Morgunblaðið - 30.11.2010, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2010
JÓLAPRÝÐI
PÓSTSINS 2010
Jólaprýði er fallegt jólaskraut fyrir heimilið
og tilvalið í jólapakkann.
Sveinbjörg Hallgrímsdóttir myndlistar-
maður á Akureyri er höfundur jólaóróanna
og jólafrímerkjanna 2010.
Jólaóróarnir eru seldir 4
saman í pakka á kr. 3.100
og stakir í pakka á kr. 850.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Nú er tími jólahangiketsins genginn í garð og víða
orðið matarlegt í reykkofum landsins. Nú stendur
yfir reyking á jólahangikjötinu eða henni er nýlokið
eins og í reykkofanum á Húsum í Fljótsdal, kof-
anum sem Hákon heitinn Aðalsteinsson byggði upp
þar.
Nú í haust hefur Hallgrímur Þórhallsson, bóndi á
Brekku, reykt kjöt í kofanum eins og undanfarin
haust og haldið uppi merki Hákonar og minningu
hans að þessu leyti.
Hinn ungi Guðjón Ernir Hrafnkelsson tók út verk-
ið og rannsakaði gæði reykingarinnar. Hvað sem
öllum heimspekilegum hugleiðingum leið bragðaðist
kjötið bærilega þegar menn fengu sér flís til prufu.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Matarlegt umhorfs í reykkofunum
Tími jólahangiketsins genginn í garð
FRÉTTASKÝRING
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Fimm ráðherrar ríkisstjórnarinnar
hittu fulltrúa stjórnarandstöðunnar á
fundi í stjórnarráðinu laust fyrir há-
degi í gær. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins var boðað til fundar-
ins til þess að kynna aðgerðaáætlun
ríkisstjórnarinnar vegna skulda-
vanda heimilanna, en samkvæmt
sömu heimildum var lítið um kynn-
ingu, þar sem áætlunin er engan veg-
inn útfærð eða tilbúin til kynningar.
Af samtölum við þingmenn í gær
virðist ljóst að ríkisstjórnin hefur ekki
náð neinni niðurstöðu á fundum sín-
um með fjármálastofnunum og lífeyr-
issjóðum.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra kynnti þau áform sem rík-
isstjórnin hefur á prjónunum í sam-
bandi við aðgerðir vegna skulda
heimilanna. Forsætisráðherra mun
hafa beðið fulltrúa stjórnarandstöð-
unnar á fundinum að bíða með að
kynna hugmyndir ríkisstjórnarinnar í
þingflokkum sínum.
„Það er einkennilegt að forsætis-
ráðherra skuli biðja okkur um að sýna
trúnað um það sem ekkert er,“ sagði
þingmaður í samtali við Morgunblað-
ið í gær.
„Samkomulag er ekki í höfn við
bankana og því er ekki frá neinu að
greina og því ekki um nokkuð að
þegja,“ sagði annar þingmaður.
Ráðaleysi ræður för
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar
benda á að ríkisstjórnin beini augum
sínum enn að einni þeirra leiða sem
rýnihópur ríkisstjórnarinnar benti á
fyrir hálfum öðrum mánuði, að veð-
setning íbúðarhúsnæðis verði hækk-
uð í 110% af markaðsvirði. Lífeyris-
sjóðirnir hafi tekið afar treglega í
slíka málaleitan, Íbúðalánasjóður hafi
ekki burði til þess að samþykkja slíkt
og bankarnir hafi ekki lýst sig sam-
þykka því að taka á sig aukinn kostn-
að vegna slíkra aðgerða, sem taldar
eru myndu kosta nálægt 90 milljörð-
um króna.
„Þetta er enn eitt vandræðamálið
fyrir ríkisstjórnina, nú í kjölfar þess-
arar hroðalegu niðurstöðu fyrir hana í
stjórnlagaþingskosningunum. Hún er
búin að taka hátt í tvo mánuði í að búa
til tillögur til þess að kynna í þessum
efnum og hún stendur nú uppi algjör-
lega ráðalaus,“ segir einn þingmaður
stjórnarandstöðunnar.
Engar útfærðar
tillögur kynntar
Stjórnarandstaðan segir ríkisstjórnina algerlega ráðalausa
Morgunblaðið/Júlíus
Viðbrögð Í kjölfar mikilla mótmæla á Austurvelli 4. október kom rík-
isstjórnin á fót rýnihópi til að kanna lausnir á skuldavanda heimilanna.
Byrjað eftir mótmæli
» Rýnihópi stjórnvalda var
komið á fljótlega eftir mót-
mælin á Austurvelli hinn 4.
október sl.
» Frá því það var hefur nið-
urstöðu verið lofað „um eða
eftir helgi“, „á allra næstu
dögum“ eða „í dag eða á
morgun“.
» Margir eru orðnir langeygir
eftir raunverulegum úrlausn-
um stjórnvalda sem komi til
móts við skuldsett heimili
þessa lands.
Nýtt frumvarp um breytingar á Stjórnarráði Íslands, sem
lagt var fram í gær, felur í sér breytingu á 259 lögum, en
breyta þarf nöfnum á ráðuneytum í öllum þessum lögum.
Alls staðar þar sem orðið samgönguráðuneyti kemur fyr-
ir í lögum þarf að breyta í orðið innanríkisráðuneyti
o.s.frv.
Þetta frumvarp er svokallaður bandormur og hefð-
bundið er í slíkri lagagerð að skipta frumvörpum niður í
kafla þannig að sérhverjum lögum sem þarf að breyta er
stillt upp í einn kafla og fær hver kafli rómverska tölu.
Frumvarpið er því samtals CCLX kaflar, en í síðasta kafl-
anum er fjallað um gildistöku laganna. egol@mbl.is
Lagafrumvarp með CCLX köflum
Ólafur Þórð-
arson tónlist-
armaður, sem
varð fyrir lík-
amsárás 14. nóv-
ember sl., er ekki
lengur í lífs-
hættu. Hann er
kominn úr gjör-
gæslu, en að öðru
leyti er líðan
hans óbreytt. Að sögn aðstandenda
Ólafs er hann ekki kominn til með-
vitundar og er bati hans hægur.
egol@mbl.is
Ólafur Þórðarson
er kominn af
gjörgæsludeild
Ólafur Þórðarson
Kyrrstæðir og mannlausir bílar á
bílastæði við Laugardalsvöll runnu
af stað og lentu á öðrum bílum með
tilheyrandi tjóni í gær. Samkvæmt
upplýsingum frá lögreglu virtist að
í rigningunni sem var í Reykjavík
hafi væta sem rann undir dekk
bílanna orðið til þess að þeir runnu
af stað.
Töluvert var um slys á gangandi
vegfarendum á höfuðborgarsvæð-
inu í gær sem rekja má til hálku og
erfiðra aðstæðna vegna ísingar.
Mikið álag var því á sjúkraflutn-
ingamenn og slysadeild.
Mannlausir bílar af
stað í hálkunni
Frá árinu 1978 hafa tólf flugslys
orðið hér á landi þegar flugvélum
eða þyrlum var flogið á rafmagns-
eða símalínur. Þar af voru þrjú
banaslys. Eitt árið 1979 í Borg-
arfirði, annað árið 1990 í Ásbyrgi
og það þriðja varð í Vopnafirði á
síðasta ári. Í þessum slysum létust
fjórir menn.
Þetta kemur fram í lokaskýrslu
Rannsóknarnefndar flugslysa um
slysið í Selárdal í Vopnafirði, sem
varð í júlí í fyrra. Þar lét farþegi í
flugvélinni lífið og flugmaðurinn
slasaðist alvarlega.
Niðurstaða rannsóknarnefnd-
arinnar er að orsök slyssins sé sú
að flugvélinni var flogið undir lág-
marksflughæð og að flugmaðurinn
hafi ekki séð rafmagnslínu sem var
strengd yfir Selá þvert á flug-
stefnu vélarinnar. Flugvélinni var
flogið á rafmagnslínuna með þeim
afleiðingum að flugvélin brotlenti.
Í skýrslunni kemur fram að raf-
magnslínan var í um 12,5 metra
hæð. Óvenjulega langt var milli
rafmagnsstaura þar sem línan lá
eða 378 metrar, en meðallengd
milli staura hjá RARIK er 100
metrar. Rafmagnslínan slitnaði
þegar flugvélin flaug á línuna.
Vængur För eftir línuna sjást vel á
væng flugvélarinnar sem fórst.
12 sinnum
flogið á raf-
magnslínur
Flugmaður flaug of
lágt við Vopnafjörð
Gengið var frá kröfugerð Starfs-
greinasambandsins vegna komandi
kjaraviðræðna í gær og skv. heim-
ildum Morgunblaðsins ætlar SGS
að krefjast umtalsverðrar hækk-
unar lágmarkslauna. Lægsti taxti
núna er rúmar 157 þús. kr en kraf-
ist verður að lægstu laun hækki
talsvert umfram 200 þúsund kr.
Flestir kjarasamningar á vinnu-
markaði renna út í dag. Auk end-
urnýjunar samninga á almenna
vinnumarkaðnum þarf að ganga til
samninga við ríki og sveitarfélög.
Lágmarkslaun verði
vel yfir 200 þúsund