Morgunblaðið - 30.11.2010, Side 15
1. desember 1918 öðlaðist Ísland
fullveldi. Þá varð Ísland frjálst og
fullvalda ríki. Íslenski fáninn varð
fullgildur þjóðfáni og var
dreginn að húni í fyrsta sinn. Á
sama tíma geysaði spænska veikin þannig að
minna varð úr hátíðahöldum en ætla mætti.
Það var ekki fyrr en stúdentar tóku daginn upp á
sína arma um þremur árum síðar að fólk tók að
fagna fullveldinu.
Við sjálfstæði landsins 17. júní 1944 færðust hátíðar-
höldin þó yfir á nýjan dag. Fullveldisdagurinn er
fánadagur og því er tilvalið að fagna deginum með
því að draga fána að húni. Syngdu Þjóðsönginn,
Öxar við ána eða Íslands minni og fagnaðu fullveld-
isdeginum. Veltu fyrir þér fullveldinu.
Njóttu þín vel á fullveldisdaginn með
fullum bolla af BKI Kaffi.
Njóttu sjálfstæðisins með ríkulegu BKI kaffi.
Angan af
kaffi kemur
bragðlauk-
unum af stað
og ilmurinn
segir til um
ríkt bragðið
af BKI kaffi.
Helltu upp
á gott BKI
kaffi.
BKI Classic
Fullveldisdagurinn er á morgun
Fagnaðu
fullveldisdeginum
meðBKIkaffi
Fullveldisdagurinn er á morgun
Kauptu BKI fyrir
fullveldisdaginn
Sérvaldar baunir frá
þekktustu kaffisvæðum
heimsins tryggja hið
mjúka bragð, lokkandi
ilminn og fersklegt
eftirbragðið.
BKI Extra
Snöggristað við háan hita.
Þannig næst fram ríkara
kaffibragð við fyrsta sopa
en léttur og mjúkur keimur
fylgir á eftir. Kíktu á bki.is
K uptu gott kaffi
í dag
á góðu verði
Einnig til 250 gr á
ennþá betra verð
i
á meðan birgðir
endast
Sádi-Arabía
Abdullah konungur
hvatti Bandaríkin ítrekað
til að gera árásir á
kjarnorkuáætlun Írana
Efnamenn sagðir
helstu styrktaraðilar
vígahópa súnníta á
borð við al-Qaeda
Íran
Grunur leikur á
að stjórnvöld hafi
komist yfir
þróaðar eldflaugar
frá Norður-Kóreu
sem hafi drægni
til Vestur-Evrópu
Pakistan
Fulltrúar Bandar-
ríkjastjórnar hafa
gert leynilegar og
misheppnaðar til-
raunir til að komast
yfir auðgað úran á
rannsóknarstofu
Kína
Framkvæmdastjórn
kínverska kommúnista-
flokksins er sögð hafa
stjórnað tölvuárásum á
Bandaríkin
Norður-Kórea
Bandaríkin og
Suður-Kórea ræddu
möguleikann á að
sameina Kóreu
skyldu vandræði
N-Kóreu leiða til
upplausnar komm-
únistaríkisins
Rússland
Dmítrí Medvedev
forseti er sakaður
um að ‚leika Robin
á móti Batman‘ þar
sem fari Pútín
forsætisráðherra
Þýskaland
Angelu Merkel
kanslara er lýst á
þann veg að hún
‚forðist áhættu
og sé sjaldan
skapandi‘
Líbía
Muammar Gaddafi
Líbíuleiðtogi kann að
eiga í rómantísku
sambandi við
‚lostafulla‘ úkraínska
hjúkrunarkonu
MEÐAL EFNIS
WIKILEAKS-SKJÖLIN - FYRSTI DAGUR
Heimildir: wikileaks.org, fréttaskeyti
Yfir 250.000 skjöl, sem aðstandendur WikiLeaks-síðunnar afhentu fjölmiðlum, hafa að geyma opinskátt og á stundum
gagnrýnið álit á erlendum leiðtogum sem og viðkvæmar upplýsingar um hryðjuverkastríðið og útbreiðslu kjarnavopna
Ríkin sem koma oftast
fyrir í skjölunum
HELSTU TÖLUR LÝSING
15.000
skjöl
0 7.000
150.000
skjöl
0 70.000
Írak
Tyrkland
Íran
Ísrael
Kína
Afganistan
Samskipti við erlend ríki
Innanríkismál
Mannréttindi
Staða efnahagsmála
Hryðjuverkam. og hryðjuverk
Helstu málaflokkar
SKJÖLIN
EFTIR FLOKKUM
15.365
145.451
15.652 leynileg
101.748
trúnaðarskjöl
133.887
óflokkuð
251.287 samtals
Skjölin ná til
tímabilsins
frá des.1966
til feb. 2010
Eru upprunnin í
274 sendiráðum
og hjá nokkrum
bandarískum
stofnunum
Ítalía
Silvio Berlusconi
forsætis- ráðherra
er sagður ‘ábyrgðar-
laus’ glaumgosi og
‘óhæfur leiðtogi’
Ísland
290 skeyti frá sendi-
ráði Bandaríkjanna í
Reykjavík, flest frá
árunum 2005 til 2010.
Þar af eru 12 skilgreind
sem leyniskjöl, að því
er fram kom á vef
Spiegel.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Bandaríkjastjórn hefur fyrirskipað endurskoðun á að-
gangi opinberra starfsmanna að upplýsingum sem varða
hagsmuni ríkisins, þar með talin utanríkisstefnan, í kjöl-
far birtingar WikiLeaks-vefsíðunnar á miklum fjölda
skýrslna úr bandaríska stjórnkerfinu.
Sérfræðingar bandaríska varnarmálaráðuneytisins,
auk fleiri stofnana, yfirfara nú tölvukerfin til þess að
tryggja að jafn umfangsmikill leki á leyniskjölum um
utanríkisstefnu landsins fari ekki framar á netið.
Í skjölunum er því haldið fram að Hillary Clinton,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi fyrirskipað njósn-
ir um hátt setta fulltrúa Sameinuðu þjóðanna. Clinton
harmar lekann sem sé „árás á alþjóðasamfélagið“. Hún
heiti því að slíkur „ólöglegur“ leki endurtaki sig ekki. Þeir
sem beri ábyrgð á lekanum verði látnir svara til saka.
Almenningur getur aðeins nálgast lítið brot
Þegar þetta er ritað hafa aðstandendur WikiLeaks-
síðunnar aðeins birt um 240 af alls 251.287 skjölum sem
þeir segjast hafa komist yfir en fimm áhrifamiklir fjöl-
miðlar, New York Times, Der Spiegel, The Guardian, Le
Monde og El País, geta hins vegar nálgast þau öll.
Ljóst þykir að birtingin muni ekki liðka fyrir sam-
skiptum Bandaríkjastjórnar við önnur ríki, a.m.k. í bráð.
Þannig sagði John Kornblum, fv. sendiherra Bandaríkj-
anna í Berlín, í samtali við Der Spiegel að birtingin myndi
leiða til þess að önnur ríki yrðu hikandi við að skiptast á
upplýsingum við fulltrúa Bandaríkjastjórnar.
Vart þarf að taka fram að málið er litið mjög alvar-
legum augum vestanhafs og hefur Eric Holder, dóms-
málaráðherra Bandaríkjanna, upplýst að hafin sé rann-
sókn á því hver gerðist brotlegur við lög með lekanum.
Sagði ráðherrann nokkra fulltrúa fjölmiðla ekki hafa hag-
að sér með ábyrgum hætti og að það myndi hafa „afleið-
ingar“, án þess að hann tilgreindi þær nánar.
Íran er eitt þeirra ríkja sem koma oft fyrir í skjöl-
unum en þau eru talin sýna að stjórn Baracks Obama
Bandaríkjaforseta hafi ekki látið undan þrýstingi Ísr-
aelsstjórnar og nokkurra arabaríkja um að gera árás á Ír-
an vegna kjarnorkuáætlunar landsins, né undirbúið árás
á múslímaríkið á bak við tjöldin. Þykja skjölin sýna að Ír-
ansstjórn sé einangruð í Miðausturlöndum.
Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti gerði hins veg-
ar lítið úr þessum uppljóstrunum og sagði þær lið í sál-
fræðihernaði Bandaríkjastjórnar, sem stæði að þeim.
Óttast fólksflótta frá Ísrael
Skjölin þykja bregða birtu á eindregna andstöðu hátt
settra ísraelskra embættismanna við það að Íransstjórn
komi sér upp kjarnavopnum. Þannig kemur fram á vef
The Guardian að ísraelskir embættismenn líti svo á að
slík vígstaða Íransstjórnar gæti skapað svo mikinn ótta í
Írael að fjöldi Ísraela teldi sig ekki lengur óhultan í land-
inu, með tilheyrandi fólksflótta og hlutfallslegri fjölgun
Palestínumanna með tímanum.
Bandaríkjastjórn
yfirfer tölvukerfin
Aðgengi að upplýsingum skert eftir birtingu WikiLeaks
Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2010
Berorðar lýsingar fulltrúa Bandaríkjastjórnar á er-
lendum þjóðhöfðingjum eru á meðal þess sem hvað
mestum titringi hefur valdið (sjá einnig kort).
Þannig er Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta lýst
sem hörundsárum „keisara án fata“ með vísan til
ævintýris H.C. Andersens um klæðlitla keisarann.
Abdullah, konungur Sádi-Arabíu, er sagður van-
treysta Asif Ali Zardari, forseta Pakistans, með þeim
orðum að þegar „höfuðið sé rotið hafi það áhrif á
allan líkamann“, og á þá við pakistönku þjóðina.
Hamid Karzai, forseti Afganistans, er sagður mað-
ur „taugaveiklunar“ en hann er náinn bandamaður
Bandaríkjastjórnar í hryðjuverkastríðinu.
Franska utanríkisráðuneytið gagnrýnir birtinguna
harðlega og segir hana árás á fullveldi ríkja. Hafði
utanríkisráðherra Ítalíu, Franco Frattini, áður sagt
birtinguna ígildi hryðjuverkaárásanna 11. september
2001 fyrir diplómatísk samskipti ríkja heims.
Vikið er að afstöðu hátt setts ráðgjafa Sarkozys
sem lýsir Hugo Chavez, forseta Veneúsela, sem
„sturluðum“. Þá sé Íran „fasistaríki“.
Af öðrum efnivið í fyrirsagnir má nefna að í einu
skjalanna lýsir bandarískur embættismaður þeirri
skoðun sinni að Rússland sé „mafíuríki“ og að völd-
in séu í höndum Vladímírs Pútíns, forsætisráðherra
landsins, en ekki Dmítrís Medvedevs forseta.
Frakklandsforseti
„keisari án fata“
RÚSSLANDI LÝST SEM MAFÍURÍKI
Reuters