Morgunblaðið - 12.11.2010, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 12.11.2010, Qupperneq 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2010 Enn er hoggið skarð í okkar stóra systkina- hóp. Nú er stóra systir mín, Mæsa, dáin. Hugurinn hverfur heim til átthag- anna en þar fæddist hún í bænum okkar Siglufirði, sem henni var mjög kær. Hún var áttunda í röð okkar 10 systkinanna og fékk það hlutverk að passa okkur tvær yngstu systurnar og leysti hún það sannarlega vel af hendi. Mæsa fór yfirleitt fyrir okkur sem merkja má á því að nágranni okkar á Norðurgötunni, hann Fló- vent, hafði það fyrir vana að segja þegar hann sá okkur koma trítlandi eftir götunni allar eins klæddar „Þarna koma stóra Mæsa, mið Mæsa og litla Mæsa“. Hún var frekar alvörugefin í sínu hlutverki, ákveðin og föst fyrir og sá um að við værum hreinar, fínar og kurteisar. Til að við yrðum okkur ekki til skammar borðaði hún jafnvel fyrir okkur matinn, sem við máttum ekki leifa (fiskroð meðtalið.) Foreldrar okkar lögðu mikla áherslu á að við tækjum tillit hvort til annars því þá myndaðist samstaða og friður á hinu stóra heimili. Þetta var gott veganesti út í lífið. Það kom fljótt í ljós að Mæsa var duglegur námsmaður, frjó í hugsun og einstaklega handlagin. Hún hann- aði og saumaði öll sín föt sjálf og allt- af var það eitthvað frumlegt sem vakti verðskuldaða athygli. Nýj- ungagjörn var hún og hafði unun af að fylgjast með tískustraumum, enda var hún alltaf einstaklega vel til höfð. Á árunum eftir 1950 var litla vinnu að fá á Siglufirði á veturna og ákvað Mæsa því að fara til Vestmannaeyja. Til að byrja með í vist til Dollu syst- ur, en kynntist þar fljótlega eigin- manni sínum Hafsteini Júlíussyni. Þau hófu búskap á Litlu Heiði í Eyj- um skömmu síðar. Ég kom líka til Vestmannaeyja í atvinnuleit árið 1953 og var til húsa hjá Mæsu og Hafsteini. Þann vetur kynntist ég manninum mínum Garðari bróður Hafsteins og þar með vorum við aft- ur orðnar vel tengdar. Árin í Eyjum fóru mikið í barna- uppeldi og fórst henni það ákaflega vel úr hendi og mikið var hún systir mín dugleg að prjóna og sauma á börnin sín. Hún var metnaðarfull og gerði alla hluti vel. Árið 1963 varð breyting á högum þeirra þegar þau ákváðu að flytja bú- ferlum í Kópavoginn með fimm barna hópinn sinn. Leigði Hafsteinn flugvél í það verkefni. Það var erfið stund þegar Garðar rétti Hafsteini Júlíus litla um borð í flugvélina því þar sáum við á bak systkinum okkar og barnahópnum þeirra sem var okkur svo kær. Seinna kom í ljós að það var ófæddur laumufarþegi með í för sem Hafsteinn sagði að hefði ver- ið framleiddur í Eyjum og þar með Eyjamaður. Okkur systrunum leið vel í Vest- mannaeyjum og litum á Eyjar sem okkar annan heimabæ. Hafsteinn lést árið 1990, en árið 1997 kynntist Mæsa Aðalsteini Guð- laugssyni og var samband þeirra mjög farsælt. Reyndist hann henni einstaklega vel, ekki síst í veikindum hennar. Að kveðja Mæsu er stund sökn- uðar, en einnig þakklætis fyrir allar góðu samverustundirnar. Sigríður Björnsdóttir. Mig langar að minnast Maríu (eða Mæsu eins og ég kallaði hana) með María Stefanía Björnsdóttir ✝ María StefaníaBjörnsdóttir fædd- ist á Siglufirði 13. september 1931. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð 25. október síðastliðinn. Útför Maríu Stef- aníu fór fram frá Kópavogskirkju 8. nóvember 2010. nokkrum línum og þakka henni fyrir hvað hún lét sér alltaf annt um mig og mína, eins og hún gerði reyndar um alla. Ég kynntist Mæsu þegar Magga systir giftist Júlíusi syni hennar. Þegar við Magga vorum með strákana okkar Haf- stein og Andra Fann- ar litla, var Mæsa allt- af að sauma á Hafstein og fékk Andri Fannar alltaf líka, annað eins. Til dæmis, alls konar jogginggalla og húfur í stíl, en þá var ekki mikið úrval af slíkum fötum á stráka. Ég var iðu- lega spurð hvar ég hefði fengið þessi föt á Andra Fannar. Þetta var alveg ómetanleg hugulsemi. Svo var það í nóvember á síðasta ári að ég veikist og þurfti skyndilega að fara á sjúkrahús. Daginn eftir segir Magga mér að Mæsa tengda- móðir hennar hafi fengið blóðtappa og liggi á hæðinni fyrir neðan mig. Hún sem var svo veik, vissi af mér þarna og var að hafa áhyggjur af því hvernig ég hefði það. Um leið og ég komst fram úr fór ég og kíkti á hana. Hún var sofandi en ég talaði við hana, og vonandi hefur hún skynjað nærveru mína. Ég hélt að hún myndi ná sér svo ég gæti kvatt hana betur, en ég geri það með þessum línum. Takk fyrir allt, kæra Mæsa. Hvíl í friði Rut. Móðursystir okkar María Björns- dóttir er dáin. María, sem alltaf kall- aðist Mæsa ólst upp í stórum systk- inahópi á Siglufirði og bar alla tíð með sér þann anda sem ríkti á heim- ili afa og ömmu, eins og reyndar systkinin öll. Samheldni, kátína, elja og hjálpsemi einkenndi þannig Mæsu. Mæsa giftist ung föðurbróður okk- ar, Hafsteini Júlíussyni, og það gefur auga leið að þessi mikli skyldleiki tengdi fjölskyldur okkar mjög nán- um böndum. Fjöldi minninga, gleði- stundir jafnt sem erfiðleikar varða veginn og tengja okkur saman. Allt þetta berum við með okkur og það gerir okkur að því sem við erum. Í Vestmannaeyjum bjuggu Mæsa og Hafsteinn með barnahópinn á Boðaslóðinni og var samgangur mik- ill, en eftir að þau fluttu í Kópavoginn stóð húsið þarna eins og tregabland- ið minnismerki alla tíð. Þrátt fyrir búferlaflutninginn var sambandið alltaf traust, systkinabörnin komu til Eyja til að vinna í fiski, fara á þjóðhá- tíð eða bara í heimsókn, og oftast var gist í Kópavoginum þegar leið okkar lá í bæinn. Fjörið og allt atið á heim- ilinu var heillandi fyrir okkur sem bara vorum tveir bræður. Mæsa með saumavélina á útopnu, Hafsteinn samanbitinn með stór byggingaá- form á síðasta snúningi, eða nýbúinn að klára eitthvað og fjörugur eins og barn – kyrjaði gjarna Þórsmerkurl- jóð: María, María … Mæsa þóttist hneyksluð, en það var kærleikur í loftinu. Krakkarnir voru alltaf jafn yndisleg og hjálpsöm – það var eins- og maður ætti heima þarna. Margar sögur mætti segja af Mæsu, elju hennar og vilja til að leggja öllum lið. Augnabliksmynd úr veruleikanum finnst okkur segja margt í stuttu máli: Árið 1973 vorum við nýlega flutt til Reykjavíkur úr Eyjum. Einu sinni sem oftar þurftu systurnar að hittast og brunaði því Mæsa á sínum fína Austin Mini eftir mömmu og Kidda í Geitlandið, þar sem við bjuggum þá. Kiddi suðaði í þeim systrum og lang- aði að taka reiðhjólið sitt með svo hann gæti elt frændur sína, Júlla og Þröst, um vesturbæ Kópavogs. Þær horfðu hvor á aðra með spurnarsvip, en svo var tekin ákvörðun. Hjólið skyldi með. Í skottið færi það. Eini gallinn var að Mini-inn var með „skottið“ að framan. Hjólið var því næst sett í „skottið“, en það of stórt og skottinu því lokað með einhverj- um bráðabirgða tilfæringum. Þegar á Kringlumýrarbrautina var komið náði Mæsa fljótt hámarkshraða und- ir látlausum samræðum systranna um saumaskap og tískustrauma. Þegar nálin á hraðamælinum fór að titra vildi ekki betur til en svo að „skottlokið“ skall upp og byrgði alla sýn út um framrúðuna. Flestir hefðu stöðvað bílinn, en það gerði hún frænka okkar sko ekki. Hún kom auga á smáglufu og þar kíkti hún og kom farþegum, og hjólinu, klakk- laust á áfangastað án þess að hika í eitt sekúndubrot. Mæsa var okkur tákn um stöðug- leika lífsins. Mamma og hún voru stöðugt í sambandi og nærvera hennar umvafði okkur þegar við ól- umst upp. Við minnumst Mæsu með allri okkar hlýju. Við deilum sorg ykkar allra í fjölskyldunni og vonum að þið finnið einlægan hug okkar og samúð í þessum fátæklegu línum. Björn Garðarsson og Kristinn Garðarsson. Móðursystir okkar, María Stef- anía, hefur nú lokið sinni veraldlegu tilvist. Eftir sitja ljúfar og sterkar minningar um góða frænku. Mæsa ólst upp á Siglufirði í hópi tíu systkina þar sem kynjahlutfall var jafnt. Hún, eins og systur henn- ar, miðluðu okkur af siglfirskum sögum um snjó, síld og Héðinsfjarð- arsilung. Í okkar huga var Siglu- fjörður draumaveröld, þaðan komu góðar minningar og góðar rætur. Þessi stóri siglfirski systkinahópur var alinn upp í samheldni og lífsgleði og miðluðu þau óspart af þeirri arf- leifð. Mæsa var kraftmikil, greiðvik- in og næm fyrir listum og bókmennt- um. Í fjölskyldunni var á góðum stundum spekúlerað í hinum ýmsu hliðum tilverunnar, oftast í róleg- heitum, en þó gat Mæsa verið föst fyrir ef svo bar undir. Eins og tvær systra hennar settist Mæsa að í Vestmannaeyjum og stofnaði þar sína fjölskyldu. Hún kom þangað í heimsókn til stóru systur, Dollu, og kynntist þar manni sínum, Haf- steini. Mæsa og Hafsteinn eignuðust sex börn. Í þá daga var samfélagið í Eyjum nokkuð náið, mikill sam- gangur milli húsa, og þá ekki síður þegar fólk tengdist fjölskyldubönd- um. Ættartengslin í móðurfjöl- skyldu okkar eru þar að auki óvenju sterk, svo að segja má að hópur þeirra systra hafi orðið að einni stórri fjölskyldu. Samvinna var milli heimilanna um ýmislegt, svo sem barnapössun og saumaskap. Undirbúningur fyrir veislur, jól og þjóðhátíð var mikill eins og geng- ur og Mæsa var alltaf boðin og búin. Hún var snillingur með saumavél- ina, sérlega úrræðagóð þegar sauma átti nýja flík eða bæta gamla og sýndi frábæra hæfileika og sköpun- argleði við alla slíka vinnu. Það þótti alltaf vissara að leita ráða hennar varðandi saumaskap og hún átti allt- af tíma til að ráðleggja og hafði skoð- un á hlutunum. Ekki gerði mikið til þótt lítið væri hægt að kaupa í búð- unum þegar hægt var að búa það til sjálfur. Við nutum svo sannarlega sam- vista við Mæsu og fjölskyldu hennar. Það hefur löngum verið sagt um þau systkinin að þau væru sérlega veisluglöð og Mæsa var engin und- antekning. Hún undirbjó og mætti í jólaveislur, fermingarveislur og af- mæli. Þeim skilaboðum var mjög ákveðið komið til skila til okkar að það væri bæði sjálfsagt og skemmti- legt að viðhalda veislugleðinni og fagna við þau tækifæri sem gæfust. Mæsa og Hafsteinn fluttu í Kópa- voginn 1964. Því fylgdi mikill sökn- uður en líka kostir. Þegar við þurft- um að fara til Reykjavíkur áttum við alltaf vísan stað heima hjá Mæsu og fjölskyldu, það þótti sjálfsagt að við gistum þar eins lengi og þörf krafði. Þegar við kveðjum Mæsu þökkum við góða samveru, vináttu og leið- sögn. Við sendum Aðalsteini og af- komendum hennar okkar dýpstu samúðarkveðjur. Jóhanna Bogadóttir, Eiríkur Bogason, Kristján Bogason, Svava Bogadótt- ir og Gunnar Bogason. ✝ Friðmey Jóns-dóttir frá Ársól á Akranesi fæddist 21. mars 1923. Hún lést 12. október 2010. Foreldrar hennar voru Jón Ágúst Þórðarson frá Vega- mótum, netagerð- armaður í Ársól á Akranesi, f. 15. ágúst 1896, og Lovísa Vilhelmína Guðmundsdóttir frá Sýruparti á Akra- nesi, húsfreyja, f. 9. apríl 1899. Systkini Friðmeyjar voru Sólmundur Gísli, Egill, Helga, Lúðvík Friðrik, Sólmundur og Jón Bjarni, en Friðmey var þriðja í röð þeirra systkina. Tví- tug útskrifaðist Friðmey frá hús- mæðraskólanum á Ísafirði, en á ævi sinni vann hún við hótelstörf, fiskvinnlsu og einnig í mötuneyti sjúkrahúss Akraness. Hinn 20. nóvember 1943 giftist Friðmey Oddi Ólafssyni klæðskera og síðar bifreiðarstjóra, f. 19. júní 1918 á Hrísum í Helgafellssveit, d. 22. ágúst 1980, en þau skildu árið 1970. Börn þeirra voru a) Erla Eggerts Oddsdóttir, f. 21. júlí 1943 á Akranesi, húsfreyja á Ak- ureyri. Eiginmaður hennar er Sveinn Heiðar Jónsson, f. 26. mars 1944. Börn þeirra; Ragnheiður, f. 15. júlí 1964, Fríða Björk, f. 21. maí 1966, Oddný, f. 2. apríl 1968, d. 11. júlí 1969, Lovísa, f. 24. júlí 1972, og Erlingur Heiðar, f. 2. feb. 1977. b) Ágúst Vil- helm Oddsson, f. 3. apríl 1945 á Akra- nesi, húsasmiður í Hafnarfirði, d. 30. apríl 1998. Eig- inkona hans og ekkja er Elín G. Magn- úsdóttir, f. 23. apríl 1953, sonur þeirra er Ragnar Eggert, f. 30. apríl 1978. c) Oddur Ólafsson, f. 14. jan. 1947 á Akranesi, raf- suðu- og verkfærasmiður í Sví- þjóð. Eiginkona hans fram til árs- ins 1989 Þórdís Njálsdóttir. Börn þeirra; Lovísa, f. 10. júlí 1965, Þórdís Helga, f. 16. maí 1967, Fríða Elísa, f. 3. júní 1969, og Oddur, f. 26. apríl 1987. Friðmey fluttist búferlum til Reykjavíkur um 1980 þegar hún kynntist Jóni Egilssyni, en þau bjuggu saman fram að andláti hans árið 2006. Friðmey var fjöl- skyldumanneskja mikil enda var hún rík af afkomendum, hún eign- aðist tíu barnabörn, 24 barna- barnabörn og tvö barnabarna- barnabörn. Friðmey hafði gaman af söng, leikhúsferðum, hann- yrðum og ferðaðist mikið bæði innanlands og erlendis. Friðmey bjó á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni til hinsta dags. Útför Friðmeyjar fór fram í kyrrþey. Elsku amma og kæra vinkona, á kveðjustund okkar birtast mér marg- ar ljúfar minningar. Minningar um fallega smávaxna, fínlega vinkonu með sterkan persónuleika, hugrakka og þróttmikinn vilja. Ég tel mig vera heppnustu manneskju í heimi fyrir það að fá að verja svona mörgum ár- um með ömmu minni, að börnin mín og barnabörn hafi fengið svona margar stundir með þér. Fyrir þetta verð ég almættinu ævinlega þakklát. Þú varst hæglát kona sem vildir láta lítið fyrir þig hafa, það var stutt í hláturinn hjá þér og þú áttir skemmtilegan húmor. Þú hugsaðir ævinlega vel um heilsuna, ekki bara heilsuna þína heldur heilsu okkar allra. Náttúrulækningar, heilsa og næringarfræði voru þér hugleikin og þú sagðir að ef þig langaði til að mennta þig í einhverju væri það í að vera hómópati. Við höfðum báðar gaman af gömlum myndum og gátum gleymt okkur yfir þeim, en Audry Hepburn var þín uppáhaldsleikkona. Stundir okkar þegar ég var búin að koma börnunum í háttinn og læddist út til þín á náttfötunum, þegar þú lást á Borgarspítalanum og ég leit til þín og kyssti þig góða nótt gleymast seint. Þú varst ljóðræn og held ég mikið upp á bréfin sem þú skrifaðir mér. Í öllum bréfum þínum er að finna ljóð inni á milli setninga. Eitt af þeim held ég sérstaklega upp á og það ortir þú um frumburð minn. „Ingibjörg, hún kætir og bætir og hún gefur sólargeisla, hún skríkir og hún grætur og hún tælir hvað sem er.“ Þú ferðaðist mikið og komst víða við, labbaðir upp öll þrepin á Notre Dam og lærðir að synda í Svarta haf- inu. Allt sem snerti hendur þínar og þú lést frá þér bar vott um vandvirkni enda fékkst þú fyrstu verðlaun fyrir handverk þitt í húsmæðraskólanum. Einn af þínum sterku eiginleikum var hvernig þú barst þig, alltaf bein í baki og lést aldrei neitt bágt á þig bera. Þú sast aldrei með krosslagða fætur, heldur hélst fótleggjunum beinum. Göngulag þitt var óaðfinn- anlegt þó svo að þú ættir fatlaða fæt- ur. Ég held að mjög fáir í kringum þig hafi meira að segja vitað að þú værir með klumbufætur. Þú kvart- aðir aldrei undan fótunum þó svo að um ævina hafir þú unnið erfiðisvinnu. Við áttum það sameiginlegt að vera báðar fæddar með klumbufætur og kannski var það það sem gerði okkur svona nánar, ég veit það ekki. Þú barst fötlun þína í hljóði og gekkst í gegnum lífið með reisn og tignar- leika. Þannig kvaddir þú líka þennan heim og mun sá dagur seint gleym- ast. Þegar lítill drengur ömmubarn mitt þriggja ára gamall, fæddur mik- ill fyrirburi og við köllum kraftaverk fjölskyldunnar, gengur inn til þín með alla sína lífsgleði. Stuttu seinna eftir að hann fer kveður þú. Það var eins og þessi litli jarðarengill hefði komið inn með englaherinn sinn til þín. Elsku amma og kæra vinkona, þegar ég nú les yfir ljóðin þín renna saman þessi orð frá mér til þín. „Ynd- ismær með fagurt hjarta, ljós þitt gnæfir nú yfir mér, lýsir upp mitt sára hjarta og veginn ætíð vísar mér“. Um leið og ég legg kinn mína að kinn þinni kveð ég þið með orð- unum sem við vorum vanar að kveðja hvor aðra með: „Ég elska þig“. Þín Lovísa Ólafs. Friðmey Jónsdóttir Morgunblaðið birtir minningar- greinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á for- síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.