Morgunblaðið - 30.11.2010, Page 8

Morgunblaðið - 30.11.2010, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2010 • SÍA • 102996 Upplýsingar um umsóknar− ferli og eyðublöð eru á www.landsvirkjun.is. Styrkir til náms og rannsókna í umhverfis− og orkumálum Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar auglýsir eftir umsóknum um náms− og verkefnastyrki: Styrkir til nemenda í meistara− eða doktorsnámi Styrkir til efnilegra nemenda sem áforma eða stunda meistara− eða doktorsnám á sviði umhverfis− eða orkumála. Styrkir til rannsókna á sviði umhverfis− og orkumála Almenn rannsóknarverkefni á sviði umhverfis og orkumála. Fyrirspurnir má senda á netfangið orkurannsoknasjodur@lv.is. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Umsóknarfrestur er til 10. janúar 2011. Markmið sjóðsins er að veita styrki til námsmanna, rannsóknarverkefna á vegum háskóla, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga. Styrkveitingar sjóðsins miða að því að gera fjárframlög Lands− virkjunar til rannsókna skilvirkari og sýnilegri, og tryggja að þær rannsóknir sem sjóðurinn styrkir samrýmist umhverfisstefnu Landsvirkjunar. Eitt af markmiðum Landsvirkjunar er að styðja við rannsóknir, nýsköpun og tækniþróun. Núverandi ríkisstjórnarflokkarhófu sín fyrstu skref á haturs- herferð gegn andstæðingum sínum og jafnvel ímynduðum óvinum. Markmiðið var augljóst. Það skyldi tryggja að ábyrgðinni af banka- hruninu yrði klínt svo kirfilega á þá, að henni yrði aldrei þaðan náð, hvað svo sem sannleikanum og staðreyndunum sýndist. Þess vegna mátti ekki bíða eftir að Rannsókn- arnefnd Alþingis lyki sínum störfum. Ófræging- arherferð ríkisstjórnarflokkanna og aðgerðir sem á henni byggðust hófust á fyrsta degi, og er þá talað í bókstaflegri merkingu. Nokkur ár- angur náðist, en sannleikurinn er seigari en rógberarnir héldu. Hann fer sér hægt en hann kemst furðu langt að lokum.    Eftir því sem ógöngur rík-isstjórnarinnar hafa aukist hefur verið reynt að dreifa athygl- inni frá getuleysi hennar og skað- semi. „Þjóðfundur“ var haldinn á einum dagsparti og kostaði hundr- að milljónir. Nú vita menn að þar fór ekki fram neinn fundur, heldur spjall á hundrað tíu manna fundum sem „umsjónarmenn“ komu síðan í fyrirfram ákveðnar niðurstöður. Afskræming lýðræðis.    Næst var reynt að sannfæramenn um að Stjórnarskráin hefði gert eitthvað af sér en ekki þeir sem rændu bankana innan frá. Kjósa skyldi stjórnlagaþing. Sagt var að einfalt væri að kjósa ef kjós- andinn lærði heima. En fullyrða má að örfáir vissu í raun hvernig at- kvæðagreiðslukerfið virkaði. Kannski bara tveir og þeir fóru báðir í framboð. Þetta varð flopp og hundruð milljóna til viðbótar í súg- inn.    Ruglinu verður þó haldið áframmeð enn meiri eyðslu. Jóhanna Sigurðardóttir Klúður STAKSTEINAR Veður víða um heim 29.11., kl. 18.00 Reykjavík 4 rigning Bolungarvík 5 súld Akureyri 3 léttskýjað Egilsstaðir -3 skýjað Kirkjubæjarkl. -2 alskýjað Nuuk 6 skúrir Þórshöfn 2 skúrir Ósló -10 heiðskírt Kaupmannahöfn -2 skafrenningur Stokkhólmur -7 skýjað Helsinki -15 heiðskírt Lúxemborg -2 snjókoma Brussel -2 snjóél Dublin 0 léttskýjað Glasgow 0 skýjað London 1 léttskýjað París 0 skýjað Amsterdam -1 snjókoma Hamborg 0 skýjað Berlín -1 skýjað Vín 1 skýjað Moskva -15 léttskýjað Algarve 12 skýjað Madríd 0 snjókoma Barcelona 7 léttskýjað Mallorca 8 skúrir Róm 11 skýjað Aþena 20 skýjað Winnipeg -7 snjókoma Montreal 3 léttskýjað New York 7 heiðskírt Chicago 6 skýjað Orlando 23 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 30. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:43 15:51 ÍSAFJÖRÐUR 11:18 15:26 SIGLUFJÖRÐUR 11:02 15:08 DJÚPIVOGUR 10:20 15:13 Rétt um 8 millj- ónir króna söfn- uðust þegar fermingarbörn um land allt gengu í hús í byrjun nóvember sl. með bauk Hjálparstarfs kirkjunnar. Undanfari þess var fræðsla sem rúmlega 3.000 ferm- ingarbörnin fengu um aðstæður í fá- tækum löndum Afríku, sérstaklega um skort á hreinu vatni. Féð sem þau söfnuðu rennur til vatnsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu, Malaví og Úganda. Söfnuðu fyrir vatni KRAFTUR – stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og Minningarsjóður Kristjáns Eldjárn gítarleikara fengu úthlutaðan styrk að upphæð 200.000 krónur. Styrkurinn var veittur af svokallaðri endur- fundanefnd úr Menntaskólanum við Hamrahlíð sem stóð fyrir samkomu nemenda sem útskrifuðust frá MH á árunum 1986-1990. Í bréfi nefndar- innar sem lesið var upp við afhendingu segir að ákveðið hafi verið að nota afganginn af aðgangseyrinum til að þakka fyrir sig og minnast látins skólafélaga, en Kristján Eldjárn lést einmitt úr krabbameini í apríl 2002. Minningarsjóður Kristjáns Eldjárns og Kraftur stuðningsfélag fá fjárstyrk Hringurinn, kvenfélag, gaf Vöku- deild Barnaspítala Hringsins ný- lega rúmar 37 milljónir til tækja- kaupa. Fjármununum var varið til kaupa á öndunarvélum, vöggum, hitaborðum, súrefnismett- unarmælum og myndavél til að taka myndir af augnbotnum fyrir- bura. „Félagið hefur í gegnum tíðina stutt ötullega við starfsemi Barnaspít- alans og með þessari gjöf sýna Hringskonur enn á ný hversu mikilvægt starf þeirra er fyrir velferð sjúkra barna hér á landi,“ segir í tilkynningu. Hringurinn styrkir Barnaspítalann Matvælastofnun heldur fræðslu- fund um transfitusýrur í dag, þriðjudag, kl. 15-16 í umdæm- isskrifstofu Matvælastofnunar í Reykjavík að Stórhöfða 23. Á fundinum verður m.a. fjallað um áhrif transfitusýra á lýð- heilsu, greiningu transfitusýra í íslenskum matvælum og vænt- anlega reglugerð um takmörk- un á magni transfitusýra í mat- vörum hérlendis. Aðgangur er ókeypis og öll- um opinn. Hægt verður að fylgj- ast með fundinum í beinni út- sendingu á vef Matvælastofnunar. Þar verður einnig birt upptaka að fund- inum loknum. Transfitusýrur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.