Morgunblaðið - 12.11.2010, Page 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2010
Undur og stórmerki Finnbogi Pétursson myndlistarmaður rak upp stór augu í gær þegar hann sá hornstein nýbyggingar Háskólans í Reykjavík, en hornsteinninn er hluti af risastórum loftsteini
sem féll til jarðar í Suður-Ameríku fyrir 4.000 árum. Það er ekki á hverjum degi sem menn fá að líta slík undur augum og því skal engan undra að augu manna hafi staðið á stilkum.
Kristinn
Trúlega eru allir sam-
mála um að Sádi-Arabía
eigi mikinn auð í olíu-
lindum sínum. Sennilega
dettur engum í hug að þeir
vilji láta þær af hendi, síst
af öllu fyrir það eitt að fá
að ganga í einhver samtök
ríkja.
En hvað er olíuauður
Sádi-Araba mikill? Ef við
notum einfaldan mæli-
kvarða nam útflutningur
þeirra á olíu í fyrra (2009) 6.500 Banda-
ríkjadollurum á hvert mannsbarn. Íbú-
arnir eru 26 milljónir svo að þetta er mik-
ill auður.
En hvað eru auðlindir Íslands miklar?
Útflutningur sjávarafurða frá Íslandi
nam 5.000 Bandaríkjadollurum á hvern
Íslending í fyrra. Heldur minna en olíu-
útflutningur Sádi-Arabíu.
Og þá er eftir hin auðlindin, orkan. Út-
flutningur á framleiðslu orkufreks iðn-
aðar frá Íslandi í fyrra nam yfir 6.000
dollurum á mann. Samanlagt er útflutn-
ingur af auðlindum okkar því um 11 þús-
und dollarar á mann, á móti 6500 dollara
útflutningi Sádi-Araba á sama ári.
Nú koma sjálfsagt margir og segja Já
en … já en … hagtölur eru aldrei alger-
lega sambærilegar, en þetta ætti að
nægja til að menn skilji hversu risavaxin
auðæfi við eigum og hversu mikilvægt er
að gæta þeirra. Það er undirstaða allrar
velsældar í okkar landi að láta þær ekki
af hendi til erlendra spekúlanta, eins og
byrjað er að gera, fyrir skammtímahags-
muni einhverra misviturra eigenda.
Það var merkilegt að hlusta á Michel
Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra
Frakklands, í Silfri Egils um fyrri helgi.
Hann er nógu aldraður og lífsreyndur til
að tala tæpitungulaust. Hann sagði um
Evrópusambandið: „Í hvert skipti sem
land gengur í ESB missir það eitthvað.
Frakkland missti vald yfir fiskveiðum
sínum, þegar það gekk í sambandið.
Stundum eru fiskimenn okkar óánægðir.
Þeir þurfa að hliðra til gagnvart Spán-
verjum, sem eru mikil fiskveiðiþjóð, og
Englendingum líka. En það er skárra en
að vera einn og einangraður.“
Rocard hafa ekki verið
ljósar þær hagstærðir, sem
hér um ræðir. Hann er svo
reyndur maður að hann veit
að ekkert ríki er einangrað,
sem á auðlindir. Fiskur og
orka seljast.
Hætta er á ferðum. Þeg-
ar rætt er um ESB og fisk-
veiðar Íslendinga segja
margir að enginn vandi
verði að semja um það. Ætl-
um við að fara að semja um
að láta af hendi auðlind,
sem nálgast olíuna í Sádi-Arabíu, og fá í
staðinn að ganga í Evrópusambandið?
Ég ráðlegg öllum, sem um þessi mál
hugsa, að fletta upp í sáttmála Evrópu-
sambandsins, The Consolidated Version
of the Treaty on the Functioning of the
European Union, Article 3, 1-D. Þar seg-
ir að Evrópusambandið hafi exclusive
competence, eða full yfirráð yfir líf-
rænum auðlindum hafsins samkvæmt
sameiginlegri fiskveiðistefnu sambands-
ins. Þetta er síðan áréttað í Article 4, 2-D.
Þetta þýðir að sambandið ræður því
eitt og sér, án samráðs, hver heildarafli
er og ræður þar með öllu sem máli skiptir
um fiskveiðar. Vill einhver fara að semja
frá sér hagsmuni, sem nálgast olíuna í
Sádi-Arabíu?
Íslenskir stjórnmálamenn hafa þegar
stigið fyrsta skrefið í að selja orkufyrir-
tæki úr landi, án þess að ríkisstjórnir hafi
skipt sér af því.
Er ekki kominn tími til að hugsa sig
um?
Eftir Ólaf Sigurðsson
» Íslenskir stjórn-
málamenn hafa þegar
stigið fyrsta skrefið í að
selja orkufyrirtæki úr
landi, án þess að ríkis-
stjórnir hafi skipt sér af
því. Er ekki kominn tími
til að hugsa sig um?
Ólafur Sigurðsson
Höfundur er fyrrverandi
fréttamaður á Sjónvarpinu.
Myndi Sádi-Arabía láta
af hendi olíulindirnar?
Í vikunni var
dreift á Alþingi
svari fjár-
málaráðherra við
fyrirspurn minni
um samkomulag
Seðlabanka Íslands
við Seðlabankann í
Lúxemborg um
kaup á útistandandi
skuldabréfum
Avens B.V. sem
voru í eigu Landsbankans í Lúx-
emborg.
Í maí sl. tók Seðlabankinn f.h.
ríkissjóðs, yfir stjórn félagsins
og leysti það upp. Eignir félags-
ins voru íbúðabréf, ríkisbréf og
reiðufé, samtals að andvirði
128,5 milljarðar sem runnu til
ríkisjóðs. Andvirði íbúða-
bréfanna og ríkisbréfanna nam
85 milljörðum kr. og reiðufjár
43,5 milljörðum kr. Í frumvarpi
til fjárlaga 2011 kemur fram að
ríkissjóður greiddi fyrir Avens
B.V með skuldabréfi að fjárhæð
64 milljarða kr. (402 milljónir
evra) til 15 ára og með reiðufé í
evrum og íslenskum krónum. Í
2. mgr. 1. gr. laga nr. 36/200, um
Seðlabanka Íslands kemur fram
að ríkissjóður beri ábyrgð á öll-
um skuldbindingum bankans.
Meðal eigna Avens B.V. voru
skuldabréf gefin út af Íbúðalána-
sjóði fyrir um 76,1 milljarða kr. á
markaðsverði. Meirihluti skulda-
bréfa Íbúðalánasjóðs er með
lokagjalddaga 2034 og 2044. At-
hygli vekur að engar af eignum
Avens B.V. eru með tengingu við
gengisvísitölu. Það gefur vís-
bendingar um að erlendar lána-
stofnanir hafi ekki litið á slík lán
sem trygg veð – enda var ljóst
2001 að binding við geng-
isvísitölu stæðist vart lög – tíu
skiptin við lífeyrissjóðina sem
jók gjaldeyrisforðann um 17%.“
Þessi yfirlýsing er afar sér-
kennileg því staðreyndirnar eru
þessar: Ríkissjóður greiddi fyrir
Avens B.V, m.a. með skuldabréfi
að fjárhæð 66 milljarða kr. (402
milljónir evra) til 15 ára en
áformað er að ríkissjóður veiti
fénu áfram í formi láns til Seðla-
banka Íslands. Ekki er litið svo á
að um fjárfestingu sé að ræða
hjá ríkissjóði heldur aukningu á
gjaldeyrisforða Seðlabankans og
endurskipulagningu á skuldum.
Samtals jókst gjaldeyrisforði
Seðlabankans um 77 milljarða
kr. (512 milljónir evra), sem líf-
eyrissjóðirnir ætla að bera uppi
með sölu á erlendum eigum sín-
um. Það er því köld staðreynd að
með þessum gjörningi er verið
að þjóðnýta erlendar eigur 26 líf-
eyrissjóða sem eru alfarið í eigu
almennings. Það er stefna AGS,
þar sem hann starfar, að koma
skuldum einkabankanna yfir á
almenning. Sumir myndu kalla
þetta sjónarspil „tæra snilld“.
Kaup Framtakssjóðs lífeyr-
issjóðanna á Vestia, dótturfélagi
Landsbankans, fyrir tæpa 20
milljarða er efni í aðra grein, en
Landsbankinn sálugi á svo sann-
arlega hauk í horni þar sem líf-
eyrissjóðirnir eru annars vegar.
dögum eftir þessi
kaup dæmdi
Hæstiréttur lánin
ólögleg. Rík-
issjóður yfirtók
reiðufé að mark-
aðsvirði 45 millj-
arða við þessi
„kaup“ sem nýtt
var til kaupa á
íbúðabréfum
Íbúðalánasjóðs af
Seðlabankanum.
Með þeim gjörn-
ingi voru íbúðabréf
Íbúðalánasjóðs komin í eigu rík-
isins að upphæð 121 milljarður
króna.
Þann 30. maí selur Seðlabank-
inn, fyrir hönd ríkisjóðs, síðan 26
lífeyrissjóðum öll íbúðabréf sem
ríkissjóður hafði eignast vegna
þessara viðskipta að jafnvirði
um 87,6 milljarða kr. miðað við
skráð kaupgengi 28. maí 2010.
Bréfin voru seld á fastri 7,2%
ávöxtunarkröfu. Samkvæmt
samkomulaginu munu lífeyr-
issjóðirnir selja erlendar eignir
sínar og greiða fyrir bréfin í evr-
um og hafa sjóðirnir heimild
fram til 15. desember nk. til að
fullnusta samkomulagið. Ávöxt-
unarkrafa lífeyrissjóðanna er
nákvæmlega sá „afsláttur“ sem
lífeyrissjóðirnir fengu af þessum
yfirfærslum að upphæð 33,4
milljarða miðað við að innheimta
íbúðabréfanna verði 100%. Því
er ljóst að lífeyrissjóðirnir líta
svo á að ekki verði farið í af-
skriftir á lánum Íbúðalánasjóðs
nema fullt ríkisframlag komi á
móti.
Í lok svars fjármálaráðherra
segir: „Með samkomulaginu í
Lúxemborg náðist að lækka
skuldastöðu þjóðarbúsins um
meira en 3,5%, erlendar krónu-
eignir lækkuðu um fjórðung og
grunnur var settur fyrir við-
Eftir Vigdísi
Hauksdóttur » Það er því köld
staðreynd að með
þessum gjörningi er
verið að þjóðnýta er-
lendar eigur 26 lífeyr-
issjóða sem eru alfarið
í eigu almennings.
Vigdís Hauksdóttir
Höfundur er lögfræðingur og
þingmaður Framsóknarflokksins í
Reykjavík.
Flétta Seðlabankans,
Landsbankans sáluga
og lífeyrissjóðanna