Morgunblaðið - 30.11.2010, Side 29

Morgunblaðið - 30.11.2010, Side 29
MENNING 29Dómar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2010 Tónleikar Víkings Heiðarssíðastliðið föstudagskvöldvoru haldnir í tilefni af út-gáfu geisladisks með leik hans og var efni disksins flutt í heild sinni þessa kvöldstund. Partíturnar voru fyrstu verk Bach, sem gefin voru út, en eru þó engin bernskubrek. Bach var þá á fimmtugsaldri og átti hundruð óút- gefinna verka í fórum sínum og því er hér um mjög flóknar og marg- brotnar tónsmíðar um að ræða. Partíturnar byggjast á hinu hefð- bundna svítuformi með hornstein- unum fjórum (allemande, courante, sarabande og gigue) en innahalda auk þess aðra kafla, þar sem Bach sýnir fram á færni sína í tón- smíðum og stílbrigðum. Þær tvær partítur, sem fluttar voru, eru að mörgu leyti mjög ólíkar og saman spanna þær nær ótrúlega vídd í stíl- og litbrigðum. Eftir hlé voru síðan 24 prelúdíur Chopin á dagskrá, sem hann lauk við á Mallorca árið 1839. Tíu árum áður hafði kollegi hans Mendels- sohn stjórnað flutningi Mattheus- arpassíunnar eftir J.S. Bach í Berl- ín og þannig endurvakið áhuga tónlistarunnenda á tónlist hans. Chopin er greinilega undir þessum áhrifum þegar hann semur prelúdí- ur sínar enda er skyldleikinn í formi auðsær við Das wohltemper- ierte Klavier eftir meistara Bach. Prelúdíur Chopin eru ákaflega fjöl- breyttar, bæði í lengd og stíl. Sú stysta er aðeins 16 taktar að lengd en þarna bregður einnig fyrir lengri smíðum, noktúrnum, mas- úrkum og etýðum. Í efnisskrá tón- leikanna skrifar Víkingur Heiðar: „Hægt er að líta á prelúdíurnar sem eins konar vinnustofu tón- skáldsins, ekki ósvipað því sem bagatelluformið var Beethoven. Þær voru vettvangur fyrir kjark- miklar tilraunir með hljómfræði, form og ekki síst ljóðrænu; hversu mikið væri hægt að tálga formið án þess að skerða frásögnina“. Eins og ráða má af ofansögðu reynir mjög á flytjandann í fjöl- breyttri efnisskrá sem þessari og þar var ekki komið að tómum kof- unum hjá Víkingi Heiðari. Þó svo að pedalar flygilsins virtust ekki ávallt vinna sem skyldi á við- kvæmum lokatónum var flutningur hans í einu orði sagt frábær þetta kvöld. Hvort sem um var að ræða langar seiðandi laglínur Bachs eða hina krómatísku tónavefi Chopins, þá hafði Víkingur Heiðar það full- komlega á valdi sínu og flutningur hans var allt að því óaðfinnanlegur. Og túlkun hans á allemande-köflum partítanna ein og sér hefði nægt til þess að undirritaður hefði farið al- sæll heim að tónleikum loknum, líkt og hann gerði. Salurinn Útgáfutónleikarbbbbn J.S. Bach: Partítur nr. 2 og nr. 5. Frédér- ic Chopin: 24 Prelúdíur op. 28. Víkingur Heiðar Ólafsson, píanó. Föstudaginn 26. nóvember kl. 20.00. SNORRI VALSSON TÓNLIST Frábærir tónleikar! Morgunblaðið/Eyþór Víkingur Heiðar „...flutningur hans var allt að því óaðfinnanlegur.“ Doktorsnemi í sagnfræðisem hikar ekki við aðstinga sér í ljónagryfju áheiður skilinn fyrir hug- rekkið. En Unnur Birna Karlsdóttir gerir enn betur, þessi stytta út- gáfa af ritgerð hennar er fag- mannlega unnin úttekt á deilunum um virkjun fall- vatna landsins síðustu hundrað árin, deilur þar sem tilfinningar okkar leika ekki minna hlutverk en töl- urnar. Unnur Birna rekur þau viðhorf sem stýrt hafa skoðunum manna á nýtingu náttúruauðlinda, vís- indabyltingu og skynsemishyggju 18. aldar, rómantík Jónasar. Skáldin töluðu um fegurð og blíðu íslenskrar náttúru en einnig hina háleitu, ótta- legu fegurð hennar eins og Benedikt Gröndal orðaði það. Þjóðern- ishyggja hefur einnig leikið sitt hlut- verk. Annars vegar hylla menn feg- urð landslagsins, hins vegar vilja þeir nýta náttúruna til að bæta kjör- in. Annars vegar er það sem höfund- urinn kallar mannhverfa afstöðu, hins vegar visthverf afstaða til nátt- úrunnar. Unnur er vafalaust ekki hlutlaus í þessum deilum fremur en ég eða þú. En hún er málefnaleg. Hún rekur líka hiklaust ýmis skringileg ummæli sem tíðarandinn samþykkti þá en hafnar núna. Bjarni frá Vogi, íhaldsmaður snemma á 20. öld, var á móti stór- iðju, flytja yrði inn þúsundir er- lendra verkamanna, þjóðernið gæti glatast. Þeir gætu blandast heima- mönnum. Bjarna hugnaðist það ekki, kynbótamenn yrðu samt að meta það. „En vita þykist jeg, að væri um reiðhesta að ræða, myndu menn ekki vera tiltakanlega hrifn- ir.“ Heiðursmenn hvöttu til þess fyrir liðlega hálfri öld að allt yrði virkjað, jafnvel Gullfoss. Nú hafa þeir dregið í land, æ fleiri viðurkenna að fara verði varlega og setja mörk. Unnur gerir ágætlega skil heit- ustu deilunum, Laxárvirkjun, Blöndu, Þjórsárverum sem enn er deilt um en eru, hvað sem öðru líður, fyrsti stóri sigurinn sem umhverf- isverndarsinnar unnu. En er hægt að njóta og nýta? Unnur bendir á að alltaf hljóti að felast í því þversögn, menn reyni bæði að halda og sleppa. Nýting, virkjun með lóni og annarri mikilli röskun á hálendinu merki að við fórnum einhverju, stundum miklu eins og gert var við Kára- hnjúka þegar tugir fossa hurfu og stórt svæði fór undir vatn. Forvitnilegt hefði verið ef hún hefði farið betur í saumana á úlfa- kreppunni sem margir umhverf- issinnar eru í þegar kemur að lofts- lagsbreytingum og virkjunum. Formaður loftslagsnefndar SÞ, Raj- endra Pachauri, sagði á sínum tíma Íslendingum að þeir ættu að sjálf- sögðu að nýta fallvötnin til að fram- leiða hreina orku, þannig gætu þeir dregið úr hættunni á hnattrænni hlýnun. Ekki orð um fegurðina. Þar sem fossarnir falla – Náttúrusýn og nýting fallvatna á Íslandi 1900- 2008 bbbbn Eftir Unni Birnu Karlsdóttur. Hið ís- lenska bókmenntafélag gefur út. 305 bls. KRISTJÁN JÓNSSON BÆKUR Hin „óttalega fegurð“ og við Unnur Birna Karlsdóttir Kettir eru kenjótt dýr ogallur gangur á því hversuvel mannfólk kann viðketti. Sumir eru ein- staklega elskir að köttum á meðan aðrir geta vart hugsað sér að snerta þá. En hvort sem fólk elskar eða hatar ketti eru þessar skepnur hluti af þéttbýlissamfélagi manna. Og af því hafa löngum hlotist deilur. Fólki finnst sitt hvað um það hversu frjálsir kettir eigi að vera í samfélagi okkar mannanna, hvaða lög og regl- ur eigi að gilda. Gunnar Theodór Eggertsson hef- ur skrifað þessa litlu bók til varnar köttum, af því tilefni að í sveitarfé- laginu Árborg var lausaganga katta bönnuð í sumar og eigendur skikk- aðir til að hafa ketti sína í bandi. Meginuppistaða bókarinnar er smásagan Kettirnir í Chernobyl en í henni ræða tveir menn saman um ketti og hitta fólk sem leggja orð í belg. Gunnar segist byggja sögu þessa að mestu á heiftarlegum um- ræðum sem áttu sér stað á Facebo- ok-síðu hans eftir að hann brást reiður við lausagöngubanninu. Af þeim sökum verð- ur þessi saga ekki saga í þeim skiln- ingi sem flestir leggja í það hug- tak, heldur meira eins og spjall eða allsherjar flaum- ur af innleggjum í umræðu um frelsi katta. Allt eru þetta athygl- isverð sjónarmið og þarna er velt upp bæði heimspekilegum og sið- ferðilegum hliðum á sambýli okkar mannanna við hin dýrin. Sannarlega höfum við öll gott af því að staldra við þessa umræðu. Aftan við aðalsöguna koma svo fimm stuttar ritsmíðar frá öðrum en Gunnari og sú sem hitti mitt katt- arhjarta er síðasta sagan í bókinni, eftir hann Þorstein Erlingsson, um nábúana. Ég velti því fyrir mér hvort fleiri svoleiðis sögur væru kannski besta leiðin til að verja ketti: Segja af þeim sannar sögur sem sýna okkur sálina í þeim. Þar sem Gunnar segir í inngangi að hann hafi verið alinn upp með það að leiðarljósi að bera virðingu fyrir öðrum dýrum og að hann hafi æv- inlega skynjað sig sem hluta af heimi katta, skal engan undra að hann standi upp þeim til varnar og er það vel. Eflaust veitir ekki af að einhver geri það, þegar þrengt er að köttum. Þessi bók er hið ágætasta innlegg í umræðuna um ketti og menn. Þetta er hugsjónabók og allur ágóði af sölu hennar rennur óskiptur til Kattholts. Vert er að taka fram að ákvörð- unin í Árborg um bann við lausa- göngu katta hlaut mikla gagnrýni og var endurskoðað og nú eru kettirnir lausir úr ólinni. Köttum til varnar bbbnn Eftir Gunnar Theodór Eggertsson. JPV 2010. KRISTÍN HEIÐA KRISTINSDÓTTIR BÆKUR Um ketti, frá köttum til katta Gunnar Theódór Eggertsson 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Ofviðrið (Stóra sviðið) Mið 29/12 kl. 20:00 frums Fim 13/1 kl. 20:00 6.k Mið 26/1 kl. 20:00 Sun 2/1 kl. 20:00 2.k Þri 18/1 kl. 20:00 Sun 30/1 kl. 20:00 8.k Lau 8/1 kl. 20:00 3.k Mið 19/1 kl. 20:00 Sun 6/2 kl. 20:00 9.k Sun 9/1 kl. 20:00 4.k Fös 21/1 kl. 20:00 7.k Fim 10/2 kl. 20:00 10.k Mið 12/1 kl. 20:00 5.k Þri 25/1 kl. 20:00 Ástir, átök og leiftrandi húmor Fólkið í kjallaranum (Nýja svið) Mið 1/12 kl. 20:00 23.k Fim 9/12 kl. 20:00 26.k Lau 11/12 kl. 19:00 Sun 5/12 kl. 20:00 24.k Fös 10/12 kl. 19:00 27.k Sun 12/12 kl. 20:00 Mið 8/12 kl. 20:00 25.k Fös 10/12 kl. 22:00 Sýningum lýkur í desember Fjölskyldan (Stóra svið) Fös 3/12 kl. 19:00 7.k Fim 30/12 kl. 19:00 Sun 23/1 kl. 19:00 Lau 4/12 kl. 19:00 8.k Fös 7/1 kl. 19:00 Lau 18/12 kl. 19:00 9.k Lau 15/1 kl. 19:00 "Stjörnuleikur sem endar með flugeldasýningu", BS, pressan.is Jesús litli (Litla svið) Mið 1/12 kl. 20:00 10.k Fim 9/12 kl. 20:00 15.k Lau 15/1 kl. 16:00 Ak.eyri Fim 2/12 kl. 18:00 aukas Fös 10/12 kl. 19:00 aukas Lau 15/1 kl. 20:00 Ak.eyri Fim 2/12 kl. 20:00 11.k Lau 11/12 kl. 19:00 aukas Sun 16/1 kl. 16:00 Ak.eyri Fös 3/12 kl. 19:00 8.k Sun 12/12 kl. 20:00 16.k Sun 16/1 kl. 20:00 Ak.eyri Fös 3/12 kl. 21:00 9.k Fim 16/12 kl. 20:00 Þri 18/1 kl. 20:00 Ak.eyri Lau 4/12 kl. 19:00 12.k Lau 18/12 kl. 19:00 Mið 19/1 kl. 19:00 Ak.eyri Lau 4/12 kl. 21:00 13.k Lau 18/12 kl. 21:00 Mið 19/1 kl. 21:00 Ak.eyri Þri 7/12 kl. 20:00 aukas Mið 29/12 kl. 19:00 aukas Fim 20/1 kl. 19:00 Ak.eyri Mið 8/12 kl. 20:00 14.k Fim 30/12 kl. 19:00 Fim 20/1 kl. 21:00 Ak.eyri Sýningar 2/12 kl 18 og 7/12 kl 20 verða túlkaðar á táknmáli Jesús litli - leikferð (Hamraborg) Lau 15/1 kl. 16:00 Sun 16/1 kl. 20:00 Mið 19/1 kl. 21:00 Lau 15/1 kl. 20:00 Þri 18/1 kl. 21:00 Fim 20/1 kl. 19:00 Sun 16/1 kl. 16:00 Mið 19/1 kl. 19:00 Fim 20/1 kl. 21:00 Sýnt í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri Faust (Stóra svið) Fim 6/1 kl. 20:00 Sun 16/1 kl. 20:00 Fös 14/1 kl. 22:00 Fim 20/1 kl. 20:00 Aukasýningar á Íslandi vegna fjölda áskorana Horn á höfði (Litla svið) Lau 4/12 kl. 14:00 aukas Sun 12/12 kl. 14:00 aukas Gríman 2010: Barnasýning ársins - síðustu sýningar Gjafakort - gjöf sem sem aldrei gleymist Ath. Sýningar hefjast kl. 19:00 Nánar á leikhusid.is Sími miðasölu 551 1200 Mbl, GSP ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.