Morgunblaðið - 04.12.2010, Page 14

Morgunblaðið - 04.12.2010, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2010 Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. 20 dagar til jóla Árlegt jólakaffi Hringsins verður haldið í Broadway á morgun, sunnudag kl. 13.30. Miðasala hefst kl. 13.00. Boðið er upp á girnilegt kaffihlaðborð að hætti Hrings- kvenna og er dagskráin glæsileg að vanda. Margir frábærir listamenn koma fram með hljóðfæraleik, söng, danssýningu og glens fyrir unga sem aldna. Allir gefa þeir vinnu sína. Þá verður happdrætti með góðum vinningum sem ýmis fyrirtæki hafa gefið. Allur ágóðinn rennur til veikra barna á Íslandi. Jólakaffi Hringsins í Broadway Jólasýning Árbæjarsafns verður haldin næstu þrjá sunnudaga milli kl. 13 og 17. Þar fær fólk að rölta á milli húsanna og fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga. Í Árbænum fær fólk að sitja með vasahnífa og skera út laufabrauð en uppi á baðstofulofti verður spunnið og prjónað. Þar verður einnig jólatré vafið lyngi. Í Kornhúsinu fá börn og fullorðnir að föndra, búa til músastiga, jólapoka og sitthvað fleira. Í Hábæ verður hangikjöt í potti og gestum boðið að bragða á nýsoðnu keti en í stofunni verður sýndur útskurður. Í hesthúsinu frá Garðastræti er sýnt hvernig fólk bjó til tólgarkerti og kóngakerti í gamla daga. Jólahald heldra fólks á 19. öld er sýnt í Suðurgötu 7 og í Lækj- argötu 4 verður sögustund fyrir börn. Kl. 15.00 hefst svo jólatrésskemmtun á torginu þar sem sungin verða jólalög og dansað í kringum jólatréð. Aðgangseyrir er 600 krónur fyrir fullorðna en ókeypis er fyrir börn, ellilíf- eyrisþega og öryrkja. Gamlir jólasiðir fá líf í Árbæjarsafni Siður Ketkrókur að leik. Á morgun, sunnudag, kl. 14 hefst jóladagskrá Þjóðminjasafnsins með fjölskyldudagskrá. Grýla, Leppa- lúði og jólakötturinn munu kíkja í heimsókn og Pollapönkararnir munu spila fyrir krakkana. Einnig verður opnuð sýningin „Sérkenni sveinanna“, en þar má sjá jólahús með gripum sem tengjast jólasvein- unum. Þá koma jólasveinarnir dag- lega í safnið frá og með 12. desem- ber líkt og fyrri ár. Í forsal á 3. hæð er líka hægt að skoða gömul jólatré frá ýmsum tímum og fjölskyldur geta farið í ratleikinn „Hvar er jólakötturinn?“ og snýst um að finna litlu jólakettina sem hafa ver- ið faldir innan um safngripina. Ókeypis er að hitta jólasveinana og að skoða sýninguna en að auki er frítt inn á safnið á mið- vikudögum og ókeypis aðgangur fyrir börn undir 18 ára aldri alla daga. Morgunblaðið/Golli Skemmtilegt Stekkjastaur mætir á að- ventunni í Þjóðminjasafnið. Jóladagskrá í Þjóðminjasafninu Á morgun, sunnudag, kl. 13.30- 16.00 verður jólasýning í Gamla bænum Laufási við utanverðan Eyj- arfjörð þar sem hægt verður að fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla sveit- arsamfélaginu. Dagskráin hefst með jólastund í Laufáskirkju. Í Gamla bænum verður m.a. boðið upp á varðeld, kveðskap, hangi- kjötssmökkun, laufabrauðsgerð og gamaldags jólaföndur fyrir börnin. Aðgangseyrir er 600 kr. en ókeypis er fyrir 15 ára og yngri. Jólasýning í Gamla bænum í Laufási Í dag, laugardag kl. 13-17 verður basar og flóamarkaður á Hrafnistu í Hafnarfirði í Menningarsal heim- ilisins á 1. hæð. Basarinn er á veg- um starfsfólks heimilisins. Basar og flóamark- aður á Hrafnistu Aðventan í Laugardalnum býður upp á eitthvað fyrir alla. Í Grasa- garðinum verður Café Flóra opin allar aðventuhelgar í desember. Á torginu fyrir framan garðinn selur Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík jólatré um helgar. Grýla heldur jólaveislu í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum, boðið er upp á hest- vagnaferðir um garðinn og litla jólalistasmiðju á Hafrafelli. Gaman Jólalegt verður um að litast í Laugardalnum á aðventunni. Jól í Laugardal ÚR BÆJARLÍFINU Andrés Skúlason Djúpivogur Jólahald er á næsta leiti og hafa íbúar á Djúpavogi verið duglegir eins og áður að hengja upp jólaljós og skreyta hús sín og garða. Kveikt var á jólatré Djúpavogshrepps að venju með viðhöfn á fyrsta degi í aðventu.    Menningarlífið blómstrar sem fyrr á Djúpavogi og hafa tónlistar- uppákomur í bland við aðra við- burði verið áberandi að und- anförnu. Meðal viðburða má nefna einsöngstónleika tenórsins József Gabrieli Kiss hinn 25 nóv. síðastlið- inn en József er tónskólastjóri Djúpavogshrepps. Undirleikarar á tónleikum þessum voru kona hans Andrea Kissné Révfalvi á fiðlu og Guðlaug Hestnes á píanó. Kirkjan var þéttsetin og þóttu tónleikar þessir mikið eyrnakonfekt.    Jólamarkaður var haldinn í menningarhúsinu Löngubúð fyrir skemmstu þar sem handverksfólk, félagasamtök o.fl. seldu vörur sín- ar. Handverksfólki í Djúpavogs- hreppi hefur vaxið ásmegin á síð- ustu árum og má í dag víða sjá vandaða vöru úr smiðju hagleiks- fólks af svæðinu.    Bókin „Fólkið í plássinu“ eftir Má Karlsson, íbúa á Djúpa- vogi, er komin út. Í umsögn sem birt var á heimasíðu Djúpavogshrepps segir meðal annars að höfundi takist einkar vel upp í riti þessu að blanda saman almennum fróðleik, sagn- fræði og hnyttnum svipmyndum af atburðum sem hann hefur upplifað gegnum tíðina á Djúpavogi. Þetta er fyrsta bók höfundar en áður hafa birst eftir hann ýmsir þættir og sögur í blöðum og tímaritum.    Rjúpnaveiðar hafa sinn gang á svæðinu og er magnveiði talin á undanhaldi, má ætla að takmörkun á veiðidögum eigi sinn þátt í þeirri þróun. Veiðimenn telja þó margir æskilegt að rjúpnaveiðitímabilinu verði seinkað aðeins, það yrði gert í þágu rjúpunnar svo hún ætti þess kost að dreifa sér, eins og rjúpan gerir í frekara mæli þegar snjór leggst yfir fjöll og dali þegar líður á tímabilið.    Sveitarstjórn Djúpavogs- hrepps er þessa dagana að vinna að fjárhagsáætlun og þrátt fyrir krefj- andi og erfið verkefni á komandi vetri er sveitarstjórn bjartsýn til lengri tíma litið á betri tíð með blóm í haga. Bærinn skreyttur jólaljósum Morgunblaðið/ Andrés Skúlason Djúpavogur Langabúð og Faktorshús speglast í Djúpavogshöfn. Jólaþorpið í Hafnarfirði verð- ur opnað aftur í dag, laugardag. Um síðustu helgi komu um tíu þús- und gestir. Jóla- þorpið verður opið á laug- ardögum og sunnudögum til jóla frá kl. 13-18 og alla þá daga verður fjölbreyttur jólamarkaður og fjölbreytt skemmtidagskrá á sviði. Jólaþorpið opið Krakkar í Jólaþorpi HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ S: 414 1740 • EYRARVEGI 21 SELFOSSI S: 480 3700 • GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK S: 464 1600 • GLERÁRGÖTU 36 AKUREYRI S: 460 3380 • SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK S: 569 1500 Ariete 903 Da Gennaro Pizzaofn úr málmi. Bakar frosnar eða heima- tilbúnar pizzur á steinplatta sem snýst og endurkastar hita (svipað og í viðarbrennsluofnum). Fljótur að hitna og bakar pizzu á 5-10 mínútum. Frábær fyrir pizzur, bökur, baguette, samlokur, lasagne og fleira. Tímastillir og stillingar fyrir ýmsar matartegundir. VERÐ FRÁBÆRT VERÐ 17.995Pizzan verður eins og eldbökuð! ÚRVALIÐ ER HJÁ OKKUR VERÐ FRÁBÆRT VERÐ 21.995 Ariete 1928 1800w MÍNÚTUGRILL með hitastilli, stórum grillfleti, sléttum og riffluðum plötum sem má losa og þrífa. Efri hlutinn aðlagast í hæðina. Non-Stick, auðvelt í þrifum. Fitubakki fylgir. Ariete 1923 1200w MÍNÚTUGRILLmeð hitastilli, ljósi sem kviknar þegar grillið er orðið heitt. Efri hlutinn aðlagast í hæðina. Non-Stick, auðvelt í þrifum. TILBOÐ FULLT VERÐ 12.995 11.995

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.