Morgunblaðið - 12.11.2010, Page 38

Morgunblaðið - 12.11.2010, Page 38
Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Helgi Valur & The Shemales gáfu út nýja plötu í gær sem nefnist Electric Ladyboyland. Helgi Valur hefur áður gefið út plöturnar Dem- ise of Faith (2005) og The Black man is God, The White Man is the Devil (2009). „Fyrsta platan mín var um trúarbrögð eða öllu heldur dauða þeirra,“ segir Helgi Valur. „En önnur platan var upphafning mín á svarta manninum,“ segir hann. Nýja platan er í anda sóló listamanna eins og Bobs Dylan þar sem sungið er um vandann við að vera manneskja. „Platan er eig- inlega um það,“ segir Helgi Valur. „Það er sungið mikið um kynlíf og sukk, vandann við að vera til, hafa mikið af áhugamálum og erfið- leikum.“ Hannhún á sinn rétt Aðspurður hvaðan nafnið á hljómsveitinni komi segir hann að það hafi eiginlega verið hugmynd bassaleikarans. „Þetta var eitthvert grín í upphafi af því að það var bara ein kona í bandinu – she – og síðan var restin; males. Sem sagt Shemales,“ segir hann. „En svo hentaði þessi hugmynd líka vel í baráttuna því ég hef mikinn áhuga á þessu félagslega fyrirbæri sem nefnt er shemales. Þegar sam- félagið hefur meðtekið shemales hefur síðasti minnihlutinn verið tekinn inn, þá hefur öll mannleg breytni verið samþykkt af sam- félaginu.“ Nafn plötunnar er vísun í uppá- haldsplötu Helga sem er Electric Ladyland eftir Jimi Hendrix. Hendrix var einmitt að berjast fyr- ir réttindum kvenna með plötu sinni og því viðeigandi að Helgi sem er að berjast fyrir réttindum shemales nefni plötuna sína Elect- ric Ladyboyland. En á plötu- umslaginu er nærmynd milli fóta Helga sem er í þröngum buxum þannig að lögun getnaðarlims hans nær yfir allt umslagið. „Maður er að ögra viðmiðum um kynhneigð og kynhegðun. Kærastan mín hannaði einmitt umslagið og hannaði reynd- ar þessar buxur líka sem ég er í á umslaginu,“ segir Helgi. „Hún vill líka að það komi fram að við lifum í opnu sambandi. Það er lífsstíll sem hentar okkur mjög vel,“ segir Helgi Valur. Vill ögra viðmiðum um kynhegðun  Hannhún og húnhann eiga sinn rétt til kynfrelsis  Hannhúnar sameinist! 38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2010 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Er þetta eitthvað grín?“ er spurt í upphafi kynningartexta um heimild- armyndina Gnarr á miðasöluvefnum Miði.is. Í myndinni segir af borgar- stjóra vorum, Jóni Gnarr, allt frá því hann fékk þá hugmynd að stofna Besta flokkinn og lét af því verða, fram að sigri í borgarstjórnarkosn- ingum sl. vor. Svarið við spurning- unni fyrrnefndu virðist í fljótu bragði vera „já“, þ.e. ef miðað er við stiklu úr myndinni þar sem Jón hlær út í eitt, á ólíkum augnablikum myndarinnar. Kvikmyndagerðarmaðurinn Gaukur Úlfarsson er höfundur heimildarmyndarinnar og hann var önnum kafinn í gær þegar blaða- maður ræddi við hann, enda stutt í forsýningu á myndinni í Sambíóinu nýja í Egilshöll. Gaukur segist hafa kynnst Jóni fyrir um hálfu öðru ári, þeir hafi verið að velta því fyrir sér að skrifa saman sjónvarpsþætti. „Hann var alltaf með þessa Besta flokks pælingu í rassvasanum og mér fannst hún ekkert sérstaklega góð, var ekki alveg að tengja en svo eina nóttina, þegar ég gat ekki sofn- að, kviknaði á einhverri peru í hausnum á mér og ég uppgötvaði að þetta gæti verið algjör snilld,“ segir Gaukur. Hann hafi byrjað að mynda Jón í byrjun desember í fyrra, þegar Jón var að reyna að finna sinn póli- tíska karakter, eins og Gaukur orðar það, og hætt tökum eftir kosninga- sigurinn. Hrópaði ekki „Davíð, Davíð“ – Af stiklum að dæma virðist myndin vera eitt allsherjar grín, Jón hlæjandi öllum stundum... „Hann er náttúrlega þannig týpa en hann er líka margar týpur, getur verið alvarlegur og mjög spiritual og mikill hugsjónamaður,“ segir Gauk- ur. Sem listamaður hafi Jón brugðist við kreppuástandinu á Íslandi með sérstökum hætti, velt því fyrir sér hvað hann gæti gert fyrir samfélagið í stað þess að hrópa „Davíð, Davíð“ líkt og margir aðrir listamenn hafa gert. – Sýnir Jón á sér nýjar hliðar og óvæntar í þessari mynd? „Hann gerir það náttúrlega bara alltaf, sýnir sína réttu mynd. Þetta er mjög heiðarleg mynd, þú kemst ekkert hjá því að vera þú sjálfur.“ – Nú áttir þú þátt í því að búa til persónuna Silvíu Nótt á sínum tíma. Er Jón Gnarr að einhverju leyti að leika persónu í þessari mynd eftir þínu höfði, ef svo mætti að orði kom- ast? Er hann að leika hlutverk? „Já, já, hann er að leika fullt af hlutverkum og ég var beggja vegna borðsins, ég var fjölmiðlafulltrúi flokksins og inni í skrípladeildinni líka, eins og við kölluðum það. Að því leytinu var ég með fullt af athuga- semdum og hugmyndum sem við ræddum fram og til baka og oft áður en hann fór í stór viðtöl ræddum við afturábak og áfram hvernig við vild- um gera það. En á endanum fór hann yfirleitt algjörlega eftir sínu innsæi.“ Talið berst að stefnu Besta flokks- ins. Gaukur segir flokksmenn hafa sagt það margoft að þeir væru an- arkistar og tekur því undir að stefna flokksins sé stjórnleysisstefna. – Nú hlýtur að hafa verið rædd önnur og alvarlegri stefna á bakvið tjöldin, eða hvað? Það er varla hægt að stýra borg með anarkisma? „Það er alveg merkilegt, það eru búnar að koma fréttir alls staðar, um allan heim, í stórum blöðum, stór- fréttir um að anarkistar hafi unnið stórsigur í Reykjavík en það hefur aldrei verið rætt um það hérna. Það eru náttúrlega anarkistar við völd í Reykjavík.“ – Er nýju ljósi varpað á stefnu flokksins í þessari mynd? „Já, já, fólk sem er kannski eitt- hvað ringlað yfir því hvað það kaus yfir sig eða hverjir eru að stjórna hérna, það mun alveg fá öllum þeim spurningum svarað.“ Fólk ekki búið að fá nóg – Nú hefur Jón Gnarr verið mjög mikið í fjölmiðlum síðustu mánuði. Hefur þú engar áhyggjur af því að fólk sé búið að fá nóg af honum? „Nei, ég held að þetta sé bara akk- úrat það sem þjóðin og borgararnir eru að kalla á núna. Það er svo mikil bölsýni og volæði í gangi, það er nóg af því en aldrei þegar hann kemur fram. Hann er svona meira í því að reyna að stappa í okkur stálinu og gleðja, fá okkur til að brosa og hugsa um eitthvað annað en gengislán eða verðtryggingu. Hann reynir aðeins að opna huga fólks.“ Sálin hans Jóns míns  Heimildarmynd Gauks Úlfarssonar, Gnarr, um borgarstjóra Reykjavíkur verður frumsýnd í dag  Jón leikur mörg hlutverk í myndinni, að sögn Gauks Morgunblaðið/Eggert Örlagastund Jón með Gauki í Útvarpshúsinu á kosningadag, 30. maí sl. Dagur B. Eggertsson lengst til hægri og þá- verandi aðstoðarmaður Jóns, Heiða Kristín Helgadóttir, vinstra megin. Ónefndur maður lengst til vinstri. Gaukur Úlfarsson er líklega þekkt- astur sem höfundur eða leikstjóri sjónvarpsþáttanna um glam- úrgelluna og dekurdýrið Silvíu Nótt, sem Ágústa Eva Erlends- dóttir túlkaði með eftir- minnilegum hætti. 1. júní sl. var haft eftir Guðna Ágústssyni, fyrrum formanni Framsóknarflokksins, að kjós- endur í borgarstjórnar- kosningunum hefðu verið haldnir „Silvíu Nætur-heilkenni“ og að mynd Gauks um Jón Gnarr yrði heims- kvikmynd um það þegar aulinn tæki borg og yrði borgarstjóri. Í samtali við Morgunblaðið degi síðar gaf Gaukur lítið fyrir þessi orð Guðna, sagði al- rangt að myndin yrði í lík- ingu við þáttaraðirnar um Silvíu. „Ég held að þetta sé dálítið þessi gamli hugsunarháttur, að ekkert sé hreint og beint, en það er bara alls ekk- ert þannig. Þó svo að ég hafi einhverntímann gert mjög grófan og pönk- aðan þátt þá er ekkert þar með sagt að ég geri alltaf eitthvað þannig,“ sagði Gaukur m.a. Sagði kjósendur haldna „Silvíu Nætur-heilkenni“ EKKERT Í LÍKINGU VIÐ SILVÍU NÓTT Silvía Nótt  Gun Outfit er frá Washington- fylki og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir bræðing sinn af til- raunakenndu indí-rokki og pönki. Einnig koma fram My Summer as a Salvation Soldier, Saktmóðigur, Me, the Slumbering Napoleon. Tón- leikarnir hefjast kl. 23.00. Bandaríska sveitin Gun Outfit á Faktorý Fólk  Heimildarmynd þeirra Frosta Runólfssonar og Haraldar Sigur- jónssonar um Mínus var sýnd í Bíó Paradís í fyrrakvöld. Þessi goðsagnakennd mynd var sýnd fyrst árið 2004 fyrir fámennum sal en í þetta sinnið troðfyllti rokklandslið Íslands Bíó Paradís og var uppselt á myndina. Mynd- in vakti mikla lukku á meðal áhorfenda, og þá sérstaklega bassafanturinn Þröstur sem fór á miklum kostum í myndinni svo ekki sé nú meira sagt. Frammi- staða hans ein og sér kallar eig- inlega á framhaldsmynd. Ævin- týri Fantsins? Mínus troðfylltu Bíó Paradís  Áströlsku æringjarnir í Pend- ulum munu svífa teknóvængjum þöndum á Nasa nú á laugardaginn. Það er techno.is sem stendur fyrir tónleikunum en ásamt Pendulum leika þeir Exos, Plugg’d, A.t.l., Ag- zilla og fleiri. Forsala miða er í Mo- hawks Pendulum gera allt vit- laust á NASA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.