Morgunblaðið - 12.11.2010, Síða 16
FRÉTTASKÝRING
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
Samgönguráðuneytið kynnti nýverið drög að
frumvarpi til laga um landslénið .is, og „önnur
höfuðlén sem sérstaka skírskotun hafa til Ís-
lands.“ Samkvæmt frumvarpinu verður rekstur
skráningarstofu léna undir höfuðléninu .is leyf-
isskyldur, og kemur til með að svara til Póst- og
fjarskiptastofnunar (PFS), hverri stofan greiðir
rekstrargjald, alls 7,6% af ársveltu.
Rekstur landslénsins, sem er svokallað höf-
uðlén, hefur hingað til verið í höndum Internets á
Íslandi hf. (ISNIC) og fyrirrennara þess. ISNIC
hefur jafnframt umsjón með skráningu léna und-
ir landsléninu, þ.e.a.s. lén sem hafa endinguna
„.is,“ en mbl.is er dæmi um slíkt. Fyrirtækið
heldur utan um, og veitir, upplýsingar um rétt-
hafa og tengiliði léna annars vegar, og tæknilegar
upplýsingar um skráningu þeirra hins vegar. Án
tæknilegra upplýsinga um skráningu léna gætu
internetþjónustuaðilar ekki tengst þeim, og þau
því í raun ekki lengur „á netinu.“
Einkarekstur færður undir ríkið
ISNIC er skráningarstofa í skilningi hins
nýja frumvarps. Fyrirtækið er raunar hið eina
sinnar tegundar á landinu, enda tæknilega
ómögulegt að fleiri en einn nafnaþjónn höfuðléns
séu starfræktir á sama tíma. Jens Pétur Jensen,
framkvæmdastjóri ISNIC, gerir alvarlegar at-
hugasemdir við frumvarpsdrögin, sem kynnt
voru í lok síðustu viku. Verði frumvarpið sam-
þykkt á Alþingi sé í raun verið að setja lög á eitt
fyrirtæki. „Við þurfum að sækja um leyfi til að fá
að gera það sem við höfum verið að gera í tuttugu
ár.“ Hið boðaða rekstrargjald sé jafnframt rang-
nefni.
„Það erum við sem rekum kerfið. Ef eitthvað
á að heita rekstrargjald þá væri það árgjaldið á
lénunum. Á meðan þarfirnar fyrir gjaldið eru
ekki nákvæmlega skilgreindar, og hvað það er
sem á að gera, er þetta ekkert annað en hreinn
skattur,“ segir Jens. Hann segir hugmyndina að
gjaldinu runna frá PFS. Um sé að ræða áætlaðan
kostnað stofnunarinnar við að hafa eftirlit með
starfsemi skráningarstofu. Lausleg áætlun bend-
ir til þess að ISNIC verði þannig gert að greiða
hátt í 20 milljónir á ári, sem er meginþorri hagn-
aðar félagsins. Þetta yrði jafnframt einn stærsti
útgjaldaliður þess, og tefldi uppbygg-
ingu og vexti fyrirtækisins mjög í
tvísýnu.
„Það er mikilvægt að átta sig á
því að .is er líka lén,“ segir Jens, en
hann er stjórnunarlegur tengiliður
þess sem framkvæmdastjóri ISNIC.
Maríus Ólafsson, stundum nefndur „fað-
ir internetins“ á Íslandi, er tæknilegur
tengiliður fyrir lénið. „Frumvarpið má
skilja þannig að PFS ætli að yfirtaka bæði
þessi hlutverk. Ætla þeir þá að skilja ISNIC
eftir með skyldurnar, en enga ábyrgð? Þetta er
ábyrgð sem við tökum gríðarlega alvarlega. Þetta
er það sem við kunnum og gerum og rækjum vel.
En þetta er það sem á að ráðast að núna.“
Tæknilegir vankantar á frumvarpinu
Alvarlegar athugasemdir hafa verið settar
fram við tæknilega hlið frumvarpsins og útfærslu
eftirlits, meðal annars með „öryggi á vef-
svæðum.“ Af nágrönnum okkar hafi Danir einir
sett jafn víðtæka löggjöf, og það af illri nauðsyn
þar sem landslénið .dk hafi verið svo gott sem
„ónýtt“ vegna fjölda óöruggra léna. Jens leggur á
það áherslu að innihald vefsvæða, til að mynda á
heimasíðum, hafi ekki með hina eiginlegu léna-
skráningu að gera.
Jens segir að greinargerðin með frumvarp-
inu, sem sé að miklu leyti byggð á „skólaritgerð“
sem skrifuð hafi verið við lagadeild Háskóla Ís-
lands, lýsi vanþekkingu á viðfangsefninu. Í grein-
argerðinni sé til að mynda talað um lén sem tak-
markaða auðlind. Raunin sé hins vegar sú að lén
sé hægt að framleiða í takmarkalausu magni.
Hann segir jafnframt erfitt að sannreyna það
hvort lén hafi skírskotun til Íslands eða ekki, líkt
og krafa er gerð um. Vanþekkingin sem birtist í
greinargerðinni valdi sér áhyggjum. Hann segist
þó ekki leggjast alfarið gegn lagasetningu. „Það
er ýmislegt gott í þessu, og ég vona að það verði
bara eftir góðir hlutir í frumvarpinu þegar það
hefur fengið þinglega meðferð. En núna eru
þarna inni hlutir sem myndu gera ástandið
verra.“
Umsjón lénamála verði
færð undir hið opinbera
Frumvarp „gerir ástandið verra“ en nú er, segir framkvæmdastjóri ISNIC
Morgunblaðið/Golli
Skrifstofur ISNIC eru á 17. hæð turnsins við Höfðatorg. Starfsemin var áður í húsakynnum Háskóla
Íslands. Starfsmenn fyrirtækisins eru uggandi vegna þeirrar óvissu sem frumvarpsdrögin valda.
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2010
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur
Þeir sem vilja leggja nefndinni lið vinsamlega
hafið samband á skrifstofutíma í síma 551 4349
eða á netfangið maedur@simnet.is.
Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning
nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Það fer ekki saman að vera fastur
pistlahöfundur á Ríkisútvarpinu og
að gegna um leið sama hlutverki á
flokkspólitísku málgagni,“ sagði
Páll Magnússon útvarpsstjóri. Hann
var spurður hvers vegna Ríkis-
útvarpið hefði afþakkaði pistla-
flutning Láru Hönnu Einarsdóttur,
bloggara og baráttukonu, í Morgun-
útvarpi Rásar 2 nýverið.
Lára Hanna hefur m.a. fjallað um
uppsögnina í bloggi á vefmiðlinum
Eyjunni. Hún kveðst hafa verið búin
að flytja pistla í morgunþætti Rásar
2 í tæplega hálft annað ár þegar
henni var tilkynnt nýlega að ekki
væri óskað eftir fleiri pistlum frá
henni. Ástæðan sem henni var gefin
var sú að hún ritaði einnig pistla í
vefritið Smuguna. Á Smugunni
kemur fram að vefurinn sé „kostað-
ur af Vinstrihreyfingunni – grænu
framboði og fjölmörgum ein-
staklingum.“
Lára Hanna segir frá því að um-
sjónarmaður Morgunútvarpsins
hafi m.a. bent henni á að með pistla-
skrifum á Smugunni gæti hún verið
bendluð við Vinstrihreyfinguna –
grænt framboð.
Páll útvarpsstjóri sagði að Ríkis-
útvarpið hefði ekki lagt efnislegt
mat á pistla Láru Hönnu á Smug-
unni. Málið snerist ekki um pistlana
sem slíka heldur það að Lára Hanna
hefði samtímis skrifað fyrir flokks-
pólitískt málgagn, þar sem Smugan
væri, og Ríkisútvarpið. Hann benti á
að RÚV hefði aldrei hreyft neinum
athugasemdum við pistlaskrif Láru
Hönnu á vefmiðlinum Eyjunni.
„Við teljum það ósamrýmanlegt
að vera fastur, launaður pistlahöf-
undur á Ríkisútvarpinu og að gegna
á sama tíma sama hlutverki á
flokkspólitísku málgagni, meira hef
ég ekki um þetta að segja,“ sagði
Páll.
Ósamrýmanleg hlutverk
Launuðum pistlahöfundi hjá Ríkisútvarpinu var sagt upp
vegna pistlaskrifa á sama tíma í flokkspólitískt málgagn
Lára Hanna
Einarsdóttir
Páll
Magnússon
Samkvæmt rannsókn tölvuöryggisfyrirtæk-
isins McAfee eru lén með endinguna .is
meðal þeirra sem öruggust eru á netinu.
Könnunin, sem gerð var árið 2009, leiddi
það í ljóst að einungis voru 0,3% líkur á
því að netnotandi lenti á .is-léni sem ógn-
aði öryggi hans, t.a.m. hvað varðaði
tölvuvírusa, líkur á óumbeðinni skráningu
á tölvupóstlista og þar fram eftir götunum.
Höfuðlénið .is er þannig meðal
þeirra öruggustu í heimi.
Verst er ástandið á höfuðlén-
inu .cm, sem er landslén Kamer-
ún. Þar var öryggi notanda
ógnað á 36,7% léna. Höfuð-
lénið .com fylgir þar fast á
hæla, með hlutfallið
32,2%, eða rétt tæp-
an þriðjung léna.
Höfuðlén Kín-
verja, .cn, vermir
svo þriðja sætið
listans með 23,4%.
.is meðal örugg-
ustu höfuðléna
ÖRYGGI Á NETINU
„Með leyfisskyldu er eftirlits-
hlutverk stjórnvalda tryggt og
þannig unnt að fylgjast með og
setja skilyrði í leyfi sem tryggja
rekstur þjónustunnar,“ segir Sig-
urbergur Björnsson, skrifstofu-
stjóri í samgönguráðuneytinu um
kveikjuna að því að ráðist var í
frumvarpsgerðina.
Sigurbergur tekur fram að með
því sé ekki verið að segja að léna-
mál hér á landi séu í ólestri, og .is
sé eitt öruggasta lénið í heimi.
Þrátt fyrir það sé „nauðsynlegt að
hafa lög um þessi mál.“ Hann seg-
ir sjaldgæft að landslén séu í
einkarekstri án tengsla við stjórn-
völd. Þess vegna sé reksturinn
færður undir almennt regluverk
fjarskiptafyrirtækja í frumvarp-
inu. Hann segir greinargerðina
með frumvarpinu skrifaða af „sér-
fræðingum ráðuneytisins, en eins
og jafnan þegar greinargerðir
lagafrumvarpa eru skrifaðar þá
leita sérfræðingar víða fanga.“
Hann leggur áherslu á að drögin
séu enn í opnu samráði.
Nauðsynlegt
að hafa lög
Málin ekki í ólestri
„Ákveðinn hluti
þeirra sem láta
sig internetið
varða er þeirrar
skoðunar að int-
ernetið hafi
bara staðið sig
býsna vel og
geti gert það
áfram án að-
komu opinberra
stjórnvalda. Um
þetta eru svo sem skiptar skoð-
anir. En þetta er skoðun ís-
lenskra stjórnvalda, enda verður
að horfa til þess að internetið er
allt annað þjóðfélagsafl en það
var fyrir 25, eða bara 10 árum,“
segir Hrafnkell V. Gíslason, for-
stjóri Póst- og fjarskiptastofn-
unar. Rekstrargjald skráningar-
stofu mun renna til PFS og
standa straum af kostnaði við eft-
irlitið.
Hrafnkell segir þekkingarupp-
byggingu þurfa að eiga sér stað
hjá stofnuninni, og leitað verði
utanaðkomandi aðstoðar fyrsta
kastið. „En að lokum þarf það að
vera þannig að eftirlitsaðilinn
geti haft sjálfstæða skoðun á því,
vonandi í góðu samstarfi við alla
markaðsaðila, hvað er skyn-
samlegast og heppilegast og horf-
ir til góðrar reglu á þessum
markaði.“
Uppbygging
nauðsynleg
Hrafnkell V.
Gíslason