensku 6,2. Þær hafa hækkað í öllum þremur grein- unum frá því í fyrra. Samræmdu prófin í 10. bekk eru svonefnd könnunarpróf. Á vefsíðu menntamálaráðuneytisins segir að megintilgangur þeirra sé að veita upplýsingar um stöðu nemenda og skapa þannig færi á að styðja við nám þeirra áður en grunnskólanámi lýkur. Einkunnum nemenda verður skilað á rafrænu formi til skólanna, sem síðan koma þeim til nemenda sinna. Sjöfn Þórðardóttir, formaður Heimilis og skóla, segir að þótt búið sé að breyta fyrirkomulagi og tíma- setningu prófanna og að þau eigi ekki að hafa áhrif á inntöku í fram- haldsskóla, hafi þau engu að síður mikil áhrif á líðan nemendanna. Gera miklar kröfur til sín „Við heyrum frá foreldrum að krakkarnir gera miklar kröfur til eigin frammistöðu,“ segir Sjöfn. Niðurstöður samræmdra prófa vekja gjarnan umræður um gæði skólastarfs og ýmsar skýringar tínd- ar til á mismunandi árangri lands- hluta. „Ég held að það sé mikilvægt að horfa á það jákvæða þegar við fáum svona niðurstöður. Við ættum að reyna að læra af því sem vel er gert,“ segir Sjöfn. Hæsta meðaleink- unn í öllum þremur greinunum var í Suðvesturkjördæmi. Lægstu ein- kunnirnar í íslensku og stærðfræði voru í Suðurkjördæmi, en lægsta einkunnin í ensku var í Norðvestur- kjördæmi. Algengasta einkunnin í íslensku og stærðfræði er 7. Í ensku er al- gengasta einkunnin 8,5, en rúm 13% þeirra sem þreyttu prófið fengu þá einkunn. Sú einkunn sem fæstir fengu í ís- lensku var einkunnin 10, en einn nemandi á landinu fékk þá einkunn. Nokkuð fleiri fengu 10 í stærðfræði, eða 63 og 29 nemendur fengu 10 í ensku. Sé normaldreifing einkunna skoðuð eftir sveitarfélögum, kemur í ljós að þær eru hæstar í Þingeyjar- sveit en lægstar í Langanesbyggð og Sandgerðisbæ. Enskan kemur best út í samræmdu prófunum  Einn fékk 10 í íslensku  Hærri meðaleinkunnir en í fyrra Framkvæmda- stjórn Evrópu- sambandsins hef- ur samkvæmt frásögn ABC Nyheter neitað Norðmönnum um undanþágu frá tilskipun sambandsins um innistæðutrygg- ingar en norsk stjórnvöld vilja geta veitt hærri innistæðutryggingar en þar er gert ráð fyrir. Norðmenn vilja veita tryggingar fyrir allt að 2 milljónir norskra króna, en framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins krefst þess að tryggingin verð ekki hærri en 100 þúsund evrur, eða 800 þúsund norskar krónur. Neitunin er byggð á því sjónarmiði að meiri ábyrgð á innistæðum í norskum bönkum myndi skekkja samkeppnisstöðu á milli ríkja á Evrópska efnahags- svæðinu. Vísað er í breytingar sem gerðar voru á regluverki Evrópu- sambandsins um innistæðutrygg- ingar og tóku gildi í janúar. ABC-Nyheter bendir á að á sama tíma og Michael Barnier, fram- kvæmdastjóri innri markaða hjá ESB, gefur Norðmönnum þessi svör þá ætlist hann til þess að Ís- lendingar tryggi innistæður í föllnu íslensku bönkunum langt umfram það sem kveðið er á um í tilskip- uninni. una@mbl.is ESB neitar Norð- mönnum um inni- stæðutryggingar Höfuðstöðvar ESB Í reglum dómstólaráðs um vef- birtingar dóma segir að afmá skuli atriði sem eðlilegt sé að fari leynt „með tilliti til einka- eða almannahagsmuna“. Á vefsíðu ráðsins segir að einn megintilgangur þess að birta dóma sé að gefa hinum al- menna borgara kost á að kynna sér milliliðalaust dómsniður- stöður í hinum ýmsu málum. Tillit til einka- hagsmuna REGLUR DÓMSTÓLARÁÐS Jól í ILVA © IL V A Ís la n d 20 10 DEAR DEER. 8X11 CM. SNAGI POSTULÍN. 2.995,- laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 s: 522 4500 www.ILVA.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.