Morgunblaðið - 12.11.2010, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2010
Jóni Gnarr Kristinssyni, borgar-stjóra, hefur tekist það ætl-
unarverk sitt að verða mjög um-
ræddur stjórnmálamaður.
Einhverjir mundu jafnvel segja um-
deildur.
Hann kvartarundan hluta
þessarar athygli, en
þó aðeins þeim hluta
hennar sem snýst
um gagnrýni á
hann, verk hans eða
verkleysi.
Jón telur sig starfa með allt öðr-um hætti en aðrir stjórnmála-
menn, sem er að hluta til rétt, og
þar með eigi hann ekki að þurfa að
sæta samskonar gagnrýni og þeir,
sem er alfarið rangt. Jón verður að
sæta sama aðhaldi og allir aðrir
valdamenn. Í því felst að hann þarf
að sætta sig við gagnrýni.
Sú gagnrýni er ekki einelti, þó aðstundum megi skilja Jón sem
svo sé, og hún er ekki heldur árás á
persónu hans. Hún er nauðsynlegur
hluti umræðu í lýðræðisríki.
Jón virðist hins vegar sjálfur verakunnáttumaður á sviði eineltis
og persónuárása, ef marka má það
sem sést hefur í tengslum við mynd
sem hann lét gera til að lyfta sér
upp og ýta öðrum niður.
Og hann kann fleira fyrir sér.Hann kann þá list að deila og
drottna eins og sást þegar hann
réðst á sjálfstæðismenn í borgar-
stjórn, en hrósaði einum þeirra.
Jón Gnarr Kristinsson vill komafram sem sakleysislegur mein-
leysingi, en getur verið að hann
kunni margt fyrir sér í valdabar-
áttu, líkt og talsmenn Besta flokks-
ins hafa raunar haldið fram?
Jón Gnarr
Kristinsson
Klækjastjórnmálin
nýju
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 11.11., kl. 18.00
Reykjavík -3 léttskýjað
Bolungarvík -5 snjókoma
Akureyri -2 snjókoma
Egilsstaðir -1 snjókoma
Kirkjubæjarkl. -1 skýjað
Nuuk -2 léttskýjað
Þórshöfn 6 súld
Ósló -7 alskýjað
Kaupmannahöfn 6 skýjað
Stokkhólmur 1 léttskýjað
Helsinki 2 súld
Lúxemborg 3 skúrir
Brussel 7 skýjað
Dublin 8 léttskýjað
Glasgow 7 skýjað
London 10 skúrir
París 11 skúrir
Amsterdam 7 skúrir
Hamborg 6 heiðskírt
Berlín 7 skýjað
Vín 8 skýjað
Moskva 7 skýjað
Algarve 18 heiðskírt
Madríd 13 heiðskírt
Barcelona 17 heiðskírt
Mallorca 16 léttskýjað
Róm 16 léttskýjað
Aþena 20 skýjað
Winnipeg 0 snjókoma
Montreal 6 heiðskírt
New York 8 heiðskírt
Chicago 15 skýjað
Orlando 25 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
12. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:47 16:38
ÍSAFJÖRÐUR 10:10 16:25
SIGLUFJÖRÐUR 9:53 16:07
DJÚPIVOGUR 9:21 16:03
Ungir piltar, 12 og 14 ára, hafa játað að hafa beint græn-
um leysigeisla að Fokker-flugvél Flugfélags Íslands
þegar hún var í aðflugi að Akureyrarflugvelli á þriðju-
dagskvöld. Piltarnir voru í Vaðlaheiði, austan Akureyr-
ar, þegar þeir lýstu að flugvélinni.
„Þetta flokkast undir barnaskap og hugsunarleysi,“
sagði Gunnar Jóhannsson, lögreglufulltrúi í rannsókn-
ardeild lögreglunnar á Akureyri. Ekki virðist sem pilt-
arnir tengist öðrum tilkynningum fólks á Akureyri sem
hefur verið upplýst með leysigeisla að undanförnu.
Lögreglan lagði hald á tækið sem drengirnir notuðu.
Gunnar sagði að það væri líkt og penni í laginu og knúið
af rafhlöðu. Tækið er ekki ósvipað og leysibendar sem
gjarnan eru notaðir í kennslu og við fyrirlestrahald, en
miklu öflugra og langdrægara. Af umræðum á spjall-
síðum á netinu að ráða virðist nokkur áhugi vera hér á
landi fyrir svona tækjum. Þar kemur m.a. fram að grænn
leysigeisli virki mun bjartari fyrir mannsaugað en rauð-
ur geisli. Þá eru sum þessi tæki svo öflug að hægt er að
nota þau til að sprengja blöðrur eða kveikja á eldspýtum.
Gunnar sagði að tækið sem piltarnir voru með væri
kraftmeira en miðað er við í reglugerð um leyfilegan
búnað af þessu tagi og drægi miklu lengra en t.d. leysi-
bendar sem notaðir væru við kennslu. Geislinn drægi
a.m.k. nokkur hundruð metra. Hér er miðað við að slík
tæki séu ekki aflmeiri en 5 mW en tæki piltanna var ná-
lægt 55 mW. Gunnar sagði að tækið hefði verið keypt hér
á landi. Hann taldi lítil hagnýt not fyrir svona bendi.
Böndin beindust að drengjunum eftir ábendingar um
staðsetningu ljóssins. Þeir viðurkenndu verknaðinn
strax og höfðu ekki gert sér grein fyrir því hvað hann gat
verið hættulegur. gudni@mbl.is
Geislabendir Leysitæki af sömu gerð og drengirnir voru með í fórum sínum í Eyjafirði í vikunni.
Voru að leika sér með leysinn
Tómas Heiðar, þjóðréttarfræðingur
utanríkisráðuneytisins, sem vann álit
um lögmæti innrásarinnar í Írak fyrir
Halldór Ásgrímsson, þáverandi utan-
ríkisráðherra, í mars 2003, segir í
minnisblaði að telja verði vafasamt að
ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóð-
anna númer 1441 geti talist mynda
fullnægjandi lagalegan grundvöll til
að beita vopnavaldi gegn Írak.
Minnisblaðið er meðal skjala, sem
utanríkisráðuneytið hefur birt um að-
draganda innrásarinnar í Írak og yf-
irlýsinga íslenskra stjórnvalda um
stuðning við þær aðgerðir. Þar er m.a.
að finna frásagnir erlendra fjölmiðla í
aðdraganda stríðsins.
Í minnisblaðinu, sem dagsett er 20.
mars 2003, sama dag og innrásin
hófst, segir að meginregla þjóðarrétt-
ar sé sú, að lagt sé bann við að ríki
beiti önnur ríki vopnavaldi. Tvær
undantekningar séu frá þessu: Ríkj-
um sé heimilt að beita vopnavaldi í
sjálfsvörn og heimilt sé að beita
vopnavaldi samkvæmt ákvörðun ör-
yggisráðsins til að varðveita og koma
aftur á heimsfriði og öryggi.
Gera verði þá kröfu, að viðkomandi
ákvörðun öryggisráðsins um beitingu
vopnavalds sé skýr, afdráttarlaus og
hafin yfir allan vafa. Í þessu ljósi verði
að teljast vafasamt að ályktanir ör-
yggisráðsins um Írak geti talist
mynda fullnægjandi lagagrundvöll
fyrir innrásinni. Orðalag ályktana ör-
yggisráðsins um Írak sé óljóst vegna
þess að það sé niðurstaða málamiðl-
unar milli ríkja með ólíkar áherslur.
Niðurstaðan sé með þeim hætti, að
viðkomandi ríki telji sig geta túlkað
orðalagið hvert á sinn hátt.
Dró í efa lagagrund-
völl innrásar í Írak
Gísli Tryggvason,
talsmaður neyt-
enda, segist ekki
sjá neina
árekstra milli
starfsins og fram-
boðs síns til
stjórnlagaþings.
Hann hafi enda
ráðfært sig við
ráðherra áður en
ákvörðun hafi
verið tekin og hann hafi ekki gert
neinar athugasemdir.
Þegar Gísli bauð sig fram í próf-
kjöri Framsóknarflokksins í Kópa-
vogi í febrúar sl. tjáði hann sig ekki
opinberlega um málefni embættisins
á meðan. Hann segir að ólíku sé
saman að jafna. Annars vegar
flokkspólitískt prófkjör og hins veg-
ar framboð, þar sem fjölmargir emb-
ættismenn og opinberar persónur
séu í framboði, en hann hafi ekki
heyrt minnst á neina árekstra í því
sambandi. „Ég hef alltaf reynt að
gæta vel að hæfi mínu og forðast
hagsmunaárekstra,“ segir hann.
steinthor@mbl.is
Engir
árekstrar
Gísli
Tryggvason
www. tengi.is
GÆÐI,ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ
- ÞAÐ ER TENGI
STURTUHURÐIR
25% KYNNINGARAFSLÁTTUR
MIKIÐ ÚRVAL AF FLOTTUM LAUSNUM