Morgunblaðið - 12.11.2010, Page 22

Morgunblaðið - 12.11.2010, Page 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2010 Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Í jólablaðinu í ár komum við víða við, heimsækjum fjölda fólks og verðum með fullt af spennandi efni fyrir alla aldurshópa. JÓLABLAÐIÐ sérblað Morgunblaðið gefur út stórglæsilegt jólablað, laugardaginn 27. nóvember 2010 PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 22. nóvember NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 –– Meira fyrir lesendur Maður að nafni Páll Steingrímsson sendir mér frámunalega kveðju í Morg- unblaðinu 9. nóv- ember, undir fyr- irsögn sem ekki hefði þótt birtingarhæf í minni blaðamennsku- tíð. Greinin er uppfull af rangfærslum og villum sem ekki er vert að elta ólar við, enda verður það ekki gert. Ég minni þó á að í siðaðri umræðu beita menn rökum um efnisatriði máls en ekki rangfærslum eða al- hæfingum um innræti fólks og vits- muni, hvað þá heldur uppnefnum eða álíka skrumskælingum sem eiga meira skylt við barnalegt ein- elti en vitræn samskipti. Tilefni greinar Páls er fyr- irspurn sem ég lagði fram í þinginu fyrir nokkru um áhrif veiðarfæra á lífríki sjávar. Fyrirspurnin er í nokkrum liðum og hljóðar svo: 1. Hafa verið gerðar sérstakar rannsóknir á áhrifum veiðarfæra á lífríki sjávar, þ.e. áhrifum a) drag- nótar, b) botnvörpu, c) flotvörpu? 2. Hvað er vitað um áhrif þess- ara veiðarfæra á: a) sjávargróður og sjávarbotn, b) ástand fiskjar, einkum smugufiskjar, þ.e. fiskjar sem sleppur úr veiðarfærum? 3. Liggja fyrir upplýsingar, og þá hverjar, um: a) hlutfall smugu- fiskjar við flotvörpuveiðar, b) af- drif fiskjar sem smýgur úr flot- vörpu, c) áhrif flotvörpu á þær fiskitorfur sem veiðarfærin fara í gegnum? 4. Hversu hátt hlut- fall meðafla (bolfisks og seiða) sem kemur í flotvörpu fer í bræðslu og um hve mikið magn er að ræða í tonnum talið? 5. Hefur ráðuneytið brugðist við, eða hefur í hyggju að bregðast við, vísbendingum sem fram hafa komið um áhrif veiðarfæra á líf- ríki sjávar? 6. Er meðafli sem hafnar í bræðslu reiknaður með aflaheimildum viðkomandi veiði- skipa eða er hann dreginn frá kvóta þeirra? 7. Eru í gildi sérstök lög um flot- vörpuveiðar innan lögsögu ESB- ríkja, Chile og Bandaríkjanna? 8. Samræmast flotvörpuveiðar löggjöf og viðurkenndum veiði- aðferðum erlendra ríkja? Páll Steingrímsson telur að til- efni þessarar fyrirspurnar sé að koma höggi á LÍÚ, enda sé þarna einungis spurt um tiltekin veið- arfæri sem vitað sé að stórútgerðin noti öðrum fremur. Ég get huggað hann með því að LÍÚ var mér ekki efst í huga þegar fyrirspurnin var samin, enda skipa þau ágætu hags- munasamtök ekki öndvegi minna hugðarefna. Fyrirspurnin end- urspeglar tvö áhugasvið mín, þ.e. umhverfis- og sjávarútvegsmál, enda sit ég í þingnefndum sem fjalla um þá málaflokka (umhverf- isnefnd og sjávarútvegs- og land- búnaðarnefnd). Fullyrðing Páls um myndband sem hann segir að hafi fylgt fyrirspurninni til ráðuneyt- isins og undarlegar samsæriskenn- ingar hans af því tilefni eru út í hött, enda fylgdi ekkert slíkt efni fyrirspurn minni til ráðuneytisins. Segir þetta sína sögu um málflutn- inginn í umræddri grein. Það er góður siður að halda sig við efnisatriði máls. Kjarni þessa máls og tilefni spurninga minna eru vaxandi áhyggjur af lífríki sjávar og afdrifum fiskistofna, bæði hér við land og í heimshöfum. Við vitum að í sjávarbúskapnum lifa tegundirnar hver á annarri. Vöxtur í einum stofni getur komið niður á öðrum, mikil veiðisókn í eina fisktegund getur þýtt fæðu- skort hjá annarri. Röskun á vist- kerfi sjávar, t.d. vegna ógætilegra veiða eða skaðlegra veiðiaðferða, getur að sama skapi haft afdrifarík áhrif á viðgang fiskistofna. Þetta áhyggjuefni varðar ekki síst út- gerðina sjálfa, því engin ein at- vinnugrein á meira undir en ein- mitt hún. Þess vegna hefði fremur mátt búast við því að þar á bæ fögnuðu menn áhuga þingmanns á því að fá fram upplýsingar sem nýta mætti til efnislegrar rökræðu um jafn veigamikið mál. Því er þó ekki að heilsa og er það miður. Í sjávarútvegsráðuneytinu er nú unnið að því að afla gagna til að svara fyrirspurn minni. Ég vænti þess að svörin muni varpa vitrænu ljósi á það sem um er spurt og verða efniviður í málefnalega um- ræðu um nýtingu okkar dýrmætu fiskveiðiauðlindar til framtíðar. Athugasemd við undarleg skrif Eftir Ólínu Þorvarðardóttur »Röskun á vistkerfi sjávar, t.d. vegna ógætilegra veiða eða skaðlegra veiðiaðferða, getur haft afdrifarík áhrif á viðgang fiski- stofna. Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður Höfundur er þingmaður. Nú eru tæpir tveir mánuðir þangað til sveitarfélög taka yfir þjónustu við fatlaða frá ríkinu. Einu svörin sem ég heyri þegar ég ræði við fólk um þessa grundvallarbreytingu á málefnum fatlaðra, hvort sem er hjá starfsmönnum sveitar- félaga eða ríkis, á með- al þeirra sem sinna þjónustu við fatl- aða og ekki síst á meðal fatlaðra sjálfra, eru „líklega fínt“ eða „líklega slæmt“. Í raun eru þetta mjög eðli- leg svör þar sem enginn veit hvað gerist eftir áramót. Ekki er enn búið að birta lögin sem taka eiga gildi um áramót, ekki er búið að semja við sveitarfélög og hvað þá ræða við hina fötluðu sjálfa eða þá sem þeim þjóna. Það eina sem virðist vera öruggt er að þessu kerfi verður um- turnað hvað sem hver segir, þó ekk- ert sé orðið ljóst um afleiðingar breytinganna. Öll þjónusta er í óvissu en hættan er áberandi á meðal sjálfseignar- stofnana eins og Skálatúns, Sól- heima og fleiri, sem við fyrirhugaðar breytingar falla inn undir væng sveitarfélaga sem eru misburðug til að þjóna svo stórum þjónustu- kjörnum fyrir fatlaða. Sem dæmi á Árborg að þjóna 43 einstaklingum frá Sólheimum en þjónar í núverandi kerfi 23 einstaklingum. Þessir ein- staklingar sem búa á Sólheimum eru fæddir út um allt land og hafa búið mislengi á staðnum. Margar spurn- ingar brenna á starfsfólki Sólheima vegna þessara breytinga en sú fyrsta er einfaldlega hvort Árborg treystir sér yfirhöfuð til að standa á bak við rekst- ur Sólheima, en eins og fram hefur komið í fréttum er sveitarfé- lagið síður en svo fjár- hagslega burðugt. Staðan fyrir íbúa á Sólheimum er í dag al- ger óvissa. Það eru svo sem ekki nýmæli því ef rýnt er í söguna má sjá að misvitrir embættismenn hafa allt frá stofnun Sólheima fyrir 80 árum haft ýmislegt á hornum sér gagnvart því starfi sem þar er unnið, hvort sem það snýr að mataræði íbúa, blönduðu samfélagi fatlaðra og ófatl- aðra, tískusveiflum í aðferðafræði varðandi þjónustu við fatlaða eða bara einföldum hrepparíg. Færri virðast gefa því raunverulegan gaum hvernig íbúar staðarins dafna og þroskast, eða hvernig þeim líður. Verði af flutningum á málefnum fatl- aðra frá ríki til sveitarfélaga óttast íbúar Sólheima að örfáir ein- staklingar innan lítils sveitarfélags geti með geðþóttaákvörðunum rúst- að þeirri uppbyggingu sem þar hef- ur verið unnin í anda Sesselju Sig- mundsdóttur, stofnanda Sólheima. Þjónusta við fatlaða í sveitarfélögum – Lík- lega fínt, líklega slæmt Eftir Erlend Pálsson Erlendur Pálsson »Nú eru tæpir tveir mánuðir þangað til sveitarfélög taka yfir þjónustu við fatlaða frá ríkinu. Höfundur er forstöðumaður atvinnu- sviðs Sólheima og íbúi á Sólheimum. Bréf til blaðsins Nýjasta viðfangsefni Besta flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur er að banna kennslu kristinna fræða og að fjallað sé um kristna trú í skólum landsins. Rök flokksins að baki þessu eru að skólar séu rangur vettvangur fyrir kennslu trúarbragða og er það mat flokksmanna að með því að heim- ila kristinfræði sem kennslugrein þá sé verið að skilja aðra trúarlega minnihlutahópa út undan og að verið sé að gera lítið úr öðrum trúar- brögðum. Þessu er ég ekki sammála og tel að þessar ályktanir flokks- manna séu rangar. Ég hef búið í mörgum löndum og kynnst ýmsum trúarbrögðum og ólíkum menningarheimum. Ég lauk fyrstu tveimur árum skólaskyld- unnar hér á Íslandi og bæði árin var haldin jólaskemmtun í skólanum. Við bekkjarfélagarnir skemmtum okkur vel yfir hrekkjóttu íslensku jólasvein- unum, gengum í kringum stórt og fal- lega skreytt jólatré og gæddum okk- ur á piparkökum. Þegar ég var 7 ára gamall flutti ég ásamt foreldrum mínum og eldri systur til Potomac, Maryland í Bandaríkjunum þar sem ég lauk grunnskóla. Skólinn sem ég gekk í hét Potomac Elementary School og er hann staðsettur í gyð- ingahverfi. Í þeim skóla var ekki haldið upp á jólin í desembermánuði. Þess í stað var hanukkah, trúarhátíð Gyðinga, haldin hátíðleg og þá lærði ég að spila dreidel, kveikja á meno- rah, syngja hebresk lög og borða kartöflupönnukökur. Ég var aðeins annar tveggja krist- inna nemenda í skólanum en með því að halda upp á hanukkah með nýjum vinum mínum kynntist ég betur trú þeirra og menningu og fékk að upp- lifa þeirra hátíðarhöld. Það var bæði skemmtileg og lærdómsrík reynsla. Mér fannst ég alls ekki vera út undan heldur hluti af hópnum. Gagnfræða- skólaárin mín dvaldi ég í Brussel í Belgíu þar sem ég sótti International School of Brussels. Þetta er alþjóð- legur skóli sem samanstendur af nemendum með ólíkan trúarlegan og menningarlegan bakgrunn og því þurfti starfsfólk skólans að takast á við mjög blandaðan hóp einstaklinga. Í stað þess að taka trúarfræði af námsskránni krafðist skólinn þess að nemendur myndu kynna sér menn- ingu og trú allra. Meðan á námi mínu stóð var ég meðal annars viðstaddur athöfn sem haldin var að hætti búddatrúar, skrif- aði ritgerð um ramadan og ræddi um ganesh chaturthi við bekkjarafélaga minn sem var hindúi. Það sem ég öðl- aðist af þessari fjölþættu trúar- menntun er víðtækur skilningur og virðing fyrir ólíkum trúar- og menn- ingarheimum. Í dag er veröldin sem við búum í afar fjölbreytt og samanstendur hún af ólíkum menningarheimum. Það að útiloka kennslu trúarbragða, eins og kristinfræði, væri afar bagalegt og mikill skaði fyrir ungmenni Íslands. Með því að lofa nemendum að kynn- ast öðrum menningarheimum en þeirra eigin og að gefa þeim kost á að kynnast trúarhátíðum annarra, í stað þess að koma í veg fyrir það, verða þeir víðsýnni og skilningsríkari gagn- vart öðrum trúarbrögðum. Jafnframt læra þeir að bera virðingu fyrir trú og menningu annarra. Ég ráðlegg því Besta flokknum að banna ekki krist- infræði í skólum heldur að hvetja til kennslu allra trúarbragða og með því móti að lofa nemendum að kynnast menningu og trú annarra, sem þeir ella myndu fara á mis við. SIGURJÓN ARNÓRSSON, nemi. Kennsla kristinna fræða Frá Sigurjóni Arnórssyni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.