Morgunblaðið - 30.11.2010, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2010
BETRI BUXUR!
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
www.rita.is
SVARTAR • 3 SÍDDIR
STR. 36-52
CELLULAR CREAM PLATINUM RARE
the power of pure platinum
Vertu velkomin að kynnast
þessari heimsnýjung
frá la prairie
í Hygeu Smáralind
á morgun miðvikudaginn
1. desember kl. 13-17
Bjóðum 10%
kynningarafslátt
og kaupauka Kringlan, sími 533 4533Smáralind, sími 554 3960
FRÉTTASKÝRING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga
um breytingu á ákvæði almennra
hegningarlaga um nauðgun. Ragn-
heiður Bragadóttir, prófessor við
lagadeild Háskóla Íslands og formað-
ur Norræna sakfræðiráðsins, segir að
sér virðist að tillagan byggist á mis-
skilningi, rangt sé farið með stað-
reyndir og breytingin sé ótímabær,
auk þess sem ástæða sé til að hugsa
meira um forvarnir en refsingar. Hún
vísar til þess að viðamiklar breytingar
hafi verið gerðar á kynferðisbrota-
kaflanum 2007 og fyrir liggi að frá
1992 til 2009 hafi dómum fjölgað og
refsingar þyngst.
Samkvæmt frumvarpinu er lagt til
að 1. mgr. 194. gr. hegningarlaganna
verði breytt og verði eftirfarandi:
„Hver sem gerist sekur um nauðgun
skal sæta fangelsi ekki skemur en 2 ár
og allt að 16 ár-
um“. Í gildandi
lögum er refsivist-
in frá einu ári, auk
þess sem útlistað
er hvað átt sé við
með nauðgun.
„Hver sem hefur
samræði eða önn-
ur kynferðismök
við mann með því
að beita ofbeldi,
hótunum eða annars konar ólögmætri
nauðung gerist sekur um nauðgun og
skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár
og allt að 16 árum. Til ofbeldis telst
svipting sjálfræðis með innilokun,
lyfjum eða öðrum sambærilegum
hætti.“
Ragnheiður bendir á að með breyt-
ingunni sé verknaðarlýsingin afnum-
in og gengið út frá því að nauðgun sé
hugtak sem sé þekkt og skilgreint. Þá
sé lágmarksrefsingin hækkuð. Breyt-
ingunum sem voru gerðar á kaflanum
um kynferðisafbrot 2007 fylgdi viða-
mikil greinargerð. Ragnhildur segir
að þá hafi verið farið í allsherjar end-
urskoðun á kaflanum, ákvæðin endur-
skoðuð, þau löguð að nútímahug-
myndum og nauðgunarhugtakið
rýmkað mjög frá því sem áður var.
„Þá var markmiðið að bæta réttar-
stöðu kvenna og barna þegar kemur
að kynferðislegu ofbeldi og reynt að
tryggja það með löggjöf eins og hægt
er að sjálfsákvörðunarréttur fólks í
kynlífi séu virtur og njóti verndar,“
segir Ragnheiður.
Skref til baka
Ákvæðið um nauðgun í fyrirliggj-
andi frumvarpi er alltof óljóst að mati
Ragnhildar. Hún bendir á að fyrir
2007 hafi ekki verið um að ræða
nauðgun nema beitt hafi verið ofbeldi
eða hótun um ofbeldi við brotið. Því
hafi verið breytt 2007 þannig að kyn-
ferðismök án samþykkis séu refsi-
verð. „Mín skoðun er sú að það verði
að lýsa því í hverju þau séu fólgin,“
segir hún. Ragnheiður bætir við að
verði frumvarpið samþykkt eins og
það liggi fyrir sé mikil hætta á því að
ákærendur og dómarar túlki nauðg-
unarhugtakið eins og gert var í ára-
tugi – að það þurfi að vera ofbeldi eða
hótun um ofbeldi. „Það væri þá skref
afturábak.“
Að sögn Ragnhildar misskilja höf-
undar frumvarpsins málið. „Þeir
halda því fram að samkvæmt núgild-
andi lögum þurfi að vera ofbeldi og
líkamlegir áverkar en það er alrangt.
Það kemur fram í greinargerð með
núgildandi lögum að svo er alls ekki.“
Hækkun refsilágmarksins fellur
ekki að hugmyndum Ragnhildar.
Hún telur nauðsynlegt fyrir dómend-
ur að hafa ákveðið svigrúm vegna
þess að upp geta komið mál þar sem
ekki sé ástæða til þess að dæma eins
þunga refsingu og tvö ár eru, t.d. þeg-
ar gerandi og þolandi eru unglingar á
svipuðum aldri.
Ragnheiður segir að breytingarnar
2007 hafi verið til mikilla bóta. Mis-
beiting við þroskahamlaða, sofandi og
ölvaða teljist nú til nauðgunar. Eins
hafi verið sett inn í lögin atriði sem
verka til þyngingar á refsingu eins og
t.d. ef þolandi er barn yngra en 18 ára,
beitt er stórfelldu ofbeldi eða um
ítrekunaráhrif er að ræða. Refsimörk
fyrir kynmök við barn yngra en 15 ára
hafi verið þyngd og séu þau sömu og
fyrir nauðgun.
Fleiri dómar
og harðari
refsingar
Tillaga fyrir Alþingi um breytingu á
ákvæði almennra hegningarlaga um
nauðgun byggist á misskilningi
Staðreyndir og efi
» Algengustu refsingar fyrir
nauðgun voru eins til tveggja
ára fangelsi 1992-2002,
tveggja til þriggja ára fangelsi
2003-2006 og þriggja til fimm
ára fangelsi 2007-2009.
» Ragnheiður telur hæpið að
ákvæðið í frumvarpinu full-
nægi skilyrðum Mannréttinda-
dómstólsins um skýrleika
refsiheimilda.
1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009
Nauðgun (ofbeldi og hótun um ofbeldi)
Nauðgun (þroskahömlun, svefn og ölvun)
Kynferðisbrot gegn börnum
18
16
14
12
10
8
6
4
2
0
2
3 3
4
2
1
3
1 1 1
4
2
3 3
6 6
3
3
1 1
2
1
2
2
2
5
1
1
3
3
7
1
1
5
4
3
3 2
1
1
3
9
7
9
4
4
4
3
13
5 5
9
10
4
5 5
6
2
4
12
16
12
8
10
13
16
17
Refsingar fyrir kynferðisbrot 1992-2009
Ragnheiður
Bragadóttir
Gunnar Þorsteinsson hefur ákveðið
að stíga tímabundið til hliðar sem
forstöðumaður trúfélagsins Kross-
ins. Gunnar birti á heimasíðu fé-
lagsins stutta fréttatilkynningu í
fyrrakvöld þess efnis, en hann hef-
ur verið ásakaður um kynferðis-
afbrot gegn konum í söfnuðinum. Á
samkomu Krossins í gær lýstu börn
Gunnars og tengdabörn yfir stuðn-
ingi við hann. Alls hafa nú fimm
konur sakað hann um brot.
Liðlega 600 manns eru félagar í
Krossinum sem var stofnaður fyrir
rúmum þrem áratugum og er al-
gerlega sjálfstæður söfnuður. Dótt-
ir Gunnars, Sigurbjörg Gunn-
arsdóttir, er
framkvæmda-
stjóri safnaðar-
ins og segist
verða málsvari
hans þar til ann-
að verði ákveðið.
Hún segir að um
skipulega rógs-
herferð sé að
ræða gegn Gunn-
ari. Tillögur að
næstu skrefum verði lagðar fram á
safnaðarfundi á næstu dögum en
ljóst sé að Gunnar muni leita réttar
síns fyrir dómstólum enda sé „vegið
að mannorði hans“. kjon@mbl.is
Segir „rógsherferð“ í gangi en Gunnar
muni leita réttar síns fyrir dómstólum
Gunnar
Þorsteinsson
Líðan Helgu Sigríðar Sigurð-
ardóttur, 12 ára stúlku frá Akur-
eyri, er nú stöðug en hún veiktist
alvarlega á
hjarta sl. mið-
vikudag og
gekkst síðar und-
ir aðgerð á
sjúkrahúsi í
Gautaborg.
Foreldrar
stúlkunnar eru
með henni í
Gautaborg en
þar var blóðflæði
tengt fram hjá hjartanu. Amma
Helgu, Herdís Júlíusdóttir, er
hjúkrunarfræðingur, hún segir allt
ganga eins og vonir hafi staðið til. Í
raun fái Helgu sömu meðferð og
hún hlaut á Landspítalanum áður
en farið var með hana út.
„Það er enn verið að veita henni
þá meðferð og verið að bíða og sjá
til með áframhaldið,“ sagði Herdís.
„Hún fékk hjartaáfall með tilheyr-
andi hjartadrepi en þó að það virð-
ist vera stórt getur það gengið til
baka.“ Hún segir meðferðina ganga
út á að hvíla bæði hjarta og lungu
svo að þau fái færi á að jafna sig að
einhverju leyti.
Líðan Helgu Sigríðar
stöðug á sjúkrahús-
inu í Gautaborg
Helga Sigríður
Sigurðardóttir