Morgunblaðið - 30.11.2010, Síða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2010
✝ Sigurbjörg Ein-arsdóttir fæddist
á Ekkjufelli í Fellum
á Fljótsdalshéraði 20.
ágúst 1927. Hún and-
aðist á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 16. nóv-
ember síðastliðinn.
Sigurbjörg flutti
barnung með for-
eldrum sínum að
næsta bæ, Ekkjufells-
seli. Foreldrar henn-
ar voru þau Jóna
Jónsdóttir húsfreyja, f. 21.10.
1903, d. 8.12. 1983, og Einar Sig-
björnsson bóndi, f. 2.12. 1901, d.
2.2. 1995, frá Ekkjufellsseli. Systk-
ini Sigurbjargar eru Margrét, f.
12.10. 1929, d. 13.8. 2009, Guðrún
Aðalbjörg, f. 23.12. 1932, d. 12.12.
1967, Baldur, f. 26.8. 1938, og
Bryndís, f. 23.1. 1945.
Eiginmaður Sigurbjargar var
Eyþór Loftur Ólafsson, f. 13.10.
1918, d. 19.9. 1964, og eignuðust
þau tvo syni, Arnbjörn, f. 11.11.
1959, og Einar Jón, f. 31.5. 1961, d.
21.4. 2008. Þau hjónin eignuðust
fjögur barnabörn og fimm barna-
barnabörn. Eiginkona Arnbjörns
er Jóhanna Gunnarsdóttir, f. 23.1.
1960, og eiga þau saman tvær dæt-
ur. Eir, f. 28.4. 1990, og Elfa, f. 28
4 1990. Eldri börn
Arnbjörns með Birnu
Sigbjörnsdóttur, f.
28.2. 1961, eru Ester
Marít, f. 27.2. 1979,
og Eyþór Björn, f.
24.4. 1981.
Sigurbjörg stund-
aði skyldunám í
heimasveit sinni af
kostgæfni. Að því
loknu lagði hún leið
sína í alþýðuskólann
á Eiðum. Næstu vet-
ur nam hún listir í
saumum og matreiðslu við Hús-
mæðraskólann á Hallormsstað. Út-
skrifaðist frá Húsmæðrakenn-
araskóla Íslands í Reykjavík 1950.
Lauk for- og framhaldsnámi í
smurbrauði og veislumat hjá Osc-
ar Davidsen í Kaupmannahöfn
1953-1955. Kenndi við Varma-
landsskóla í nokkur ár. Starfaði í
Reykjavík sem smurbrauðs- og
matreiðslumeistari, lengst af á
veitingahúsinu Röðli. Stýrði um
skeið smurbrauðstofu á Hjarð-
arhaga. Matráðskona í að-
alstöðvum Olís við Hafnarstræti í
mörg ár. Sá um sjúkrafæði á Land-
spítalanum um árabil í lok starfs-
ferils síns.
Útför Sigurbjargar hefur farið
fram í kyrrþey.
Hún Sigurbjörg var ekki bara
góð móðir, góð matráðskona og góð
kona, heldur var hún einnig æð-
isleg amma. Hún hafði alveg ótrú-
legt minni og var okkar uppáhald
að sitja og hlusta á hana segja okk-
ur sögur um bæði æsku okkar og
um líf hennar.
Amma Bogga passaði okkur oft
eftir leikskóla þegar við vorum
yngri og eigum við margar góðar
minningar frá þeim tíma, þar sem
við lentum í ýmsum ævintýrum
saman. Einn af þessum skemmti-
legu atburðum var hvernig við
runnum niður brekkurnar hver á
fætur annarri þegar við löbbuðum
heim í hálkunni eftir að amma sótti
okkur úr leikskólanum, og ekki
vorum það bara við tvær, heldur
rann sú gamla einnig á rassinum
niður brekkurnar með okkur. Svo
fór hún oft með okkur á róluvöll
sem tilheyrði reyndar blokk sem
stóð við hann, og var okkur marg-
oft bannað að leika okkur þarna.
En hún amma neitaði nú að banna
okkur það, því að hún vildi aðeins
að við fengjum að leika okkur á
besta róluvellinum, og lentum við
oft í vandræðum fyrir þetta, en
amma lét ekki undan.
Við spiluðum einnig oft við hana
ömmu, og var það eitt af okkar
uppáhalds hlutum að gera saman.
En við spiluðum ekkert venjulega,
heldur spiluðum við upp á nammi.
Þetta var ömmu leið að lauma í
okkur sætindum þó að foreldrar
okkar væru ekki hrifnir af því. Aft-
ur, þá vildi amma bara að við
fengjum það besta.
Við munum aldrei gleyma þeim
tíma sem við áttum með þér, og
munum við ávallt minnast þín,
elsku amma okkar. Þú munt alltaf
vera í bæði hjörtum okkar og bæn-
um. Megi Guð vera með þér og
blessa þig með návist Eyþórs afa,
Einars Jóns, Margrétar og Dúllu.
Eir Arnbjarnardóttir og
Elfa Arnbjarnardóttir.
Ég var ekki orðinn hár í loftinu
þegar ég man fyrst eftir Sigur-
björgu móðursystur, eða Boggu
eins og við ættingjar og vinir köll-
uðum hana. Þrautseigja, dugnaður,
heiðarleiki og ákveðnar skoðanir
voru hennar aðalsmerki. Hún var
mjög fylgin sér.
Oft kíkti hún austur á sumrin og
dvaldi hjá foreldrum sínum í
Ekkjufellsseli nokkrar vikur eftir
að hafa ung flutt frá æskustöðv-
unum til Reykjavíkur ásamt systur
sinni Margréti. Þá búin að mennta
sig og koma sér vel fyrir í höf-
uðborginni.
Síðar kom hún austur með
manni sínum og sonum í frí. Þá var
kátt í höllinni, því við systrasyn-
irnir vorum snjallir með ótal uppá-
tæki í sveitinni. Þeir bræður
dvöldu svo fyrir austan á sumrin
við gott atlæti móðurforeldra sinna
við bústörfin.
Þótt Bogga hafi eflaust saknað
heimahagana kunni hún vel við sig
í Reykjavík þar sem hún bjó sér
fallegt heimili, fann lífsförunaut-
inn, eignaðist synina, nýja vini og
samstarfsfélaga.
Þegar ég sjálfur hafði slitið
barnsskónum á búinu hjá afa og
ömmu, flutt suður aðeins 16 ára,
var gott frænku heim að sækja.
Hún átti alltaf bita handa ungum
svöngum frænda sínum og góðar
ráðleggingar. Ég bý að þessu at-
læti hennar, enn þann dag í dag.
Í september 1964 þyrmdi yfir
fjölskylduna er frænka missti sinn
ástkæra eiginmann Eyþór frá ung-
um sonum. Þá þurfti nú aldeilis að
bíta á jaxlinn og standa sig sem
einstæð móðir á sorgartímum. Það
gerði hún vel og kom báðum
drengjunum sínum til manns með
vinnusemi, ósérhlífni og dugnaði.
Þegar fram liðu stundir með
bættum hag ferðaðist Bogga tölu-
vert í sumarfríum sínum erlendis,
víða um Evrópulönd. Hún bjó að
því alla tíð, hafði gaman af að sýna
vinum myndir og rifja upp skondn-
ar sögur úr reisunum. Þá örlaði á
heimsborgaranum í fari hennar.
Frænka bjó lengst af í Breiðholt-
inu en flutti seinast í þjónustuíbúð
eldri borgara á Dalbraut eftir að
hafa misst yngri son sinn Einar
Jón langt fyrir aldur fram 2008.
Það var henni mikið áfall því
hann hafði verið hjálpsamur, búið
og átt lögheimili mestalla sína tíð
hjá móður sinni.
Síðustu æviárin las frænka tölu-
vert sem endranær, hlustaði á út-
varpið, fylgdist með fréttum og
uppbyggilegu efni í sjónvarpinu.
Oft sló hún á þráðinn norður til
mín, vildi ræða málin betur, sem
efst voru á baugi í fjölmiðlum á
þeim tímum. Þau samtöl okkar
voru mislöng, allt upp í þrjár
klukkustundir þegar best lét. Enn-
fremur sagði hún mér sögur úr
æsku sinni og fræddi um málefni
sem ég hafði aldrei heyrt um áður.
Þó kominn vel yfir fermingu og
hefði átt að vita betur, enda vel að
sér í ættfræði og málum þeim
tengdum. Ég mun sakna þessara
símastunda okkar frænku, ásamt
fjölmargs annars á vegferðinni.
Blessuð sé minning hennar.
Við María mín og sonur, Hjálm-
ar Leó, sendum Arnbirni, Jóhönnu
og afkomendum þeirra, systkinum
hinnar látnu og vinum, hugheilar
samúðarkveðjur.
Góða ferð, fóstra mín kæra, og
þökk fyrir allt og allt.
Einar Ólafsson.
Sigurbjörg Einarsdóttir
Imba fæddist í
Naustvík í Árnes-
hreppi á Ströndum. Imba ólst þar
upp með stórum systkinahóp. Síð-
an lá leiðin til Reykjavíkur og var
hún þar að mestu. Imba vann lengi
á Aski. Hún var fær við matreiðslu
og bjó alltaf til mjög góðan mat.
Það ætti engan að undra sem
þekkti Imbu og Önnu systur henn-
ar að þær fóru með stuttu millibili,
Anna kvaddi þennan heim 2.3.
2010. Þær systur voru óaðskiljan-
legar og ef þær gátu ekki komið
saman þá var talað í símann dag-
lega. Þær voru mjög félagslyndar
og nutu þess að fara saman og
hitta fólk, ferðast á Strandir og til
Bandaríkjanna svo eitthvað sé
nefnt, og tala um gamla tímann.
Nú ekki má gleyma hvað þeim
fannst gaman að versla, búa sig
upp og punta sig til. Ekki stóð á að
hafa fína tískusýningu fyrir mann
þegar heim var komið, sama hvað
þær voru þreyttar. Þær voru alltaf
glæsilegar hvert sem þær fóru, því
sælan og gleðin geislaði af þeim
þegar þær voru að máta eitthvað
nýtt og skrautlegt. Þær systurnar,
Anna og Imba, voru sannkallaðar
pjattrófur. Þess má líka geta að
Ingibjörg Kristjana
Guðmundsdóttir
✝ Ingibjörg Krist-jana Guðmunds-
dóttir fæddist í
Naustvík, Árnes-
hreppi, Strandasýslu
22. júlí 1921. Hún lést
á Landspítalanum í
Fossvogi 14. nóv-
ember 2010.
Útför Ingibjargar
fór fram frá Bústaða-
kirkju 22. nóvember
2010.
Imba var mjög mikið
fyrir rauða litinn sem
hún valdi bæði í föt á
sig og til að skreyta
heimilið.
Enginn var mér
betri á Íslandi en
Imba. Hún var ekki
bara frænka, hún var
líka mjög traustur
vinur. Hún skildi vel
hvernig það var að
vera frá erfiðu heim-
ilislífi og alast up hjá
hatursfullum stjúp-
föður. Seinasta árið í
gagnfræðaskóla var ég í Reykjavík.
Imba bauð mér að vera hjá sér og
var þar gott að vera.
Bilið milli heima lífs og dauða er
lítið. Alla vikuna áður en Imba dó
varð mér hugsað svo mikið til
ömmu minnar í Naustvík og nú skil
ég af hverju. Amma var að koma
til að sækja Imbu dóttur sína.
Enginn vafi er að amma, afi, Anna,
Þórarna, Svenni, Finna og Jónas
voru þar öll með útbreiddan faðm-
inn til að taka á móti Imbu hinum
megin.
Imba skilur eftir sig tvær dætur,
tólf barnabörn og barnabarnabörn.
Fjölskyldan var stolt hennar og
gleði og talaði hún oft um þau öll.
Innilegar samúðarkveðjur til dætra
hennar og fjölskyldna þeirra, sem
eiga nú um sárt að binda.
Elsku Imba mín, það er erfitt að
trúa því að nú sértu farin frá okk-
ur. Þangað til við hittumst aftur
hinum megin verður söknuðurinn
sár. Megi Guð blessa þig og hjálpa
þér í hærri heima. Það gerist ekk-
ert betra en að vera með Guði.
Þín systurdóttir,
Steinunn Sigurðardóttir.
Maður getur orðið þunglyndur af að
lesa leiðara Morgunblaðsins sem
reynir að fremsta megni að þjóna
ímynduðum
hagsmunum út-
gerðarinnar og
er þess vegna al-
farið á mót ESB
og samninga-
viðræðum við
það. Það væri út
af fyrir sig í lagi
ef þetta væri vit-
ræn umræða en
því fer oft fjarri
að mínu mati.
Morgunblaðið (leiðarar) gleðst í
hvert sinn sem koma fréttir af erf-
iðleikum ESB-landa og kættist
verulega þegar Grikkland og Írland
lentu í vandræðum. Þetta var sem
sagt dæmið um hvað það væri vont
að vera í ESB og hvað evran væri
nú vond og bjargaði engu. Það væri
nú aldeilis munur að vera með hina
íslensku krónu, hún væri nú að
bjarga okkur. Ætli Álftaneshreppur
eða Reykjanesbær væru miklu bet-
ur staddir ef þeir væru með sér-
mynt? Samkvæmt kenningum Mbl.
og fyrrverandi seðlabankastjóra
(sem setti Seðlabankann á hausinn)
hefði það nú aldeilis verið fengur
fyrir þessi sveitarfélög að hafa sér-
gjaldmiðil.
Málið er að einstaklingar og þjóð-
ir geta sett sig á hausinn í hvaða
gjaldmiðli sem er, en örgjaldmiðill
eins og íslenska krónan er ekki
hagstjórnartæki, heldur endalaust
vandamál.
Gengi íslensku krónunnar gagn-
vart öðrum gjaldmiðlum hefur á
undanförnum áratugum verið hand-
stýrt af stjórnvöldum að undan-
teknum fáeinum árum fyrir hrunið
en það endaði nú eins og allir vita.
Þessi handstýring var ávallt notuð
til að lækka raunlaun í landinu og
til að styrkja útgerðina sem aldrei
hefur getað staðið á eigin fótum en
alltaf verið á ríkisframfæri (og
Landsbankans gamla) og skuldar
nú 500 milljarða og því gjaldþrota.
Svo dæmi sé nefnt þá hefur ríkið
um árabil niðurgreitt laun sjó-
manna og gerir enn í formi skatta-
afsláttar. Það er von að útgerð-
armenn geri út Morgunblaðið með
ærnum tilkostnaði til að reyna að
halda sínum forréttindum.
Ég hef ekki hugmynd um hvort
við eigum að ganga í ESB eða ekki
en mér finnst algjörlega fáránlegt
að vera með því eða móti án þess að
vita nokkuð um hvaða samningum
við getum náð. Eitt er a.m.k. víst og
það er að með eigin gjaldmiðli, ís-
lensku krónunni, verðum við lág-
launaland og okkar unga fólk mun
ekki vilja búa hér þegar það hefur
aflað sér menntunar sem er nú
gjaldgeng erlendis. Er það stefna
LÍÚ og Mbl. að Ísland verði bara
verstöð?
HJÁLMTÝR GUÐMUNDSSON,
kerfisfræðingur.
Hjálmtýr
Guðmundsson
Morgunblaðið og ESB
Frá Hjálmtý Guðmundssyni
Nú er alveg orðið ljóst að Samfylk-
ingin fer sömu leið og forverarnir,
að dragast upp í eigin aulaskap.
Hverjar voru aftur hinar andvana
kennitölur sem að Samfylkingunni
standa? Alþýðu-
bandalagið, Al-
þýðuflokkurinn,
Bandalag jafn-
aðarmanna, Þjóð-
vaki, kvenna-
framboðið,
Kvennalistinn og
guð má vita hvað.
Það sjá allir að
Samfylkingin er í
frjálsu falli, og
fer sömu leið og móðurflokkarnir.
Varla er hægt að hugsa sér meira
taktleysi en að knýja á um Evrópu-
sambandsaðild nú, þegar stjórnvöld
hér eru með allt niður um sig. Og
aðeins örfáir sérvitringar vilja
þangað inn. Og þar fyrir utan þá er
viðvarandi fátækt og atvinnuleysi,
það sem Evrópusambandslöndin
eiga öll sameiginlegt, og okkar bíð-
ur ef við förum þar inn. Er það
kannski Draumaland Samfylking-
arinnar að við göngum hér um með
betlistaf? Ég hélt kannski í ein-
feldni minni að Samfylkingin hefði
lært eitthvað á því, að vera stjórn-
málaarmur Baugs á sínum tíma.
Ekki fór það vel. Það er nefnilega
þannig að sjálfs er höndin hollust,
það kann aldrei góðri lukku að
stýra að vera leiguþý annarra. Þær
voru ófáar ræðurnar, ég held þrett-
án, sem Jóhanna Sigurðardóttir
hélt á Alþingi þar sem hún ásakaði
þáverandi stjórnvöld fyrir að leggja
Baug í einelti. Og þáverandi for-
maður Samfylkingarinnar hélt hina
frægu Borgarnesræðu og síðar
Keflavíkurræðu þar sem hún ásak-
aði þáverandi stjórnvöld fyrir að
leggja stein í götu Baugs, Kaup-
þingsfélaga og annarra útrásarvík-
inga. Þá vantaði ekki stóru orðin, og
ljóst hvar hagsmunir Samfylking-
arinnar lágu.
Sú aðför sem Samfylkingin hefur
lagst í gegn heimilunum í landinu,
elli- og örorkulífeyrisþegum, kemur
því ekki á óvart. Þetta fólk hefur
ekki efni á að leggja flokknum til fé,
eins og Baugur og aðrir útrásarvík-
ingar gerðu á sínum tíma og Evr-
ópusambandið gerir nú, því má það
éta það sem úti frýs. Þá verður
valdagræðgi Dags B. Eggertssonar
ekki til að hjálpa til, að leiða hirðfífl
til valda aðeins fyrir budduna sína
er smánarlegt. Að vísu var ljóst fyr-
ir löngu að dagar Dags B. Eggerts-
sonar væru taldir í pólitík. Nú er
staðan sú að flokkurinn er fylgi-
slaus og forystulaus, og enginn fæst
til að taka við formennsku af Jó-
hönnu, því það vill enginn eiga það
á „rekordinu“ að hafa verið formað-
urinn sem lagði Samfylkinguna nið-
ur. Það verður einhver sem fórnar
sér í það. Einhver sem er hvort eð
er búinn að vera í pólitík eins og
Skúli eða Ólína, eða kannski Árni
Páll sem er einkum þekktur fyrir að
leika eitruðum peðum.
Ég skora á borgara þessa lands
að mæta í mótmæli fyrir utan
Alþingishúsið og svæla þetta dug-
lausa lið út. Það þarf flokk fyrir fólk
eins og mig og þig, sem mundi
spretta upp úr því.
ÓMAR SIGURÐSSON,
skipstjóri.
Síðasti naglinn í kistu
Samfylkingarinnar
Frá Ómari Sigurðssyni
Ómar Sigurðsson
Bréf til blaðsins
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið
Sími 551 3010
Hárgreiðslustofan
MINNINGAR