Morgunblaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2010 ✝ Inger R. Jessenfæddist á Akureyri 30. júní 1937. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum í Reykjavík 3. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Viggó R. Jessen vélfræðingur, f. 30. september 1909, d. 22. júní 1990 og Hulda R. Jessen, f. 13. sept- ember 1916, d. 7. apríl 2006. Inger ólst upp á Hjalteyri við Eyjafjörð til 9 ára ald- urs, dvaldist síðan með foreldrum sínum eitt ár í Aberdeen í Skotlandi en fluttist eftir það til Reykjavíkur. Bróðir hennar er Kristján R. Jessen prófessor í taugalíffræði við Uni- versity College London, f. 21. maí 1949. Kona hans er Rhona Pearson prófessor emeritus í taugalíffræði við University College London. Inger giftist þann 5. apríl 1960 Jó- hanni Axelssyni prófessor emeritus í lífeðlisfræði við Háskóla Íslands, f. 5. júlí 1930. Foreldrar hans voru þau Axel Jóhannsson, skipstjóri á Siglu- firði, f. 6. janúar 1899, d. 6. desem- ber 1975 og Ingiveig Þorsteins- dóttir, f. 30. desember 1902, d. 17. nóvember 1985. Inger og Jóhann eiga saman einn son, Viggó Karl Jóhannsson iðnhönnuð, f. 3. októ- ber 1974. Sambýlis- kona hans er Guðrún Halldóra Sigurð- ardóttir framhalds- skólakennari, dóttir hennar er Laufey Soffía Þórsdóttir. Inger lauk landsprófi frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar í Reykja- vík, varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1957 og lauk kennaraprófi 1958. Inger nam sál- fræði við háskólann í Gautaborg og lauk B.S. prófi í líffræði frá Háskóla Íslands 1980. Hún starfaði lengst af við kennslu, m.a. við Laugarnes- skóla, Langholtsskóla og Hagaskóla í Reykjavík, Flensborgarskóla í Hafnarfirði og Menntaskólann í Kópavogi. Hún var einnig stunda- kennari í lífeðlisfræði við Háskóla Íslands og starfaði í leikskólunum Vesturborg og Sæborg í Reykjavík. Útför Ingerar fer fram frá Nes- kirkju í Reykjavík í dag, 12. nóv- ember 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku fallega og skemmtilega Ing- er. Besta vinkona móður minnar, uppáhalds frænka mín og vinkona. Það er svo sárt að sjá þig fara frá okk- ur, en á sama tíma gott að vita að fal- leg sál þín er komin á betri stað. Þú kenndir mér margt, varst ávallt flott- ust og innblástur fyrir mig frá barns- aldri. Fórst í gegnum erfiðleika og veikindi í lífinu með ótrúlegri reisn og styrk. Kenndir mér á jákvæðan hátt snemma að sjá að það eru margar hliðar á lífinu og mismunandi lífsstíl- ar. Fórst oftast ekki hefðbundnar leiðir og varst yfirleitt á eigin tíma, en tókst alltaf að dáleiða mann og gleyma öllu með nærveru þinni. Þú og þín hæfileikaríka fjölskylda. Ég þakka þér fyrir allar frábæru minn- ingarnar og sögurnar, sem við eigum frá okkar samskiptum í gegnum árin. Inger mín, þín er mikið saknað, en ég veit að þú ert áfram með okkur og á góðum stað. Jóhann, Viggo Karl, Gunna, Krist- ján og Rhona, ég samhryggist ykkur innilega. Vona að þið finnið hugrekki og styrk á þessum erfiðu tímum. Sjáumst vonandi á komandi jólum. Ykkar, Edda. Ég hitti Inger fyrst í sumardvöl í Vindáshlíð árið 1951. Þetta var sól- ríkt, gott sumar og við nutum dval- arinnar vel. Þarna hitti ég líka Dóru Reyndal og upp frá því urðum við þrjár góðar vinkonur. Þar áttum við stöllurnar skemmtilegar stundir sum- ar eftir sumar og bjuggum síðan að þeirri reynslu. Inger fékk kristilegt uppeldi við mikið ástríki og var æskuheimili hennar glæsilegt menningarheimili þar sem voru amma, foreldrarnir og yngri bróðir. Hún var fallegt barn, ljóshærð og bláeygð, grönn, en sam- svaraði sér vel og þannig var hún alla tíð. Inger var glaðleg og hlý, fremur dul gagnvart ókunnugum en sérlega trygg vinum sínum. Hún varð stúdent frá MR, lauk kennaraprófi frá KÍ og stundaði síðan kennslu við barnaskóla um nokkurt skeið. Á heimleið með Gullfossi frá Kaupmannahöfn kynnt- ist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, dr. Jóhanni Axelssyni. Varð þar ást við fyrstu sýn sem entist til leiðarloka. Þau Inger og Jóhann giftu sig svo í Englandi þar sem hann vann við rannsóknir og háskólakennslu og einnig bjuggu þau í Svíþjóð í nokkur ár. Eftir heimkomuna kenndi Inger um tíma en fór síðan í nám í lífeðl- isfræði við HÍ. Á þeim árum rættist svo langþráður draumur þegar þeim fæddist sonurinn Viggó Karl, sem varð augasteinn þeirra. Þrátt fyrir aukið annríki lauk Inger námi og stundaði síðan kennslu við mennta- skóla. Á árunum sem eftir fylgdu vor- um við vinkonurnar þrjár duglegar að hittast, ýmist í afmælum okkar og barnanna eða þá á kaffihúsum að ógleymdum sumarbústaðaferðum. Og ekki má ég gleyma hve gaman mér þótti að hitta Huldu, móður Ing- erar, af þessum tilefnum. Hún var alltaf svo ung í anda og skemmtileg kona, sem fylgdist vel með lífi okkar Dóru og barnanna okkar. Þau eru orðin mörg fjölskylduboðin á heimili Ingerar og Jóhanns á Grenimelnum þar sem við vinir þeirra nutum góðra stunda á fallegu heimili, sem ber vott um smekkvísi og listfengi gestgjaf- anna. Allt líf okkar stefnir eina braut – að kveðjustund. Sú stund kemur oft fyrr en varir og er ekki okkar mannanna að velja. Fyrir nokkuð mörgum árum dró ský fyrir sólu þegar Inger greind- ist með Parkinson-sjúkdóminn sem varð henni mjög erfiður þótt hún nýtti persónulega kosti sína, þekkingu og lífsvilja að fullu í baráttunni. Síðustu árin hrakaði henni mikið þó að allt væri reynt henni til hjálpar. Hún sýndi þá mikið hugrekki, reisn og æðruleysi þótt hún horfðist í augu við hið óhjákvæmilega. Það var hörmu- legt að horfa upp á hve sjúkdómurinn fór illa með Inger og þótti mér erfitt að geta ekki heimsótt hana oftar en raun bar vitni vegna eigin veikinda. En þá mátti stóla á hana Dóru mína að líta til hennar og uppörva. Ég var lánsöm að eiga elsku Inger mína að vinkonu og mun ég sakna hennar sárt og bið góðan Guð að blessa hana í nýjum heimkynnum. Elsku Jóhann, Viggó, Kristján og aðrir aðstandendur, við Magnús sendum hjartanlegar samúðarkveðj- ur. Gunnhildur Schram. Við vorum nokkrar skólasystur úr Menntaskólanum í Reykjavík, sem stofnuðum saumaklúbb stuttu eftir stúdentspróf 1957. Eftir því sem árin liðu bættust fleiri í hópinn og urðum við alls átta talsins. Inger er önnur til að kveðja úr okkar hópi. Margar okk- ar kynntust Inger í gagnfræðaskóla og síðan MR. Inger var einkar glæsi- leg ung stúlka, góðum námsgáfum gædd og elskuleg í viðmóti. Æsku- heimili hennar var í Vesturbænum og þangað komu sumar okkar og kynnt- umst foreldrum hennar, bróður og ömmu. Þetta var einstaklega listrænt og fallegt heimili og ólst Inger upp við gott atlæti. Inger starfaði mikið fyrir KFUK og eignaðist þar marga vini. Hún lauk prófi frá Kennaraskóla Íslands 1958, B.S prófi í líffræði frá HÍ 1980 og kenndi um árabil, Eftir að við vinkon- urnar giftum okkur hittumst við oft ásamt mökum og eigum við margar góðar minningar frá þeim tíma. Það var oft glatt á hjalla í saumaklúbbnum og Inger var góður félagi, skemmtileg og glögg og það var gott að vera í ná- vist hennar. Hún fór ekki varhluta af veikindum, en bar sig alltaf vel og sýndi ótrúlega þrautseigju í sínum erfiðu veikindum í lokin. Hún mætti oft til að hitta bekkjarsystur okkar, þó hún væri orðin mjög veik, en hug- urinn bar hana hálfa leið. Inger giftist Jóhanni Axelssyni prófessor og eignuðust þau soninn Viggó Karl, sem var hennar auga- steinn og mikil hjálparhella. Við vilj- um að leiðarlokum senda ástvinum hennar okkar innilegustu samúðar- kveðjur og minnumst Inger með miklum hlýhug. Helga, Ólöf, Jóhanna, Sigríður D. Sigríður J. og Svanhildur. Nú er elsku, besta vinkona mín, hún Inger, látin. Síðustu árin voru henni mjög erfið sökum veikinda og gott að hún þurfti ekki að þjást leng- ur, en samt sakna ég hennar mikið eins og hún var, hlý og skemmtileg. Við kynntumst fyrst í Vindáshlíð 13 ára gamlar, Inger, Gulla og ég, en nú erum við Gulla bara eftir. Á unglingsárunum vorum við 3 óaðskiljanlegar og brölluðum margt. 15-16 ára vorum við mikið saman á kaffihúsum bæjarins, sem var frekar óvanalegt á þeim tíma. Við örkuðum líka á rúntinum eins og aðrir ungling- ar og alltaf á pinnahælum og nælon- sokkum, hvernig sem viðraði í frosti og snjó. Við vorum jú skvísur. Um tví- tugt fluttumst við Inger báðar til út- landa og vorum um 10 ára skeið hvor í sínu landinu og hittumst sjaldan. Þá voru engir tölvupóstar eða Facebook, en eftir að ég fluttist heim aftur var eins og við hefðum aldrei verið að- skildar. Inger starfaði lengi sem kennari eða þar til heilsan fór að gefa sig, sem var fyrir mörgum árum. Inger var fagurkeri og mjög listræn í sér. Hún bjó fjölskyldu sinni fallegt og smekk- legt heimili og eldaði unaðslegan mat. Dætur mínar dáðu hana. Litlar nenntu þær ekki alltaf að elta mig, þegar ég hitti vinkonur mínar, en ætl- aði ég að hitta Inger komu þær með óbeðnar. Mikið á ég eftir að sakna Inger um jól og nýár, en fjölskyldur okkar hitt- ust þá alltaf sl. 35 ár. Síðustu jól kom Inger reyndar ekki vegna veikinda sinna. Mikill er söknuður eiginmanns, einkasonar og bróður, sem hafa látið sér mjög annt um hana í veikindun- um. Nú hefur einstaklega yndisleg manneskja yfirgefið okkur og er sárt saknað af þeim sem þekktu hana vel. Dóra Reyndal. Inger R. Jessen ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru, INGIBJARGAR SVEINSDÓTTUR, Skólabraut 2, Grindavík. Sérstakar þakkir til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, deild D, og heimahjúkrunar. Sigmundur Friðriksson, Sveinn Sigmundsson, Anna Másdóttir, Lína Björk Sigmundsdóttir, Bjarni Guðmundsson, Kolbeinn Sigmundsson, Hólmfríður Halldórsdóttir, Árdís Sigmundsdóttir, Ómar Grétarsson, Svavar Sigmundsson, Áslaug Magnúsdóttir, Daníel Sigmundsson, Linda Mjöll Stefánsdóttir, Þröstur Sigmundsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ELSA PETRA BJÖRNSDÓTTIR, Skálarhlíð, Siglufirði, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugar- daginn 13. nóvember kl. 14.00. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Kvenfélagið Von. Ingimar H. Þorláksson, Erla Hafdís Ingimarsdóttir, Konráð Karl Baldvinsson, Guðfinna Sigríður Ingimarsdóttir, Þórdís Petra Ingimarsdóttir, Ragnar Ragnarsson, Jóhanna Ingimarsdóttir, Sveinn Einarsson, Sólrún Ingimarsdóttir, Oddur Óskarsson, Björn Þór Ingimarsson, Lukrecija Bokan Daníelsdóttir, Birgir Ingimarsson, Pálína Kristinsdóttir, Bylgja Ingimarsdóttir, Guðbrandur Skúlason, Rakel Björnsdóttir, Thomas Fleckenstein, Baldvin Kristjánsson, Jóna Heiðdal. ✝ Ástkær faðir okkar og afi, DRAUPNIR HAUKSSON, Hringbraut 61, Keflavík, er látinn. Útför hefur farið fram frá Keflavíkurkirkju, í kyrrþey. Okkar innilegustu þakkir til sóknarprestsins, Skúla S. Ólafssonar, fyrir frábæra þjónustu og alúð. Hildur Mekkín Draupnisdóttir, Dagný Lind Draupnisdóttir, Mikael Aron Hildarson. ✝ Elsku litla dóttir okkar, systir og barnabarn, REBEKKA ÝR GUÐMUNDARDÓTTIR, lést á Barnaspítala Hringsins fimmtudaginn 4. nóvember. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Starfsfólki Barnaspítala Hringsins færum við hug- heilar þakkir fyrir sín einstöku störf og umhyggju, sem og öllum öðrum er hafa sýnt okkur samhug og stuðning. Við biðjum þá sem vilja minnast Rebekku Ýrar að láta Barnaspítala Hringsins njóta þess. Auður Sif Sigurðardóttir, Guðmundur Már Þorsteinsson, Rakel Emma Guðmundardóttir, Ólöf Ólafsdóttir, Grétar Karlsson, Áslaug Björt Guðmundardóttir, Þorvaldur Daníelsson, Sigurður Einar Steinsson, Soffía Gunnlaugsdóttir. Elsku amma mín. Nú þegar þú hefur lygnt þínum augum aftur í hinsta sinn byrja minningarnar um þig að líta dagsins ljós. Góðar og bjartar minn- ingar um konu sem gaf sér góðan tíma í okkur börnin. Ég man þau mörgu sumur sem ég fékk að koma frá Bolungarvík til ömmu og afa á Bíldó. Hversu mikið ég hlakkaði til að koma á Dalbrautina, í litla húsið ykkar. Ég man natnina, ró- lyndið og hlýjuna sem ég fékk frá þér elsku amma. Ég man sögurnar, fræðsluna og vináttuna. Ég man eftir kvöldkaffinu, brauð með hangikjöti og eplum, ég man eftir öllum kara- mellusjeikunum sem ég sótti á Vega- mót fyrir okkur. Ég man gleðina við endurfundina. Ég man sköpunargáf- una þína, þú gast breytt tvinnakefli í Svanborg Guðmundsdóttir ✝ Svanborg Guð-mundsdóttir fæddist á Kvígind- isfelli í Tálknafirði 25. desember 1921. Hún lést á Heilbrigð- isstofnuninni á Pat- reksfirði 15. október síðastliðinn. Svanborg var jarð- sungin frá Bíldudals- kirkju 23. október 2010. lampafætur, gömlum disk í veggúr og þar fram eftir götunum. Ekki vantaði hug- myndaflugið. Ég man kennsluna við útsaum og straujárnið (ekki of heitt á silki). En ég man og mun ávallt muna alveg einstaka konu með mikla þolin- mæði, ástúð og um- hyggju, blíð augun og mjúkar hendur. Ég man ótalmarga tíma sem við eyddum saman í garðinum þínum; rabarbara, kart- öflur, blómin, runnana og ilminn af öllu í bland, og þú studdir þig við rek- una. Ég man ferðirnar yfir á Suður- eyri með Dodda afa á moskvítsnum og kaffiblandið sem ég drakk því mjólkin gleymdist. Elsku amma mín, nú hefur þú kvatt þennan heim, og ég veit að nú manst þú líka. Elsku amma, ég er þér þakk- lát fyrir þitt framlag í mitt líf og visku. Þú ert og munt ávallt vera í mínu hjarta elsku amma, söknuðurinn er mikill og tapið stórt. Elsku blíða, þol- inmóða, sterka og yndislega amma mín, megi guð geyma þig í þinni hinstu för. Þín sonardóttir og nafna, Svanborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.