Morgunblaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 11
verkskaffi og var að föndra. Það var þó eitthvað og í öðru lagi hafði mér tekist ágætlega upp með fyrstu pappírsvafningana. Svo vel að ég fór aðeins fram úr sjálfri mér og ákvað að skreyta þá með glimmerlímdoppum. Það hefði ég átt að gera eftir að ég heftaði vafningana saman. En hvað, stundum bara ræður maður ekki við sig í listrænni sköpun! Límverkið gekk ekki alveg jafn vel hjá vinkonunni sem hafði komið líminu á borðið, puttana á sér og bara smá á jólastjörnuna. Ég glotti aðeins að henni (ókei, hló) en skömmu síðar sannaðist hið fornkveðna að sá hlær best sem síðast hlær, þegar jólastjarn- an mín var eiginlega komin í al- gjöra köku. Það var nefnilega ekkert grín að hefta hana saman! En þetta endaði nú samt allt saman vel. „Þetta er svona fusion hjá þér bara,“ sagði vinkonan hughreystandi og horfði á glimmerglansandi furðuverkið mitt með blöndu af aðdáun og vorkunn í svipnum. Ég ákvað að láta þar við sitja og æfa mig betur heima. Afraksturinn Það þýðir ekkert nema að hafa gaman af þessu, þó maður klippi út eins og barn. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2010 „Þetta verður í tuttugusta og áttunda skipti sem ég er með opið hús fyrstu helgina í desember,“ segir Sigrún Ein- arsdóttir glerlistakona en hún verður með opið hús í glerblástursverkstæði sínu Gleri í Bergvík í dag og á morgun. „Aðsóknin hefur alltaf verið góð, það hafa komið hingað mörg hundruð manns yfir þessa opnu helgi. Mörgum finnst gaman að byrja jólastemninguna hjá mér og hér hittast heilu ættirnar og saumaklúbbarnir á hverju ári. Ég hitti líka kúnnana mína mest þessa helgi,“ bætir Sigrún við. Opið verður í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag, frá kl. 10 til 15. Gesta- blásarar eru Liz Potenza frá USA og Da- mien Francois frá Frakklandi og munu þau, ásamt Sigrúnu sýna glerblástur. „Já, við ætlum að sýna glerblástur og verðum svolítið að leika okkur þessa daga, blásum kannski fugla fyrir litla krakka og svona,“ segir Sigrún. Einnig verður útsala á útlits- gölluðum glermunum og afsláttur af öðru gleri. Boðið verður upp á kaffi og pip- arkökur og félagar úr Vinabandinu leika jólalög á munnhörpu og gítar á laug- ardagsmorgun. „Þetta eru tveir vinir mín- ir sem hafa komið í nokkur ár og spilað jólalög, annar spilar á heimagerða munn- hörpu úr silfri og vinur hans er á gítar og þeir eru snillingar. Svo kemur Kamm- erkór Mosfellsbæjar og syngur á sunnu- deginum.“ Gler í Bergvík er staðsett milli Klé- bergsskóla og Grundarhverfis á Kjal- arnesi. Allir eru velkomnir. ingveldur@mbl.is Opið hús í Gleri í Bergvík Morgunblaðið/Golli Bergvík Sigrún Einarsdóttir á glerverkstæði sínu ásamt Liz Potenza og Damien Francois. Blásið Gaman er að fylgjast með glerblæstri. Jólahelgin á glerverk- stæðinu Í ofninum Kúlan fer inn í eldinn. Sjóðheit Jólakúla í mótun. Rjúkandi heitt súkkulaði um alla miðborgina í nafni Rauða krossins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.