Morgunblaðið - 30.11.2010, Side 32

Morgunblaðið - 30.11.2010, Side 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2010 Harry Potter, Hermione Granger, Ron Weasley og Voldemort eru komin aftur í magnaðasta ævintýri allra tíma BESTA SKEMMTUNIN HARRY POTTER kl. 5 - 6:30 - 7 - 8 - 10 10 RED kl. 8 - 10:20 12 HARRY POTTER kl. 5 - 8 VIP ÓRÓI kl. 10 10 DUE DATE kl. 5:50 - 8 - 10:20 10 FURRY VENGEANCE kl. 5:50 L / ÁLFABAKKA HARRY POTTER kl. 5 - 6 - 8 - 9 - 10:10 10 GNARR kl. 5:40 L DUE DATE kl. 5:50 - 8 - 10:20 10 RED kl. 8 12 / EGILSHÖLL SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI - BOXOFFICE MAGAZINE - Time Out New York „IT’S THE BEST FILM IN THE SERIES.“ - ORLANDO SENTINEL „ÞETTA ER KLASSÍK VORRA TÍMA.“ - Ó.H.T. – RÁS 2 Aðsóknarmesta myndin á Íslandi í dag GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR, VIP OG 3D MYNDIRÞRIÐJUDAGSBÍÓ Í DAG - KR. 700 700 kr. Tilboðil AF SNÚSI María Ólafsdóttir maria@mbl.is Í slangurorðabók sem finna má ávefsíðunni slangur.is segir svoum það að snúsa; snúsa so. fresta því að vakna með því að ýta á takka á vekjaraklukku sem gerir það að verkum að klukkan hringir aftur eftir nokkrar mínútur (e. snooze). Nú held ég að farið sé að nálg- ast heimsmet mitt í þessari íþrótt ef svo má kalla. Í það minnsta er ég örugglega ofarlega á Reykjavík- urlistanum yfir snúsara og efst á lista yfir íbúa í blokkinni minni. Enda er meðalaldurinn þar ca 65 ár og flestir sprottnir fram úr fyrir sjö fréttir. Þá er ég hins vegar einhvers staðar lengst inni í draumaheimi og langar skömmu síðar í ekkert meira en að henda símanum út um gluggann þegar hann byrjar að spila ofurhresst Jamaíka-lag. Já, það hjálpar kannski ekki til en á mig hrífur ekkert væmið gaul snemma morguns. Helst þyrfti ég einhvern til að vekja mig með veiðilúðri eða öðru álíka hljóðfæri. Þá fyrst myndi ég kannski ná að spretta fram úr rúm- inu í takt við nágranna mína.    En meðan síminn er minn vekj-araklukka þá bara snúsa ég og snúsa. Ég á það til að snúsa í góðan klukkutíma en fæ að lokum svo mik- ið ógeð á hressa laginu að ég staul- ast fram úr. Þá gerist yfirleitt nokk- uð athyglisvert, ég verð furðu fljótt ágætlega hress. Eins og það er hræðilegt að vakna þá er mesta átakið að opna augun og koma sér fram úr. Eftir það er ég jafnvel farin að syngja í bílnum hálftíma síðar á leið- inni í vinnuna. Eða tala óvenju mikið því það kviknar strax á málstöðv- unum, virðist vera, og þær haldast vel virkar það sem eftir lifir dags. Vegna þessa hef ég fengið að heyra frá systur minni að ég sé ótrúlega morgunhress. Sem mér finnst fyndið því ég er í raun algjör kvöldmann- eskja. En talbangsinn innra með mér á sér þó greinilega engin takmörk og er jafnvakandi sama hvaða tími sólarhrings er. Jafnvel nóttin fær ekki stöðvað orðaflauminn.    En aftur að snúsinu. Áður enþú, lesandi góður, heldur að ég sé algjör letihaugur og landeyða langar mig að fyrirbyggja þann mis- skilning. Snús-vandamálið er nefni- lega fylgikvilli vetrarins og gerir varla vart við sig á sumrin. Nema kannski að maður hafi lent á óvæntu fimmtudagsdjammi í góðu veðri. Annars er þetta vandamál eingöngu tengt myrkri, því að vakna í myrkri, fara í gegnum daginn í myrkri og fara svo að sofa í myrkri. Ég held það eigi við um marga að þetta hef- ur mikil áhrif á lífsgleði manns á morgnana. Það er einhvern veginn eins og gardínan hafi verið dregin fyrir og hún bara ætlar ekki að lyft- ast, sama hvað maður reynir.    Þá er nú bara ágætt ef það snjó-ar smá, enda lýsir það upp skammdegið. Jólaljósin vekja líka von og gleði í hjörtum snúsara. Svo og annarra. Svo eru jú jólin fram- undan og jólafrí. Sá tími er sann- arlega hátíð snúsara því þá má auð- vitað snúsa að vild. Eða bara sleppa því að stilla vekjaraklukkuna og sofa eins lengi og maður getur. Það er náttúrulega langbest. Listin að snúsa vel og lengi »Helst þyrfti ég ein-hvern til að vekja mig með veiðilúðri eða öðru álíka hljóðfæri. Þá fyrst myndi ég kannski ná að spretta fram úr. Mmmm Það er bara svo gott að sofa þegar myrkur og kuldi er úti og snúsa aðeins lengur. Jóladagatal Norræna hússins hefst á morgun, 1. desember. Á hverjum degi, til 23.desember, verður boðið upp á óvænt atriði í húsinu kl. 12.34. Nú liggur fyrir hvaða listamenn koma fram en ekki hvenær, þar sem það á að koma á óvart. Sem fyrr er dagatalið og allar auglýs- ingar tengdar því unnið af listamanni og í ár er listamaðurinn Sigtryggur Berg Sigmarsson en hann tekur einnig þátt í dagatalinu með hljóm- sveit sinni Stilluppsteypu. Þátttakendur í dagatalinu í ár eru þessir: Amiina, Árstíðir, Árni Þórarinsson, Bloodgroup, Dorothea Høgaard Dam, Eiríkur Guðmundsson, Habbý, Hafdís Bjarnadóttir, Heyrnarlausi kórinnm, Kviss Búmm Bang, Matti Kallio og Andrés Þór Gunnlaugsson, Ómar Ragnarsson, Ragnheiður Gröndal, Róbert The Roomate, Saga&Magga, Skakkapopp, Sirkus Íslands, Stilluppsteypa, Ugla Egilsdóttir og Saga Garðarsdóttir, Úti- dúr, Víkingur Heiðar og Yoga og eplaskífur. Þríeyki Listakonurnar í Kviss Búmm Bang taka þátt í jóladagatali Norræna hússins. Listamenn í jóladagatali Bandarísku tónlistarmennirnir Tom Brosseau og Gregory & the Hawk halda tónleika á Fak- torý, Smiðjustíg 6, á morgun, 1. desember, kl. 21.30 ásamt tónlistarkonunni Mr. Silla. Þessir bandarísku tónlistarmenn hafa komið fram á tónleikum með Íslendingum áður, hljómsveit- unum múm og Amiinu og tónlistarkonunum Ólöfu Arnalds og Lay Low. Gregory & the Hawk er listamannsnafn tón- listarkonunnar Meredith Godreau en ný plata með henni kom út fyrr í mánuðinum. Tom Brosseau er söngvari og lagasmiður og leitar í sinni listsköpun mikið í bandarískan sagna- brunn og amerískar bókmenntir, þjóðlagatón- list og kántríhefð, að því er segir í tölvupósti vegna tónleikanna. Hann hefur gefið út þrjár breiðskífur hjá útgáfunni Fat Cat. Aðgangseyrir á tónleikana annað kvöld er 1.000 kr. en forsala á þá fer fram í versluninni Havarí í Austurstræti. Skapandi Tónlistarkonan með forvitnilega listamannsnafnið, Gregory & the Hawk. Brosseau, God- reau, Mr. Silla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.