Morgunblaðið - 04.12.2010, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2010
Formaður Bændasamtakannafjallar í leiðara Bændablaðsins
um aðlögunarferlið að ESB og seg-
ir tal um að ekki þurfi að fara fram
aðlögun sé skiljanlegt í ljósi lítils
stuðnings við málið. Undanbrögðin
séu ætluð til heimabrúks og ekki
þurfi að velkjast
í vafa um að
væntanleg samn-
ingsniðurstaða
verði kynnt með
sama hætti.
Loðinn og óljós texti, sem reynd-ar er sammerkt öllum nýleg-
um aðildarsamningum ESB, sem
túlka má til heimabrúks til að kom-
ast í gegnum þjóðaratkvæða-
greiðslu. En eftir þjóðaratkvæða-
greiðslu er veruleikinn aðeins
túlkun ESB,“ segir formaðurinn.
Vitaskuld þarf enginn að efastum að sú spunavél sem þegar
er farin í gang og smurð er ómæld-
um fjármunum úr ríkissjóði Íslands
og sjóðum ESB verður sett á yf-
irsnúning þegar kemur að því að
sannfæra íslenskan almenning um
að Ísland hafi náð „hagstæðum
samningum“ sem eigi engan sinn
líka í sögu sambandsins.
Gangi Íslendingar í gildruna envakni svo upp við vondan
draum og vilji út aftur verður það
orðið um seinan. Um þetta fjallar
Frosti Sigurjónsson í ágætum pistli
á Evrópuvaktinni, www.evr-
opuvaktin.is.
Frosti bendir á að því sé haldiðfram að úrsögn sé möguleg
vegna ákvæðis í Lissabon-
sáttmálanum, en sú úrsögn sé tæp-
ast raunhæfur kostur.
Mikilvægt er að gera sér greinfyrir að leiðin inn í ESB er í
raun einstefna, þó að aðildarsinnar
haldi stundum öðru fram.
Einstefna Evrópu-
sambandsins
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 3.12., kl. 18.00
Reykjavík -5 heiðskírt
Bolungarvík -4 heiðskírt
Akureyri -7 alskýjað
Egilsstaðir -9 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. -4 léttskýjað
Nuuk 2 skýjað
Þórshöfn 0 léttskýjað
Ósló -12 heiðskírt
Kaupmannahöfn -2 snjóél
Stokkhólmur -3 skýjað
Helsinki -5 snjókoma
Lúxemborg -5 skýjað
Brussel -6 þoka
Dublin 1 slydda
Glasgow 2 skýjað
London -2 léttskýjað
París 0 skýjað
Amsterdam -3 þoka
Hamborg -2 snjókoma
Berlín -5 skýjað
Vín -2 snjókoma
Moskva -11 alskýjað
Algarve 12 heiðskírt
Madríd 3 léttskýjað
Barcelona 8 léttskýjað
Mallorca 10 léttskýjað
Róm 10 léttskýjað
Aþena 18 skýjað
Winnipeg -12 skýjað
Montreal 2 léttskýjað
New York 3 skýjað
Chicago -2 skýjað
Orlando 15 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
4. desember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:54 15:43
ÍSAFJÖRÐUR 11:32 15:15
SIGLUFJÖRÐUR 11:16 14:57
DJÚPIVOGUR 10:31 15:05
Konurnar sem saka Gunnar Þor-
steinsson, forsstöðumanns trú-
félagsins Krossins, um kynferð-
islega áreitni hafa nú sent
dómsmála- og mannréttinda-
ráðherra skriflega ósk um að hann
hlutist til um rannsókn á Krossinum
og að Gunnar verði sviptur rétt-
indum sem forstöðumaður.
Ása Knútsdóttir, sem hefur komið
fram fyrir hönd kvennanna, staðfesti
við Pressuna í gær að bréf þess efnis
hefði verið sent ráðuneytinu.
Ábyrgur samkvæmt lögum
Alls hafa sjö konur borið Gunnar
sökum og hefur vitnisburður sex
þeirra verið birtur undir nafni. Sú
sjöunda hefur ekki treyst sér til að
koma fram opinberlega. Sjálfur seg-
ir Gunnar að ásakanir kvennanna
séu tilhæfulausar. Hann segist hafa
vikið tímabundið sem forstöðumaður
Krossins á meðan málið sé skoðað.
Forstöðumaður skráðs trúfélags
er samkvæmt lögum ábyrgur gagn-
vart dómsmála- og mannréttinda-
ráðuneytinu um að ákvæði laga séu
virt innan félagsins.
Gunnari
verði vikið
frá störfum
Senda ráðherra
bréf um Krossinn
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
stöðvaði kannabisræktun í fjölbýlis-
húsi í Breiðholti í fyrradag. Við
húsleit á áðurnefndum stað fundust
um 120 kannabisplöntur. Karl-
maður um tvítugt var handtekinn í
tengslum við rannsóknina. Á dög-
unum stöðvaði lögreglan aðra
kannabisræktun í Breiðholti. Við
húsleit á þeim stað fundust um 35
plöntur. Húsráðandi, karl á fimm-
tugsaldri, játaði aðild að málinu.
Karl og kona voru handtekin í
Kópavogi í vikunni en í híbýlum
þeirra fannst allnokkuð af munum,
m.a. GPS-tæki, fartölva og flat-
skjár. Talið er að um þýfi sé að
ræða. Fólkið er um þrítugt og hefur
áður komið við sögu hjá lögreglu.
Stöðvuðu kannabis-
ræktun í Breiðholti