Morgunblaðið - 04.12.2010, Side 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2010
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Foreldrar munu að öllum líkindum
leita réttar síns fyrir dómstólum
verði tillögur Mannréttindaráðs
Reykjavíkur að reglum um sam-
skipti leik- og grunnskóla og frí-
stundaheimila við trúar- og lífsskoð-
unarfélög samþykktar óbreyttar.
Þetta er mat Gísla Jónassonar,
prófasts í Reykjavíkurprófastsdæmi
eystra, og kemur fram í athuga-
semdum sem hann sendi borgar-
fulltrúum. Hann telur tillöguna mis-
muna borgarbúum og ganga gegn
jafnræðisreglu stjórnarskrár og
ákvæðum ýmissa mannréttindasátt-
mála sem Ísland á aðild að.
„Ég hef hitt bæði foreldra og
skólafólk sem er mjög óánægt með
þessar tilllögur,“ sagði Gísli. Hann
kvaðst hafa fengið ýmsa sérfræð-
inga, m.a. hæstaréttarlögmenn og
mannréttindasérfræðinga, til að lesa
athugasemdirnar yfir.
Mannréttindahugtak misnotað
„Fólk sem er mjög vel heima í
mannréttindaumræðunni hefur sagt
við mig að það sé verið að misnota
mannréttindahugtakið í þessu plaggi
Mannréttindaráðs,“ sagði Gísli.
Hann kvaðst ekki vera á móti setn-
ingu skýrra reglna um samskipti
skóla og kirkna. „Ég vil að slíkar
reglur séu sanngjarnar og eðlilegar
og að þær taki tillit til allra foreldra
og allra barna án tillits til trúaraf-
stöðu, bæði þeirra sem vilja trú og
hinna sem vilja ekki trúa en það er
auðvitað líka ákveðin trúarafstaða.“
Gísli nefndi skýrslu nefndar um
þessi mál sem skilaði áliti og tillög-
um árið 2007. Hann telur tillögur
hennar vel ásættanlegar að því und-
anteknu að þar örli þar á þeirri skoð-
un að allir geti verið eins. Það sé ekki
mögulegt. Þessi skoðun sé svo orðin
rauði þráðurinn í fyrirliggjandi til-
lögum Mannréttindaráðs. „Hún
virðist byggð á þeim rökum, sem eru
mikið notuð af vantrúarmönnum, að
ef þeir vilja ekki að börn þeirra taki
þátt í einhverju þá megi önnur börn
það ekki heldur. Annars sé þeirra
börnum mismunað og þau höfð út-
undan. Þess vegna vilja þeir ekki að
börn fari í kirkju því þeir vilja ekki
leyfa sínum börnum að fara.
Það sem er alvarlegast í þessum
tillögum að mínu mati er þöggunar-
áráttan. Andinn í þeim er sá sami og
Siðmennt og Vantrú hafa haldið á
lofti – að ýta öllu sem er trúarlegt út
úr hinu opinbera rými. Samkvæmt
fyrstu tillögunnni, sem var nær orð-
rétt upp úr bréfi Siðmenntar frá
2005, hefði meira að segja verið
bannað að syngja þjóðsönginn og
hafa þjóðfánann í skólum því þar
birtast trúarleg tákn!“
Rétt foreldra ber að virða
Gísli sagði að í tillögunum felist til-
hneiging til að hafa af börnunum
þær forsendur sem þau þurfi til að
geta tekið afstöðu. „Hvernig á mað-
ur að geta valið sér lífsskoðun ef
maður þekkir ekkert til lífsskoð-
ana?“ spurði Gísli. „Foreldrar eiga
skýlausan rétt á að ala börn sín upp í
þeirri lífsskoðun sem þeir aðhyllast.
Hinu opinbera ber skylda til að virða
rétt foreldra til að tryggja að mennt-
un sé í samræmi við trúar- og lífs-
skoðanir þeirra.“ Þessu til stuðnings
vitnar Gísli m.a. til Mannréttinda-
sáttmála Evrópu, Barnasáttmála
Sameinuðu þjóðanna og greinar-
gerðar með dómi Mannréttindadóm-
stóls Evrópu nr. 7442/29. júní 2007.
„Mannréttindi eru fyrir alla, þau
eru ekki bara til að tryggja rétt
minnihluta gagnvart meirihluta
heldur að allir hafi sinn rétt,“ sagði
Gísli. Hann benti t.d. á að í tillögu
Mannréttindaráðs sé gerður grein-
armunur á „trúar- og lífsskoðunar-
hópum“ og öðrum félögum sem
bjóða upp á tómstundastarf.
„Þessi skipting stenst ekki. Mann-
réttindaráð vill banna alla kynningu í
skólum á starfi „trúar- og lífsskoð-
unarfélaganna“. Verði kirkjum og
trúfélögum bannað að kynna tóm-
stundastarf sitt í skólunum þá hlýtur
einnig að verða að banna kynningu á
starfi íþróttafélaga, skátahreyfing-
arinnar og annarra félaga. Einnig fé-
laga á borð við Rauða krossinn, Am-
nesty og Samtökin ’78. Annað væri
brot á jafnræðisreglu stjórnarskrár-
innar og ýmsum mannréttinda-
ákvæðum – hrein mismunun. „Er
það slík dauðhreinsun á sambandi
skóla og samfélags sem Mannrétt-
indaráð óskar eftir?“
Gísli sagði að stjórn SAMFOKs
hafi einmitt gert athugasemd við
þetta atriði. SAMFOK telji það ekki
stríða gegn mannréttindum eða
flokkast undir trúboð að trúar- og
lífsskoðunarfélög fái að kynna starf-
semi sína á skólatíma með svipuðum
hætti og íþróttafélög, skátahreyfing-
in og önnur slík félög. Ekki heldur að
þessi félög afhendi bækur, bæklinga
eða annað slíkt efni. Þetta geti ein-
mitt leitt til umræðu um trúmál,
leiddrar af foreldrum. Það hljóti að
teljast til mannréttinda barna sam-
kvæmt 13. og 14. grein Barnasátt-
mála Sameinuðu þjóðanna.
Borgin kaupi Nýja testamenti
Gísli bendir einnig á að verði Gí-
deonfélaginu bannað að dreifa Nýja
testamentum til 10 ára nemenda í
grunnskólum þurfi borgin líklega að
kaupa Nýja testamenti handa börn-
unum. Hann segir fleiri en einn
kennara hafa bent sér á þetta.
„Samkvæmt námsskrá er Nýja
testamentið meðal kennslugagna.
Börnin eiga t.d. að lesa Matteus-
arguðspjall og kunna skil á
ákveðnum textum og dæmisögum.
Hvernig eiga þau að gera það ef þau
hafa ekki bókina? Þarna er Mann-
réttindaráð farið að blanda sér í innri
mál skólans með óviðeigandi hætti.
Það er menntamálaráðuneytið sem
leggur línurnar um námsskrá. Kenn-
ari orðaði það þannig við mig að með
þessu væri ráðið að ryðjast inn í
skólastofuna og hlutast til um hvern-
ig hann kenndi sitt fag.“
Mannréttindaráð vill að stofnanir
borgarinnar sem hafa starfandi
áfallaráð „tryggi að fagaðilar
óbundnir trúar- og lífsskoðunar-
félögum“ komi að sálrænum áföllum
en ekki prestar eða djáknar frá
kirkjum og trúfélögum nema ef „sér-
stakar aðstæður“ kalla á það.“ Gísli
sagði erfitt að átta sig á því hvað
þetta þýðir í raun.
„Þýðir það að sálfræðingar megi
ekki vinna við áfallahjálp í skólum ef
þeir tilheyra kirkju eða trúfélagi?
Ég er formaður hópslysanefndar
Þjóðkirkjunnar og sem slíkur starfa
ég með viðbragðsaðilum á höfuð-
borgarsvæðinu og á landsvísu. Sér-
fræðingar kirkjunnar á sviði sál-
gæslu eru alls staðar hafðir með í
ráðum um viðbrögð við áföllum en
Mannréttindaráð vill útiloka þá frá
skólum borgarinnar. Það horfir
framhjá því að prestar og djáknar
hafa sérfræðimenntun og reynslu á
sviði sálgæslu sem er jafnvel langt
umfram reynslu margra annarra
sem starfa á þessu sviði.
Ef borgin ætlar að útiloka heila
starfsstétt, sem er viðurkennd og
talin ómissandi á landsvísu, úr sam-
starfi um viðbrögð við áföllum í skól-
um borgarinnar þá vakna spurning-
ar um mismunun og fordóma.“
Telur borgarbúum mismunað
Gísli Jónasson prófastur telur margt
athugavert við tillögu Mannréttindaráðs
Morgunblaðið/Ernir
Réttur „Mannréttindi eru fyrir alla, ekki bara til að tryggja rétt minnihluta
gagnvart meirihluta heldur að allir hafi sinn rétt,“ sagði Gísli Jónasson.
Séra Gísli Jónasson er prófastur
Reykjavíkurprófastsdæmis eystra
og sóknarprestur í Breiðholts-
kirkju. Reykjavíkurprófastsdæmin
eru tvö og er Jón Dalbú Hróbjarts-
son prófastur í Reykjavík-
urprófastsdæmi vestra.
Reykjavíkurprófastsdæmi var
stofnað 1940 um leið og presta-
köllum var fjölgað í Reykjavík. Það
á því 70 ára afmæli á þessu ári. Í
Reykjavíkurprófastsdæmi vestra
eru 10 söfnuðir og 11 í því eystra.
Kirkjurnar eru 20
talsins og eru í
Reykjavík, Kópa-
vogi og á Sel-
tjarnarnesi.
Prófastur er
fulltrúi biskups
og kirkjustjórn-
arinnar í pró-
fastsdæminu.
Hann er formaður héraðsnefndar
sem skipuleggur sameiginlegt
starf kirkjunnar í umdæminu.
Prófastur er fulltrúi biskups
REYKAVÍKURPRÓFASTSDÆMI 70 ÁRA 2010
Breiðholtskirkja
– Lifið heil
www.lyfja.is
Jólin eru tími til að gefa.
Í Lyfju finnurðu úrval af gjafavöru í pakkana til þeirra
sem þér þykir vænst um. Við erum aldrei langt undan.
Mundu eftir jólahandbók Lyfju.
Kannski er
jólagjöfin í Lyfju
Lágmúla - Laugavegi - Garðatorgi - Smáralind - Smáratorgi - Setbergi - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Patreksfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Blönduósi - Hvammstanga
Skagaströnd - Sauðárkróki - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstöðum - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Fáskrúðsfirði - Höfn - Laugarási - Selfossi - Grindavík - Keflavík
LYFJA STYÐUR LANDSLIÐ KVENNA Í HANDBOLTA