Morgunblaðið - 04.12.2010, Side 1

Morgunblaðið - 04.12.2010, Side 1
L A U G A R D A G U R 4. D E S E M B E R 2 0 1 0  Stofnað 1913  284. tölublað  98. árgangur  SYSTUR FLUTTU AF MÖLINNI TIL SIGLUFJARÐAR JÓN LÖGGA VILL DEYJA ÚR HLÁTRI PÁLL ÓSKAR OG DIDDÚ Á TÓNLEIKUM SUNNUDAGSMOGGINN LOKS SAMAN 57FENGU STRAX VINNU 16 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra þurftu að játa sig sigruð í átökum sínum við for- svarsmenn lífeyrissjóðanna í gær, þegar gengið var frá því hvernig viljayfirlýsing ríkisstjórnar- innar um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna yrði orðuð. Ljóst er af þeim aðgerðum sem kynnt- ar voru í gær, að langstærstur hluti aukins kostn- aðar mun falla á fjármálastofnanir og Íbúðalána- sjóð, en einungis lítill hluti á lífeyrissjóðina. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins liggur það fyrir að forsvarsmenn lífeyrissjóðanna eru aðilar að því samkomulagi sem greint var frá á blaðamannafundi laust fyrir hádegi í gær, á sín- um eigin lögfræðilegu forsendum, þ.e. að tals- menn lífeyrissjóðanna sögðu að sér væri hvorki siðferðilega né lagalega stætt á því að taka ákvörðun um að gefa ákveðnum sjóðfélögum ákveðnar upphæðir í afskriftir á kostnað annarra sjóðfélaga. „Okkur þykja þetta miklar umbúðir um heldur rýrt innihald,“ sagði talsmaður lífeyr- issjóðs í gær. Niðurstaðan varð sú, sem lífeyrissjóðirnir höfðu, samkvæmt heimildum, allan tímann reynt að telja ríkisstjórnina á: þeir munu taka á sig auk- inn kostnað á bilinu 10-15 milljarða króna. 60 þúsund heimili Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu í gær, að um 60 þúsund heimili mundu með beinum hætti njóta góðs af aðgerðum sem samkomulag væri um vegna skulda- og greiðsluvanda heim- ilanna. Forsætisráðherra fór nokkrum orðum um nýtt úrræði, sem nefnt er „ný tegund vaxtaniður- greiðslu“. Kostnaðurinn við þetta nýja úrræði verði allt að 6 milljarðar króna á ári hvort árið 2011 og 2012. Áformar ríkisstjórnin að „leita leiða til að fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðir fjár- magni“ þann kostnað. Talsmenn lífeyrissjóðanna eru þess á hinn bóg- inn fullvissir, að í slíkum áformum ríkisstjórn- arinnar felist ekki frekari skattheimta á sjóðina, heldur viðskipti, sem báðir aðilar, þ.e. sjóðirnir og ríkið, hafi hag af. MViljayfirlýsing »2, 4 og 6 Morgunblaðið/Kristinn Aðgerðir Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Arnar Sigurmundsson undirrita viljayfirlýsingu sem fengið hefur blendin viðbrögð. Segja þetta miklar um- búðir um rýrt innihald  Lífeyrissjóðirnir vopnaðir lögfræðiáliti, sem ráðherrarnir áttu ekkert svar við  Niðurskurður framlaga til heil- brigðisstofnana á landsbyggðinni hefur verið end- urskoðaður en skoðanir eru skiptar um hvort nóg sé að gert. Heilbrigðisstofn- unin á Blönduósi segist geta ágæt- lega við unað, þar sem niðurskurð- arkrafan hafi farið úr 11% í 4,9%. Sauðkrækingar og Húsvíkingar þurfa hinsvegar að skera niður um 12% á næsta ári og 13% 2012. For- stjóri Heilbrigðisstofnunar Þing- eyinga segir að stofnunin ráði við næsta ár, en áframhaldandi nið- urskurður 2012 sé alvarlegra mál. Þá eru forstöðumenn ekki sammála forsendum ráðuneytisins. »20 Niðurskurðurinn mælist misvel fyrir  Dómsmálum hefur fækkað í öll- um málaflokkum hjá héraðsdóm- stólum á milli ára frá 2009 til 2010 nema þegar kemur að ágreinings- málum vegna gjaldþrotaskipta. Mest er fækkunin í þingfestum einkamálum. Þau voru 17.272 í fyrra en það sem af er 2010 hafa að- eins 9.722 slík mál farið fyrir dóm- stóla. Hefur þeim því fækkað um tæplega helming. Sakamálum hef- ur einnig fækkað, úr 3.092 fyrstu 9 mánuði ársins 2009 í 2.763 í ár. At- hygli vekur einnig að gjaldþrota- skiptabeiðnum hefur fækkað, úr 1.857 í fyrra í 1.647 í ár. Fjöldi ágreiningsmála vegna gjaldþrotaskipta hefur hinsvegar margfaldast á milli ára. Fyrstu 9 mánuði ársins 2010 kom 561 nýtt ágreiningsmál vegna gjald- þrotaskipta til kasta héraðsdóm- stóla. Á sama tímabili árið 2009 voru þau aðeins 75 talsins, eða rúm- lega sjö sinnum færri. » 28 Dómsmálum fækkar nema deilum um gjaldþrotaskipti Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Við erum ekki kát með þetta. Það er ekki verið að taka á forsendu- brestinum sem varð heldur er fyrst og fremst verið að viðurkenna óinn- heimtanlegan kostnað lánakerfisins. Fólk er skilið eftir yfirskuldsett. Það á enn að ganga að eigum fólks,“ seg- ir Friðrik Ó. Friðriksson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, um aðgerðir í þágu skuldara. „Við sjáum ekki að þetta muni skapa skil- yrði til sátta. Það er ekki verið að taka á réttlætis- sjónarmiðinu í stöðunni heldur eingöngu verið að viðurkenna óinnheimtan- legan kostnað fjármálafyrirtækjanna,“ segir Frið- rik en stjórn samtakanna fundaði um tillögurnar fram undir kvöld í gær. Var hljóðið í honum þungt. Úrræðin virkuðu ekki Hann segir ýmislegt þó jákvætt. „Það er verið að auka skilvirkni sértækrar skuldaaðlögunar. Það er vissulega jákvætt að það úrræði sé tilkomið og það gert skilvirkara, enda virkaði það ekki. Það er ekki verið að taka á þessu grunnsjónar- miði almennra leiðréttinga sem þarf til þess að snúa formerkjunum við. Undir þessum formerkjum held ég að það sé alveg ljóst að það verð- ur ekki viðsnúningur á hruni fasteignaverðs. Þetta þýðir að sífellt fleiri munu halda áfram að færast yfir í yfirveðsetningu,“ segir Friðrik sem telur að stjórnvöld séu að kaupa sér tíma í stað þess að leysa vand- ann. Þá geti farið svo að þeir sem tóku 100% lán fái meiri aðstoð en þeir sem lögðu sparnað sinn upp í fasteignakaup. „Fólk er skilið eftir yfirskuldsett“  Hagsmunasamtök heimilanna telja skuldaaðgerðir ekki taka á forsendubresti Friðrik Ó. Friðriksson Allt um jólasveinana á www.jolamjolk.is dagar til jóla 20

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.