Morgunblaðið - 30.11.2010, Side 18

Morgunblaðið - 30.11.2010, Side 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2010 Á vestasta odda landsins stendur Ís- landspóstur nú um þessar mundir fyrir atlögu að búskap og búsetu. Íbúar á þessu svæði eru reyndar vanir því að fá ekki þá þjónustu sem sjálfsögð þykir ann- ars staðar, svo sem nothæft vegasamband og lágmarks fjarskiptaþjónustu, en hingað til hefur mátt treysta því að pósturinn bærist. Nú í vor sá Íslandspóstur hins vegar ástæðu til þess að neita tveimur bæjum, Láganúpi og Breiðuvík, um þessa þjónustu. Þar sem þjónustan er lögbundin þurfti að sækja um niðurfellinguna til Póst- og Fjarskiptastofnunnar (PFS). Þeirri umsókn var að sjálfsögðu andmælt af íbúum, enda um lögbundna grunnþjón- usta að ræða. En, með haustmán- uðum barst úrskurður PFS; kraf- an var samþykkt. Reyndar aðeins varakrafan, en aðalkrafa Íslands- pósts var að íbúar þyrftu að sækja póstinn sinn alla leið á Patreksfjörð, 50 til 60 km leið. Varakrafan var hins vegar að settir yrðu upp póstkassar á næstu gatnamótum við póstleið- ina, í Hænuvík fyrir Láganúp og við Geitagil fyrir Breiðuvík. Þyrftu íbúar þá „aðeins“ að sækja póstinn sinn 11 km leið. Illvilji eða bolabrögð? Af hverju ætli Íslandspóstur hafi helst viljað að búendur á þessum tveimur bæjum þyrftu að sækja póstinn sinn alla leið á Patreksfjörð að óþörfu, meðan það var kostnaðarlaust að koma honum nær um leið og aðrir bæir voru þjónustaðir? Illvilji? Bágt á ég með að trúa því. Hafa mér að- eins dottið í hug tvær líklegar skýringar. Önnur er sú að þeir hafi viljandi haft aðalkröfu sína ennþá ósanngjarnari en þá sem þeir vildu ná fram, í von um að PFS myndi samþykkja varakröf- una sem „málamiðlun“. Ef svo er virðist PFS hafa gleypt það með sökku og línu, þó svo að með því næði Íslandspóstur í reynd fram öllum þeim kröfum sem þeir höfðu hagsmuni af. Hin skýringin sem mér datt í hug snýr að fram- tíðinni. Hefði Ís- landspóstur fengið aðalkröfu sinni fram- gengt hefði Hænuvík verið á enda póst- leiðarinnar, og e.t.v. möguleiki á því að sækja síðar um að fella niður þjónustu þangað á sömu for- sendum, en slíkt væri erfiðara ef „endastöðin“ þjónaði tveimur bæjum. Rök og rökleysur En á hverju byggði PFS þá úr- skurð sinn? Í stuttu máli þessu: „3. Þegar viðkomandi hús er staðsett langt utan við almenna byggð.“ Þessi setning er niðurlag 4. mgr. 16. gr. reglugerðar um al- þjónustu og framkvæmd póst- þjónustu, en í þeirri málsgrein er fjallað um það hvenær gera má undantekningu frá almennum reglum um staðsetningu póst- kassa. Í reglugerðinni er hins- vegar ekkert að finna um það hvað sé „almenn byggð“, eða hvað sé „langt“ í þessu samhengi. Reyndar mætti ætla að skilgrein- ingin á almennri byggð sé nokk- uð augljós, þ.e.a.s. þar sem al- menningur býr. Varla getur verið átt við þéttbýli eingöngu, og virð- ist þá einnig augljóst að öll lög- býli með fasta búsetu séu almenn byggð, og þar með fáránlegt að tala um að þau geti verið utan al- mennrar byggðar. Í stað þess að nota þessa skilgreiningu fer PFS um víðan völl til að rökstyðja það að þessi tiltekna almenna byggð sé það í raun ekki. Er m.a. leitað fanga í vegamálum, og komist að þeirri niðurstöðu að þar sem ekki sé um snjómokstur að ræða til þessara bæja, þá séu þeir utan almennrar byggðar. Þar með er hróplegur þjónustuskortur á einu sviði notaður til að réttlæta enn verri þjónustusviptingu á öðru! Einnig er skoðuð vegalengd að næsta bæ og þykir löng; líklega hafa viðkomandi sjaldan komið í meira dreifbýli en Mosfellsbæ- inn. Bæirnir eru hins vegar á sama stað og þeir hafa verið síð- an á landnámsöld, og hafa þessar vegalengdir ekki staðið póst- flutningum fyrir þrifum fyrr, jafnvel fyrir bílaöld þegar þeir voru erfiðari. Að rétta skrattanum litlafingurinn Í erindi sínu barmar Íslands- póstur sér yfir því hversu erfiðar vetrarsamgöngur á þessa bæi séu, enda engin vetrarþjónusta þangað. Það er vissulega rétt, en hvaða fyrirhöfn skyldi það hafa valdið Íslandspósti? Á Láganúpi býr áttræð kona ein, og hefur hún undanfarin ár dvalið á Pat- reksfirði yfir hörðustu vetr- armánuðina, í og með til að spara póstinum fyrirhöfn. Þessa tillits- semi þakkar Íslandspóstur með dylgjum um ranga búsetuskrán- ingu. Til Breiðuvíkur hafa póst- ferðir einfaldlega fallið niður ef snjór er á vegi. Nú er kannski ekki hægt að ætlast til þess að pósturinn sé að basla í ófærð þegar vegagerðin hefur skil- greint veginn sem sumarveg, en þá er heldur ekki hægt að nota slíkt basl sem rök fyrir erfiðri póstþjónustu. Upphafið að endalokum póstþjónustu í dreifbýli? Einhverjir yppta sjálfsagt öxl- um yfir þessu máli og telja það ekki alvarlegt þó tveir afdalabæ- ir séu sviptir póstþjónustu. Með því yfirsést þeim hvaða þróun er hér að fara af stað. Það má fast- lega reikna með að Íslandspóstur haldi áfram að „hagræða“ með því að skera af „enda“ á póst- dreifikerfinu. Það verður nefni- lega alltaf einhver á enda sér- hverrar leiðar, og því alltaf freistandi að sleppa því að þjón- usta þá, af því að „þetta sé ein lengsta og erfiðasta heimreið sem fyrirtækið þekki að einum bæ á Íslandi“ svo vitnað sé orð- rétt í greinargerð Íslandspósts. Vil ég því hvetja alla þá sem unna sveitum landsins að standa vörð um þann sannleik að bú sé byggð. Hvað er byggð? Eftir Kára Össurarson » Á vestasta odda landsins stendur Ís- landspóstur nú um þess- ar mundir fyrir atlögu að búskap og búsetu, grundvallaða á því að byggð sé ekki byggð. Kári Össurarson Höfundur er rafeindavirki, búsettur á Patreksfirði, sem ennþá telst til al- mennrar byggðar. Varla líður sá dagur að ekki sé tilkynnt um innbrot eða þjófnaði til lögreglunnar. Inn- brot og þjófnaðir hafa aukist til muna í þeirri efnahagskreppu sem við búum við um þessar mundir. Svo virðist einnig sem að- ferðafræði innbrots- þjófa hafi breyst og nú heyrast æ oftar fréttir af þjófagengjum sem stunda skipulegar aðfarir að heimilum fólks. Flest fyrirtæki hafa þjófa- varnarkerfi eða öryggisgæslu og því verða einkaheimili í auknum mæli fyrir þessari vá. Innbrot eiga sér ekki einungis stað að nóttu til lengur; menn hika ekki við að fara inn í hýbýli fólks um hábjartan dag- inn. Því miður er það staðreynd að margir beinlínis bjóða hættunni heim, t.d. með því að hafa útidyr og glugga opna. Þá eru þeir einnig allt of margir sem geyma verðmæti á glámbekk innanhúss – jafnvel svo að auðvelt er að koma auga á þau inn um glugga. Þótt oftast sé ekki eftir miklu reiðufé að slægjast í innbrotum, er annars konar varn- ingur sem þjófar gera sér að fé- þúfu. Margs konar tæki eru notuð sem skiptimynt í undirheimunum, s.s. ljósmyndavélar, farsímar, far- tölvur, flatskjáir og fleira í þeim dúr. Sumarbústaðir og hjólhýsi eru einnig oft búin miklum verðmætum sem bíræfnir þjófar hafa áttað sig á. Þá eru þess dæmi að menn hringi á undan sér til þess að vita hvort einhver sé heima eða vakti jafnvel hús og láti til skarar skríða þegar húsráðendur yfirgefa heimili sín. Það getur einnig verið mjög varasamt að láta uppi um ferða- áform sín á samskiptasíðum á net- inu eða skilja eftir skilaboð á sím- svara sem segir til um fjarveru fólks. Að undanförnu hefur nágrannavarsla rutt sér til rúms og fara sögur af því að innbrot hafi nánast lagst af í þeim hverfum. Fólk sem er með virka nágranna- vörslu er sérstaklega á verði gagn- vart grunsamlegum mannaferðum eða bílum í götunni og það eitt að fara út og fylgjast með viðkomandi, fælir þá á brott. Þá er einnig afar mikilvægt að nágrannar láti hver annan vita þegar húsið er mann- laust og því er hægt að bregðast við ef grunsamlegar mannaferðir eru við hús sem á að vera mannlaust. Slík ná- grannavarsla virkar einnig mjög vel í sum- arhúsahverfum. Öflugt, læst hlið að hverfinu sjálfu kemur í veg fyrir að þjófar komist að sumarhúsunum. Marg- ir hafa sett upp sérstök öryggiskerfi á heimili sínu sem einnig lætur vita um vatnstjón eða eld. Það er sérstök ástæða til þess að hafa áhyggjur af landsbyggðinni hvað varðar innbrotavarnir. Það virðist vera mun algengara að fólk skilji hús sín eftir ólæst í dreifbýli og því hafa innbrotsþjófarnir áttað sig á og nýta sér óspart. Þess má geta að innbrotstrygging bætir ekki tjón sem verður þegar farið er inn í ólæst hús. Nú fer í hönd sá tími sem inn- brotum fjölgar auk þess sem bruna- tjón verða algengari en ella vegna hátíðanna framundan. Það er því full ástæða til að athuga reykskynj- arana og hvort rafhlöðurnar séu virkar en skipta þarf um rafhlöður einu sinni á ári. Reykskynjarar eiga að vera í öllum svefnherbergjum, stofu og sameiginlegum rýmum. Þá er mikilvægt að hafa eldvarnarteppi í eldhúsi og að minnsta kosti eitt slökkvitæki í húsnæðinu og annað í bílskúrnum, sé hann til staðar. Það er afar auðvelt að vera vitur eftirá og víst er að slökkvibúnaður og reykskynjarar seljast eins og heitar lummur eftir að fjallað er um elds- voða í fréttum. Þótt flestir séu vel tryggðir fyrir svona tjónum er víst að sumt verður ekki bætt með pen- ingum. Margir tapa margra ára vinnu með fartölvunni sinni og í eldi brennur oft fjölskyldualbúmið og dýrmætir erfðagripir. Byrgjum því brunninn áður en barnið dettur í hann. Byrgjum brunninn Eftir Ragnheiði Davíðsdóttur Ragnheiður Davíðsdóttir » Það virðist vera mun algengara að fólk skilji hús sín eftir ólæst í dreifbýli og því hafa inn- brotsþjófarnir áttað sig á og nýta sér óspart. Höfundur er framkvæmdastjóri. Að undanförnu hafa átt sér stað miklar umræður um hugsanleg áhrif þeirra niðurskurðartillagna í heilbrigðismálum sem nú liggja fyrir Alþingi. Nú þegar nær dreg- ur afgreiðslu málsins er mik- ilvægt að sem gleggstar upplýs- ingar liggi fyrir. Ljóst er að ef Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) verður gert að spara meira en nú er orðið mun það hafa víð- tæk áhrif á öldrunarþjónustu á Suðurnesjum. Á Suðurnesjum búa um 22 þús- und manns, þar af um 1.600 ein- staklingar sem eru 67 ára og eldri. Í dag eru 87 hjúkrunarrými en samkvæmt þarfagreiningu fé- lags- og tryggingamálaráðuneyt- isins vantar 29 rými til að mark- miðum ráðuneytisins sé náð. Í dag bíða um 40 manns eftir vistun á hjúkrunarheimili. Á höfuðborg- arsvæðinu bíða um 94 ein- staklingar eftir vistun á hjúkr- unarheimili. Í ársuppgjöri Landlæknisemb- ættisins fyrir árið 2009 er fjölda hjúkrunarrýma á íbúa 67 ára og eldri á hverju landsvæði mjög misjafnlega skipt. Að meðaltali eru 13 íbúar 67 ára og eldri á hvert hjúkrunarrými á landinu öllu en á Suðurnesjum eru 19 íbú- ar 67 ára og eldri á hvert rými. Á Vesturlandi eru hlutfallslega flest rými fyrir aldraða en þar eru 8 einstaklingar um hvert rými. Á hverjum tíma bíða um 10 aldraðir á sjúkradeildum Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) eftir hjúkrunarrým- um við óviðunandi aðstæður, oft mán- uðum saman . Á Suðurnesjum er sem betur fer afar öflug heimahjúkrun og þess alltaf gætt að sjúklingar geti verið eins lengi heima og mögulegt er. Heimahjúkrun er með sólarhrings- vaktir með lyflækni á bak við sig. Þar að auki hefur heimahjúkrun 8 rými á 5 daga hvíldar- og endurhæfingardeild HSS. Þetta fyrirkomulag gerir eldri borgurum kleift að vera lengur heima. Þannig hefur verið hægt að brúa hið mikla bil sem er öldruðum augljóslega í óhag á svæðinu. Hvað ef niðurskurðartillögur ná fram að ganga? Ef niðurskurðartillögur heil- brigðisráðuneytisins ná fram að ganga er ljóst að bjargráð heima- hjúkrunar eru brostin. Þjónusta sjúkrahússviðs verður í skötulíki sem mun hafa þau áhrif að aldr- aðir sem bíða eftir úrlausn þurfa að sækja áðurnefnda þjónustu til Reykjavíkur. Þau ráð sem heima- hjúkrun mun þá búa yfir duga ekki til. Afleiðingarnar verða lengri bið og vaxandi erfiðleikar fyrir bæði aldraða og fjölskyldur þeirra. Hvað um líknandi meðferð? Heimahjúkrun sinnir öflugu líknarstarfi með stuðningi lyf- lækna sem eru starfandi á sjúkra- hússviði. Hvað verður um þá þjónustu við niðurskurðinn? Verða aldraðir fluttir hreppaflutn- ingi til Reykjavíkur til að eyða sínum síðustu ævidögum? Munu þeir einstaklingar sem berjast við krabbamein og tapa stríðinu við sjúkdóminn þurfa að eyða sínum síðustu ævidögum á líknardeild í Reykjavík? Hvað um þá langveiku? Hverjir eru í stakk búnir til að mæta langveikum Suðurnesjabú- um sem hafa notið þjónustu heimahjúkrunar og þjónustu á sjúkrahússviði? Munu langveikir einstaklingar eins og krabba- meinssjúklingar sem koma í sér- hæfðar lyfjagjafir vikulega þurfa að sækja þá þjónustu til Reykja- víkur? Niðurlag – samantekt Það er ljóst að ef niðurskurð- artillögur í heilbrigðismálum á Suðurnesjum ná fram að ganga mun sú þjónusta sem fjallað hefur verið um hér að framan riða til falls. Ekki er séð að Landspítali – háskólasjúkrahús(LSH) geti með nokkru móti tekið við keflinu af Suðurnesjum án aukins tilkostn- aðar. Eitt er víst að þjónustan mun skerðast verulega við nið- urskurðinn og kostnaður sem ekki er hægt að flýja mun færast yfir á hinn veika og hinn aldraða og fjölskyldur þeirra. Til hvers er verið að taka svona afdrifaríkar ákvarðanir þegar allt bendir til þess að þær muni valda meiri skaða en ábata þegar upp er stað- ið? Viðmið í heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða á Suðurnesjum Eftir Bryndísi Guðbrandsdóttur og Þórunni Benediktsdóttur » Að meðaltali eru 13 íbúar 67 ára og eldri á hvert hjúkrunarrými á landinu öllu en á Suð- urnesjum eru 19 íbúar 67 ára og eldri á hvert rými. Bryndís Guðbrandsdóttir Bryndís er deildarstjóri hvíldar- og endurhæfingardeildar heimahjúkr- unar. Þórunn er framkvæmdastjóri hjúkrunar Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja. Þórunn Benediktsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.