Morgunblaðið - 12.11.2010, Page 26

Morgunblaðið - 12.11.2010, Page 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2010 ✝ Hörður Gunn-laugsson var fæddur 28. nóvember 1955. Hann lést á heimili sínu 5. nóv- ember 2010. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Sigríður Færseth, f. 1924, d. 1997, og Gunnlaugur Guð- laugsson, f. 1922, d. 2004. Systkini hans eru: Svava, f. 1944, Jakobína, f. 1948 og Guðlaugur, f. 1953. Hörður kvæntist 28. nóv. 1982 Jónínu Björg Hilmarsdóttur, f. 18. feb. 1964, dóttur hjónanna Hilmars Þórs Aðalsteinssonar, f. 1943, d. 2009, og Grétu Aðalsteinsdóttur, f. 1943. Börn Harðar og Jónínu eru: 1) Hilmar Þór, f. 3, sept. 1982, unn- usta Hulda Heiðrún. 2) Brynhildur Ásta, f. 31. okt. 1984, gift Ólafi Brjáni Ketils- syni, börn þeirra eru Katla Mist, f. 2007, og Ottó Loki, f. 2008. 3) Elín Rut, f. 4. nóv. 1992. Hörður ólst upp í Hafnarfirði og stund- aði margvísleg störf um ævina, sjó- mennsku, verka- mannavinnu, bif- reiðaakstur og afgreiðslustörf en vegna heilsu- brests var hann óvinnufær síðustu árin. Útför Harðar fer fram frá Þjóð- kirkjunni í Hafnarfirði við Strand- götu í dag, 12. nóvember 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku pabbi. Í dag verður einn af mínum erfiðustu dögum. Ég hrein- lega get ekki sagt bless. Þú varst alltaf góður og allavega var ótrúlegt að þín veikindi stöðvuðu ekki góða skapið þitt. Þegar ég fer að rifja upp minningar um okkur, þá er margt sem stendur uppúr. Við áttum það mjög sameiginlegt til dæmis að vera miklir dýravinir. Aldrei mun það gleymast þegar ég átti lítinn heim- alning og þú leyfðir mér að binda hann úti í garði uppi í sveit hjá okk- ur, og síðan vorum við að fara með kindina í göngutúra og svoleiðis. Síðan eru margar góðar minningar síðan við tvö vorum í hestamennsk- unni saman, þá vorum við mjög mik- ið á hestbaki og sinntum hestunum og öllum rúllunum sem við höfum verið að rembast við að setja inn í girðingu og allt sem tengist hest- unum. Síðan eru margar minningar frá því að þú byrjaðir að byggja sumarbústaðinn okkar. Þá kom ég mikið með því ég vildi hjálpa og smíða og svo seinna fór ég að læra að verða smiður. Sama hvað gekk á í sambandi við veikindin þín, þá leistu alltaf á góðu hliðarnar á lífinu, það stoppaði þig akkúrat ekki neitt að vera bakveik- ur. Þótt ég hafi ekki séð þig síðan 8. maí þá hef ég verið í símasambandi við þig og þú varst ákveðinn í því að koma til mín til Þýskalands næsta sumar og kynnast því sem ég er að gera og svona. En því miður verður það ekki. Ég get engan veginn trúað þessu enn þá og mun líklega aldrei gera það. Þín verður sárt saknað hjá öllum. Hvíldu í friði. Er síminn hringdi þá svaf borgin. Ég sat sem lamaður við þá frétt. Ég fylltist reiði – síðan kom sorgin sumar fréttir hljóma aldrei rétt. Hvíldu í friði, Elín Rut Harðardóttir. Elsku pabbi, það er svo margs að minnast, miklu meira en hægt er að festa á blað svona rétt eftir að þú ert tekinn frá okkur. Þú hefur kennt mér margt um lífið, þá helst hvernig eigi að taka hlutunum með gleði og húmor. Það fyrsta sem ég man eftir að þú hafir kennt mér var að allt sem vert væri að gera væri vert að gera vel. Þá var ég að slétta út ein- hverja möl fyrir bílskúr sem þú svo vökvaðir og sagðir nágrönnunum að þú hefðir plantað niður teikningun- um og ættir von á að úr risi bílskúr. Þú varst veikur í mörg ár en núna síðast þegar við hittumst þá sást vel bjartsýnisglampinn úr augunum á þér, það var deginum ljósara að nú átti að leggja þann tíma að baki og reyna að fara aftur út á vinnumark- aðinn. Það er kannski líka þess vegna sem það er svo erfitt að yf- irstíga þetta fráfall því það virtist sem nú væri að hefjast nýtt og betra líf. Mínar helstu og sterkustu minn- ingar um þig eru þegar við höfum setið og spáð og spekúlerað í tónlist og mat. Þegar við stóðum í 2 daga og útbjuggum margra rétta hátíð- arkvöldverð fyrir fjölskylduna. Mér er líka ofarlega í huga allir tónleik- arnir sem við sóttum þar sem þú harðneitaðir að fara í stúku þrátt fyrir að geta varla staðið uppréttur vegna bakverkja, markmiðið var að komast sem næst sviðinu og vera í miðju fjörinu. Það er með söknuð í hjarta sem ég kveð þig í dag. En jafnframt er ég þakklátur fyrir tímann sem við áttum saman og eigum í minning- unni. Takk fyrir allt, hvíl í friði. Hilmar Þór Harðarson. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Elsku pabbi minn. Lífi þínu lauk svo snöggt, líkt og hendi væri veifað. Það mun taka mig langan tíma að átta mig alveg á því að þú sért far- inn yfir móðuna miklu. Minningarn- ar streyma að, allar góðu stundirnar sem við áttum saman, hvernig þú ljómaðir þegar litlu barnabörnin þín voru nálægt þér og hvað þau voru hrifin af afa sínum. Hvað þú varst mikill dýravinur og hugsaðir óað- finnanlega um gæludýrin þín rétt eins og börnin þín. Þú hafðir yndi af ölu sem viðkom matargerð og misst- ir aldrei vonina um að gera farið að vinna við það. Þú varst líka mjög handlaginn og vandvirkur og leyfðir fjölskyldu þinni að njóta góðs af. Þín verður ævinlega sárt saknað Þín dóttir, Brynhildur. Í dag kveð ég tengdaföður minn með söknuði. Þegar ég hugsa til baka sé ég hann fyrir mér með glott og kúrekahatt í hverri minningu, en Hörður var mikill húmoristi og gat séð spaugilegu hliðina á flest öllum málefnum og í þeim veikindum sem hann þurfti að glíma við. En nú sá fyrir endann á veikindunum og framtíðin var björt. Ég er þakklát fyrir það að hafa kynnst Herði og sérstaklega fyrir það að við Hilmar hittum hann og Jónínu á miðviku- dagskvöldið heima hjá Grétu eftir langa fjarveru frá Íslandi. Þá var margt spennandi planlagt og bjart- sýni á góða og skemmtilega framtíð var mikil. En enginn veit sína ævi fyrr en öll er og því kveðjumst við í dag. Eitt erindi úr laginu My Way (Mín leið) með Frank Sinatra hefur alltaf fengið mig til þess að hugsa til Harðar. En þar segir að á erfiðum tímum horfist maður í augu við hlut- ina, standi beinn í baki og þetta geri maður á sinn hátt. Hvíl í friði, Hulda. Þá er alltaf sárt að sjá eftir ætt- ingja og vini sem numinn er á brott í blóma lífsins án nokkurs fyrirvara. Þegar ég kynntist konunni minni tók ég strax eftir bræðrum hennar og ekki síst Herði en hann var yngstur fjögurra systkina. Hann kom mér ávallt fyrir sjónir sem mik- ill prakkari, glaðvær, uppátektar- og atorkusamur, alltaf eitthvað að bar- dúsa, hvort sem það var úti eða inni. Þrátt fyrir nokkurn aldursmun eldri sonar okkar hjóna og Harðar heitins tókst mikil vinátta á milli sonar okk- ar og hans. Hörður hringdi oft í son okkar til að spjalla eða þá til að hjálpa honum við ýmis verk eins og smíðar eða við hvað sem er þar sem hann gat rétt hjálparhönd. Hörður vann lengst af sem krana- stjóri og bílstjóri en varð að hætta störfum tiltölulega ungur maður vegna slæms baks. Var ótrúlegt að sjá hversu illa hryggur hans var far- inn, allur skrúfaður og spengdur saman til þess að koma beinlínis í veg fyrir að hryggjarsúlan félli sam- an. Hörður sýndi ótrúlegt æðruleysi í þessum þrengingum sem veikt bak hans olli honum en reyndi eftir mætti að sinna hugðarefnum sínum. Hann reisti sér sumarbústað sem hann smíðaði m.a. með hjálp sonar okkar hjóna og fleiri góðra manna. Þó verður að segjast að Hörður var ótrúlega atorkusamur við að sinna ýmsum smíðum tengdum bústaðn- um þrátt fyrir að bakið hafi tafið fyrir honum. Þá beit hann á jaxlinn og hélt ótrauður áfram því verki skyldi lokið hvað sem tautaði eða raulaði. Samfara smíðum við bústað- inn, þar sem Hörður sýndi mikla lagni og útsjónarsemi, hélt hann hesta sem styttu honum stundir. Ávallt var Hörður tilbúinn að sinna vinnu ef hann mögulega gat en þá var viljinn oft meiri en getan. Stundum mætti maður honum þar sem hann studdist við tvo stafi en aldrei kvartaði Hörður, sama hvern- ig bakið angraði hann. Það er þessi jákvæða afstaða Harðar til lífsins, glaðværð hans og góð kímnigáfa sem er mér minnisstæðust í sam- skiptum mínum við hann í gegnum tíðina. Við hjónin vottum fjölskyldu Harðar okkar dýpstu samúð og kveðjum góðan dreng og bróður. Jakobína Gunnlaugsdóttir, Rúnar Sædal Þorvaldsson. Það var mikið áfall að frétta um ótímabært andlát þitt, elsku bróðir og síðan þá snýst ég bara í hringi og veit varla hvað ég á að gera af mér. Ég get ekki gert mér í hugarlund líðan konu þinnar og barna sem ég veit að voru þér svo kær og votta þeim mína dýpstu samúð. Tilviljun réð því að ég talaði við þig í síma rúmum sólahring áður og þá varst þú svo hress og glaður að vanda, enda var sonur ykkar að koma í heimsókn frá Noregi og þú hlakkaðir til að hitta hann, nú vildi ég að símtalið hefði varað lengur eða að ég gæti einfaldlega bara hringt aftur. Í gegnum huga minn hoppa upp atvik úr æsku okkar eins og þegar við bjuggum í Stekk og vorum ungir drengir, þá vorum við konungar Ástjarnarinnar byggjandi hólma og kofa á sumrin og þegar hún fraus vorum við á skautum alla daga. Þú fallegi ljóshærði ærslabelgur- inn eltandi mig, stóra bróður, hvert sem ég fór, mér stundum til ama, en þó, það gat enginn verið reiður við þig lengi því þú varst svo innilegur, hress, uppátektasamur og fullur af lífi, þannig mun ég alltaf minnast þín. Nú ertu kominn í faðm mömmu og pabba og ég veit að það var vel tekið á móti þér. Blessuð sé minning þín. Guðlaugur J. Gunnlaugsson. Hörður Gunnlaugsson ✝ Helgi Jónssonfæddist á Vopna- firði þann 30. júlí 1944. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 25. októ- ber sl. Hann var elsti sonur hjónanna Jóns Gríms- sonar húsa- og brúar- smiðs og Ingibjargar Helgadóttur hús- móður. Systkini hans voru Margrét Jóns- dóttir, Ólafur Þór Jónsson og Auður Jónsdóttir. Árið 1966 giftist Helgi Sigrúnu Rögnu Ragnarsdóttur og eignuðust þau börnin Jón Ragnar Helgason, f. 28. feb. 1967, Helga Rafn, f. 15. feb. 1971, Kristján Gunnar, f. 8. nóv. 1972, Auði Ösp, f. 15. júlí 1975, og Vigdísi Rós, f. 15. ágúst 1980. Helgi byrjaði snemma að vinna við smíðar en hann smíðaði brýr við hlið föður síns um árabil sem ungur maður. 1961 hóf hann svo nám við Iðnskólann á Akureyri og útskrif- aðist þaðan með sveinspróf í húsasmíði og að loknum samn- ingi hjá Róbert Niku- lássyni öðlaðist hann meistararéttindi. Hann gegndi þeim starfa lengi vel og stofnaði m.a. tré- smíðaverkstæðið Við- arfell, 1971, ásamt Jóni Andrésyni og Sævari Kristjánssyni heitnum. Þegar rekst- urinn var seldur Kaupfélagi Vopnfirð- inga starfaði Helgi áfram þar sem yfirverkstjóri. Helgi var einnig stór- an hluta ævinnar til sjós og átti m.a. sómabát sem hann gerði sjálfur út en lengst af var hann á togaranum Brettingi NS 50 frá Vopnafirði og gegndi þar stöðu bátsmanns í hálfan annan áratug. Þegar hann hætti á sjó hóf hann störf hjá byggingarfull- trúa á Egilsstöðum en síðast starfaði hann hjá Alcoa á Reyðarfirði. Helgi var jarðsunginn 1. nóv- ember frá Vopnafjarðarkirkju. Þann 1. nóvember síðastliðinn var til grafar borinn frá Hofskirkju í Vopnafirði elskulegur vinur minn og frændi Helgi Jónsson 66 ára að aldri. Helgi hafði um langan tíma barist hetjulega við illvígan sjúkdóm sem nú um stundir leggur marga að velli og gefur engum grið. Helgi var sonur móðurbróður míns Jóns Grímssonar smiðs og konu hans Ingibjargar Helgadóttur frá Þorbrandsstöðum í Vopnafirði sem lengst af var kennd við Bergholt í Vopnafjarðarkaupstað. Helgi ólst upp í Bergholti með þrem- ur systkinum sínum og átti góða æsku. Hugur Helga hneigðist snemma til smíða og tónlistar enda var hann í föðurætt af nafnkunnri Álfa-Grímsætt sem þekkt var fyrir smíði og söngfólk. Móðurfaðir Helga og nafni, Helgi Einarsson frá Þor- brandsstöðum, var organisti í Hof- skirkju og söngstjóri í Vopnafirði um árabil svo að tónlistaráhuginn var nú ekki langt undan. Helgi fór í iðnskóla á Akureyri, lauk sveinsprófi í húsasmíði og varð síðar meistari í þeirri grein. Hann stofnaði Trésmiðjuna Viðarfell ásamt með félögum sínum Sævari heitnum Kristjánssyni og Jóni Andréssyni frá Fagradal og vann við brúar- og húsa- smíði. Síðan varð hann forstöðumað- ur fyrir Trésmiðju Kaupfélags Vopn- firðinga og stóð sig þar með ágætum. Trésmiðjan var síðan lögð niður þeg- ar harðna tók á dalnum hjá Kaup- félaginu. Síðan sneri Helgi sér að sjó- mennsku, fyrst á eigin vegum en síðan á skipum Tanga h/f á Vopna- firði, lengst af á togaranum Brettingi. Helgi var afbragðs sjómaður, snjall netamaður og vinsæll af skipsfélögum sínum. Helgi var mikill tónlistarunnandi. Harmonikkan var hans uppáhalds hljóðfæri, enda var hann lipur harm- onikkuleikari og sérfróður um það hljóðfæri og hinar ýmsu tegundir þess. Hann gat þulið upp nöfn fræg- ustu harmonikkuleikara fyrr og síðar. Mér verður ógleymanlegt að hlusta á hann miðla af þeim viskubrunni. Helgi var umtalsgóður maður og bar jafnan í bætifláka fyrir þá sem á var hallað. Hann var nettvaxinn maður og snyrtimenni, forstöndugur um fjár- hagi, hófsmaður til orðs og æðis, frændrækinn, tryggur og vinfastur. Við gömlu hjónin á Miðbraut 19 söknum Helga sárt. Hann var einn af þeim ljósgeislum sem lýstu upp grá- móskulegan hversdagsleikann. Við þökkum honum innilega fyrir kom- una og vottum börnum hans, barna- börnum, systkinum og öðrum að- standendum innilega samúð. Gunnar Sigmarsson frá Krossavík. Helgi Jónsson ✝ Ástkær móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, HREFNA SVEINSDÓTTIR frá Vík í Mýrdal, Sóltúni 30, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 9. nóvember. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 23. nóvember kl. 15.00. Elsa Þorsteinsdóttir, Axel Bryde, Sveinn Hrólfsson, Daði Hrólfsson, Debora Turang, Arnar Þór Hrólfsson, Andri Hrólfsson, Sunna Karlsdóttir, Ingólfur Hrólfsson, Hanna Jónsdóttir, Gunnhildur Hrólfsdóttir, Finnur Eiríksson, Bryndís Hrólfsdóttir, Engilbert Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR JÓNSSON píanóleikari, Vatnsnesvegi 29, Keflavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, fimmtudaginn 11. nóvember. Ingibjörg Þorbergs, Auður Eir Guðmundsdóttir, Helgi Gestsson, Guðmundur Kristinn Guðmundsson, Vigdís Sigtryggsdóttir, Helga Kristín Guðmundsdóttir, Stefán Sigurðsson, Þórdís Guðmundsdóttir, Sigurður Vignir Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.