Morgunblaðið - 30.11.2010, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2010
ÚR BÆJARLÍFINU
Jónas Erlendsson
Fagridalur
Kötlusetur var stofnað núna ný-
verið í Vík í Mýrdal en með því ræt-
ist draumur Mýrdælinga um þekk-
ingarsetur í Vík. Mýrdalshreppur
leggur til húseignirnar á Víkurbraut
17 og 21, Skaftfellingsbúð og Hall-
dórsbúð, og Menningarfélagið
Brydebúð leggur til húseignina á
Víkurbraut 28. Háskólafélag Suður-
lands er einnig aðili að setrinu.
Kötlusetur nýtur þannig góðs af
þeirri vinnu sem Menningarfélagið
um Brydebúð hefur lagt í að endur-
byggja gamla kaupfélagshúsið
Brydebúð og sýningarhaldi sem þar
er, og framtaki listakonunnar Sig-
rúnar Jónsdóttur sem beitti sér fyrir
að skipið Skaftfellingur var flutt til
Víkur og komið fyrir í Skaftfell-
ingabúð. Sama dag var einnig stofn-
fundur Geopark (jarðvangur) en
Geopark-verkefnið er sprottið úr
fyrsta átaksverkefni Háskólafélags
Suðurlands, Net þekkingar frá
Markarfljóti að Skeiðará. Verkefnið
er styrkt af Atvinnuþróunarfélagi
Suðurlands auk sveitarfélaganna
Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps
og Skaftárhrepps. Átaksverkefninu
lauk í árslok 2009 en síðan hafa
sveitarfélögin haldið áfram undir
stjórn Ragnhildar Sveinbjörns-
dóttur ferðamálafræðings. Stefnt er
að því að jarðvangurinn sæki um að-
ild að evrópsku samstarfsneti og
vinnur Lovísa Ásbjörnsdóttir jarð-
fræðingur að gerð jarðfræðiskýrslu
um svæðið sem verður veigamikill
hluti af umsókninni. Stofnaðilar
jarðvangsins eru auk áðurnefndra
þriggja sveitarfélaga Háskólafélag
Suðurlands, Kirkjubæjarstofa,
Kötlusetur, stofnun fræðasetra Há-
skóla Íslands. Síðan er gert ráð fyrir
að ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu
gerist félagsaðilar að stofnuninni.
Jólin nálgast með tilheyrandi
aðventusamkomum og var ein slík
haldin í Víkurkirkju um síðustu
helgi enda fyrsti sunnudagur í að-
ventu. Samkór Mýrdælinga og Kór
Víkurskóla sungu ásamt Halldóri
Unnari Ómarssyni sem söng ein-
söng. Síðan var farið og ljósin kveikt
á jólatrénu sem mun lýsa fram yfir
jól.
Á sveitabæjunum í Mýrdaln-
um er svo farið að nálgast fengitíma
og bændur lesa hrútaskrána sem
gefin er út af bændasamtökunum á
hverju ári, og reyna að finna út
hvaða hrúta er heppilegast að sæða
ærnar með, en hver hrútur hefur
ýmsa eiginleika sem hægt er að lesa
um, t.d. hvort þeir gefa vel gerð
lömb, fitulítil eða hvort ærnar undan
þeim eru frjósamar og hvort þær
mjólka vel. Allt eru þetta eiginleikar
sem skipta máli fyrir afkomu sauð-
fjárbænda.
Kosningaþátttaka til stjórn-
lagaþings í Suðurkjördæmi var
minnst á landinu eða 29,2% en
meðaltalið á landinu var 35,97% eftir
því sem kemur fram í tilkynningu
frá landskjörstjórn.
Kötlusetur stofnað
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Þekkingarsetur Fjölmenni var þegar Kötlusetur var stofnað.
Fáskrúðsfjörður | Síldarvinnsla
hófst hjá Loðnuvinnslunni á Fá-
skrúðsfirði í september er skip þess
Hoffell SU-80 hóf veiðar á norsk-
íslensku síldinni. Í nóvember hefur
skipið verið við veiðar við Suðurland
og í Breiðafirði og kom með síðasta
farminn nýverið, 440 tonn, sem fóru
í vinnslu hjá fyrirtækinu. Saltað hef-
ur verið í 11.000 tunnur sem farið
hafa til Finnlands, Danmerkur og
Kanada.
Síldinni hefur verið afskipað jöfn-
um höndum eða um leið og hún hef-
ur verið komin í tunnur. Í vinnslunni
starfa 15 manns og hefur vinnan
gengið vel, en auðvitað vildu allir
gjarnan fá að veiða meira.
Morgunblaðið/Albert Kemp
Silfur hafsins Síldarvinnsla er hafin hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði.
Síldarsöltun hjá Loðnu-
vinnslunni á Fáskrúðsfirði