Hamar - 17.12.1957, Qupperneq 9

Hamar - 17.12.1957, Qupperneq 9
17. desember 1957 HAMAR 9 — Strákar, eru ekki allir til- búnir? spurði Bjami á Sjónar- hól. ■— Jú, en við verðum að taka „sjúklinginn“ (Ragnar, sem ekki var orðinn alheill eftir inflúenz- una) í leiðinni, svaraði einhver grútsyfjuð rödd. Var síðan ekið á „61“ og Ragnar sóttur, og unarbíl til Jever (10 km leið). Þar var tekið á móti okkur eins og við værum einhverjir „spút- nikkar" frá Rússíá; fjöldi Ijós- mynda teknar, ræður haldnar etc. Um kvöldið var okkur skipt niður á heimili og hótel, og sváfu sumir í hjónarúmum! Gengu menn snemma til hvílu, um vítakast, sem Birgir skoraði úr óverjandi, og létti okkur stór- um. Smá hvíld var hjá okkur, en lékum síðan gegn Emden. I þeim leik fórum við fyrst að kannast við okkur. Hraðinn og leiknin með knöttinn var mun betri en í fyrri leiknum, og sigr- Utanför FH-inga til Þýzkalands eftir Ingvar Hallsteinsson kom hann út vafinn í trefla, og bar sig aumlega. A tæpum 10 mínútum skiluðu þeir Bjarni og Jón okkur inn á flugvöll, en fyrir kl. 8 áttum við að vera mættir í tollskoðun og vegabréfsáritun. Á slaginu 8,30 f. h., laugar- daginn 2. nóv., lögðum við svo af stað upp í háloftin með flug- vélinni Hrímfaxa áleiðis til Oslo sem var fyrsti áfangastaður hennar. Þangað komum við í blíðskaparveðri laust fyrir kl. eitt og var stanzað þar í rúman hálftíma. Til Hafnar komum við svo eftir nokkurra stunda flug og fengu menn sér þar hressingu. Og að lokum, eftir 45 mín. flug frá Höfn, lentum við í Hamborg; en þangað var ferðinni heitið. Fyrirgreiðslumaður okkar, Bubert að nafni, tók á móti okk- ur á flugvellinum, og útvegaði okkur næturgistingu í félags- heimili nokkru til bráðabirgða. Um kvöldið áttum við svo frí, og var það notað til að skoða borgina. Daginn eftir vorum við flutt- ir inn í miðbæinn á hótel „Haus des Sport“ og dvöldum þar fram á þriðjudag. í nágrenninu gafst okkur tækifæri til að æfa okkur á stórum grasvelli, sem er í eigu lögreglunnar í Ham- borg, en þeir eiga eitt bezta liandknattleiksliðið í Þýzka- landi. Um hádegi á þriðjudag fór- um við með lest til Bergedorf, sem er útborg Hamborgar. Var okkur komið fyrir í glæsilegum íþróttaskóla og dvöldum við þar fram á föstudag. Daginn eftir lékum við okk- ar fyrsta leik gegn SuS Berge- dorf. Var keppnin háð í hjalli, sem við fullyrtum að notaður hefði verið sem bílaviðgerðar- verkstæði á stríðsárunum. Gólf- ið var allt úr endatimbri, skít- ugt og fjaðraði ekkert. Leikur- inn var allfjörugur frá upphafi til enda, og sýndu sumir leik- menn mjög góðan leik. Honum lauk svo með óvæntum sigri okkar 19:15. Samsæti var okkur haldið að leikslokum, og skipt- ust keppendur á félagsmerkjum, og nokkrir ágætir brandarar ultu upp úr Sigga Júll. Á föstudag fórum við frá Bergedrof með lest áleiðis til Jever, og tók ferðin 6 tíma. Á járnbrautarstöðinni í Olden- burg tók móttökunefnd á móti okkur, og ók með okkur í áætl- því að daginn eftir áttum við að leika langan leik (2X30 mín.) gegn heimamönnum, MTV Jever. Snemma á laugardagsmorg- uninn skoðuðum við Jeverborg með formanni íþróttafélagsins. Eftir hádegið hvíldumst við og biðum spenntir eftir kvöldinu. Um kvöldið lékum við gegn MHV Jever í „hrossasýningar- höll“ þ. e. a. s. höll, sem hrossa- og hrútasýningar eru haldnar í Gólfið var moldargólf, óslétt og laust, og kom sér nú vel að hafa æft á skólamölinni frægu í Hafnarfirði. Harka var mikil á báða bóga í leiknum, og báru menn glóð- araugu að leikslokum. Endaði leikurinn með sigri okkar 23:15, sem var meira en nokkurn þorði að dreyma um. Jevermenn voru ánægðir með úrslitin, og sögðu okkur vel að sigrinum komnir. Fóru allir snemma í bólið, því að 3 leikir biðu morgundagsins. Á sunnudaginn hélt borgar- stjórinn okkur kaffisamsæti, og var þar skiptst á gjöfum. Bað borgarstjórinn okkur að syngja eitthvert ísl. lag. Stóðu menn upp, laglausir og lagvissir og sungu „Oxar við ána“, sem var orðinn þjóðsöngur íslendinga í blöðunum daginn eftir. Kl. 3 hófst hraðkeppnismót- ið með þátttöku þriggja þýzkra liða og FH. Fyrsti leikur okk- ar var gegn Germania Wilh. Leikmenn GW voru flestir ung- ir, fljótir og skotharðir. Héldum við að við ættum ekki erfitt með þá, en það fór á annan veg. Þrátt fyrir góða byrjun hjá okk- ar mönnum (6:2 í hálfleik) sóttu þeir á jafnt og þétt og náðu að komast einu marki yfir, rétt fyr- ir leikslok. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Við feng- uðum við 16:5. Síðasta leikinn lékum við gegn Jevermönnum aftur. Var hann, eins og sá fyrri, full hart leikinn, glóðaraugu, kjaftshögg, mönnum brugðið o. s. frv., en allt var þetta fyrir- gefið er leiknum lauk. Við sigr- uðurn leikinn með 11:7. Vor- um við þreyttir og þjakaðir eft- ir keppnina, sem hafði staðið í fimm klukkustundir. Um kvöldið var skílnaðarhóf- ið og var skipzt á gjöfum. Mót- tökurnar í Jever voru sérlega góðar, þær beztu í ferðinni. Skipulagning góð, prýðis fólk og síðast en ekki sízt var nóg að borða. En við höfðum fengið fremur lítið að borða í Ham- borg og Bergedrof, brauð og te í alla mata, og var það orðið máltæki hjá þeim svengstu að fara og fá sér að borða eftir matinn! Um hádegið á mánudag lögð- um við af stað frá Jever með lest til Neumúnster, sem var síðasti áfangi ferðarinnar. Ferð- in tók 7 tíma og var þrautleið- inleg, eins og ferðalög með lest- um eru yfirleitt, og gerðu menn sér það til dundurs að naga perur og sjúga sítrónur. I Ham- borg urðum við að skipta um lest og taka innanbæjarjárn- braut til Altona. Mikið gekk á, er við komum stormandi 16 stykki með hálft tonn af far- angri inn í lestina, og var ekki laust við, að Þjóðverjarnir yrðu hálf hissa á fyrirganginum. Frá Altona til Neumúnster var 1/2 tíma ferð með lestinn. Þegar þangað kom urðum við að bíða í rúman klukkutíma á járnbrautarstöðinni, og þótti okkur það fremm: þunnar trakt- eringar. Eftir að fyrirgreiðslumaður- (Framhad á bls. 18) Hinir sigursælu Þýzkalandsfarar FH haustið 1957. FIMLEIKAFÉLAG HAFNARFJARÐAR óskar öllurn félögum sínum og velunnurum gleðilegra jóla og farsæls nýárs með þakklæti fyrír líðandi ár. Sendum öllum Hafnfirðingum innilegustu jóla- og nýársóskir með þökk fyrír samstarfið á líðandi árL Slysavamadeildin Hraunprýði Óskum öllu okkar starfsfólki og viðskiptavinum gleðilegra jóla góðs og farsæls nýárs með þökk fyrír viðskiptin á líðandi ári. Bátafélag Hafnarfjarðar h.f. Bjarg h.f. — Björg h.f. HELLISGERÐI sendir öllum bæjarbúum og öðrum velunnurum sínum beztu jóla- og nýársóskir með innilegustu þakklæti fyrir samstarfið á líðandi ári. Hellisgerði GLEÐILEG JÓL! Farsælt nýárl Álfafell GLEÐILEG JÓL! Farsælt nýár! Steinull h.f. GLEÐILEG JÓL! Farsælt nýár! Þökkum fyrir viðskiptin á líðandi ári. Netagerð Kristins Ó. Karlssonar GLEÐILEG JÓL! Farsælt nýárl Kjötiðjan h.f. GLEÐILEG JÓL! Farsælt nýárl Þökkum fyrir viðskiptin á líðandi ári. Efnalaug Hafnarfjarðar GLEÐILEG JÓL! Farsælt nýár! íshús Reykdals Verksmiðja Reykdals GLEÐILEG JOL! Farsælt nýár! Þökkum fyrir viðskiptin á líðandi ári. Dvergasteinn h.f.

x

Hamar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.