Morgunblaðið - 30.11.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.11.2010, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2010 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Verkin á sýningu Ragnars Axels- sonar ljósmyndara, RAX, sem sett var upp í tengslum við heimssýn- inguna Expo í Sjanghæ í Kína og síðan sett upp í Peking þar sem henni lauk í gær, verða færð Jökla- rannsóknastofnun Kína að gjöf. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, og Ragnar gefa verkin og hefur sendiráð Íslands í Kína milligöngu um gjöfina. Sýning Ragn- ars í Kína nefnist Lón vættanna og á henni eru stór- ar myndir af bráðnandi jökum við Breiðamerkurlón. Verk úr þess- ari myndröð má um þessar mundir sjá á sýningu Ragnars í Gerðar- safni. Fulltrúar Jöklarannsóknarstofn- unar Kína, Institute of Tibetan Pla- teau Research, skoðuðu sýningu Ragnars og í kjölfarið var ákveðið að myndirnar yrðu settar upp í sýn- ingarsal sem verið er að leggja loka- hönd á í rannsóknarhöfuðstöðvum stofnunarinar í Lhasa í Tíbet. Fjölmiðlar á svæðinu Sýning Ragnars var ein af fimm íslenskum sýningum sem hafa verið í Peking síðustu vikur; á svonefndu Orkutorgi í nýja hönnunar- og sýn- ingahverfinu í borginni sem nefnist 751 D-park. Opnanir allra sýninganna voru mjög vel sóttar af almenningi, fag- aðilum og fulltrúum fjölmiðla. Til dæmis var kínverska ríkissjón- varpið við opnunina og birtist viðtal við sendiherra Íslands, Kristínu A. Árnadóttur, í China Daily, sem er víðlesnasta dagblaðið sem gefið er út á ensku í Kína. Þá hrifust rit- stjórar Casa International- tímaritsins af sýningunni á ís- lenskri hönnun og mun henni verða gert hátt undir höfði í næsta tölu- blaði. Á þeirri sýningu eru verk 30 vöruhönnuða og arkitekta og er hún samstarfsverkefni Hönnunarmið- stöðvar, utanríkiráðuneytis og menntamálaráðuneytisins. Hafa vakið mikla athygli Kristín sendiherra segir að markmiðið með þessum sýningum í Peking sé að hamra járn sem heitt er. „Hér í Kína er mikill áhugi á Ís- landi og því sem þaðan kemur,“ segir hún. „Á tímum eins og þeim sem við höfum upplifað undanfarin misseri, þar sem orðspor okkar hefur beðið hnekki, er mikilvægt að láta ekkert tækifæri ónotað til þess að styrkja það. Þá kemur sér til dæmis vel að geta teflt fram skapandi sam- tímalist og frábærum hönnuðum og listafólki. Þessar sýningar voru flestar komnar yfir hálfan hnöttinn, til Sjanghæ vegna heimssýning- arinnar, og það lá beint við að draga fánann að húni í höfuðborginni Pek- ing líka. Sýningarnar hafa allar vak- ið mikla athygli og umfjöllun um þær og Ísland er jákvæð og upp- byggileg.“ Kristín segist vonast til þess að framhald verði á sýningum ís- lenskra listamanna í Kína. „Ég vona svo sannarlega að þetta hafi verið upptaktur að öflugra sam- starfi á sviði hönnunar og lista, hinna svokölluðu skapandi greina, sem eru í vaxandi mæli að öðlast viðurkenningu sem útflutnings- verðmæti fyrir Ísland,“ segir hún. Myndir Ragnars til Lhasa Bráðnandi jöklar Hér sjást jöklamyndir eftir RAX á sýningu hans í Gerðarsafni. Verkin sem sýnd voru í Kína voru gefin jöklarannsóknastofnun landsins. Sýning Hönnun Steinunnar og myndir Guðrúnar Kristjánsdóttur.  Myndir Ragnars Axelssonar af bráðnandi jöklum gefnar Jöklarannsókna- stofnun Kína  Sýningar með íslenskri myndlist og hönnun settar upp í Peking Ragnar Axelsson Í sendiráðinu Sýning á íslenskri samtímamyndlist opnuð. Bókasafnið í Hveragerði og Listasafn Árnesinga bjóða til samverustundar í Listasafninu á morgun, 1. desember kl. 20. Fjórir höfundar lesa úr bók- um sínum. Það eru þau Þröstur Helgason, Sigríður Péturs- dóttir, Anton Helgi Jónsson og Ófeigur Sigurðsson sem lesa. Hljómsveitin Skuggabandið leikur nokkur Shadows-lög. Í safninu er nú sýningin Þjóðleg fagurfræði þar sem verk 12 listamanna tveggja tíma eru til sýnis. Aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á kaffi og piparkökur. Bækur og tónlist Samvera í Lista- safni Árnesinga Þröstur Helgason Hópur listamanna sem starfar saman undir heitinu „Sagan og fólkið“ sýnir leik- og söng- dagskrá í Þjóðmenningarhús- inu að kvöldi fullveldisdagsins, á morgun, 1. desember. Að þessu sinni sýnir hóp- urinn dagskrá um vinina Jónas Hallgrímsson og Tómas Sæ- mundsson og kallar uppá- komuna „Ekki skamma mig, séra Tumi“. Farið er um víðan völl í heimildasöfnun en mikið byggt á bréfum þeirra félaga. Alexandra Chernishova syngur lög við texa Jónasar. Guðrún Ásmundsdóttir er sögu- maður og fjórir leikarar til taka þátt í sýningunni. Leik- og tónlist „Ekki skamma mig, séra Tumi“ Guðrún Ásmundsdóttir Margt verður um að vera í Þjóðminjasafni Íslands við Suðurgötu nú á aðventunni. Jólasveinar heimsækja safnið að vanda, á sýningunni Sér- kenni sveinanna býðst börnum að snerta gripi tengda jóla- sveinunum, Grýlu og Leppa- lúða, auk þess sem þau skötuhjú kíkja í heimsókn. Fjölskyldum býðst að fara í sérstakan jólaratleik og fyr- irlestrar verða um íslenska jólasiði. Þá hefur nýtt jólavefsvæði verið opnað á heimasíðu safnsins og þar má finna ýmsan fróðleik, um jólasiði, vætti og uppskriftir: www.thjodminjasafn/jol Aðventan Líf og fjör í Þjóðminjasafninu Jólasveinn í Þjóð- minjasafninu Tveimur skúlptúrum, „Vörðunni“ eftir Jóhann Eyfells, og „Partner- ship“ eftir Pétur Bjarnason hefur verið fundinn staður á strand- stígnum við Sæbrautina í Reykjavík, eins og vegfarendur hafa takið eftir. Var verkunum komið fyrir í liðinni viku; Kjartan Mogensen landslags- arkitekt valdi þeim stað. Skúlptúrinn „Varðan“ er eins og áður sagði eftir Jóhann Eyfells. Hann fæddist í Reykjavík árið 1923 en fór ungur til náms í Banda- ríkjunum þar sem hann hefur búið og starfað síðan. Lengst af bjó hann í Flórída ásamt konu sinni Kristínu Eyfells, en hefur síðustu árin búið í Texas. Jóhann var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíeyringnum árið 1993. Bronsverkið „Partnership“ eftir Pétur Bjarnason stóð áður á Aust- urbakkanum þar sem nú er verið að byggja Hörpuna. Verkinu hefur nú verið fundinn staður við strandstíg- inn ekki langt frá Höfða. „Partnership“ er önnur tveggja höggmynda sem Pétur gerði í tilefni þess þegar 50 ár voru síðan Ísland og Bandaríkin höfðu tekið upp stjórnmálasamband. Morgunblaðið/Kristinn Varðan Listaverk Jóhanns Eyfells er komið upp við Sæbrautina. Skúlptúrar settir upp við Sæbraut „Varða“ Jóhanns sett upp í fyrsta skipti Partnership eftir Pétur Bjarnason. Í það minnsta er ég örugglega ofarlega á Reykjavíkurlistanum yfir snúsara32 » Fimm sýningar á íslenskri mynd- list og hönnun voru opnaðar í Peking 16. nóvember síðastlið- inn, á Degi íslenskrar tungu. Sýningarnar voru settar upp í hverfi sem nefnist 751 en þar er mikil áhersla á listræna sköpun. Á sýningunum var úrval sköp- unar íslenskra hönnuða, verk Steinunnar Sigurðardóttur fata- hönnuðar, ljósmyndir Ragnars Axelssonar og verk Guðrúnar Kristjánsdóttur myndlistarkonu. Samtímalist í sendiráði Á sama tíma var opnuð sýning í sendiráði Íslands í Kína, þar sem kynnt er íslensk samtíma- myndlist. Ólöf K. Sigurðardóttir, safnstjóri í Hafnarborg, ýtti kynningunni formlega úr vör en kynningin er eitt átaksverkefna á sviði menn- ingar sem utanríkisþjónustan vinnur nú að. Listamenninrinr eru valdir af Dorothée Kirch, framkvæmdastjóra Kynning- armiðstöðvar íslenskrar mynd- listar. Allir listamenninrinr sem eiga verk á kynningunni hafa tengingu við Kína en þau eru Erla Haraldsdóttir, Guðrún Ein- arsdóttir, Guðrún Kristjáns- dóttir, Erla Þórarinsdóttir, Hulda Hákon, Jón Óskar, Sigurður Guðmundsson, Guðjón Ket- ilsson, Inga Svala Þórsdóttir og Erró. Myndlist og hönnuðir FJÖLÞÆTT LISTKYNNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.