Morgunblaðið - 30.11.2010, Side 23

Morgunblaðið - 30.11.2010, Side 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2010 ✝ Lára CharlottaSigvardsdóttir Hammer fæddist á Ísafirði 29. nóvember 1909. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 6. nóvember sl. Foreldrar hennar voru Ragnheiður Helga Jónsdóttir, fædd á Ísafirði og Sig- vard Antoni Andr- eassen Hammer, fæddur í Noregi. Lára giftist 26. júní 1931 Guðmundi Stein- dórssyni, sjómanni og pípulagn- ingamanni, fæddum á Eyri við Skötufjörð í Ísafjarðarsýslu 18. mars 1910. Guðmundur lést 15. júlí 1979. Börn þeirra eru: Steina Guð- rún, f. 1930, gift Bald- vini Haraldssyni múr- ara, látinn, Þorvaldur Ragnar, f. 1934, vél- fræðingur, látinn, kvæntur Dóru Guð- leifsdóttur, Elín Jó- hanna, f. 1937, gift Gylfa Jónssyni lög- reglufulltrúa, Ólafur, f. 1940, tollfulltrúi, látinn, kvæntur Rosm- ary Sigurðardóttur og Sigrid Esther, f. 1942, gift Hauki Erni Björnssyni bátasmíða- meistara. Niðjar þeira Láru og Guð- mundar eru 81 talsins. Útför Láru fór fram frá Foss- vogskirkju í kyrrþey 12. nóvember 2010. Elsku langamma, nú er komið að kveðjustund og hugurinn reikar til baka. Margar minningar skjóta upp kollinum og þá sérstaklega frá því að við vorum að alast upp í Breið- holti og gátum kíkt til þín þegar okkur datt í hug. Þú fylgdist ávallt vel með, hlustaðir á allar tegundir tónlistar og vissir hvaða hljómsveit hafði unnið músíktilraunir, sagðir okkur sögur sem hefðu getað orðið að metsölubók, notaðir kassettutæk- ið óspart, bauðst upp á gos og nammi og margt fleira. Við mont- uðum okkur oft af því að eiga svona hressa langömmu. Eftir að þú fluttir úr Suðurhól- unum á elliheimili heimsóttum við þig því miður allt of sjaldan en fyrir allar góðu minningarnar úr æsku erum við þakklát og kveðjum þig nú með þessu fallega ljóði. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Hvíl í friði, elsku langamma. Hannes Þór, Elín Ósk og María. Þá er komið að kveðjustund, elsku amma mín. Minningarnar streyma um einstaklega lífsglaða og umhyggjusama konu, sem hefur lif- að tímana tvenna á sínu langa ævi- skeiði. Amma hafði einstakan frá- sagnarhæfileika og var með eindæmum minnug á texta, vísur og ekki má gleyma öllum sögunum sem hún sagði mér. Oft var amma mætt á útitröppurnar, búin að taka rútuna úr bænum og dvaldi hún oftast í nokkurn tíma. Þá mátti enginn nema amma koma mér í háttinn. Eftir baðið signdi hún mig alltaf þegar ég var komin í hrein nærföt. Man ég vel hvað mér fannst ég vera ennþá hreinni fyrir vikið. Þá kom það besta af öllu, 2-3 sögur fékk ég að heyra með þinni þægilegu rólegu rödd inn í draumalandið. Auðvitað varð hún Búkolla alltaf fyrir valinu. Þegar ég var orðin eldri gerðir þú oft góðlátlegt grín að mér og spurðir hvort þú ættir ekki að segja mér söguna af henni Búkollu og svo hlóstu þínum dillandi hlátri. Kátína og gleði einkenndi þig. Á einhvern undursamlegan hátt tókst þér alltaf að varðveita barnið innra með þér. Þú varst með ein- dæmum uppátækjasöm í að finna upp á hinum ýmsum leikjum. Oftar en ekki varstu orðin aðalskemmti- krafturinn í barnaafmælunum mín- um. Á ferðalögum var sungið, farið í frúin í Hamborg og eitt sinn datt þér í hug að finna út hvernig mynd maður sæi út úr snjónum í fjöll- unum. Í fermingunni minni hóaðirðu öllum litlu krökkunum saman, þá 86 ára gömul, og fórst með þeim í leik- inn Í grænni lautu. Á þeim tíma fannst mér þetta ekkert tiltökumál, „þetta var bara hún amma“. En þeg- ar ég hugsa um það í dag finnst mér þetta stórmerkilegt. Á heimili þitt Suðurhólum 20 var alltaf gott að koma. Þar voru alltaf jólin. Aldrei fór neinn hvorki svang- ur né tómhentur heim. Alltaf var hlaðborð af kökum og góðgæti. Heim fór ég með dót, nammi eða pening eða jafnvel bara allt saman. Þegar ég gisti hjá þér var spiluð tunna og langavitleysa, og jafnvel horft á alla sjónvarpsdagskrána áð- ur en farið var að sofa. Þrátt fyrir umtalsverðar breyt- ingar á þinni lífsleið tókstu þeim ávallt fagnandi. Þú fylgdist vel með því sem var að gerast í þjóðfélaginu og varst alveg með á hreinu hverjar voru nýjustu hljómsveitirnar og vin- sælustu lögin hverju sinni. Seinustu árin þín dvaldir þú á hjúkrunar- heimilinu Eir og var ég alltaf jafn undrandi á hvað þú hafðir gott minni og alltaf náðir þú að hrista all- ar flensur sem þú fékkst, fljótt af þér. 100 ára aldrinum varstu stað- ráðin í að ná og gerðir gott um bet- ur. Þú hefðir orðið 101 árs 29. nóv- ember sl. Ég er stolt yfir að hafa haft þig sem ömmu og er þakklát fyrir ljúfar minningar. „Baulaðu nú Búkolla mín ef þú ert nokkurs stað- ar á lífi“. Megir þú hvíla í friði, elsku amma. Þín, Flóra Hlín Ólafsdóttir. Lára Charlotta Sig- vardsdóttir Hammer ✝ Hjördís Þorsteins-dóttir fæddist í Reykjavík 17. desem- ber 1929. Hún lést í Hafnarfirði 14. nóv- ember sl. Foreldrar hennar voru Lára Guðmunds- dóttir, húsfreyja, f. í Skógum, Arnarfirði, 20. ágúst 1903, d. 17. desember 2001 og Þorsteinn Daníelsson, skipasmiður, f. í Reykjavík þann 18. apríl 1903, d. 21. ágúst 1967. Systkini Hjördísar eru Ásta Þorsteinsdóttir Maack f. 30. september 1924 og Daníel L. Þor- steinsson f. 14. október 1926. Hjördís giftist Randveri Þ. Gunn- arssyni, vélstjóra, f. 23. nóvember 1930, d. 22. október 1957 og eign- uðust þau tvö börn; 1) Írisi Dórót- heu f. 7. mars 1955, gift Jóni Háv- arði Jónssyni, f. 17. nóvember 1957, börn þeirra eru Steingrímur Rand- ver, Ragnar Bjarni og Guðrún Sól, 2) Randver Þ. Randversson, f. 18. apríl 1958, kvæntur Sigríði Björgvins- dóttur f. 20. nóvember 1958, börn þeirra eru Randver Kári og Íris Anna. Hjördís eign- aðist Ragnar Bjarna, þann 27. september 1959, hann lést af slys- förum þann 29. júlí 1979. Hjördís giftist Steingrími Gunn- arssyni rennismið, f. 17. september 1932, d. 19. október 2000. Börn þeirra eru; 1) Lára Björk, f. 11. maí 1963, dætur hennar eru Ruth og Diljá, 2) Mar- grét Hildur, f. 24. apríl 1967, gift Ágústi B. Hinrikssyni, f. 6. nóv- ember 1960, d. 17. ágúst 2009, börn Margrétar eru Íris Tinna og Þor- steinn Bjarni; 3) Rafnar f. 6. október 1968, börn hans eru Sóley og Níels. Barnabarnabörn Hjördísar eru nú 4. Útför Hjördísar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 24. nóv- ember 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Látin er skólasystir okkar Hjör- dís Þorsteinsdóttir, eða Íris eins og hún var ávallt kölluð. Hún er sú þriðja sem fellur frá úr hópi okkar, átta stúlkna, er útskrifuðumst sem fóstrur árið 1953, en nýlega fylgd- um við annarri skólasystur okkar, Maríu Kjeld, til grafar. Íris átti sterkar rætur í Vesturbænum og á skólaárunum var gott að koma á Ránargötuna til þeirra Láru og Þorsteins. Þar var glaðst eftir út- skrift við góða gestrisni þeirra hjóna. Íris skar sig strax úr hópn- um. Hún var heimsvön dama, sem hafði unnið hjá Bandaríkjaher og talaði ensku reiprennandi, en nú hafði hún söðlað um og stefnt á önnur mið í starfi með börnum á ýmsum dagvistarstofnunum. Lífið brosti við og starfið skemmtilegt. Ekki leið langur tími þar til Rand- ver birtist og fjölskylda var stofn- uð. Þau giftust og lítil dóttir kom í heiminn. Það var því mikið reið- arslag er Randver veiktist og lést eftir skamman tíma. Íris gekk þá með annað barn þeirra hjóna og sýndi hún mikla hetjulund á þess- um árum við erfiðar aðstæður, en fleiri áföll áttu eftir að mæta henni er hún síðar missti ungan son í hörmulegu bílslysi. Um það leyti greindist hún með lungnasjúkdóm sem átti eftir að há henni æ síðan. Í lífi Írisar hafði þó áður birt til þegar hún giftist seinni manni sín- um, Steingrími, sem varð henni stoð og stytta um langa hríð. Steingrímur var bróðir Randvers, fyrri manns hennar, og reyndist hann börnunum sem besti faðir. Saman eignuðust þau þrjú börn svo fjölskyldan var orðin stór. Íris var félagslynd og tók þátt í ým- iskonar félagsstörfum, m.a. var hún í stjórn Bandalags kvenna í Hafnarfirði og formaður þess um hríð. Einnig starfaði hún innan SÍBS. Hún var ákveðin kona og lá ekki á skoðunum sínum í þeim málum sem lágu henni á hjarta. Íris og Steingrímur höfðu gaman af að hitta fólk, fara á listasöfn og nutu þess að ferðast bæði innanlands og utan. Við skólasysturnar, ásamt eiginmönnum, eigum margar góð- ar minningar frá ýmsum skemmti- legum samverustundum með þeim hjónum og aldrei slitnaði þráður- inn. Íris og Steingrímur byggðu sér reisulegt hús í Hafnarfirði og áttu þar mörg góð ár saman. Það syrti því í álinn þegar Steingrímur veiktist af krabbameini og lést. Eftir lát hans flutti Íris í góða íbúð, en sjúkdómur hennar ágerð- ist og þurfti hún oft að dvelja á sjúkrahúsum. Aldrei missti hún kjarkinn og sýndi mikinn styrk í öllu mótlæti. Við skólasysturnar kveðjum Írisi með söknuði. Hún var litrík persóna sem við munum lengi minnast. Við sendum fjöl- skyldu hennar innilegar samúðar- kveðjur. Gyða, Margrét, Pálína, Sigrún og Valborg Soffía. Hjördís Þorsteinsdóttir Við höfði lútum í sorg og harmi og hrygg við strjúkum burt tárin af hvarmi. Nú stórt er skarð í líf okkar sorfið því fegursta blómið er frá okkur horfið. Með ástúð og kærleik þú allt að þér vafðir og ætíð tíma fyrir okkur þú hafðir þótt móðuna miklu þú farin sért yfir þá alltaf í huga okkar myndin þín lifir. Við kveðjum þig, amma, með söknuð í hjarta, en minning um faðmlag og brosið þitt bjarta. Allar liðnar stundir um þig okkur dreymi og algóður Guð á himnum þig geymi. (Sigfríður Sigurjónsdóttir) Elsku langamma, takk fyrir allt. Ég mun aldrei gleyma þér. Þín Ella Karen. Látin er góð vinkona fjölskyldunn- Kristbjörg Benediktsdóttir ✝ Kristbjörg Bene-diktsdóttir fædd- ist á Björgum í Suður- Þingeyjarsýslu 23. nóvember 1917. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 12. nóvember 2010. Útför Kristbjargar fór fram frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði 23. nóvember 2010. ar. Við minnumst Kristbjargar sem glæsilegrar konu, ávallt svo fín og sæt. Óhætt er að segja að hún hafi borið aldur- inn vel. Við þökkum góðar samverustund- ir, vinsemd og vináttu gegnum tíðina. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku Hörður, það er erfitt að þurfa að kveðja lífsförunaut sinn. Við sendum þér hlýjar kveðjur um leið og við vottum þér og fjölskyldu þinni dýpstu samúð. Ársæll, Ragna og Björg. ✝ Sendum innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- konu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, HALLFRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, hjúkrunarheimilinu Eir. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunardeildar Eir fyrir góða umönnun. Gunnar Guðmundsson, Guðmundur Gunnarsson, Helena Sólbrá Kristinsdóttir, Kristín Gunnarsdóttir, Óli Már Aronsson, Auðunn Örn Gunnarsson, Hjördís Guðnadóttir, ömmu- og langömmubörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR GUÐMUNDSSON, Hraunbæ 111, Reykjavík, lést þriðjudaginn 23. nóvember á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 2. desember kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Minningarsjóð líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Friðgerður Þórðardóttir, Logi Ragnarsson, Jóhanna Steingrímsdóttir, Valur Ragnarsson, Sigríður Björnsdóttir, Halla Hrund, Ingunn Ýr, Vaka, Haukur Steinn og Freyja. ✝ Bróðir okkar, SIGÞÓR SIGURÐSSON, Brekkukoti, Þingi, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 27. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Svavar Sigurðsson, Þorbjörn Sigurðsson. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.