Morgunblaðið - 04.12.2010, Page 20

Morgunblaðið - 04.12.2010, Page 20
FRÉTTASKÝRING Egill Ólafsson egol@mbl.is Hækkun útsvars á Seltjarnarnesi úr 12,1% í 12,98% skilar 130 milljónum krónum í viðbótartekjur. Ein- staklingur með 600 þúsund krónur í laun á mánuði þarf að borga rúmlega 63 þúsund krónum meira í útsvar á ári eftir hækkun. Hann mun eftir sem áður greiða 16 þúsund krónum minna í útsvar en einstaklingur sem býr í Reykjavík. Munurinn á útsvars- greiðslum var hins vegar um 67 þús- und á þessu ári. Seltjarnarnes hefur lengi verið í hópi þeirrar sveitarfélaga sem hafa verið með lægsta útsvarið. Aðeins nokkrir litlir sveitahreppar eru með lægra útsvar. Fram til 2007 var út- svarið á Nesinu 12,45%, en lækkaði þá niður í 12,1%. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að hækka það í 12,98%. Stór sveitarfélög eins og Kópavog- ur, Hafnarfjörður, Akureyri og Reykjanesbær hafa undanfarin ár verið með útsvarið í hámarki. Mun- urinn milli þessara sveitarfélaga og Seltjarnarness hefur því minnkað verulega með þeirri hækkun sem nú hefur verið gerð tillaga um. Auk þess að hækka útsvör hækka almenn gjöld sem íbúar greiða fyrir leikskóla, skólamat og fleira í sam- ræmi við hækkun verðlags. Enn- fremur breytast fasteignagjöld þannig að þau skila sömu krónutölu og á síðasta ári, en fasteignamat mun lækka sem hefði leitt til minni tekna fyrir sveitarfélagið ef skattprósentu væri ekki breytt. Guðmundur Magnússon, forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness, var einn um að lýsa sig andvígan svo mikilli hækkun á útsvarsprósentu þegar fjárhagsáætlun var tekin til fyrstu umræðu í bæjarstjórn. „Ég held að þjóðfélagsgerðin á Íslandi sé svo breytt að hlutir sem við mátum eðlilega og réttmæta þjónustu sveit- arfélaga og ríkisins verði að breytast. Gildismatið breyttist svo mikið á ár- unum fyrir hrun og það var kannski ekki innistaða fyrir því. Ég tel að við verðum að endurmeta stöðuna og vera hófsamari í því hvernig við skil- greinum þessa þjónustuþætti.“ Guðmundur sagði nauðsynlegt að horfa til sjálfbærni sveitarfélagsins til lengri tíma. Það þyrftu önnur sveitarfélög og ríkið líka að gera því sá vandi sem við ættum við að glíma yrði ekki leystur á skömmum tíma. Guðmundur tók fram að hann vildi vinna að fjárhagsáætluninni í góðu samráði við alla. Hann sagðist ekki hafa komið að vinnunni síðustu vik- una áður en áætlunin var lögð fram. Bæjarstjóri furðar sig á stefnubreytingu Guðmundar Ásgerður Halldórsdóttir bæj- arstjóri sagðist vera undrandi á af- stöðu Guðmundar. „Guðmundur lagði sem formaður fjárhags- og launanefndar bæjarins fram tillögu á fundi á mánudagsmorgun um að hækka útsvar í 12,98% og hún var samþykkt samhljóða. Hann hafði þá tekið þátt í að undirbúa fjárhags- áætlun í heilan mánuð. Síðan á fimmtudag talar hann um að hann vilji fara allt aðrar leiðir. Samt veit hann eins og allir aðrir að samkvæmt lögum þarf að samþykkja útsvars- hækkun fyrir 1. desember.“ Ásgerður sagði að búið væri að skera það mikið niður í rekstri bæj- arins að bæjarstjórnarmenn treysti sér ekki til að ganga lengra á þeirri braut. Morgunblaðið/Ómar Púttar á Nesinu Útsvar á Seltjarnarnesi hækkar á næsta ári upp í 12,98%. Ekki er full eining um hækkunina. Skilar 130 milljónum  Eftir hækkun útsvars á Seltjarnarnesi munar aðeins nokkur þúsund krónum á skattgreiðslum þar og í Reykjavík Breytingar á útsvari Kópavogur Reykjavík Seltjarnarnes Garðabær Útsvarsgreiðslur: 2010 2011 Mán.tekjur: 300.000 kr. Mán.tekjur: 800.000 kr.Mán.tekjur: 600.000 kr. 47 8. 08 0 47 8. 08 0 46 9. 08 0 47 5. 20 0 43 5. 60 0 46 7.2 80 44 8. 56 0 44 8. 56 0 95 6. 16 0 95 6. 16 0 93 8. 16 0 95 0. 40 0 87 1. 20 0 93 4. 56 0 89 7.1 20 89 7.1 20 1. 27 4. 88 0 1. 27 4. 88 0 1. 25 0. 88 0 1. 26 7.2 00 1. 16 1.6 00 1. 24 6. 08 0 1. 19 6. 16 0 1. 19 6. 16 0 Óbreytt Óbreytt Óbreytt Óbreytt Óbreytt Óbreytt Hækkun: 6.120 kr. Hækkun: 31.680 kr. Hækkun: 12.240 kr. Hækkun: 63.360 kr. Hækkun: 16.320 kr. Hækkun: 84.480 kr. 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2010 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Vissulega er þetta minna en til stóð en kemur misjafnlega út eftir stöðum,“ segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Þing- eyinga á Húsavík, um endurskoðaðan niður- skurð heilbrigðisráðuneytisins á framlögum til stofnunarinnar. Í stað 40% niðurskurðar á næsta ári, eins og lagt var til í fjárlagafrumvarp- inu, er stofnuninni gert að skera niður um 12% á næsta ári en 13% árið 2012. Jón Helgi segir að sé litið til fjögurra ára tímabils verði niðurskurðurinn á Húsavík um 40%. „Þetta er alltof langt gengið. Við munum ráða við þessi 12% á næsta ári en 13% árið 2012 eru alvarlegra mál,“ segir Jón Helgi og telur lík- legt að til einhverra uppsagna þurfi að koma hjá stofnuninni. „Hljóðið er þungt í mínu fólki og það er erfitt að lifa við stöðugan samdrátt.“ Í svipaðan streng tekur Hafsteinn Sæmunds- son, forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauð- árkróki, sem þarf að skera niður um sömu hlut- föll og Húsvíkingar næstu tvö árin. Eru þeir heldur ekki alveg sammála þeim forsendum sem ráðuneytið gefur sér við útreikning á kostnaði við hvert sjúkrarými. Varðandi mögulegar uppsagnir starfsfólks bendir Hafsteinn á að fyrir hvert prósent sem þurfi að skera niður sé eitt stöðugildi. Hins veg- ar sé ekki búið að ákveða hvaða leiðir verði farn- ar í niðurskurðinum, m.a. verða komur sérfræð- inga skoðaðar. „Ráðherra hefur talað um að sérfræðingar komi hingað á eigin vegum, frekar en að við stæðum undir kostnaði við þá, en það breytir engu um útgjöld ríkisins nema að senni- lega verður þjónustan dýrari,“ segir Hafsteinn og bendir á að kostnaður Sjúkratrygginga gæti aukist vegna ýmissa útgjalda. Gunnar K. Gunnarsson, forstjóri Heilbrigð- isstofnunarinnar í Vestmannaeyjum, segir að áfram verði haldið úti skurðstofu og fæðingar- hjálp. Öll grunnstarfsemi haldi áfram í Eyjum en einhver skerðing gæri orðið á þjónustu. Valbjörn Steingrímsson segir að Heilbrigð- isstofnunin á Blönduósi geti ágætlega vel við un- að, með 4,9% niðurskurð í stað 11% eins og til stóð. Enn minna þurfi að skera niður árið eftir. „Það er alltaf erfitt að draga saman og spara en þetta verður að teljast ásættanlegt gagnvart okkur,“ segir Valbjörn. Forstjórar miskátir með niðurskurðinn  Endurskoðaður niðurskurður framlaga til heilbrigðisstofnana fellur ekki alls staðar vel í kramið  Niðurskurður á sumum stofnunum allt að 40% á fjórum árum  Útlit fyrir uppsagnir víða um land Mismikill niðurskurður » 12% niðurskurður á framlögum til sjúkrastofnana á Sauðárkróki og Húsa- vík á næsta ári og jafnvel 13% árið 2012. » 6,6% niðurskurður hjá Heilbrigð- isstofnuninni í Vestmannaeyjum árið 2011 og 2,4% árið 2012. » 4,9% niðurskurður á Blönduósi á næsta ári og um 2% árið 2012. » Þessar og fleiri sjúkrastofnanir hafa orðið að skera niður hjá sér á þessu og síðasta ári um allt að 20%. Svonefnd FABLAB stofa verður formlega opnuð á Sauðárkróki í dag í tilefni af vígslu á nýju verk- námshúsi Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra, FNV. Um er að ræða nokkurs konar hátæknismíðastofu með einföldum stýribúnaði sem gerir fólki á öllum aldri og með lág- marks tækniþekkingu kleift að hanna og smíða eigin frumgerðir. Hugmyndafræði FABLAB er að færa hátæknilausnir í iðnaði og hönnun til einstaklinga og smáfyr- irtækja þannig að þau geti á ein- faldan hátt komið hugmyndum sín- um um iðnframleiðslu í framkvæmd. Verður stofan nýtt til kennslu í FNV og grunnskólum, en einnig opin fyrir alla þá sem vilja nýta sér stafræna tækni við fram- leiðslu og listsköpun. Stofan er samstarfsverkefni FNV, Há- tækniseturs Íslands ses, Nýsköp- unarmiðstöðvar Íslands, Skaga- fjarðarhraðlestarinnar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Hátæknismíðastofa opnuð á Sauðárkróki Menntaáætlun Nordplus Norrænir styrkir til nágrannasamstarfs Kynningarráðstefna á Hótel Sögu, salnum Stanford, 2 hæð (inngangur Guðbrandsgötu) 10. desember 2010, frá kl. 13:00 - 16:00 Dagskrá 12:30-13:00 Skráning, afhending ráðstefnugagna 13:00-13:05 Setning: Karitas Kvaran, forstöðumaður Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins/ Landsskrifstofu Nordplus. 13:05-13:20 Almenn kynning á menntaáætlun Nordplus: Guðmundur Ingi Markússon, verkefnastjóri Nordplus. 13:20-13:35 Kynning á verkefni í Nordplus Horisontal: Margrét Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri á Hugvísindastofnun H.Í. 13:35-13:45 Aðrir norrænir styrkjamöguleikar á tengdum sviðum: Kjartan Due Nielsen, verkefnastjóri norræns samstarfs hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. 14:00-15:30 Vinnustofur fyrir undiráætlanir Nordplus: Junior: Styrkir leik-, grunn- og framhaldsskólastigið Voksen: Styrkir fullorðinsfræðslu og símenntun Háskólastigið: Styrkir samvinnu og samstarf háskóla Sprog og kultur: Styrkir norræn mál og menningu Horisontal: Styrkir sem tengja saman aðrar undiráætlanir Nordplus 15:30-16:00 Jólaglögg og piparkökur í ráðstefnulok. Skráning fer fram á www.nordplus.is Skráningur lýkur 9. desember Nánari upplýsingar á skráningarsíðu og í síma 525 4311. Umsóknarfrestur í Nordplus er í byrjun mars á hverju ári. Alþjóðaskrifstofa Háskólastigsins/Landskrifstofa Nordplus, Háskólatorgi, 101 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.