Morgunblaðið - 12.11.2010, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ífréttum Mbl.issagði í gær:„Liam Fox,
varnarmálaráð-
herra Breta, segir
að hryðjuverkalög-
um verði ekki aftur
beitt gegn banda-
lagsþjóð eins og
gert var þegar íslensku bank-
arnir féllu haustið 2008. Í viðtali
við norska blaðið Aftenposten
segir hann þessar aðfarir óhefl-
aðar. Fyrirsögn viðtalsins er: Si-
ger sorry til Island, eða Biður
Íslendinga afsökunar. Hann
sagði aðspurður í viðtalinu við
Aftenposten að framkoma
breskra stjórnvalda er Verka-
mannaflokkurinn var við völd
gagnvart Íslendingum hafi verið
óhefluð. Hann heitir því að
hryðjuverkalögum verði ekki
beitt framar gegn bandalags-
þjóð líkt og gerðist með Ísland.“
Það er vissulega fagnaðarefni
að hinn nýi varnarmálaráðherra
Breta sjái það sem augljóst má
vera að Bretar fóru offari er þeir
beittu hryðjuverkalögum gegn
sinni fámennu bandalagsþjóð í
tilefni af bankakreppu. Og ráð-
herrann hlýtur einnig að vita að
þáverandi ríkisstjórn Breta
braut ekki aðeins á Íslendingum
með sinni dæmalausu fram-
göngu heldur misnotaði hún sín
eigin lög, en fullyrt hafði verið
við setningu þeirra að þeim yrði
aðeins beitt gegn þeim sem
stefndu Bretaveldi í stórháska,
mönnum á borð við Osama bin
Laden og nóta hans. En svo mik-
ilvægt sem það er að fá slíka við-
urkenningu frá breskum ráða-
manni nú verður að undirstrika
að með henni er ekki einu sinni
hálf sagan sögð heldur aðeins
lítið brot hennar. Því skaðinn af
verknaðinum er enn þá óbættur,
en hann var mikill. Þrátt fyrir að
allt bankakerfið í
landinu hryndi í
einni svipan á Ís-
landi þá tókst fyrir
meðalgöngu Seðla-
banka Íslands að
halda tenglsum við
umheiminn og
tryggja stöðu
greiðslukerfa og brýnustu að-
drætti til landsins. Gekk það öll-
um vonum framar. En það
fannst að sá slagur varð mun
erfiðari og róðurinn þyngri
vegna þess að landið sjálft og
seðlabanki þess þar með hafði
verið sett á hryðjuverkalista.
Þótt tiltölulega fljótlega tækist
að fá þeim þætti létt af þá stóð
Landsbanki Íslands þar enn á
blaði með tug annarra undir for-
sæti bin Ladens. Voru marg-
víslegar greiðslur sem berast
áttu hingað víða að úr heiminum
stöðvaðar með vísun til þeirrar
gjörðar og tjón Íslands, ein-
staklinga og fyrirtækja varð
mikið.
Viðbrögð núverandi stjórn-
valda á Íslandi að verðlauna
Breta fyrir þeirra óþokkabragð
með því að taka á þjóðina ábyrgð
á skuldbindingum sem hún sem
slík hafði ekkert með að gera er
óskiljanlegur undirlægjuháttur.
Breski varnarmálaráðherrann
hefur nú beðið að nokkru afsök-
unar, þótt þeirri afsökunar-
beiðni hafi ekki enn verið beint
til réttra aðila, eftir því sem best
er vitað. En íslenska þjóðin hef-
ur enn ekki fengið þá afsökunar-
beiðni sem hún á inni frá þeim
sem reyndu að hengja Icesave-
klyfjarnar á hana. Og því miður
virðist enn hætta á því að þeir
sem þjóðin setti harkalega ofan í
við með þjóðaratkvæði, séu
þrátt fyrir það enn að læðupok-
ast á sömu slóðum. Hvers vegna
í ósköpunum?
Afsökunarbeiðni
breska varnar-
málaráðherrans í
norsku blaði er gott
fyrsta skref}
Afsökunarbeiðni vantar
Fundur ríkis-stjórnarinnar
á Suðurnesjum á
þriðjudag varpaði
ljósi á þann djúp-
stæða ágreining
sem er á milli þeirra
sem vilja byggja upp atvinnu í
landinu og hinna, sem sitja í rík-
isstjórn. Eins og áður hefur ver-
ið nefnt var fundurinn ekkert
annað en umbúðirnar og af-
rakstur hans aðeins orðagjálfur.
Í blálokin á Kastljósi ríkis-
sjónvarpsins um kvöldið krist-
allaðist þetta, en þá þurfti vita-
skuld að slíta umræðunum, enda
komið að kjarna málsins. Árni
Sigfússon, bæjarstjóri, og Stein-
grímur J. Sigfússon, fjármála-
ráðherra, höfðu rætt langa
stund um hve gagnlegt hefði
verið að spjalla saman og hve
mikilvægt væri að geta rætt
málin þrátt fyrir skoðanaágrein-
ing. Allt er það gott og blessað
og ekkert nema
sjálfsagt að málin
séu rædd.
Það er hins vegar
til lítils að tala þeg-
ar ekki má minnast
á það sem máli
skiptir. Árni kom því að í lok
þáttarins, þegar Steingrímur
sagði að ekki mætti byggja á ál-
verinu einu, að verkefnin væru
sjö en ekki eitt. Ástæða þess að
verkefnin sjö, sem Árni segir
geta skapað um 3000 störf, feng-
ust ekki rædd er að ríkisstjórn-
arflokkarnir styðja ekkert
þeirra. Þeir vilja ekki nauðsyn-
lega orkuöflun, þeir eru á móti
einkarekstri á ákveðnum sviðum
og þeir eru á móti tiltekinni gerð
flugvéla.
Viðræður eru ágætar, en til
hvers er verið að taka þátt í
slíku leikriti þegar ljóst er að
ríkisstjórnin er á móti öllum
framkomnum hugmyndum?
Ríkisstjórnin er
mótfallin öllum
sjö hugmyndum
Suðurnesjamanna}
Verkefnin sjö
Þ
ví miður er viðskiptasögu eða við-
skiptum almennt ekki gert hátt
undir höfði í grunn- eða fram-
haldsskólamenntun flestra ís-
lenskra barna. Ég man þó að hafa
lært eitthvað um merkantílisma í sögutímum,
einkum í tengslum við umfjöllun um einok-
unarstefnu dönsku krúnunnar hér á landi.
Merkantílismi var hugmyndafræði, ef svo
skyldi kalla, sem leit svo á að það eina sem
skipti máli í milliríkjaviðskiptum væri gull og
silfur. Ef meira fór út úr þínu landi af málm-
unum tveimur en kom inn þá varstu að tapa.
Markmið milliríkjaverslunar var því að búa
svo um hnútana að draga inn gull og silfur frá
öðrum ríkjum. Með öðrum orðum var litið svo
á að verslun væri leikur, þar sem ágóði eins
væri tap annars.
Þessi hugmyndafræði er vitlaus og hafa hagfræðingar
verið sammála um það allt frá því að Adam Smith og
David Ricardo stigu fyrstu skrefin í þeirri fræðigrein.
Það sem skiptir máli í milliríkjaverslun, eins og í allri
annarri verslun milli manna, eru nytjarnar sem fást með
versluninni. Ódýrari og betri vörur eru fáanlegar með
verslun við annað fólk og það á jafnt við þegar verslunin
á sér stað yfir landamæri. Gull og silfur, líkt og papp-
írspeningar núna, er bara gagnlegur milliliður í þessum
viðskiptum. Án viðskipta eru málmarnir bara glingur og
pappírspeningar bara nothæfir á salernum.
Þessi hugmynd, að peningarnir hafi eitthvert innra
virði, er samt lífseig og er ástæða deilna Bandaríkjanna
og Kína um gengi gjaldmiðla. Bandaríkja-
menn halda því fram að kínverska júanið sé
of veikt, sem geri kínverskan útflutning arð-
bærari á kostnað þess bandaríska. Þeir horfa
á vöruskiptajöfnuð Bandaríkjanna, sem sýnir
að Bandaríkjamenn flytja meira inn en þeir
flytja út. Líkt og merkantílistarnir heldur
þetta fólk að vöruskiptahallinn þýði að
Bandaríkjamenn séu að tapa í verslunar-
keppni við Kínverja.
Ef júanið er of veikt, og það er alls ekki víst
að svo sé, eru Bandaríkjamenn í raun að fá
kínverskar vörur á lægra verði en þeir hefðu
annars fengið – sem er gott. Vöruskiptahall-
inn, sem við Íslendingar erum gjarnan mjög
uppteknir af líka, er sömuleiðis bara ein hlið á
annarri mynt. Hvað geta Kínverjar, eða aðrir
erlendir viðskiptavinir bandarískra fyr-
irtækja, gert fyrir dollarana sem þeir fá fyrir útflutn-
ingsvörur sínar? Þeir verða að nota þessa dali til fjárfest-
ingar í Bandaríkjunum. Hver dalur sem notaður er til að
kaupa neytendavörur frá Kína endar aftur í Bandaríkj-
unum, nema Kínverjar ákveði að stinga þeim undir rúm.
Þess vegna er fjármagnsjöfnuður í Bandaríkjunum já-
kvæður. Útlendingar fjárfesta í bandarískum fyrir-
tækjum og skuldabréfum, sem gera bandarískt atvinnu-
líf sterkara fyrir vikið.
Með því að einblína á aðeins aðra hlið málsins, hvort
heldur sem er á gull og silfur á sautjándu öld eða á vöru-
skiptajöfnuð á þeirri tuttugustu og fyrstu, er hætta á að
fólk missi af heildarmyndinni. bjarni@mbl.is
Bjarni
Ólafsson
Pistill
Peningurinn hefur tvær hliðar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
E
ftir áralangan undir-
búning, margar
skýrslur, ótal fundi og
töluverðar deilur, hafa
áform um að reisa nýja
samgöngumiðstöð í grennd við Hótel
Loftleiðir í Vatnsmýri loks verið
blásin af. Mjög hefur fjarað undan
stuðningi við samgöngumiðstöðina
að undanförnu, ekki síst eftir að opin-
bert varð á þessu ári að Strætó hefur
alls engan áhuga á að hafa stóra
skiptistöð í miðstöðinni enda félli hún
illa að leiðakerfinu og slíkt yrði afar
óhagkvæmt. Þá höfðu rútufyrirtæki
sem stunda áætlunarakstur tak-
markaðan áhuga á miðstöðinni og
Flugfélag Íslands viðraði í sumar
hugmyndir um að félagið myndi
sjálft bæta aðstöðu á núverandi stað,
vestan Vatnsmýrar enda væri slíkt
mun ódýrara.
Rætt um flugstöð frá 1955
Rætt var um ýmsar hugmyndir
að nýrri flugstöð á árunum 1955-1986
en umræða um samgöngumiðstöð
komst fyrir alvöru á dagskrá eftir að
lokið var við umfangsmiklar endur-
bætur á Reykjavíkurflugvelli árið
2002, ári eftir að Reykvíkingar kusu
um framtíð þessa sama flugvallar.
Sturla Böðvarsson, þáverandi sam-
gönguráðherra, sagði þá að næsta
skref væri að reisa samgöngu-
miðstöð og hann lét ekki sitja við orð-
in tóm. Árið 2004 skipaði hann und-
irbúningshóp til að kanna möguleika
á að setja á laggirnar samgöngu-
miðstöð á Vatnsmýrarsvæðinu og
lagði hópurinn til að hún myndi rísa
norðan við Hótel Loftleiðir eða yrði
til húsa í hótelinu sjálfu. Gert var ráð
fyrir að samgöngumiðstöðin þyrfti að
vera um 6.500 m² að stærð. Í seinni
áætlunum var gert ráð fyrir enn
stærra húsi. Árið 2007 var miðað við
8.000 m² en eftir að efnahagskerfið
hrundi var húsið minnkað á nýjan
leik niður í allt að 3.700 m².
Þannig virðist sem þörf fyrir
fermetra í samgöngumiðstöðinni hafi
að töluverðu leyti farið eftir fjárhags-
stöðu ríkissjóðs.
Í þarfagreiningu starfshópsins
sagði m.a. að nauðsynlegt væri að
Reykjavík, sem höfuðborg Íslands,
hefði staðsetta sem næst miðborg-
inni samgöngumiðstöð sem þjónaði
sem flestum greinum almennings-
samgangna til og frá höfuðborginni,
og byði þá jafnframt upp á góðar
tengingar við almenningssamgöngur
höfuðborgarsvæðisins. Þá var einnig
tekið fram að núverandi flugstöð
væri ófullnægjandi og lóð BSÍ yrði
fljótlega tekin undir aðra starfsemi,
þ.e. nýjan Landspítala. Nú liggur
reyndar fyrir að nýi spítalinn mun
ekki ná yfir lóð BSÍ þannig að sú
ástæða er vísast úr sögunni. Þá hefur
Strætó lýst yfir áhuga á að fá aðstöðu
í BSÍ sem myndi leysa Hlemm af
hólmi, þótt áfram yrði skiptistöð á
Hlemmi.
Áfall fyrir landsbyggðina?
Þingmenn landsbyggðarinnar
hafa haft mun meiri áhuga á sam-
göngumiðstöðinni en þingmenn höf-
uðborgarsvæðisins. Fréttir um að
hætt hefði verið við samgöngu-
miðstöðina urðu til þess að Hösk-
uldur Þórhallsson, þingmaður Fram-
sóknar í Norðausturkjördæmi, sagði
á Alþingi í gær að með því að hætta
við miðstöðina væri verið að slá af
einhverja mikilvægustu fram-
kvæmd sem sneri að lands-
byggðinni. Ákvörðunin væri
áfall fyrir landsbyggðina. Því
hafnaði Ögmundur Jónasson
samgönguráðherra og ítrekaði
stuðning sinn við að flugvöll-
urinn yrði áfram í Vatnsmýri.
Samgöngumiðstöð
sem fjaraði undan
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flugstöð Vegna umsvifa í Grænlandsflugi varð Flugfélag Íslands að
stækka komu- og brottfararsali. Starfsmenn fengu aðstöðu í gámum.
Árni Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Flugfélags Íslands, fagnar
því að óvissa um samgöngu-
miðstöðina sé úr sögunni. Þetta
sé eðlileg ákvörðun í ljósi þess
að svo virtist sem miðstöðin yrði
aðeins fyrir innanlandsflugið en
þar með hefði leigan orðið hærri
en ella. Nú geti félagið einbeitt
sér að uppbyggingu á núverandi
stað en félagið hafi áhuga á að
stækka flugstöðina og bæta um-
hverfi hennar. Stefnt sé að því að
hefja framkvæmdir á
næsta ári.
Árni segir að pláss
verði fyrir keppinauta
Flugfélagsins í stækk-
aðri flugstöð. Félagið
vinni nú þegar með
Iceland Ex-
press á Ak-
ureyri og
hægt sé að
vinna með
félaginu í
Reykjavík.
Vilja stækka
flugstöðina
LAUS VIÐ ÓVISSUNA
Árni
Gunnarsson