Morgunblaðið - 12.11.2010, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 12.11.2010, Qupperneq 35
DAGBÓK 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG GET EKKI HENT ÞESSUM BOL, ÉG ER BÚINN AÐ EIGA HANN SVO LENGI! HJÁLPAÐU MÉR AÐ SANNFÆRA HANA BEEP! LÁTTUMIG FÁ BOLINN! ÞAÐ ER SVO GOTT AÐ KOMA HEIM ÉG MÆLI MEÐ ÞVÍ AÐ ÞÚ FLYTJIR ÚT FYRIR HÁDEGI Á MORGUN AF HVERJU? RÍKIÐ ÆTLAR AÐ BYGGJA VEG SEM MUN LIGGJA BEINT Í GEGNUM HÚSIÐ ÞITT BÍDDU AÐEINS... SETTU ANSJÓSUR Á EINN FJÓRÐA AF PÍTSUNNI! VERKEFNIÐ HENNAR KÖTU HEFUR GERT MIG MIKLU MEÐVITAÐRI UM ORKUNOTKUN HEIMILISINS Í HVERT SKIPTI SEM ÉG KVEIKI LJÓSIÐ ÞÁ LÍÐUR MÉR EINS OG ÉG SÉ AÐ BRÆÐA NORÐURHEIMSKAUTIÐ ÞAÐ ER NÚ LÍKA HÆGT AÐ VERA OF MEÐVITAÐUR ÞARNA FÓR ANNAR ÍSBJÖRN ÉG ER AÐ LEITA AÐ TOMMY DILLON! HANN ER Í HERBERGI 754 ÞAÐ GERIST ALDREI NEITT SPENNANDI Á ÞESSUM SPÍTALA! ÞAÐ ER EINS GOTT AÐ ÞAÐ SÉ Í LAGI MEÐ TOMMY, ANNARS GÆTI ÉG VERIÐ Í MIKLUM VANDA! Carlos er týndur Carlos er fjögurra ára, svartur og hvítur, hann er með græna ól með bláu merkispjaldi, hann er örmerkt- ur, 208224000162287. Hann býr í Bogahlíð (105) og hans er sárt sakn- að. Mig grunar að hann hafi læst sig einhvers staðar inni, það væri vel þegið ef fólk í Hlíðunum vildi athuga hvort hann leynist nokkuð í úti- geymslum t.d. ruslageymslum og hjólageymslum. Hringið í síma 899-2424. Svana. Þegar ég las tillögu Margrétar Sverrisdóttur, í mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar, varðandi krist- indómsfræðslu, sá ég ekki betur en um beina aðför að kristin- dómnum væri að ræða. Ég sá líka að það er bæði sniðugt og lymskulegt að ætla að byrja á blessuðum börnunum. Okkur Íslendingum hefur tekist að mynda mannlegt þjóðfélag þar sem hinum smæstu er ekki gleymt. Segja má að áhrifa frá kenn- ingum Jesú Krists gæti víða í okkar samfélagi enda kristnin langþró- uð í landinu. Vitað er að á myrkum öldum fortíðarinnnar var kristin trú vonarstjarna, haldreipi og aflgjafi fólksins. Það væri fróðlegt að vit hvernig ís- lenska þjóðfélagið væri í dag ef þjóð- in hefði aldrei tekið kristna trú. Í dag þarf þjóðin á samstöðu að halda og kærleika, en ekki trúleysi og fá- tækt. Ég held að Margrét Sverris- dóttir og hennar líkum væri hollt að rifja upp hvernig fór fyrir þeim ríkj- um þar sem markvisst og ötullega var unnið að útrýmingu kristindóms- ins. Vigfús B. Jónsson. Ást er… … að versla fyrir manninn í lífi þínu. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, bingó kl. 13.30. Dans kl. 20. Árskógar 4 | Smíðar kl. 9, bingó og jóga kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Kertanámskeið, handavinna, myndbandssýning, Brúð- guminn kl. 13. Dalbraut 18-20 | Söngstund með Lýð kl. 14. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8, botsía kl. 10.45. Félag eldri borgara, Reykjavík | Bók- menntaklúbbur kl. 13. Námskeið í Kjal- nesingasögu kl. 14, umsjón Tryggvi Sig- urbjarnarson. Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20, Klassík leikur. Félagsheimilið Boðinn | Leikfimi kl. 12. Pálmar stjórnar söng og spilar undir á harmonikku kl. 13.30. Félagsheimilið Gjábakki | Botsía kl. 9.30/13, málm- og silfursmíði kl. 9.30/ 13, jóga kl. 10.50, félagsvist kl. 20.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn- aður kl. 9, jóga kl. 9.15, ganga kl. 10, leikfimi kl. 10.30, Gleðigjafarnir kl. 14. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 8.15 og 9.15, málun kl. 10, leðursaumur og félagsvist kl. 13. Skráning á jólahátíð 4. des. hafin. Félagsstarf Gerðubergi | Bókband kl. 9, leiðbeinandi frá hádegi, prjónakaffi kl. 10, stafganga kl. 10.30. Frá hádegi er spilasalur opinn. Kóræfing kl. 15.30. Mánudaginn 15. nóv. kl. 7.30 verður Kristbjörg Kjeld borgarlistamaður gest- ur í pottakaffi í Breiðholtslaug. Föstud. 19. nóv. kl. 15 dagskráin Guðrún frá Lundi lifir enn. Háteigskirkja - starf eldri borgara | Bridsaðstoð kl. 13. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, leikfimi kl. 11.30, brids kl. 12.30, næsti dans- leikur 19. nóv. Þorvaldur Halldórsson leikur, kr. 1000. Biljardstofa og pílukast í kjallara op. kl. 9-16. Hvassaleiti 56-58 | Lífsorkuleikfimi kl. 8.30, 9.30 og 10.30, vinnustofa kl. 9. Myndlist kl. 13. Bíódagur kl. 13.30, kaffi- sala í hléi. Fótaaðgerðir, hársnyrting. Hæðargarður 31 | Við Hringborðið/ dagblöðin/morgunsopi kl. 8.50. Gönu- hlaup, tai chi og listasmiðjan kl. 9, myndlist. Gáfumannakaffi kl. 15. Agnes í Hæðargarðsbíó kl. 16. Íþróttafélagið Glóð | Botsía í Gjá- bakka kl. 13. Sundlaug Kóp.: Ganga kl. 16. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Blaða- klúbbur kl. 10.10, leikfimi kl. 11, opið hús vist/brids kl. 13. Norðurbrún 1 | Myndlist, vinnustofa kl. 9, útskurður, bingó kl. 14. Vesturgata 7 | Skartgripa/kortagerð kl. 9, enska kl. 11 30, tölvukennsla kl. 13.30, sungið v/flygilinn kl. 14.30, dans- að í aðalsal kl. 14.30-16. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, leir- mótun kl. 9, handavinnustofa opin, morgunstund kl. 9.30, bingó kl. 13.30. Þórðarsveigur 3 | Bingó kl 13.30. Þorfinnur Jónsson á Ingveldar-stöðum í Kelduhverfi er ósátt- ur við aðgerðir ríkisstjórnarinnar, sem hann segir hana beita gegn eldri borgurum án tillits til þess hvort þeir eigi krónu eða séu far- lama: Pólitíska stefnan streymir stundum lítið merk; Íslands saga um aldir geymir unnin níðingsverk. Vitsmuna vanþroska lýður villtist af réttri slóð; sveitamanninum svíður svikin við land og þjóð. Stílbrot ef stjórninni hrósa er strandar við afglapa sker; í helvíti fyrr myndi frjósa en fengju þau krónu frá mér. Hagyrðingurinn smekkvísi Stef- án Vilhjálmsson vinnur hjá hinni frómu Matvælastofnun (MAST), sem er með höfuðstöðvar á Selfossi, er rekur einnig starfsstöðvar úti á landi, t.d. á Akureyri, í Reykjavík og víðar. Í léttu spjalli við sam- starfskonur í höfuðstöðvum nefndi ein þetta „úti-á-landi-lið“ sem alltaf væri með eitthvert vesen. Heim kominn barði Stefán saman „fimm- skeytlu“: Þetta „úti’-á-landi-lið“ leggst í sút og þras. Er af ró og innri frið annars nóg hjá MAS- T. Leiðbeiningar fylgja frá Stefáni: „Lesið upphátt og vandið framsögn, sérstaklega á 5. hendingunni!“ Hjálmar Freysteinsson fylgdist að venju með fréttum og fylltist þjóðarstolti: Munið allir Mammons synir að missa ekki gróðavon. Ennþá finnast Íslandsvinir eins og Roger Davidson. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af Mammon og ríkisstjórn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.