Morgunblaðið - 12.11.2010, Page 14
BAKSVIÐ
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Fjögur mál tveggja íslenskra blaða-
manna gegn íslenska ríkinu eru til
meðferðar hjá Mannréttindadómstóli
Evrópu. Dómstóllinn hefur veitt ís-
lenska ríkinu frest til 16. febrúar 2011
til að skila inn at-
hugasemdum
vegna tveggja mál-
anna og svara
spurningum hans
um það hvernig
þau viðmið, sem
beitt var við niður-
stöðu í málunum,
samræmast 10. gr.
mannréttindasátt-
mála Evrópu og
hvort brýna nauð-
syn hafi borið til að takmarka tjáning-
arfrelsi blaðamannanna.
Dómar fyrir meiðyrði
Blaðamennirnir Björk Eiðsdóttir
og Erla Hlynsdóttir hlutu dóma fyrir
meiðyrði í umræddum málum. Björk
vegna skrifa í Vikuna um nektarstað-
inn Goldfinger í Kópavogi, en Erla
vegna skrifa í DV um nektarstaðinn
Strawberries í Reykjavík, skrifa um
Helgu Haraldsdóttur, eiginkonu Guð-
mundar Jónssonar í Byrginu, og
skrifa um Rúnar Þór Róbertsson,
höfuðpaur í svonefndu Papeyjar-
smygli. Lögmenn Höfðabakka reka
öll málin fyrir blaðamennina.
Gunnar Ingi Jóhannsson hdl. segir
að brotið hafi verið gegn rétti blaða-
mannanna til að fjalla um viðkomandi
mál og spyr hvort blaðamenn geti bú-
ið við það að þurfa að taka ábyrgð á
öllu sem viðmælendur hafi fram að
færa. Þar sem Mannréttindadóm-
stóllinn hafi fjallað um sambærileg
mál hafi þótt ástæða til að láta reyna á
þessi gömlu íslensku prentlög fyrir
dómstólnum. Í Danmörku hafi sjón-
varpsfréttamaður verið dæmdur til
refsingar fyrir ummæli sem viðmæl-
endur hans viðhöfðu í heimildarmynd
um þjóðernissinnuð ungmenni.
Mannréttindadómstóllinn hafi hins
vegar komist að þeirri niðurstöðu að
með því að gera blaðamanninn ábyrg-
an væri verið að gera honum ókleift
að vinna vinnuna sína og hamla tján-
ingarfrelsi óeðlilega. Það gengi þvert
á þau rök sem búa að baki 10. gr.
mannréttindasáttmálans, sem vernd-
ar meðal annars fjölmiðlafrelsi.
Úrelt prentlög
Gunnar Ingi bendir á að íslensku
prentlögin séu að stofni til frá 1855.
Konunglega tilskipunin um prent-
frelsi sé ekki svo frábrugðin prentlög-
unum sem sett voru um öld síðar.
„Við teljum að þessi prentlög sam-
rýmist ekki nútímahugmyndum um
tjáningarfrelsi,“ segir hann. Mann-
réttindadómstóllinn beini enda þeim
spurningum til íslenska ríkisins hvort
grunnrökum að baki 10. gr. mann-
réttindasáttmálans hafi verið beitt í
málunum en ekki bara almennum
hegningarlögum frá 1940 og prent-
lögum frá 1956.
Tilvitnun í ákæruskjal
Hæstiréttur hafnaði leyfi til áfrýj-
unar í svonefndu Strawberries-máli
og er því aðeins héraðsdómurinn til
skoðunar hjá Mannréttindadómstóln-
um. Dæmt var í máli Helgu meðan
svonefnt Byrgismál var enn til rann-
sóknar, en hún krafðist ómerkingar á
14 ummælum sem vörðuðu hennar
þátt í kynlífsathöfnum Guðmundar og
vistmanna Byrgisins. 13 þeirra fengu
að standa en ein voru dæmd ómerk
þar sem talið var að þau hefðu verið
fallin til þess að hafa áhrif á æru og
starfsheiður hennar. Rúnar Þór Ró-
bertsson, sem sat í 18 mánuði í fang-
elsi í Danmörku vegna dóms fyrir
fíkniefnasmygl frá 2005, vildi ekki
una því að vera kallaður kók-
aínsmyglari en hann var síðan dæmd-
ur í 10 ára fangelsi fyrir fíkniefna-
smygl þremur mánuðum áður en
niðurstaða meiðyrðamálsins lá fyrir.
Engu að síður voru ummælin talin
refsiverð aðdróttun í hans garð og
hann fékk bætur. Gunnar segir að
Erla hafi verið dæmd til að greiða
bætur fyrir tvenn ummæli. Annars
vegar fyrir orðið kókaínsmyglarar í
fyrirsögn á forsíðu, sem hafi verið
samin af ritstjóra blaðsins, og hins
vegar fyrir lýsingu á því að Rúnar
Þór hafi tekið smyglbifreiðina í sína
vörslu í þeirri trú að kókaín væri falið
í bifreiðinni. Þetta sé hins vegar til-
vitnun í ákæruskjalið, sem saksókn-
ari hafi samið. Rúnar Þór fékk gjaf-
sóknarleyfi frá
dómsmálaráðuneytinu til að sækja
málið og var málsókn hans því rekin
fyrir almannafé.
Látið reyna á gömul ís-
lensk prentlög fyrir dómi
Mannréttindadómstóll Evrópu skoðar fjögur íslensk mál
Gunnar Ingi
Jóhannsson
Sekt
» Björk Eiðsdóttir var sýknuð í
héraðsdómi en Hæstiréttur
gerði henni að greiða 500.000
kr. í sekt auk vaxta og máls-
kostnaðar, samtals um
900.000 kr.
» Erla Hlynsdóttir var sýknuð í
héraðsdómi í máli Rúnars Þórs
en hún hefur samtals verið
dæmd til þess að greiða 1,5
milljónir kr. auk dráttarvaxta.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2010
Á ENSKU OG DÖNSKU
• Byggingafræði
• Véltæknifræði
• Byggingaiðnfræði
• Markaðshagfræði
• Byggingatæknifræði
Á ENSKU
• Tölvutæknifræði
• Framleiðslutæknifræði
• Útflutningstæknifræði
• BS í Markaðsfræði
Á DÖNSKU
• Véltækni
• Landmælingar
• Vöruþróun og
tæknileg sameining
• Aðgangsnámskeið
HJÁ VIA UNIVERSITY COLLEGE
(VITUS BERING DENMARK) Í HORSENS
BJÓÐUM VIÐ UPP Á MARGVÍSLEGA MENNTUN
VIA UNIVERSITY COLLEGE
Chr. M. Østergaards Vej 4
DK-8700 Horsens
WWW.VIAUC.DK
Tel. +45 8755 4000
Fax: +45 8755 4001
Mail: tekmerk@viauc.dk
Í BOÐI ER:
NÁM Í
DANMÖRKU
02
02
3.
2
Fulltrúi skólans Johan Eli Ellendersen, verður á Íslandi: 12.11 -19.11.2010.
Áhugasamir geta haft samband í síma 8458715. Leggið inn skilaboð og
við munum hringja til baka.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Páll Magnússon útvarpsstjóri vill
ekki tjá sig um uppsögn Þórhalls
Jósepssonar fréttamanns en vísar til
yfirlýsinga Óðins Jónssonar frétta-
stjóra RÚV um málið. „Ég er sam-
mála þeim og hef engu við þær að
bæta,“ sagði Páll.
Í yfirlýsingu Óðins í fyrradag
kemur m.a. fram að hann telji að
Þórhallur hafi „vegið að trúverðug-
leika fréttastofu RÚV og því trausti
sem þarf að ríkja á ritstjórn þessa
mikilvæga fjölmiðils í almannaeigu“.
Hann vitnar einnig til starfsreglna
RÚV um að samþykki fréttastjóra
sé forsenda þess að fréttamaður geti
tekið að sér verkefni á borði við rit-
un bókar. Þessar reglur er finna á
innri vef RÚV og í handbók sem
heitir „Fréttareglur og vinnuleið-
beiningar fyrir starfsmenn frétta-
stofu“. Þar segir m.a. í kafla um
siðareglur og hagsmunaárekstra:
„Fréttamönnum er óheimilt að
vinna aukavinnu eða stök verkefni
fyrir keppinauta Ríkisútvarpsins
ohf. Hvað varðar önnur aukastörf á
sviði fjölmiðlunar (svo sem vinnu
fyrir blöð, tímarit, bókaútgáfur,
námskeiðahald og kennslu) ber
fréttamönnum að ráðfæra sig við
fréttastjóra áður en þeir taka slík
störf að sér.
Fréttamenn skulu hafa í huga
hagsmuni Ríkisútvarpsins og frétta-
stofu Sjónvarps þegar þeir taka að
sér slík störf. Leyfi til slíkra auka-
starfa verður ekki veitt skaði þau
eða geti skaðað möguleika frétta-
stofunnar til gagnrýninnar fréttaöfl-
unar, eða skapi óeðlileg tengsl við
fyrirtæki, stofnanir, samtök eða ein-
staklinga sem ætla má að fréttastof-
an þurfi að fjalla um.“
Ekki tækifæri til málsvarnar
Þórhallur Jósepsson sendi sam-
starfsmönnum sínum á fréttastofu
RÚV tölvubréf 26. október um að
bók hans með frásögn Árna M. Mat-
hiesen, fyrrverandi fjármálaráð-
herra, væri væntanleg. Þar segi
Árni frá reynslu sinni af efnahags-
hruninu. Þórhallur kvaðst hafa hitt
Árna á fjármálaráðstefnu sveitarfé-
laga í fyrra og ýjað að því hvort
hann vildi ekki skrifa bók um
reynslu sína. Daginn fyrir gamlárs-
dag hringdi Árni svo í Þórhall og
kvaðst ætla að taka hann á orðinu og
bað hann að annast ritunina.
Þórhallur fór á fund Óðins frétta-
stjóra í byrjun janúar og sagði að
hann hygðist rita bók með fyrrver-
andi ráðherra en nafngreindi ekki
Árna. Hann segir ástæðuna þá að þá
hafi margt verið óljóst varðandi bók-
ina. Bæði hafi hann átt eftir að ræða
betur við Árna og finna útgefanda.
Sama dag og Þórhallur tilkynnti
samstarfsmönnum um bókina fékk
hann svar frá Óðni fréttastjóra. Þór-
hallur telur að af því bréfi og ýmsu
öðru megi ráða að málið snúist um
hver ráðherrann fyrrverandi var.
„Ég sé ekki betur en að það sé lykil-
atriðið,“ sagði Þórhallur í samtali við
Morgunblaðið.
Þórhallur var kallaður á fund
fréttastjóra 6. nóvember sl., tíu dög-
um eftir að hann tilkynnti útgáfu
bókarinnar. „Við vorum einir á fund-
inum. Óðinn hafði hörð orð um að ég
hefði brugðist trúnaði og farið á bak-
við hann. Hann sagðist ætlast til
þess að ég segði upp starfi mínu og
afhenti mér bréf þess efnis. Ég
sagðist ekki geta brugðist við því
fyrirvaralaust,“ sagði Þórhallur.
Hann fór því næst á fund mann-
auðsstjóra RÚV sem sagði að hann
ætti að segja upp starfi sínu eða að
öðrum kosti gæti hann tekið sér
tveggja mánaða launalaust leyfi.
Þórhallur kvaðst ekki átta sig á til-
ganginum með því. „Þegar ég óskaði
eftir að fá skriflegt erindi um það
var ekkert minnst á það meir,“ sagði
Þórhallur.
Hann segir að sér hafi aldrei verið
gefinn kostur á að verja hendur sín-
ar gegn þeim ávirðingum sem á
hann voru bornar og leiddu til þess
að honum var sagt upp störfum.
Uppsögnin rædd á Alþingi
Uppsögn Þórhalls var rædd á Al-
þingi í gær, annan daginn í röð.
Katrín Jakobsdóttir, mennta-
málaráðherra, sagði þar að ekki
væri eðlilegt að vera með miklar yf-
irlýsingar um uppsögn Þórhalls Jós-
epssonar úr starfi fréttamanns á
Ríkisútvarpinu. Eðlilegt væri hins
vegar að Alþingi ræddi um hvernig
starfskjörum blaða- og fréttamanna
væri háttað en þau geti verið við-
kvæm í ótryggu starfsumhverfi fjöl-
miðla.
Virðist viðmælandinn lykilatriðið
Fréttamönnum RÚV ber að ráðfæra sig við fréttastjóra áður en þeir taka að sér verkefni á borð við
bókaskrif Menntamálaráðherra telur eðlilegt að Alþingi ræði um starfskjör blaða- og fréttamanna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fréttamenn á RÚV Við borðið eru Broddi Broddason, Gunnar Gunnarsson,
Þórhallur Jósepsson og Jón Guðni Kristjánsson. Friðrik Páll Jónsson stend-
ur fyrir aftan Brodda. Myndin er tekin 2005.
„Það gefur auga leið að starf-
andi fréttamaður getur ekki átt
í leynilegu trúnaðar- og starfs-
sambandi við fyrrverandi ráð-
herra við þær aðstæður sem á
undan er lýst,“ segir m.a. í yfir-
lýsingu Óðins Jónssonar, frétta-
stjóra RÚV. Þar vísar hann m.a.
til þess að oft hafi verið fjallað
um Árna M. Mathiesen í fréttum
og þáttum á vegum RÚV þegar
ritun bókarinnar stóð. Einnig
hafi Árni hugsanlega átt yfir
höfði sér að vera kallaður fyrir
landsdóm.
Leynilegt
samband
MIKIÐ FJALLAÐ UM ÁRNA
MEÐAN BÓKIN VAR RITUÐ