Morgunblaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2010
SPARBÍÓ 3D 950 krkr á allar sýningar merktar með grænu
STÆRSTA
ÍSLENSKA 3D
MYNDIN
FYRR OG
SÍÐAR
Steve Carrell og Paul Rudd
fara á kostum ásamt Zach
Galifianakis sem sló eft-
irminnilega í gegn í “The
Hangover”
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI,
KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í KRINGLUNNI
7
Jennifer Aniston
og Jason Bateman
í frábærri nýrri
gamanmynd sem
kemur öllum í gott
skap
SÝND MEÐ ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI
HHHH
- SJÁÐU/STÖÐ 2
HHHH
- T.V. - KVIKMYNDIR.IS
HHHH
- H.S. MBL
HHHH
- R.E. FBL
HHHH
- Ó.H.T. – RÁS2
SÝND Í ÁLFABAKKA
SÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL
KODI
SMIT-MCPHEE
CHLOE GRACE
MORETZ
RICHARD
JENKINS
SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA 7
14.000
gestir
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU
TALI
SÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL
SÝND Í ÁLFABAKKA
„SPRENG-
HLÆGILEG...
FYNDNASTA
MYND SÍÐAN
THE HANGOVER“
- JONATHAN HEAF – GQ
„DREPFYNDINN“
- TOTAL FILM
ROBERT
DOWNEY JR.
OG ZACH
GALIFIANAKIS
EIGA EFTIR AÐ
FÁ ÞIG TIL AÐ
GRENJA ÚR
HLÁTRI
FRÁ TODD PHILIPS, LEIKSTJÓRA THE HANGOVER
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
BESTA SKEMMTUNIN
JACKASS-3D kl.5:503D -83D -10:203D 12 ÓRÓI kl.5:50-8-10:20 10
DUEDATE kl.5:50-8-10:20 10 THETOWN kl.8 16
DUEDATE kl.3:40-5:50-8-10:20 VIP FURRYVENGEANCE kl.3:40 L
RED kl.5:50-8-10:20 12 DINNERFORSCHMUCKS kl.5:50 7
ÆVINTÝRISAMMA-3D m. ísl. tali kl.43D L ALGJÖRSVEPPIOG... kl.4 L
LETMEIN kl.10:30 16 HUNDAR OG KETTIR 2 kl.4 ísl. tal L
KONUNGSRÍKIUGLANNA-3D m. ísl. tali kl.3:403D 7
/ ÁLFABAKKA
ÆVINTÝRISAMMA-3D ísl. tal kl.3:503D-63D L RED kl. 3:30 - 5:40 - 8 - 10:30 12
DUEDATE kl.4 -5:45-8-10:20 10 ÓRÓI kl.8 7
GNARR kl.4 -6:10-8-10:10 L LETMEIN kl. 10:20 16
/ EGILSHÖLL
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Heimildarmyndin Feathered Co-
caine eða Fiðruð fíkn eftir Þorkel
Harðarson og Örn Marinó Arnarson
verður frumsýnd í dag í Bíó Paradís.
Eftir rúma viku verður hún sýnd á
kvikmyndahátíðinni IDFA (Inter-
national Documentary Film Festival
Amsterdam) sem er stærsta heimild-
armyndahátíð í heimi. En þar mun
hún keppa í flokknum First Appea-
rences eða fyrstu myndir leikstjóra.
Sú flokkun er svolítið skemmtileg
fyrir kvikmyndagerðarmennina sem
hafa gert margar heimildarmyndir
og verið í bransanum í ein tuttugu ár.
„Þessar myndir sem við höfum gert
og hafa verið sýndar hér heima telja
ekki með,“ segir Örn Marinó hlæj-
andi. „Það að við höfum sýnt eitthvað
á þessum örlitla íslenska markaði
finnst þessum mönnum bara fyndið.
Gamall jálkur einsog Hjálmtýr Heið-
dal var að hlæja að þessu um daginn
með okkur en ég sagði honum – og
held að ég hafi rétt fyrir mér – að ef
hann kæmist inn á hátíðina myndi
hann sennilega lenda í sama flokki;
nær sjötugur maðurinn, gráhærður
og reyndur með margar myndir að
baki.“
Fálki sem fíkn
Myndin var fimm ár í tökum og ein
sjö ár í vinnslu ef undirbúnings-
vinnan er talin með. Hún fjallar um
fálka, fálkabúðir og fálkamarkaði.
Fjallað er um fálkara og hvernig
hryðjuverkamenn og alþjóðlegir
glæpamenn hafa sterk ítök í brans-
anum. Það vekur athygli hvernig
orðanotkun þeirra er en þeir tala um
fálkara og bera ástríðuna fyrir fugl-
inum saman við dópfíkn. „Já, þetta er
sambærilegt við dópfíknina,“ segir
Þorkell. „Þetta er meira en ástríða
hjá þessu fólki sem er dýpst sokkið.
Þetta er þráhyggja á versta stigi.
Það er talað um að fálkarar skilji við
konurnar sínar, labbi út frá börn-
unum sínum og úr vinnunni sinni til
að vera með fuglunum. Þeir vilja
vera fuglar. Við notuðum það reynd-
ar ekki í myndinni en það var einn
vísindamaður sem við tókum viðtal
við sem segir að þeir slökkvi á kyn-
orkunni og öll orkan fari í að dást að
fálkunum, þeir verði svona „asex-
ual“. Þetta er fríkaðasti heimur sem
ég hef sogast inn í,“ segir Þorkell.
Mikil þolinmæðisvinna
Aðspurður hvað tók svona langan
tíma segir Örn Marinó að það sé erf-
itt fyrir þá sem ekki þekkja til að
skilja hvað það sé langt ferli og flókið
að fá viðtal við réttu mennina og ná
réttu skotunum af fálkunum. „Þetta
safnast saman,“ segir Örn Marinó.
„Maður þarf að bíða eftir vegabréfs-
áritun í marga mánuði til sumra
landa, að finna réttu viðmælendurna
getur tekið tíma en enn meiri tíma
getur tekið að telja þá á að veita við-
tal. Mikið er fjallað um Bandaríkja-
manninn Alan Howell Parrot og bar-
áttu hans gegn fálkasmygli. Bent er
á hin ólöglegu viðskipti sem fara
fram í þessum heimi og tengsl manna
eins og Osama bin Laden við hann.
En við erum til dæmis með viðtal við
mann sem margoft hefur farið að
veiða með foringja Al Qaida en
Osama bin Laden er forfallinn fálk-
ari. Þannig að eðlilega forðuðust
margir fálkarar okkur. Við höfum
líka í framhaldinu af því að við náðum
að klára myndina fengið margar hót-
anir. Fálkaheiminum í Bandaríkj-
unum er mikið í nöp við myndina.
Þegar við vorum í Kanada fengum
við símhringingu frá manni sem hót-
aði okkur málsókn. En þessi maður
var með einhverjar 45 ákærur á sér
út af smygli á fálkum og slæmri með-
ferð á dýrum.
Maður sér líka í bloggheimunum
þar að þeir eru ekki ánægðir. Parrot
hefur ekki aflað sér mikilla vinsælda
með gagnrýni sinni,“ segir Örn Mar-
inó.
Talað er við þekkta menn einsog
Bob Baer en sá fyrrverandi CIA-
maður er fyrirmyndin að aðalhetj-
unni í myndinni Syriano sem George
Clooney leikur. Baer styður flestallt
sem Parrot hefur að segja um fálka-
heiminn og gagnrýnir harkalega
tengsl Bandaríkjanna við Sameinuðu
arabísku furstadæmin sem að
margra mati eru afskaplega óheil-
brigð.
Að sögn Þorkels varð myndin svo
miklu dýrari en þeir ætluðu að þeir
hafa ekki þorað að telja þetta saman.
Fiðrað fíkniefni
Heimildarmynd um fálkann frumsýnd í dag í Bíó Paradís
Fálkarar verða mjög háðir samvistum við fálka
Bíó Fálkamyndin verður frumsýnd í Bíó Paradís í dag.