Morgunblaðið - 12.11.2010, Síða 39

Morgunblaðið - 12.11.2010, Síða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2010 SÍMI 564 0000 FULLKOMIN GÆÐI 12 12 L L L 16 L 7 L L SÍMI 462 3500 12 L L L L JACKASS3D kl.8-10 EASYA kl.6-8-10 ARTHÚR3 kl.6 SÍMI 530 1919 L L L L 16 12 UNSTOPPABLE kl.5.45-8-10.15 EASYA kl.5.50-8-10.10 ARTHÚR3 kl.5.50 YOU WILLMEET ATALLDARKSTRANGER kl.8-10.15 INHALE kl.8-10 BRIM kl.6 JACKASS 3D kl.3.40-5.50-8-10.10 JACKASS3DLÚXUS kl.3.40-5.50-8-10.10 UNSTOPPABLE kl.5.45-8-10.15 EASYA kl.5.50-8-10.10 ARTHÚR 3 kl.3.40 MACHETE kl.10.35 ÚTI ER ÆVINTÝRI 2 kl.3.40 SOCIALNETWORK kl.8 EATPRAYLOVE kl.5.20 AULINN ÉG 3D kl. 3.40 .com/smarabio NÝTT Í BÍÓ! Sýnd kl. 4Sýnd kl. 8 og 10:15 MAGNÞRUNGIN SPENNA MEÐ LYGUM OG SVIKUM! Sýnd kl. 4 og 6 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10:15 - Ótextuð Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:15 Artúr er mættur aftur í sinni þriðju mynd, þar sem ævintýrið er stærra en nokkru sinni fyrr! Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! FYNDNARI OG FÁRÁNLEGRI EN NOKKURN TÍMANN ÁÐUR, TEKIN Í FLOTTUSTU ÞRÍVÍDDARTÆKNI SEM VÖL ER Á! SJÁÐU JACKASS EINS OG ÞÚ HEFUR ALDREI SÉÐ ÁÐUR! -bara lúxus Sími 553 2075 www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Sölvi Tryggvason er landsfrægur sjónvarpsmaður sem er þekktur af ljúfmennsku og það er eins og engum geti verið illa við hann. Hann tók að sér að skrifa ævisögu einnar umdeildustu manneskju þessa áratugar, Jónínu Benediktsdóttur. Að- spurður hvernig þetta kom til segir Sölvi að hann hafi ekki þekkt hana en eftir eitt viðtalið sem hann tók við hana þá hringdi hún í hann og bað hann um þetta. „Ég tók strax vel í þetta en ég þurfti að hugsa mig um. Það togaðist á í mér að ég hef aldr- ei tengst neinni pólitík, aldrei verið í neinu liði í samfélagsátökum. Ég óttaðist að ég yrði settur í eitthvert lið út af þessu. En þegar ég setti mig í blaðamannagírinn þá var þetta of spennandi til að gera þetta ekki. Hvort sem þú ert með eða á móti Jónínu, þá verður ekki undan því litið að sagan er frábær,“ segir Sölvi. Sölvi segir að hann og Jónína hafi tengst saman frá byrjun. „Það var mjög skrítið en þetta small saman hjá okkur. Jónína er mjög skemmtileg. Hún segir hlutina eins og þeir eru. Hún kom bara fram og sagði hér er ég og gerðu það sem þú vilt. Öll framvindan var skilvirk og ég hef ekkert upp á samstarfið að klaga. En það er vandasamt þegar maður fer í þetta hlutverk. Manni fer að þykja vænt um viðfangsefnið sitt. Á hinn bóginn er ég mjög ólíkur Jónínu, veit ekki til þess að ég eigi nokkurn óvin. Og ég er ekkert að verja það sem hún hefur gert, ég er bara að skrásetja sögu.“ Að sögn Sölva er bókin allt önnur en Jónína stefndi að í byrjun, því hún hafi viljað hafa tilfinn- ingalítinn reyfara um viðskiptalífið en hann hafi talið hana á að segja frá því hvenær henni leið verst. Fólk vilji heyra af samskiptum hennar við þessa menn úr viðskiptalífinu í sem mestum smá- atriðum. „Jónína sagði að þetta hefði verið eins og risa- stór og þung sálfræðiþerapía en ég er einmitt sál- fræðimenntaður,“ segir Sölvi til útskýringar. „Hún sagði það á fésbókinni að ég hefði skrælt hana einsog lauk, flysjað hvert lagið á fætur öðru. Hún segir ansi mikið frá sjálfri sér í bókinni. Hún segir frá því að hún hafi leitað til geðlæknis, átt við áfengisvandræði að stríða, skrifað mjög ljóta hluti þegar hún var undir áhrifum áfengis og þess háttar. Ég fékk hana til að ganga eins langt og hægt var til að gera upp við sjálfa sig líka. Fólk virðist ekki átta sig á álaginu sem hún var undir á þessum tíma. Ári eftir að hún hættir með Jóhann- esi þá er hún komin í mikil vandræði í rekstrinum, hún er í brjáluðum bardaga við stærstu við- skiptamenn landsins, hún er orðin alltof þung og illa haldin af vefjagigt. Enginn trúir því sem hún er að segja og hún verður því harkalegri í ummæl- um og skrifum. Hún var mjög tætt, illa haldin andlega og líkamlega og oft drukkin í ofanálag,“ segir Sölvi. Sölvi fór að vinna í bókinni í maí í fyrra, var í tvær vikur með Jónínu í Bandaríkjunum þar sem viðtölin fóru fram og síðan lokaði hann sig af í fimm vikur á meðan hann skrifaði fyrsta upp- kastið að handritinu. Aðspurður hvort þetta hafi ekki líka tekið á hann segir hann að svo hafi verið. „Ferlið tók á mig. Vegna þess að ég er mjög sjálf- krítískur og held að andstæðingar Jónínu muni seint skilja það að bókin hefði getað orðið mjög mikið öðruvísi en hún varð,“ segir hann. Sölvi talaði við marga aðila til að athuga aðrar heimildir fyrir því sem Jónína hafði lýst. Sölvi segir að það hafi sjaldan verið neinn ágreiningur um það sem Jónína lýsti. Hann hafi aftur á móti staðið bankamenn að ósannindum í nokkrum til- vikum þegar hann kynnti sér fleiri heimildir þótt í flestum tilvikum hafi þetta farið saman. „Það var athyglisvert að til mín leituðu innan- búðarmenn frá Baugi sem sögðu mér að trúa því að þetta tímabil hefði verið eins og í bíómynd, það hefðu ótrúlegir hlutir verið gerðir. Það hefðu ver- ið haldnir fundir til að leggja á ráðin um hvernig væri hægt að gera Jónínu ómarktæka. Það voru gerðar skoðanakannanir reglulega þar sem fólk var spurt hverjum það trúði. Ef trúverðugleiki hennar þótti of mikill, þá voru haldnir fundir um það hvernig hægt væri að ná þessari tölu niður. Persónulega tel ég að aldrei fyrr hafi fjölmiðlar lagst jafn lágt og á þessum tíma,“ segir hann. Aðspurð hvort hún sé ekkert hrædd um að önn- ur eins herferð hefjist núna eftir útkomu bók- arinnar segir Sölvi að svo sé. En að hún óttist að- allega að ráðist verði að hennar nánustu. Þegar hann er spurður hvort hann sé ekki hræddur, svarar hann játandi. „Ég er líka hræddur. Ég veit að ákveðnir menn verða á launum við að lesa þessa bók og reyna að gera lítið úr henni og lítið úr mér. Við þá vil ég bara segja tvennt. Annars vegar: Þakkið fyrir að það var ég sem skrifaði þessa bók. Hins vegar að það er mjög margt sem ég veit sem er ekki í þess- ari bók,“ segir Sölvi. „Aðkoma Styrmis að málinu var svo einfaldlega sú að ég bað hann um að finna lögfræðing, þar sem ég vissi að hann var vel tengdur og ég treysti honum. Það er þó rétt að geta þess, sem ekki hefur komið fram áður, að ég leitaði fyrst til Sigurðar G. Guðjónssonar, vinar míns, og bað hann um að taka að sér mál- ið. Það er kannski hámark kald- hæðninnar að núverandi lög- fræðingur Jóns Ásgeirs hefði getað orðið aðalmaðurinn gegn honum í Baugsmálinu, sem lög- fræðingur Jóns Geralds. En af því varð ekki, þar sem hann var þá orðinn sjónvarpsstjóri á 365 miðlum og sinnti ekki lögmanns- störfum að neinu marki á þess- um tíma. En það eitt að ég hafi lagt hart að Sigurði að taka að sér málið, sýnir að lykilmenn í Sjálfstæðisflokknum höfðu ekk- ert að gera með mínar ákvarðanir. Þeir voru ekki og verða aldrei bestu vinir Sigurðar G., eins og flestir ættu að vita núna. Það var bara mjög auðvelt að gera samskipti mín við Styrmi að pólitísku sam- særi og það hentaði þeim sem vildu færa um- ræðuna þangað.“ Úr bókinni um Jónínu JÓNÍNA BENEDIKTSDÓTTIR Sölvi og Jónína eru ólíkir karakterar  Í dag kemur út bókin um Jónínu Benediktsdóttur en margir hafa beðið eftir henni  N1 er þegar búið að kaupa 10.000 eintök af verkinu frá forlaginu Morgunblaðið/RAX Rithöfundur Sölvi Tryggvason er þekktur blaða- maður en þetta er hans fyrsta bók. Jónína Benediktsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.