Morgunblaðið - 12.11.2010, Side 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2010
✝ Hekla Árnadóttirfæddist á Ak-
ureyri 7. september
1922. Hún lést á
Hjúkrunarheimilinu
Eir 1. nóvember síð-
astliðinn. Hekla var
10. í röð 12 systkina
sem komust á legg,
börn hjónanna Jónínu
Gunnhildar Friðfinns-
dóttur, húsfreyju, f.
8.9. 1885 að Atl-
astöðum í Svarf-
aðardal, d. 28.12.
1969, og Árna Stef-
ánssonar, trésmíðameistara, f. 8.6.
1874, að Gestsstöðum í Fáskrúðs-
firði, d. 16.6. 1946. Systkini Heklu
voru: 1. Anna Kristín, f. 7.4. 1908,
d. 8.3. 1987. 2. Eðvarð Fritz, f.
12.7. 1909, d. 26.7. 1970.
3. Guðrún, f. 17.8. 1910, d. 15.6.
1903. 4. Sigríður, f. 22.9. 11, d.
23.2. 1925. 5. Guðmundur, f. 24.12.
1912, d. 4.4. 1992. 6. Friðfinnur, f.
5.9. 1915, d. 30.9. 1999. 7. Kol-
beinn, f. 21.9. 1916, d. 4.10. 1974.
8. Aðalheiður, f. 20.2. 1919, d. 13.1.
2003. 9. Stefán, f. 14.4. 1920, d.
4.10. 2009. 10. Ingólfur, f. 5.8.
1924, d. 26.8. 2004. 11. Sigurbjörn,
f. 18.9. 1927.
Hekla giftist 2.1. 1947, Geir Guð-
28.11. 1951. Þau slitu samvistum.
Synir þeirra eru: A. Daði, f. 9.2.
1977, kvæntur Guðrúnu Jóns-
dóttur, f. 18.8. 1980. Þau eiga 2
syni. B. Kári, f. 13.10. 1982. 3.
Guðrún f. 2.4. 1957, gift Jóni Frið-
riki Jóhannssyni, f. 28.11. 1957. 4.
Börn þeirra: A. Kolbeinn, f. 23.7.
1980, sambýliskona, Klara Karls-
dóttir, f. 25.4. 1980, dóttir hennar
er Ásdís Davíðsdóttir, f. 9.12. 1997.
B. Jóhann Geir, f. 28.10. 1982. C.
Hekla f. 2.5. 1990.
Hekla ólst upp í foreldrahúsum,
að Gránufélagsgötu 11 á Akureyri.
Eftir gagnfræðapróf fór hún sem
barnfóstra til Kaupmannahafnar.
Hún var ein þeirra sem komust
heim til Íslands með síðustu ferð
farþegaskipsins Esju sem fór frá
Petsamó á vormánuðum 1940.
Þegar heim kom settist hún á
skólabekk og lærði hattagerð í
Iðnskólanum í Reykjavík, þaðan
sem hún útskrifaðist 1943. Vann
síðan við þá iðn m.a. hjá Hattabúð
Soffíu Pálma. Í frístundum stund-
aði Hekla handbolta með Ármanni
og frjálsar íþróttir. Þar náði hún
þeim árangri að verða bæði Ís-
landsmeistari í handbolta með liði
sínu og í 80 metra hlaupi. Hekla
og Geir bjuggu nær allan sinn bú-
skap að Laugarásvegi 51.
Útför Heklu fer fram frá Ás-
kirkju í dag, 12. nóvember 2010,
og hefst athöfnin kl. 13.
mundssyni, launafull-
trúa hjá Reykjavík-
urborg. Foreldrar
hans voru Margrét
Hinriksdóttir frá
Orrastöðum í Svína-
dal, kennari og versl-
unareigandi, f. 6.10.
1892, d. 19.3. 1963 og
Guðmundur K. Ög-
mundsson frá Bola-
fæti í Hrunamanna-
hreppi, málara- og
gifsmeistari, f. 29.7.
1888, d. 20.5. 1952.
Geir og Hekla eign-
uðust þrjú börn. 1. Margrét f. 27.4.
1951, gift Gesti Jónssyni, f. 27.10.
1950. Börn þeirra: A. Hólmfríður f.
7.6. 1973, gift Sigurði Njarðvík
Þorleifssyni, f. 25.7. 1973. Þau eiga
2 dætur. B. Geir f. 23.1. 1978, sam-
býliskona hans er Helga Hauks-
dóttir, f. 27.9. 1978. Þau eiga 2
syni. C. Jón Skafti, f. 18.9. 1981,
sambýliskona hans er Joanna Ewa
Dominiczak, f. 14.6. 1985. Þau eiga
1 dóttur. D. Árni, f. 4.10. 1989,
unnusta hans, Andrea Bára Stef-
ánsdóttir, f. 6.11. 1989. 2. Árni
Jón, f. 13.8. 1952, sambýliskona
hans er Sigríður Þórdís Valtýs-
dóttir, f. 22.8. 1966. Var kvæntur
Fanneyju Friðbjörnsdóttur, f.
Hún Hekla, tengdamóðir mín, var
falleg kona. Dökk yfirlitum, grönn
og snaggaraleg. Brosið var einlægt
og náði til augnanna. Á yngri árum
hljóp hún hraðar en aðrir. Varð m.a.
Íslandsmeistari í 60 m hlaupi.
Hekla var frá Akureyri. Hún var
úr hópi fjórtán barna Árna Stefáns-
sonar, trésmíðameistara og Jónínu
Friðfinnsdóttur, húsmóður. Systkin-
in fæddust á tuttugu ára tímabili.
Tvö dóu í bernsku en tólf komust til
fullorðinsára. Hann var því þétt set-
inn bekkurinn á heimilinu við
Gránufélagsgötu. Við slíkar aðstæð-
ur lærist tillitssemi sem var ríkur
kostur í fari Heklu.
Ég tók að venja komur mínar í
stóra húsið við Laugarásveginn á
menntaskólaárunum. Leist vel á
Möggu, skólasystur mína, sem þar
bjó. Í húsinu ríkti höfðinginn Geir og
hélt húsaga. Í fyrstu held ég að ferð-
ir mínar hafi ekki fallið að regluverki
hans. Smám saman voru reglurnar
rýmkaðar. Þar held ég að Hekla hafi
átt hlut að máli. Hún vissi að strák-
urinn var ættaður að norðan og
pabbi hans hafði verið í mat hjá
mömmu hennar tvo vetur þegar
hann var við nám í Menntaskólanum
á Akureyri. Hún hafði orð móður
sinnar fyrir því að kostgangarinn
væri ágætis maður. Af sömu ástæðu
leist föður mínum ágætlega á ráða-
haginn. Matmóðirin hafði reynst
honum vel og hann taldi góðar líkur
á að reynsla mín af afkomendum
hennar yrði góð. Þar hafði hann rétt
fyrir sér eins og oft áður.
Ég held að tengdamóðir mín hafi
átt góða ævi. Hún giftist Geir Guð-
mundssyni, fyrrverandi launafull-
trúa hjá Reykjavíkurborg. Geir og
Hekla voru samhent hjón. Þau eign-
uðust þrjú börn Margréti, bóka-
safnsfræðing, Árna Jón, lækni og
Guðrúnu, hárgreiðslumeistara.
Barnabörnin eru níu og barnabarna-
börnin fimm. Hekla var bóngóð og
vil ég þakka henni alla aðstoðina
sem hún veitti okkur Möggu við að
koma börnum okkar á legg.
Fyrir nokkrum árum fór að bera á
minnisglöpum hjá Heklu. Smám
saman tók sjúkdómurinn völdin og
sú glæsilega kona sem tengdamóðir
mín var gaf eftir. Geir reyndist
Heklu betri en enginn í veikindum
hennar. Ást hans og umhyggja fyrir
Heklu var aðdáunarverð. Börn
þeirra sinntu móður sinni af ástúð
þessi erfiðu ár sem og starfsfólkið á
Eir sem sinnir erfiðu starfi af mikilli
prýði.
Ég bið góðan Guð að geyma
tengdamóður mína.
Gestur Jónsson.
Með örfáum orðum langar mig að
minnast tengdamóður minnar,
Heklu Árnadóttur. Það var veturinn
1974 sem okkar kynni hófust þegar
ég fór að venja komur mínar á Laug-
arásveginn til að hitta dóttur henn-
ar, hana Gunnu mína. Það var með
ólíkindum þá strax hvað mér fannst
hún yndisleg kona, það var svo mikil
hlýja og væntumþykja sem ég fann
fyrir strax frá fyrsta degi. Eftir því
sem árin liðu sannreyndi ég þessa
tilfinningu gagnvart henni og er
óhætt að segja, að að öllum ólöst-
uðum þá var hún Hekla eitt kær-
leiksblóm sem engum illt vildi.
Við hjónin urðum þeirrar gæfu að-
njótandi að búa um árabil í sama
húsi og tengdaforeldrar mínir að
Laugarásvegi 51, á þeim árum
kynntist ég henni Heklu kannski
mun betur en ella hefði orðið. Þau
voru ófá kvöldin sem hellt var uppá
kaffi og skrafað um heima og geima,
gamlar minningar rifjaðar upp frá
æskuárum hennar á Akureyri, sem
hún talaði oft um með ákveðnum
söknuði. Enda ekki von á öðru þar
sem hún ólst upp í foreldrahúsum í
Gránufélagsgötu ásamt öllum sínum
systkinum og það var víst æði oft
mikið fjör á bænum þegar bræðurn-
ir voru að ærslast og systurnar að
fylgjast með og hafði hún frá mörgu
að segja.
Ég minnist þess með hlýju þegar
ég lenti í óhappi og þurfti að vera
rúmliggjandi heima á Laugarásveg-
inum en þá var gott að eiga tengda-
mömmu á efri hæðinni sem hjúkraði
mér fyrstu vikurnar. Hún bjó lengi
að því að hafa verið í íþróttum á sín-
um yngri árum þar sem hún stund-
aði bæði spretthlaup og handknatt-
leik og var þar í fremstu röð. Það
kom henni mjög til góða eftir að hún
greindist með hjartalokugalla og
þurfti að fara í tvær stóra aðgerðir
þess vegna. Hún var alltaf létt á fæti
og kvik í hreyfingum þannig að eftir
var tekið. Hekla starfaði um árabil á
leikvöllum Reykjavíkurborgar og
hafði mikið yndi af. Hún eignaðist
stóran hóp barnabarna sem öll nutu
hennar návistar og hlýju.
Það var síðan Alzheimer-sjúk-
dómurinn sem smám saman tók
hana til sín, en nú þegar ég sit hér og
hugsa til baka þá er ekki hægt annað
en að þakka fyrir það hvað hún virt-
ist vera glöð allt fram í andlátið svo
að segja. Það lýsti henni langbest,
alltaf brosandi og glöð þó hún ætti
erfitt með að tjá sig að öðru leyti.
Guð blessi minningu þína.
Jón Friðrik Jóhannsson.
Við systkinin höfum verið heppin
að því leyti til að við höfum ekki áður
misst svo náinn aðstandanda. Amma
fór fyrst. Kannski er það þannig að
við fráfall svo náins aðstandanda
sitja bara góðu minningarnar eftir.
Þær gera það hjá okkur að minnsta
kosti. Við munum eftir því hvað okk-
ur þótti gaman að heimsækja ömmu
og afa á ættaróðalið við Laugarás-
veginn. Við fengum alltaf einstakar
móttökur þar. Gátum leikið okkur í
garðinum, sem virkaði svo ævintýra-
lega stór fyrir litla krakka. Sum okk-
ar klifruðu upp á steina og upp í tré,
aðrir léku sér í fótbolta. Þar hittum
við frændsystkini okkar reglulega
og áttum góðar stundir saman, allt
undir vökulum augum ömmu. Vær-
um við dugleg fengum við stundum
upprúllaðar pönnukökur með sykri
og ískalda mjólk eftir á. Í minning-
unni geymdi gamli ísskápurinn í eld-
húsinu köldustu mjólk Íslands.
Amma virtist alltaf í góðu skapi og
var einstaklega barngóð. Hún var
ein þeirra sem hafa róandi nærveru.
Hún reiddist Jóni Skafta ekki einu
sinni, þegar hann reyndi árið 1984,
þriggja ára gamall, að bakka spón-
nýrri Mercedes Benz bifreið for-
eldra sinna niður brekkuna á Laug-
arásveginum og niður á
umferðargötu, með „áhugaverðum“
afleiðingum fyrir hleðslu í inn-
keyrslu nágrannans. Okkur grunar
reyndar að foreldrar okkar hafi
fengið orð í eyra vegna bílstjórans
unga. Það er okkur minnisstætt hve
þétt amma Hekla studdi alla tíð við
bakið á afa Geir. Hún virtist alltaf
styðja hann í öllu sem hann gerði.
Hún talaði um að hann hefði verið
glæsilegastur allra manna á íþrótta-
vellinum. Hún var alltaf svolítið
skotin í honum, það sást langar leiðir
og m.a.s. undir hið síðasta. Og það
var gagnkvæmt. Amma og afi voru
lífsförunautar í fyllsta skilningi þess
orðs og góðar fyrirmyndir.
Síðustu ár ömmu Heklu voru
henni og þeim sem henni stóðu næst,
erfið. Hún háði baráttu við erfiðan
sjúkdóm. Eins sorglegt og okkur
þótti að sjá minningar hverfa, orð
gleymast og aðstandendur verða
ókunnuga, erum við óendanlega
þakklát fyrir það að hún hélt per-
sónuleika sínum allt til hins síðasta.
Alltaf hlý og góð. Það var samt svo
skrítið að stundum virkaði hún eins
og hún hefði engu gleymt. Stundum
endurheimtum við hana í litla stund.
Það lifnaði til dæmis sérstaklega yfir
henni þegar við kíktum í heimsókn
til hennar á Eir með börnin okkar –
barnabarnabörnin hennar. Gamal-
kunnug handtök gleymdust ekki,
hún tók börnin til sín, hélt á þeim,
ruggaði og söng barnavísur. Á svona
stundum kom svo berlega í ljós
hvaða mann amma Hekla hafði að
geyma, börnin löðuðust að henni og
leið vel hjá henni. Amma var heppin
að eiga börn eins og Gunnu, Árna og
mömmu okkar, Margréti, sem
reyndust henni svo vel í langvinnum
og erfiðum veikindum, hvert á sinn
hátt. Missir þeirra og afa Geirs er
mestur. Við þessi tímamót er okkur
efst í huga þakklæti vegna þeirra
ára sem við fengum með ömmu okk-
ar. Hún var einstök og yndisleg
kona. Hennar verður sárt saknað.
Blessuð sé minning hennar og megi
hún hvíla í friði.
Hólmfríður, Geir,
Jón Skafti, Árni.
Það er sárt að kveðja ömmu mína
og nöfnu en á sama tíma er gott að
hugsa til þess að hún er loksins laus
undan sjúkdómi Alzheimers. Ég var
ekki nema um 13 ára gömul þegar
hún greindist og mér þykir það sárt
að hafa ekki fengið að kynnast henn-
ar persónuleika betur á mínum full-
orðinsárum.
En æskuminningar mínar með
ömmu eru margar og allar góðar. Ég
man t.d. eftir löngu göngutúrunum
sem við tókum í Laugardalnum eða
niður Laugaveginn þar sem við end-
uðum við tjörnina til að gefa önd-
unum, ég man eftir að hafa leikið
mér löngum stundum á Laugarás-
veginum þar sem auðvelt var að
leyfa ímyndunaraflinu að leika laus-
um hala, ég man líka eftir hversu
gaman það var að leika í garðinum
hjá ömmu og afa á góðum sumardegi
á meðan þau voru að vinna í garð-
inum. En það sem ég man helst eftir
er öll skiptin sem ég og mamma
kíktum í kaffi til ömmu og fengum
þá oftast eitthvað nýbakað eins og
frægu vínarbrauðin hennar eða
sandköku og svo var auðvitað alltaf
til ískalt malt í ísskápnum. Ég held
ég eigi alltaf eftir að muna eftir
ömmu í þessu litla eldhúsi þar sem
hún kenndi mér t.d. á klukku og að
telja upp í hundrað.
Amma Hekla var mikil hand-
verkskona og eigum við fjölskyldan
marga sokka og peysur sem hún hef-
ur prjónað. Það er að miklu leyti
henni að þakka að ég fékk áhuga á
sauma- og prjónaskap, ég gleymi því
ekki hvernig ég lék mér alltaf í
saumaherberginu fiktandi í öllu sem
ég mátti ekki fikta í en í leiðinni fékk
ég að kynnast þessu öllu. Amma
Hekla var ein besta kona sem ég hef
kynnst og get ég með sanni sagt að
ég hefði ekki getað valið betri nöfnu
og ég ber nafn hennar með stolti.
Ég kveð ömmu Heklu með sökn-
uði, hvíl í friði.
Hekla Jónsdóttir.
Elsku amma Hekla, nú ert þú
horfin á braut og munum við bræð-
urnir sakna þín mikið og minnast þín
með hlýhug enda hefur þú alltaf ver-
ið okkur svo góð.
Á tímum sem þessum þá getur
maður ekki annað en rifjað upp allar
góðu minningarnar sem við eigum
um hana ömmu Heklu. Æskuárin á
Laugarásveginum munu lengi lifa í
okkar minni en þar ólumst við upp í
húsinu hennar ömmu og afa.
Það var alltaf gott að vita af ömmu
Hekla Árnadóttir
✝ Einar Páll fæddistá Eskifirði 28. októ-
ber 1923. Hann lést á
Dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu Upp-
sölum 3. nóvember sl.
Einar var sonur
hjónanna Ágústs Páls-
sonar sjómanns og
verkamanns, f. 11.
ágúst 1886, d. 5. maí
1955, og Sigurlaugar
Stefaníu Einarsdóttur
húsfreyju, f. 24. sept-
ember 1896, d. 24. des-
ember 1970.
Systkini Einars eru Stefán Sig-
urður, f. 2. febrúar 1917, d. 22. nóv-
ember 1998. Guðlaugur, f. 2. apríl
1919, d. 24. júlí 2004. Guðný Lára, f.
10. desember 1920,
d. 9. febrúar 1931.
Óskar Ingólfur, f. 2.
júní 1926. Pétur, f.
6. febrúar 1929, d. 8.
júní 1999. Guðný
Lára, f. 20. nóv-
ember 1931. Hjör-
dís, f. 29. maí 1933.
Guðmundur Gunn-
steinn, f. 17. febrúar
1936. Veiga Jenný,
f. 19. júní 1938.
Einar fór ungur á
sjó og vann við það
þar til hann hætti
vegna aldurs.
Einar var jarðsunginn frá Fá-
skrúðsfjarðakirkju 11. nóvember
2010.
Í dag kveðjum við Einar Pál eða
Einsa Gústa eins og hann var ávallt
kallaður. Einar bjó í Pétursborginni
allt sitt líf að undanskildum síðustu
árunum en þeim eyddi hann á Dval-
ar- og hjúkrunarheimilinu Uppsölum
á Fáskrúðsfirði. Einar stundaði sjó-
inn frá barnæsku og þar til heilsan
sagði til sín. Sjómannslífið kunni
hann nú aldeilis að meta og kveðjum
við Einar með þessu sjómannstexta
sem átti mjög vel við hann þegar sjó-
mannslífið stóð sem hæst.
Sjómannslíf, sjómannslíf,
draumur hins djarfa manns,
blikandi bárufans,
býður í trylltan dans.
Sjómannslíf, sjómannslíf,
ástir og ævintýr,
fögnuð í barmi býr
brimhljóð og veðragnýr.
Ship-ohoj, ship-ohoj,
ferðbúið liggur fley.
Ship-ohoj, ship-ohoj,
boðanna bíð ég ei.
Við stelpurnar segi ég ástarljúf orð,
einn, tveir, þrír kossar
svo stekk ég um borð.
Ship-ohoj, ship-ohoj,
mig seiðir hin svala dröfn.
Ship-ohoj, ship-ohoj,
og svo nýja í næstu höfn.
(Loftur Guðmundsson)
Við sendum systkinum og öðrum
aðstandendum Einars innilegar sam-
úðarkveðjur.
Jóhannes Marteinn
og Jóhanna Kristín.
Fáein kveðjuorð.
Tryggur vinur og traustur félagi er
allur, áttatíu og sjö árunum rétt náði
hann áður en kallið kom. Einar var
svo sannarlega vinur vina sinna og
hann var einlægur og ákveðinn í
skoðunum, það kom enginn að tóm-
um kofunum sem átti við hann orða-
stað, orðheppinn var hann og átti
auðvelt með að sjá hið broslega í til-
verunni. Við Hanna áttum með hon-
um góða stund nú á haustdögum og
vináttan góða vermdi eins og alltaf
áður er fundum bar saman, en við
greindum einnig að þrek og fjör var
mjög þorrið. Þegar ég hitti hann síð-
astliðið vor þá brosti hann til mín og
sagði eins og hann einn gat sagt það:
Helgi, erum við ekki enn saman á
réttu róli í pólitíkinni? og svo hló
hann sínum dillandi hlátri.
Það var dýrmætt á sinni tíð að eiga
fylgd Einars eins og svo margra va-
skra drengja og mætra kvenna á Fá-
skrúðsfirði og þakklæti er mér þar
efst í huga og ekki síður fyrir þau vin-
áttubönd sem þar voru bundin og
aldrei röknuðu. Einar ólst upp í
stórum systkinahópi og ég fékk að
kynnast bæði foreldrum hans og
systkinum, einstakt dugnaðar- og
sæmdarfólk. Einar kunni best við sig
á sjónum, þar sem dugnaður og at-
hyglisgáfa hans nutu sín, en hann var
alls staðar aufúsugestur í vinnu, þótti
hamhleypa ef á þurfti að halda hröð-
um handtökum.
Kveðja okkar Hönnu að leiðarlok-
um er yljuð hlýrri þökk fyrir sam-
fylgd áranna, fyrir trúnaðinn við
mætan málstað þar sem manngildið
ríkti umfram annað, fyrir margar
skemmtilegar samverustundir sem
brugðu lit sínum og ljóma á dagana
og merla í minningunni. Við Hanna
sendum samúðarkveðjur til systkina
hans og frændgarðs.
Blessuð sé minning Einars Ágústs-
sonar, þess sanna sómadrengs.
Helgi Seljan.
Einar Páll Ágústsson