Morgunblaðið - 04.12.2010, Síða 6
BAKSVIÐ
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Hún var óstjórnlega flott og gam-
an að heyra og sjá hana syngja,“
segir Guðrún Straumfjörð, 99 ára
að aldri, um tónleika sem hún sá
með Marlene Dietrich í Reykjavík
árið 1944. Guðrún hafði samband
við Morgunblaðið eftir lestur
fréttar á baksíðu blaðsins sl. mið-
vikudag þar sem Óttar Sveinsson
rithöfundur óskaði eftir því að kom-
ast í samband við þá sem hittu eða
sáu Dietrich í Íslandsheimsókn
hennar.
Bókin Útkall - árás á Goðafoss
kemur út í Þýskalandi á næsta ári
og óskaði þýska forlagið eftir frek-
ari upplýsingum um ferðir söng- og
leikkonunnar hér landi en fram
komu í íslensku útgáfu bókarinnar.
Um það leyti sem Dietrich skemmti
hermönnum í Reykjavík lagði Goða-
foss úr höfn í Reykjavík í sína hinstu
för til New York.
Guðrún fór á tónleikana ásamt
eiginmanni sínum en frændi henn-
ar, Vestur-Íslendingur frá Edmon-
ton í Kanada sem var hér á stríðs-
árunum, bauð þeim með sér. „Þetta
var alveg stórkostlegt. Ég man ekki
til þess að hafa séð aðra Íslendinga
á tónleikunum, þetta voru mest her-
menn í búningum,“ segir Guðrún.
Hún man þessa tónleika eins og
gerst hefðu í gær. „Þarna sat hún
[Dietrich] og söng og spilaði undir á
sögina. Hún var fallega klædd í hvít-
um jakkakjól úr þykku satíni, allan
settan pallíettum. Hún var hreint út
sagt stórkostleg, með ljóst og fal-
legt sítt hár og heillaði hermennina
ábyggilega upp úr skónum.“
Mikill fengur fyrir bókina
Óttar Sveinsson fór og hitti Guð-
rúnu að máli í gær og hann segir
mikinn feng í frásögn hennar
fyrir endurgerð bókarinnar,
enda sé vitað að afar fáir Ís-
lendingar komust á tón-
leikana. Voru þeir fyrst og
fremst hugsaðir fyrir her-
menn. Guðrún á einnig teng-
ingu við Goðafoss þar sem vin-
kona hennar, Sigrún Briem,
var meðal þeirra sem fórust og
tveir aðrir Íslendingar sem
hún þekkti vel.
„Var óstjórnlega flott“
Guðrún Straumfjörð man tónleika með Dietrich eins og
gerst hefðu í gær Ein fárra sem sáu hana syngja hér
Morgunblaðið/Kristinn
Minnug Óttar Sveinsson heimsótti Guðrúnu Straumfjörð í gær og fékk að heyra frásögn hennar af Dietrich.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2010
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Slökkviliðsmenn á höfuðborgarsvæð-
inu eru mjög ósáttir við að stjórn
slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins,
SHS, neiti að framlengja sérstakt
áhættulag umfram kjarasamning upp
á 15.000 krónur á mánuði. Jón Viðar
Matthíasson slökkviliðsstjóri ákvað,
eftir að samningar tókust loks eftir
verkföllin í sumar, að greiða umrætt
álag út nóvember. En stjórnin, þar
sem borgarstjóri er í forsæti, fram-
lengir ekki þá tilhögun, þrátt fyrir ósk
Jóns Viðars.
Kjarasamningar Landssambands
slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna,
LSS, eru nú lausir eins og hjá öðrum
og segir Sverrir Björn Björnsson, for-
maður félagsins, ákvörðun stjórnar
SHS hleypa illu blóði í liðsmenn fé-
lagsins.
„Launanefndin hafði komist upp
með að láta okkur vera samnings-
lausa í 13 mánuði og okkur finnst
þetta vera einhvers konar hefndar-
ráðstöfun fyrir að hafa neytt hana til
að gera þennan kjarasamning í haust.
Það er komið í bakið á okkur með
þessu,“ segir Sverrir Björn. „Þetta
álag var í boði fyrir starfsmenn SHS í
kjarasamningnum, þetta var ekki
eitthvað nýtt en var ekki tekið fyrir í
sjálfum kjarasamningunum. Mér er
ekki heimilt að semja um kaup og
kjör fyrir einstaka hópa, við semjum
fyrir alla félagsmenn á landinu. En á
hverju svæði þarf alltaf að semja um
útfærslur á kjarasamningum.
Ég veit ekki betur en að
stjórn SHS hafi sjálf ákveðið að
greiða þessar 15 þúsund krónur til
okkar, síðan var þetta tekið af en boð-
ið aftur til að liðka fyrir samningun-
um. Við héldum að menn væru að tala
af einhverjum heilindum.
Kannski gerðu þeir þetta í góðri
trú. En síðan kemur sendinefnd frá
Sambandi íslenskra sveitarfélaga og
launanefndinni þar og fer að skipta
sér af málinu. En þá ætti launanefnd-
in að fara líka í hin sveitarfélögin og
tryggja að þar sé örugglega farið eftir
kjarasamningum, af hálfu beggja að-
ila,“ segir Sverrir Björn.
Framkvæmdastjóri Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga, Karl Björns-
son, segist hafa mætt á undirbúnings-
fund sem haldinn var fyrir formlegan
stjórnarfund SHS. Hann hafi bent á
að álagsgreiðslur utan við kjarasamn-
inga væru alls ekki heimilar, ákvæði
þess efnis hefði verið sett í lög einmitt
til að tryggja að farið væri vandlega
eftir samningum.
Karl segist aðspurður ekki vita til
þess að samið hafi verið um einhverj-
ar aukagreiðslur á öðrum svæðum en
á höfuðborgarsvæðinu.
Hiti í slökkvi-
liðsmönnum
Áhættuálag hafi liðkað fyrir samningum
Morgunblaðið/Júlíus
Mótmæli Slökkviliðsmenn af höf-
uðborgarsvæðinu í kröfugöngu.
Samningar lausir
» Slökkviliðsmenn í LSS
beittu skæruverkföllum til að
þvinga fram samninga í haust.
» Liðsmennirnir bera starf sitt
gjarnan saman við starf lög-
reglunnar.
» Tímasetningin er óheppileg.
Hafinn er jólamánuður þegar
mikið álag er á liðsmönnum
LSS og kjarasamningar eru
sagðir geta orðið mjög erfiðir.
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Framsóknarflokksins,
segir að tímabundin vaxtanið-
urgreiðsla sé áhugaverðust þeirra
aðgerða vegna skulda heimilanna,
sem kynntar voru í gærmorgun.
Enn sé óútskýrt hvernig eigi að
framkvæma hana og fjármagna.
„Ég átta mig ekki á því hvort
ríkið er þarna að fara að fjármagna
vaxtaniðurgreiðsluna um 6 milljarða
á ári vegna þess að þarna segir að
ríkisstjórnin muni í samstarfi við að-
ila samkomulagsins leita leiða til að
fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðir
fjármagni þessi útgjöld. Það er eins
og að ekki sé búið að semja um það.
Það er óheppilegt ef ekki er bú-
ið að semja um hvernig menn ætla
að fjármagna þá aðgerð sem sætir
mestum tíðindum í þessum til-
lögum,“ segir hann.
Flækjustigið áhyggjuefni
Sigmundur Davíð bendir einnig
á að menn hafi rekið sig á það aftur
og aftur að það hversu flóknar lausn-
irnar hafa verið fram að þessu hafi í
sjálfu sér verið stór hluti vandans.
„Þegar skuldavandinn er svona víð-
tækur þá er erfitt að ætla að leysa
það með flóknum aðgerðum því fara
þarf í saumana á hverju dæmi fyrir
sig og meta hverjar af þessum 50 að-
gerðum sem forsætisráðherra talaði
um, henti best eða hvaða blanda
þeirra. Ég hef mestar áhyggjur af
flækjustiginu,“ segir hann.
Leikið með tölur
„Ég vona að menn séu ekki að
nota tækifærið núna til að láta líta út
fyrir að þeir peningar sem þegar
hafa tapast, óhjákvæmilegt var að
afskrifa og er jafnvel búið að af-
skrifa, séu einhver ný útgjöld. Menn
segi þá sem svo að það sé verið að af-
skrifa þetta fyrir ríkið eða m.ö.o. að
bankar eða fjármálastofnanirnar
noti tækifærið til þess að láta líta út
fyrir að það sem þegar hefur tapast
hafi ekki verið tapað en sé fært niður
núna að tilstuðlan ríkisins,“ segir
Sigmundur Davíð ennfremur.
„Brjálæðisleg“ spilaborg
Þór Saari, þingmaður Hreyf-
ingarinnar, gagnrýnir aðgerðirnar
vegna skuldavanda heimilanna harð-
lega.„Mér sýnist þetta vera gam-
aldags „Jóhönnu
félagsmálaráðherraaðferð“ við að fé-
lagsmálavæða flest öll skuldug heim-
ili á landinu,“ segir Þór. „Það er ekk-
ert verið að gera í skuldamálum
heimilanna annað en að gera þau að
einhverjum bótaþegum. Það er alveg
brjálæðislegt að fara með allt þjóðfé-
lagið inn í þetta. Þetta býr til mikið
af samtengingum. Það má líkja
þessu við spilaborg. Ef einn kubbur
hrynur þá hrynja allir,“ segir Þór
Afleiðingarnar geti orðið mjög
alvarlegar ef búið sé að flækja tugi
þúsunda heimila inn í eitthvert bóta-
kerfi. Lánin séu verðtryggð og ef
krónan fellur og verðbólgan eykst
aukist skuldir heimilanna. „Þá verð-
ur þetta hringavitleysa,“ segir hann.
Áhættan fyrir ríkið og samfélagið í
heild sé gríðarleg.
Setja fyrirvara við að-
gerðir ríkisstjórnarinnar
Heimili félagsmálavædd Vaxtaniðurgreiðsla óútskýrð
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Þór
Saari
Þýsk-bandaríska leik- og söng-
konan Marlene Dietrich skemmti
hermönnum á nokkrum tón-
leikum í Reykjavík í september
árið 1944. Þar spilaði hún einnig
á sögina sem Guðrún man svo
vel eftir, en meðfylgjandi mynd
er tekin í Trípólíbíói við Suð-
urgötu 14. september 1944. Síð-
ustu tónleikarnir voru 17. sept-
ember í Andrews Field House,
sem var stór braggalaga
bygging, síðar íþrótta-
húsið Hálogaland.
Þar lék
hún á sög-
ina í sömu
hvítu föt-
unum, fyrir
troðfullu
húsi.
Söng og
spilaði á sög
MARLENE DIETRICH
Marlene
Dietrich á
söginni.
Frábær tilboð alla helgina