Morgunblaðið - 12.11.2010, Síða 36

Morgunblaðið - 12.11.2010, Síða 36
36 MENNINGFréttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2010 Tríó Þórunn Ósk leikur á víólu, Ari Þór á fiðlu og Sigurgeir á selló. Á þriðju tónleikum starfsárs Kamm- ermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju á sunnudag kl. 20, verða flutt strengja- tríó í c-moll opus 9 nr. 3 eftir Ludwig van Beethoven og „Goldbergtilbrigð- in“ eftir Johann Sebastian Bach. Til- brigðin, þessi fræga „aría með 30 til- brigðum“, verða flutt í umritun fyrir strengjatríó eftir Dmitry Sitkovetsky í fyrsta skipti á Íslandi. Flytjendur á tónleikunum eru þau Ari Þór Vil- hjálmsson fiðluleikari, Þórunn Ósk Marinósdóttir á víólu og Sigurgeir Agnarsson sellóleikari. „Goldbergtilbrigðin voru samin fyrir hljómborð af Bach og eru eitt af stærstu einleiksverkum barokktím- ans á hljómborð. Svo var þessi út- setning fyrir strengi gerð fyrir sirka 20 árum og þetta er nótu fyrir nótu það sem stendur í píanópartinum, umskrifað fyrir strengi. Tilbrigðin eru öll mjög ólík og eru tvær til fimm mínútur að lengd þannig að stykkið getur verið frá 50 og upp í 90 mínútur í flutningi,“ segir Ari Þór. „Sum til- brigðin eru mjög hröð og spennandi og önnur hæg og innhverf þannig að það er mjög mikil breidd í þessu.“ holmfridur@mbl.is Þrjátíu tilbrigði Á morgun, laugardaginn 13. nóvember, efnir Leikminjasafn Íslands til málþings um fram- lag RÚV til íslenskrar leik- listar í tilefni af áttatíu ára af- mæli Ríkisútvarpsins. Á málþinginu verða flutt fjögur stutt, fræðileg erindi og síðan tvö erindi um stöðu leikins efn- is í dagskrá Útvarps og Sjónvarps um þessar mundir. Undir lokin verða síðan pallborðs- umræður með þáttöku Páls Magnússonar út- varpsstjóra og Viðars Eggertssonar verkefn- isstjóra leiklistar hjá RÚV en stjórnandi pallborðsins verður Kolbrún Halldórsdóttir. Málþingið verður haldið í fyrirlestrarsal Þjóð- minjasafnsins og hefst kl. 11. Málþing Framlag RÚV til íslenskrar leiklistar Merki RÚV. Um helgina verða haldnir tvennir tónleikar sem bera yfir- skriftina Gleði-Söngur-Jass- Draumur, annars vegar í Frí- múrarahúsinu á Sauðárkróki á laugardag kl. 16 og hins vegar í Hofi á Akureyri á sunnudag kl. 16. Á tónleikunum koma fram Alexandra Chernyshova sópr- an, Einar Bragi Bragason saxó- fónleikari, Tomas Higgersson píanóleikari og kórinn Drauma- raddir Norðursins ásamt einsöngvurum kórsins. Kynnir verður Hilmir Jóhannesson. Á efnisskránni eru lög eins og „Over the Rainbow“ og „Some- where.“ Aðgangur ókeypis fyrir grunnskólanema, eldri borgara og öryrkja. Tónleikar Gleði á Sauðárkróki og Akureyri Alexandra Chernyshova Í dag efnir Mannfræðistofnun til málþings í tilefni af útgáfu bókarinnar Konan sem fékk spjót í höfuðið en þingið ber yfirskriftina Vettvangsrann- sókn í hnattrænum heimi. Þar verður m.a. fjallað um mikilvægi vettvangsrannsókna í samtímanum en á málþinginu munu sjö fræðimenn úr Há- skóla Íslands flytja stutta fyr- irlestra um vettvangsrann- sóknir og miðlun niðurstaðna úr slíkum rannsóknum. Málþingið stendur frá klukkan 15 til 17 og fer fram í stofu 101 í Odda. Léttar veitingar verða í boði að málþinginu loknu. Málþing Fjallað um vett- vangsrannsóknir Kápa bókarinnar. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Næstkomandi sunnudag, 14. nóvember, munu Ca- put hópurinn og Kolbeinn Bjarnason flytja verk eftir japönsku tónskáldin Toru Takemitsu og Tos- hio Hosokawa á tónleikum í 15:15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu. Tilefnið er útgáfa hljómdisks sem kemur út hjá Naxos í desember en á honum flytja Caput og Kolbeinn tónlist eftir Hosokawa. Á efnisskránni eru tvö verk eftir Takemitsu, Entre-Temps fyrir óbó og strengjakvartett og Rocking Mirror Daybreak fyrir tvær fiðlur. Spiluð verða þrjú verk eftir Hosokawa, Atem-Lied fyrir bassaflautu, Herbst-Lied fyrir klarínett og strengjakvartett og Fragment II fyrir altflautu og strengjakvartett. Takemitsu er af mörgum talinn eitt litríkasta tónskáld 20. aldarinnar og tókst á sannfærandi hátt að sameina vestræna framúrstefnu og fornan jap- anskan tónlistararf. Hann var sjálfmenntaður tónlistarmaður og samdi meðal annars tónlist við 93 kvikmyndir. Hann hefði orðið áttræður 7. októ- ber síðastliðinn. Tónskáldið Hosokawa nýtur hylli víða um heim og er um þessar mundir að skrifa hornkonsert fyrir Fílharmóníuna í Berlín. Hann hefur tvívegis komið hingað til lands og spilaði m.a. með Caput og Kol- beini á tvennum tónleikum í Listasafninu árið 2005. „Samstarfið við Hosokawa er þannig tilkomið að hann skrifaði mér árið 2004 og spurði hvort við ætt- um ekki að gera eitthvað saman. Hann þekkti að- eins til diska sem ég hafði gefið út og fann einhvern samhljóm í því hvernig ég spila á flautuna,“ segir Kolbeinn. Sjálfur var hann búinn að vera að grúska í japanskri tónlist síðan snemma á níunda áratugn- um þegar hann var í námi úti í New York. „Þar byrjaði ég að læra á shakuhachi, japanska bambus- flautu, og hef verið amatör-leikari síðan. Ég var heillaður af hefðbundinni japanskri tónlist sem nær mjög langt aftur; fyrstu heimildir eru frá 8. öldinni en þá var hirðhljómsveit keisarans tekin til starfa og starfar enn.“ Eins og grófur sandpappír Kolbeinn hefur tvívegis farið út til Japans til að taka þátt í tónlistarhátíð þar sem Hosokawa er list- rænn stjórnandi og segir marga spennandi hluti vera að gerast í nýrri tónlist þar í landi, þar sem mjög er sótt í fornan menningararf. Það kemur hins vegar hik á hann þegar hann er beðinn um að lýsa japanskri tónlist. „Ef ég ætti að lýsa japanskri tónlist í mjög fáum orðum þá er hún í raun eins og hugleiðslutónlist en samt ekki. Hún er mjög spennuþrungin. Hún er alveg ofboðslega hæg, og það má t.d. sérstaklega segja um Hosokawa, tónlistin hans er mjög hæg en það er mikil spenna í henni engu að síður. Þetta er kyrrlát spenna og þögnin er jafn mikilvæg og tónninn og hljóðið er jafn mikilvægt og tónninn.“ Kolbeinn segir að Japanir standi nær náttúr- unni en margar aðrar þjóðir og hugmyndir þeirra um fagurfræði í tónlist séu öðruvísi en á Vestur- löndum. „Þeirra hugmynd um fallegan flaututón er að ef hann líkist sandpappír þá er hann fallegur. Þeir eru hrifnari af grófum sandpappír en flaueli; þeir eru ekki að leita að þessu hreina og tæra eins og við gerum í klassískri tónlist á Vesturlöndum, heldur einhverjum raunsæjum tóni.“ En er þá ekki krefjandi fyrir íslenska áheyr- endur að hlusta á japanska tónlist? „Jú, ég held að þetta geti verið erfitt ef menn eru ekki vanir að hlusta á framandi tónlist. Sumir eiga mjög erfitt með að hlusta á það sem er ólíkt því sem þeir eiga að venjast en aðrir eru hrifnir af því að heyra eitthvað nýstárlegt. Ég held að flestum myndi þykja þetta mjög þungt, hún krefst þess að maður sé næmur og móttækilegur. Það er hins veg- ar mín reynsla af því að spila nútímatónlist að þeg- ar fólk kemur að hlusta þá er þetta ekki eins erfitt og það heldur. Tónleikar eru líka staðurinn til að upplifa í fyrsta sinn það sem er framandi. Það er best að vera augliti til auglitis við flytjandann og þessi japönsku tónskáld vinna til dæmis mikið með orkuna í flytjandanum sem kemst best til skila á tónleikum.“ Morgunblaðið/Kristinn Caput hópurinn Flytur verk tveggja japanskra tónskálda á tónleikum í Norræna húsinu á sunnudag. Mikilvægar þagnir og kyrrlát spenna  Caput og Kolbeinn Bjarnason flytja tónlist eftir japönsk tónskáld Stofukvartettinn leikur á tón- leikum í Selinu á Stokkalæk á sunnudag. Kvartettinn skipa þau Hulda Björk Garðarsdóttir sópran- söngkona, Kjartan Valdimarsson píanóleikari, Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari og Ólafur E. Stolzen- wald kontrabassaleikari. Stofukvartettinn mun flytja ým- is lög hinna þekktu bræðra Ira og George Gershwin en þeir eru einna kunnastir fyrir söngleikinn Porgy og Bess sem margir telja frumlegasta óperuverk Banda- ríkjamanna. Stofukvartettinn mætist á miðri leið í Gershwin- tónlistinni þar sem klassískur og djassaður bakgrunnur flytjend- anna kemur saman. Hulda Björk lauk einsöngvara- prófi frá The Royal Academy of Music í London 1998 eftir að hafa stundað nám við Hochschule der Künste í Berlín, Söngskólann í Reykjavík og Tónlistarskóla Eyja- fjarðar. Kjartan Valdimarsson nam píanóleik við Tónlistarskóla Mos- fellsbæjar og síðar Berklee Col- lege of Music í Bandaríkjunum. Hann hefur einkum leikið djass- tónlist og popptónlist. Hann er eftirsóttur útsetjari og hefur m.a. gert útsetningar fyrir Sinfóníu- hljómsveit Íslands og Stórsveit Reykjavíkur. Ásgeir Ásgeirsson hefur lokið bæði einleikaraprófi í gítarleik og kennaraprófi frá Tónlistarskóla FÍH en nam eftir það við Con- servatorium Van Amsterdam í Hollandi. Hann hefur leikið með flestum vinsælustu tónlistar- mönnum landsins og margoft ver- ið tilnefndur til Íslensku tónlistar- verðlaunanna. Ólafur Stolzenwald hóf nám við Tónlistarskóla Rangæinga en fór síðan í jazzdeild Tónlistarskóla FÍH, fyrst með rafbassann sem aðalhljóðfæri. Síðar varð kontra- bassinn aðalhljóðfæri hans. Ólafur hefur haldið úti fjölda djass- og blúshljómsveita, leikið með helstu djassleikurum landsins og komið fram á djasshátíðum og tónleikum víða. Tónleikarnir hefjast klukkan 16 og eru miðapantanir í síma 4875512 og 8645870. Stofukvart- ettinn leik- ur í Selinu Tónleikar á Stokka- læk á sunnudag Morgunblaðið/Ernir Tónleikar Stofukvartettinn. Ég held að þetta sé bara akkúrat það sem þjóðin og borgararnir eru að kalla á núna. 38 »

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.