Morgunblaðið - 30.11.2010, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2010
ódýrt og gott
Grillaður kjúklingur og
Pepsi eða Pepsi Max, 2 l
998kr.pk.
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Nýja Hvítárbrúin við Bræðratungu
verður opnuð fyrir almenna umferð
á morgun, en verkinu á að vera að
fullu lokið 15. júní á næsta ári.
Brúin tengir saman Biskups-
tungur og Hrunamannahrepp og
með henni styttist vegurinn milli
Flúða og Reykholts um 14,5 km,
hvort sem farið er um Skeið eða
Brúarhlöð, verður 20,2 km um
Skeið og 24,5 km um Brúarhlöð.
Kristján Kristjánsson, for-
stöðumaður veghönnunardeildar
Vegagerðarinnar, áætlar að 500 til
700 bílar fari um veginn á sólar-
hring og vísar til þess að umferð
verði til vegna styttingarinnar, fólk
fari meira en það hefði ella gert.
Steinn Leó Sveinsson, verkefn-
isstjóri hjá Ræktunarsambandi
Skeiða og Flóa, sem sér um verkið,
segir að með þessu opnist í raun
hringur sem komi ferðaþjónustunni
til góða. „Þetta verður bylting,“
segir hann.
Vegurinn frá Flúðum að Bisk-
upstungnabraut rétt ofan við Reyk-
holt er um 8 km. Framkvæmdir hóf-
ust í júní 2009 og er verkið á
áætlun. Steinn Leó segir að nú sé
verið að bíða eftir sigi áður en geng-
ið verði frá yfirborði vegarins. Hann
verði klæddur endanlegu slitlagi í
vor en verði bara grúsarvegur í vet-
ur.
Ræktunarsambandið hefur ver-
ið með 10 til 20 manns í vinnu við
verkið allan tímann.Undirverktak-
inn JÁ verk hefur verið með 40 til
50 manns þegar mest hefur verið í
brúarsmíðinni. Nú er Rækt-
unarsambandið með um 15 manns á
svæðinu og segist Steinn Leó von-
ast til þess að geta haldið áfram
með um 10 manna gengi í ýmsum
frágangi fram yfir áramótin.
Vegurinn styttist
um 14,5 km
Ekið um nýja Hvítárbrú á morgun
Morgunblaðið/RAX
Mannvirki Nýja brúin er 270 metra
löng og bætir mikið samgöngur.
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
„Það er mjög mikil þátttaka, við
erum búin að tala við fullt af fólki
og það vilja allir koma og hjálpa
til,“ segir Lísa Rut Brynj-
arsdóttir, formaður nemendaráðs
Borgarskóla og einn skipuleggj-
enda góðgerðarviku unglinga í
Grafarvogi.
Góðgerðarvikan hófst í gær, en
hún er samvinnuverkefni fé-
lagsmiðstöðva allra grunnskóla í
Grafarvogi. Krakkarnir komu sér
saman um að í ár skyldi allur
ágóði sem safnast í vikunni renna
til Fjölskylduhjálpar Íslands,
Krabbameinsfélagsins og Barna-
spítala Hringsins. Lísa segir að
talsverð vinna liggi að baki
skipulagningunni.
„Þetta er búið að taka
svolítinn tíma, við hitt-
umst fyrst fyrir um
tveimur mánuðum og
erum búin að funda í
hverri viku síðan. En
það er mjög skemmti-
legt að prófa eitthvað
nýtt.“ Nemendur eru nú
margir í þann mund að byrja í
jólaprófum en Lísa segir að engu
að síður vilji flestir gefa sér tíma
til að leggja sitt af mörkum. Mikil
stemning hafi skapast í kringum
góðgerðarvikuna í Grafarvogi.
Umræðan oft neikvæð
„Það truflar kannski aðeins hjá
sumum, en samt ætla flestir að
reyna að komast allavega á ein-
hverja viðburði. Það eru allir
mjög jákvæðir í sambandi við
þetta. Við vonumst líka til þess að
sýna með þessu að það sé ým-
islegt sem við getum gert, því það
er svo oft neikvæð umfjöllun um
unglinga og að við getum ekki
hjálpað til við neitt.“ Þetta er
fimmta árið í röð sem góðgerð-
arvika er haldin með þessu sniði í
Grafarvogi og Lísa segir að hefð-
in sé komin til að vera. „Þetta
verður alveg til framtíðar held
ég.“
Taka höndum saman
í söfnun til góðgerðar
Unglingar í Grafarvogi blása til góðgerðarviku í fimmta
sinn Safna styrktarfé, notuðum fötum og leikföngum
Dagskrá góðgerðarvikunnar er afar fjölbreytt. Má þar
nefna tónleika í félagsmiðstöðinni Græðgyn í kvöld og
jólamarkað í Hlöðunni á fimmtudaginn, þar sem
seldur verður afrakstur vinnu barna og unglinga,
s.s. jólakort og handunninn brjóstsykur.
Lokapunktur vikunnar verður góðgerðarball í
Sigyn á föstudag. Alla vikuna eru svo opin þrjú
styrktarsímanúmer, en með því að hringja í 908-
5005 má styrkja söfnunina um 500 kr., í síma 908-
5010 um 1.000 kr og í síma 908-5030 um 3.000 kr.
Ágóðanum verður skipt jafnt milli hjálparstofnana.
FJÖLBREYTT DAGSKRÁ ALLA VIKUNA
Safnað í gegnum styrktarsíma
Söfnun Góðgerðarvikan hófst í gær þegar tekið var á móti notuðum fötum og leikföngum í öllum félagsmiðstöðv-
unum. Ætlunin er að gefa hlutum sem ekki eru í notkun lengur nýtt líf með því að gefa þá Fjölskylduhjálp Íslands.
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
„Þó að það sé ekki endilega æskilegt
að breyta lögum í miðjum klíðum
sýnist mér að þetta séu lítilvægar
breytingar, og þær eru tvímælalaust
sakborningi í hag,“ segir Sigurður
Líndal, lagaprófessor, um frumvarp
til laga um breytingu á lögum um
landsdóm sem nýverið var lagt fyrir
Alþingi. Gagnrýnt hefur verið að
frumvarpið skuli hafa verið lagt fram
eftir að þingið hafði samþykkt þings-
ályktunartillögu þess efnis að höfða
skyldi mál gegn Geir H. Haarde,
fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir
landsdómi. Séu breytingar gerðar á
málsmeðferð eftir að mál hefur verið
höfðað skulu þær
breytingar ekki
vera sakborningi
í óhag, segir Sig-
urður. Því sé hins
vegar ekki til að
dreifa í þessu til-
felli.
Dómarar ljúki
málsmeðferð
Á meðal þess
sem frumvarpið kveður á um er það
að kjörnir fulltrúar í landsdómi ljúki
þeim málum sem þeir hefji, en lík-
legt er að máli Geirs verði ekki lokið
þegar núverandi kjörtímabili lýkur á
næsta ári. Jafnframt er kveðið á um
að forseti landsdóms taki fullnaðar-
ákvörðun um hæfi dómenda, og að
ekki þurfi að kveða til alla dómara til
að úrskurða um rannsóknaraðgerð-
ir, og aðra þætti sem ekki ráða
„beinum úrslitum,“ segir Sigurður.
Ennfremur er kveðið á um það að
skýrslur ákærðu og vitna skuli hljóð-
ritaðar, en líklegt má telja að það
hefði verið gert hvort sem er.
Í anda Mannréttindasáttmála
„Mér sýnist að þetta sé allt til þess
að liðka fyrir málsmeðferðinni og
gera hana fljótvirkari, og öruggari
að vissu leyti,“ segir hann. Þetta sé í
fullu samræmi við Mannréttinda-
sáttmála Evrópu, en í 6. grein hans
er kveðið á um að sá sem borinn er
sökum eigi rétt á að fá úrlausn sinna
mála innan hæfilegs tíma.
Í lögum um landsdóm segir að, sé
„ei mælt á annan veg“ skuli beita
ákvæðum laga um meðferð saka-
mála við málsmeðferð fyrir lands-
dómi. Sé þessi grein túlkuð bókstaf-
lega þýðir það að landsdómslögin
gangi framar lögum um meðferð
sakamála, segir Sigurður, en hann
segist telja að „maður myndi túlka
þetta rúmt og segja sem svo að mað-
ur veitti lögunum um meðferð saka-
mála nokkuð öruggan sess í með-
ferðinni“. Lögin um meðferð
sakamála séu frá 2008, og því í sam-
ræmi við Mannréttindasáttmála
Evrópu. Beiting þessara laga væri í
anda breyttra viðhorfa til mannrétt-
inda að mati Sigurðar.
Breytingarnar sakborningi í hag
Segir ekki ástæðu til að gera athugasemdir við breytingar á lögum um landsdóm eftir málshöfðun
Liðkað er fyrir málsmeðferð, sem sé sakborningi í hag og í anda Mannréttindasáttmála Evrópu
Mannréttindi
» Í Mannréttindasáttmála Evr-
ópu, sem Ísland er aðili að, er
kveðið á um rétt allra til rétt-
látrar málsmeðferðar:
» „Þegar kveða skal á um rétt-
indi og skyldur manns að
einkamálarétti eða um sök,
sem hann er borinn um refsi-
vert brot, skal hann eiga rétt til
réttlátrar og opinberrar máls-
meðferðar innan hæfilegs tíma
fyrir sjálfstæðum og óvilhöll-
um dómstóli.“
Sigurður
Líndal