Morgunblaðið - 04.12.2010, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
FRÉTTASKÝRING
Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Kostnaður fjármálafyrirtækja vegna
þeirra aðgerða sem boðaðar voru í
viljayfirlýsingunni auk kostnaðarins
vegna frumvarpsins um gengis-
tryggðu lánin er um 90 milljarðar
króna að sögn Guðjóns Rúnarssonar,
framkvæmdastjóra Samtaka fjár-
málafyrirtækja. Hins vegar er það
mat þeirra sérfræðinga sem blaðið
hefur rætt við að þessi kostnaður
bankakerfisins sé í raun óumflýjan-
legur vegna óhjákvæmilegra van-
skila og afskrifta.
Óhjákvæmilegur kostnaður
bankakerfisins
Sú staðreynd að stóru viðskipta-
bankarnir þrír bjóða nú þegar úrræði
á borð við niðurfærslu fasteignalána
og höfuðstólslækkun yfirveðsettra
eigna er til marks um að bankarnir
hafi verið undir það búnir að taka á
sig mikinn kostnað vegna skulda-
vanda heimilanna og hafi haft um-
talsvert svigrúm í þeim efnum.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins voru bankarnir reiðubúnir
til þess að ganga lengra í niðurfærsl-
unni á fasteignalánum en það hafi
hins vegar strandað á Íbúðalánasjóði
(ÍLS) og lífeyrissjóðum. Þá síðar-
nefndu skorti hins vegar lagaheim-
ildir til þess að samþykkja slíkt og
það hefði væntanlega kallað á enn
frekari fjárframlög frá ríkinu til ÍLS.
Stjórnvöld hyggjast sem kunnugt er
setja 33 milljarða í sjóðinn vegna
slæmrar eiginfjárstöðu hans, en eins
og fram kom í umfjöllun Morgun-
blaðsins í vikunni voru 15 milljarðar
af þeirri upphæð sérstaklega eyrna-
merktir boðuðum aðgerðum vegna
skuldavanda heimilanna.
Ekki endanleg lausn
Þrátt fyrir þessi úrræði er ekki
hægt að tala um hina endanlegu
lausn á vandamálum skuldsettra
heimila. Þrátt fyrir að fasteignalán
séu færð niður í 110% af markaðs-
virði eigna er ekki útséð um þróun
mála á fasteignamarkaði. Horfur í
hagkerfinu benda sterklega til þess
að fasteignaverð muni halda áfram að
lækka. Þar af leiðandi er ekki hægt
að útiloka að mörg heimili verði á
endanum yfirveðsett enn á ný.
Þó svo að fasteignaverð hafi lækk-
að mikið á undanförnum árum eru
miklar líkur á því að botninum sé
ekki náð vegna lélegra hagvaxtar-
horfa og atvinnuleysis auk þess fyr-
irsjáanlega framboðs sem verður á
markaðnum þegar lánastofnanir
selja frá sér eignir sem þær neyðast
til að taka yfir.
Komast ekki hjá
niðurfærslunni
Kostnaður bankakerfisins sagður um 90 milljarðar króna
Aðgerðir samkvæmt viljayfirlýsingu
Áður til boða?
Niðurfærsla húsnæðislána í 110% af
verðmæti/fasteignamati
Já, hjá Arion banka og Landsbanka. Íslandsbanki bauð höfuðstólslækkun,
allt upp í 30%. Ekki niðurfærsla hjá ÍLS.
Sértæk skuldaaðlögun Já, en gerð hraðvirkari. Niðurfærsla aukin, úr 110% niður í 70-100% afverðmæti/fasteignamati.
Sjálfskuldarábyrgðir umfram eignastöðu og/
eða greiðslugetu ábyrgðarmanns felldar niður
Staða ábyrgðarmanna var styrkt í lögum frá 4. apríl 2009. Hæstiréttur taldi
þau ekki standast stjórnarskrá.
Ekki gengið að lánsveði á tímabili
sértækrar skuldaaðlögunar Nei.
Vettvangur kröfuhafa - til að einfalda
úrlausn flókinna skuldamála
Greiðsluvandaúrræði Íbúðalánasjóðs voru innleidd í öllum fjármála-
stofnunummeð samkomulagi.
Átak til að ná til heimila í vanskilum Ekkert slíkt átak áður.
Hækkun vaxtabóta Já. Framlengd.
Ný tegund vaxtaniðurgreiðslu Nei.
Nauðungarsölur - aðgerðir miðist við að
koma í veg fyrir uppboð
Tímabundin frestun var veitt á nauðungarsölum til að vernda skuldara og skapa
svigrúm til varanlegra ráðstafana á skuldavanda heimila.Uppboðsbeiðendum
var skylt að verða við óskumskuldara um frestun uppboða kæmuþær fram.
Húsnæðismál - fjölbreyttum húsnæðislausn-
um komið á fót og félagsleg úrræði aukin
Unnið var að mótun heildstæðrar húsnæðisstefnu hjá félags- og
tryggingamálaráðuneytinu í marsmánuði sl.
Framlög til húsaleigubóta Já. Ekki skert.
Aðgerðir
Fasteignaverð
skiptir miklu máli
» Samkvæmt Seðlabank-
anum hafði fasteignaverð að
raunvirði lækkað um 35% á
höfuðborgarsvæðinu í vor
miðað við hámark þess árið
2007.
» Frekari lækkun leiðir til
þess að þeir sem taka nið-
urfærslunni lenda á ný í því
að sitja uppi með yfirveðsetta
eign.
FRÉTTASKÝRING
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Þáttur lífeyrissjóðanna í viljayfirlýs-
ingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir
vegna skuldavanda heimilanna snýst
um það, að útfærðar eru leiðir til
þess að afskrifa kröfur, sem eru
hvort eð er taldar tapaðar. Í heildina
eru lífeyrissjóðir því ekki að taka á
sig auknar byrðar í nokkrum mæli.
Heildareignir lífeyrissjóðanna eru
í kringum 1.840 milljarðar króna, og
fram hefur komið að trygginga-
fræðileg staða þeirra muni versna
um innan við 0,5% við aðild að þeim
aðgerðum sem fyrirhugaðar eru.
Gróft áætlað er tryggingafræðileg
staða lífeyrissjóðanna tæplega tvö-
föld eignastaða þeirra, eða innan við
3.600 milljarðar og þeir sem hafa
reiknað út hver kostnaðurinn geti
orðið fyrir lífeyrissjóðina af aðgerð-
unum, telja að hann sé á bilinu 10 til
15 milljarðar króna.
Fulltrúar lífeyrissjóðanna eru
sammála um að þetta komi ekki til
með að hafa áhrif á lífeyrisgreiðslur
í sjóðunum. „Okkur þykja þetta
miklar umbúðir um heldur rýrt inni-
hald,“ sagði talsmaður lífeyrissjóðs í
gær.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins var breið samstaða um
það innan lífeyrissjóðakerfisins, að
mönnum sem stýra þeim sjóðum
væri hvorki stætt á því siðferðilega
né lagalega, að taka ákvörðun um að
gefa ákveðnum sjóðfélögum
ákveðnar upphæðir í afskriftir á
kostnað annarra sjóðfélaga.
Á hinn bóginn hafi verið sjálfsagt
að taka þátt í yfirlýsingu ríkisstjórn-
arinnar og fjármálafyrirtækja, að
því marki, sem lífeyrissjóðunum var
stætt á að gera.
Viðskipti – ekki skattlagning
Talsmenn lífeyrissjóðanna líta
þannig á að klásúlan í yfirlýsingunni
um nýja tegund vaxtaniðurgreiðslu,
þar sem m.a. segir: „Ríkisstjórnin
mun leita leiða til að fjármálafyr-
irtæki og lífeyrissjóðir fjármagni
nýja tegund tímabundinnar vaxta-
niðurgreiðslu,“ feli alls ekki í sér
áform stjórnvalda um að skattleggja
lífeyrissjóði sérstaklega.
Rifjað er upp að sl. sumar áttu
Seðlabankinn í Lúxemborg og
Seðlabanki Íslands viðskipti með
skuldabréf og þá hafi lífeyrissjóðirn-
ir keypt skuldabréf af ríkinu sjálf-
viljugir og greitt fyrir með gjaldeyri.
Af þeim viðskiptum hafi myndast
heilmikill hagnaður, sem lífeyris-
sjóðirnir og ríkið hafi síðan skipt
með sér. „Við sjáum fyrir okkur
frekara samstarf af þessum toga, en
ekki aukna skattheimtu,“ segir
stjórnarmaður í lífeyrissjóði.
Lífeyrissjóðirnir
afskrifa aðeins
tapaðar kröfur
Kostnaður 10-15 milljarðar króna
Morgunblaðið/Kristinn
Með penna á lofti Árni Páll Árna-
son, viðskiptaráðherra, og Guðjón
Rúnarsson , framkvæmdastjóri
Samtaka fjármálafyrirtækja.
Lífeyrissjóðir
» Lífeyrissjóðirnir telja ekki að
koma þurfi til skerðingar lífeyr-
isgreiðslna vegna þátttöku
þeirra.
» Sjóðirnir telja alls ekki að
stjórnvöld áformi frekari skatt-
lagningu á sjóðina til þess að
fjármagna vaxtaniðurgreiðslu.
» Mat lífeyrissjóðanna er að
gróft áætlað þýði þátttaka
þeirra 10-15 milljarða kostnað
fyrir þá.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Sá vandi sem við er að glíma er orð-
inn stærri vegna þess að á honum
hefur ekki verið tekið fyrr, þrátt fyrir
ítrekuð loforð,“ segir Bjarni Bene-
diktsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, um aðgerðir stjórnvalda til
handa skuldsettum heimilum.
Dró skerðingar til baka
„Margt af því sem er verið að
kynna til sögunnar í tillögunum núna
er jákvætt og í þeim anda sem við
sjálfstæðismenn höfum talað fyrir á
þinginu. Þegar ríkisstjórnin kynnti
skerðingar á
vaxtabótum í fjár-
lagafrumvarpinu,
þá sögðum við að
styrkja þyrfti
vaxtabótakerfið.
Hún er nú hætt
við áform sín um
að skerða vaxta-
bæturnar.“
Bjarni víkur
einnig að húsa-
leigukerfinu.
„Við sögðum að það þyrfti að
styrkja húsaleigubótakerfið. Stjórn-
völd höfðu uppi áform um að skerða
húsaleigubætur en hafa nú hætt við
það líka. Vaxtabótakerfið og húsa-
leigubótakerfið eru heppileg til þess
að ná til fólks í greiðsluvanda.“
Úrræðin voru of flókin
„Við sjálfstæðismenn höfum
haldið uppi látlausri gagnrýni um að
úrræðin væru of flókin og að menn
þyrftu að fara gegnum nálarauga til
þess að geta fengið felldar niður
skuldir. Þetta höfum við bent á í heilt
ár og rúmlega það og á það hefur ekki
verið hlustað […] Þessi töf hefur
dregið úr efnahagsbatanum í landinu
vegna þess að óvissan sem hefur fylgt
fjárhagslegri stöðu heimilanna hefur
dregið þróttinn úr samfélaginu.“
Seinagangur við aðgerðir
gerði vandann erfiðari
Bjarni
Benediktsson
Formaður Sjálfstæðisflokksins fagnar einföldun úrræða
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is
A
T
A
R
N
A
Jólabæklingurinn
er kominn út.
Girnileg
jólatilboð.
fyrir
Jólasmákökur og huggulegheit
í verslun okkar.