Morgunblaðið - 04.12.2010, Qupperneq 16
stuttur þráðurinn í öllum. Það er
ekki svona hérna. Hér bjóða allir
góðan daginn, börnin eru miklu
frjálsari o.s.frv. Maður þarf ekki að
hafa neinar áhyggjur af þeim,“ segir
Hólmfríður Ósk.
Sólveig á einn dreng í 7. bekk,
Róbert Bergmann, og eina stúlku 17
ára, Lindu Ósk, Guðrún Linda á
tvær dætur, eina sem er níu mánaða,
Hólmfríði Dögg, og eina sem er í 3.
bekk, Guðríði Hörpu, og Hólmfríður
Ósk á eina dóttur í 4. bekk, Sólveigu
Lilju, og aðra í 8. bekk, Hrefnu Re-
bekku.
„Stráknum mínum leið ekki vel
fyrir sunnan, svo að í raun var bara
kominn tími á að gera eitthvað nýtt.
Og því var ákveðið að leita á
heimaslóðir aftur. Börnin
annars staðar vera.“ Og Sólveig bætir
við: „Við vorum í gamla húsinu uppi á
Hlíðarvegi, og þá var eins og við
fengjum hugljómun: Flytjum bara
hingað, látum verða af því. Við vorum
samt ekkert að flýja úr neinum að-
stæðum, heldur vildum einungis
breyta til, fara í eitthvað betra.“
Allar voru þær með atvinnu fyrir
sunnan og í góðum málum.
Krakkarnir alsælir
„Við gerðum þetta ekki síst út af
börnunum,“ segir Guðrún Linda.
„Þau vildu flytja.“ Og Sólveig bætir
við: „Þetta er líka allt, allt annað
hérna. Talsmátinn á krökkum og allt.
Það er rosalegt blót á jafnöldrum
þeirra í Reykjavík. Og það er borin
miklu meiri virðing fyrir fullorðnu
fólki hér en þar. Og kennurum líka.
Ég er lærður stuðningsfulltrúi og
er búin að starfa fyrir sunnan við
það í sjö ár og eitt ár í viðbót sem
skólaliði; munurinn á börnum og
unglingum hér og þar er svaka-
legur í einu orði sagt. Virðing-
arleysið þar er mikið.“
– Af hverju ætli það sé?
„Ég held að þetta sé
mikið til foreldravandamál,
því miður,“ segir Sólveig.
Og Guðrún Linda vill
meina að þetta sé verra eftir
hrunið.
„Það eru allir svo upp-
trekktir fyrir sunnan, svo
VIÐTAL
Sigurður Ægisson
sae@sae.is
„Allir vilja suður“ hefur löngum verið
máltæki úti í hinum dreifðu byggðum
og víst er að margur hefur í gegnum
tíðina leitað þangað til að freista gæf-
unnar.
Því er ekki laust við að maður
lyfti brún og sperri eyru þegar heyr-
ist að 10 manna fjölskylda hafi nú
ákveðið að yfirgefa þéttbýlið og flytja
út á land með allt sitt hafurtask. En
það gerðist reyndar í haust. Um var
að ræða þrjár systur, maka einnar
þeirra og sex börn.
Og áfangastaðurinn? Jú, Siglu-
fjörður.
Systurnar, dætur Rafns Er-
lendssonar, vélstjóra og tónlistar-
manns, og Guðrúnar Hrefnu Braga-
dóttur, eru allar fæddar og uppaldar
fyrir norðan, en árið 1985 – þegar
Sólveig var 15 ára, Guðrún Linda 11
ára og Hólmfríður Ósk 4 ára – fluttu
þær búferlum inn á Akureyri. Þar bjó
fjölskyldan í 3 ár en svo var stefnan
tekin á Reykjavík.
Ástæðan fyrir flutningnum úr
gamla síldarbænum hafði m.a. verið
leit að betri eða hentugri vinnu.
En það var ekki auðvelt að slíta
böndin við heimabyggðina, enda
liggja ræturnar djúpt í siglfirskum
jarðvegi, bæði í móður- og föðurlegg.
Hólmfríður Ósk kom t.d. aftur og var
eitt eða tvö sumur á Siglufirði hjá
vinafólki, meðan lögheimilið var á
Akureyri. Og eftir að fjölskyldan var
komin á suðurhornið bjó Hólmfríður
á Siglufirði 1998-1999. Guðrún Linda
fór til Keflavíkur og var þar í 7 ár,
kom svo til Reykjavíkur og flutti það-
an á Siglufjörð og bjó þar 1998-2000.
Einungis Sólveig var um kyrrt, hún
átti heima í 14 ár í Kópavogi.
Fluttu allar sama daginn
En svo, 26. ágúst 2010, fluttu
þær heim aftur. Tveir flutningabílar
komu með búslóðirnar. Áður en þetta
gerðist voru íbúarnir í bænum 1.298
talsins en fóru í 1.308, eða með öðrum
orðum á fjórtánda hundraðið.
Fyrsta spurningin til þeirra
systra er auðvitað: Hvers vegna?
„Það er allt svo rólegt og gott
hérna,“ var svarið.
Sólveig og Guðrún Linda eru
einstæðar mæður, Hólmfríður gift.
„Ég var búin að vera að hugsa
það síðastliðin þrjú ár að flytja hing-
að aftur,“ segir Hólmfríður Ósk.
„Eiginmaður minn, Fróði Brinks
Pálsson, er malbiksstrákur en við
komum hingað í sumar og vorum í
mánuð og hann féll gjörsamlega fyrir
staðnum og fólkinu og vill hvergi
voru líka farin að nauða um þetta,
eftir að hafa verið í fríi á Siglufirði.
Þau fundu að hér var eitthvað öðru-
vísi en syðra, allir svo afslappaðir og
vinalegir. Og gott að láta fjöllin
faðma sig á hverjum degi.“
– En hvað sögðu vinirnir á höf-
uðborgarsvæðinu?
„Það skildu þetta allir,“ segja
þær. „Fannst flott hjá okkur að gera
þetta, fara í rólegheitin. Sumir bara
geta það ekki, eru bundnir út af svo
mörgu – húsnæði, vinnu og fleiru.
Fastir í sínu. Eiga ekki kost á því.
Það eina var að fólki fannst kannski
skynsamlegra að við flyttum að vori,
fannst óráðlegt að fara beint inn í
dimman veturinn. En við vissum al-
veg hvað við vorum að fara út í.“
„Það voru margir sem öfunduðu
mig, að geta bara farið,“ segir Hólm-
fríður Ósk. Og hinar systurnar taka
undir fyrir sitt leyti. „Svo þarf mað-
ur ekki að fara neitt á sumrin, það
koma allir til okkar,“ segja þær og
hlæja.
Vaknað til að mjólka kýrnar?
„Vinkonur stelpunnar minnar
halda að hún þurfi að vakna klukkan
sex á morgnana til að mjólka kýrnar.
Þær vita ekkert hvað er verið að tala
um,“ segir Hólmfríður Ósk, sem
dæmi um hvað firringin er orðin
mikil milli höfuðborgarsvæðisins og
landsbyggðarinnar. „Og stráknum
mínum fannst rosalega skrýtið, þeg-
ar hann var hér í sumar, að geta far-
ið niður á sparkvöll og spilað með
krökkum á öllum aldri. Þetta hefði
hann aldrei fengið að gera í Reykja-
vík; þar hefði honum verið hent út af
ef hann hefði reynt þetta. Hér eru
allir svo góðir vinir. Og sjarminn við
að geta farið inn í kaupfélagið og
spjallað við fólkið. Það gerirðu ekki
syðra, enda þekkirðu engan. Og allir
eru að drífa sig, alltaf allir að flýta
sér,“ segir Sólveig.
Nú er ósk þeirra heitust að for-
eldrarnir komi á eftir þeim. „Öll
börnin og barnabörnin eru farin og
því ekki eftir neinu að bíða,“ segja
þær, með vonarglampa í augum.
Eini gallinn er sá að það er erf-
itt að fá húsnæði. „Við vorum heppn-
ar, ég leigði íbúðina mína fyrir sunn-
an og leigi hér,“ segir Sólveig. „Það
er ekkert hentugt til sölu heldur,
annað hvort allt of stórt eða þarfnast
mikils viðhalds. En við erum komnar
til að vera. Meðan við höfum vinnu.
Það er númer eitt, tvö og þrjú.“
– Eruð þið með einhvern boð-
skap til þeirra á höfuðborgarsvæð-
inu sem langar að prófa eitthvað
svona, eru kannski að hugsa um að
flytja út á land?
„Já, bara kýla á það,“ segja þær
einum rómi.
„Það er allt svo rólegt og gott hérna“
Þrjár systur flytja með allt sitt úr höfuðborginni og norður til Siglufjarðar Meiri virðing borin
fyrir fullorðnum úti á landi og unga fólkið blótar minna en í Reykjavík Fengu strax vinnu
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Fjölskyldan (F.v) Fróði Brinks, Hólmfríður Ósk, Sólveig Lilja og Hrefna Rebekka; miðja: Linda Ósk, Róbert Berg-
mann (með hundinn Natan) og Sólveig; hægra megin: Guðríður Harpa, Guðrún Linda og Hólmfríður Dögg.
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2010
Þær systur fóru allar norður án
þess að vera komnar með vinnu,
en þurftu ekki lengi að bíða eft-
ir að úr rættist. Sólveig fékk at-
vinnu við það sem hún er lærð,
Guðrún Linda í efnalauginni og
Hólmfríður við kennslu í grunn-
skólanum. Og allar eru þær
mjög ánægðar.
„Mér finnst alveg ótrúlegt að
maðurinn minn skuli hafa
fallist á að koma hing-
að,“ segir Hólmfríður
Ósk. „En svona er
þetta bara.
Hann er blóma-
skreytir, er að
jafna sig eftir
aðgerð, var
spengdur í
baki; síðan á
bara eftir að
koma í ljós
hvað hann
fær að
gera.“
Fengu allar
strax vinnu
ATVINNUÁSTANDIÐ
Komnar heim Sólveig,
Hólmfríður Ósk og
Guðrún Linda .
GEFÐU EINSTAKA GJÖF UM JÓLIN
FJÖLBREYTT ÚRVAL AF KÍNVERSKUM
VÖRUM Á FRÁBÆRU VERÐI
HEILSU-TE OG TE-STELL
Í MIKLU ÚRVALI
Sími: 553 8282 ¦ heilsudrekinn@heilsudrekinn.is ¦ www.heilsudrekinn.is ¦ Skeifan 3j
Opið sunnudaga kl. 11-16