Morgunblaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2010 ● IFS greining gerir ráð fyrir því að Seðlabankinn lækki stýrivexti um 75 punkta í næstu viku. Ef sú spá gengur eftir verða vextirnir 4,75%. Gangi spáin eftir verða vextir á viðskiptareikningum lánastofnana 3,25% og hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum 4,5%. „Ein helstu rökin fyrir stýrivaxta- lækkun í næstu viku eru hversu hratt verðbólgan hefur hjaðnað. Hún hefur hjaðnað hraðar en flestir bjuggust við og er 12 mánaða verðbólga komin niður í 2,6% í nóvember,“ segir IFS greining. IFS spáir 75 punkta lækkun stýrivaxta Morgunblaðið/Golli IFS Segir verðbólgu hafa hjaðnað hraðar en flestir hafi búist við. Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Túnfiskeldisfyrirtækið Umami Sustainable Seafood, sem er að stærstum hluta í eigu Íslendinga, hefur gengið frá kaupum á mexí- kóska túnfiskeldisfyrirtækinu Baja Aquafarms. Kaupverð er ekki gefið upp, en Óli Steindórsson, stjórn- arformaður Umami, segir að „kostnaður við sameininguna [sé] um þrjátíu milljónir dollara, eða um þrír og hálfur milljarður króna“. Morgunblaðið greindi frá því í júlí í fyrra þegar Umami, sem þá hét Lions Gate Lighting Corpora- tion, hefði keypt þriðjungshlut í Baja. Er mexíkóska fyrirtækið nú að öllu komið í eigu Umami. Fyrr- um eigendur Baja munu eiga um fimmtán prósent í Umami eftir sameininguna, en Íslendingar eiga um 65 prósent í fyrirtækinu. Þegar sagt var frá kaupsamn- ingnum í júlí kom fram að Umami legði um átta milljónir dala í Baja, auk þess sem eigendur Baja fengju greiddar tíu milljónir dala úr fyr- irtækinu auk þess sem þeir fengju áðurnefndan hlut í Umami. Hið sameinaða fyrirtæki hefur nú um 20 prósenta markaðshlut- deild í sölu á norður-bláugga- túnfiski í heiminum, en eitt af framtíðarverkefnum fyrirtækisins er að finna leið til að geta ræktað fiskinn frá klaki til slátrunar. Tún- fiskeldi er nú stundað þannig að villtur fiskurinn er veiddur lifandi og alinn um nokkurra ára skeið áð- ur en honum er slátrað. Með augun opin fyrir hugsanlegum kauptækifærum Óli segir að fyrirtækið sjái fyrir sér frekari vöxt fyrirtækisins, bæði ytri og innri vöxt. „Við erum alltaf með augun opin fyrir hugsanlegum kauptækifærum og eins og staðan er núna gætu einhver slík tækifæri leynst meðal fyrirtækja í kringum Miðjarðarhafið. Þá erum við einnig að lengja eldistímann til að fá sem mest virði úr fisknum, enda er kvótinn ekki ótakmarkaður.“ Auk Baja á Umami túnfiskeld- isfyrirtækið Kali Tuna í Króatíu, en þar fara rannsóknir fyrirtæk- isins á eldisklaki fram. „Við höfum reynt að gera þetta með eins ódýr- um hætti og hægt er og þetta gengur vel hjá okkur. Undanfarna mánuði höfum við verið að viða að okkur tækjum og öðru sem við þurfum til að halda áfram þegar klaktíminn byrjar næsta júlí.“ Kaup Umami á Baja frágengin Morgunblaðið/Golli Fiskur Túnfiskeldi er vaxandi iðnaður, en í síauknum mæli er túnfiskur veiddur lifandi og alinn um nokkurra ára skeið í stað þess að slátra honum strax. Með því er nytin aukin til muna.  Íslenskt fyrirtæki með um fimmtung hlutdeildar á heimsmarkaði með bláuggatúnfisk  Kostnaður við sameininguna í kringum 3,5 milljarðar króna  Rannsóknir á klaki halda áfram í Króatíu Umami » Umami er japanskt orð yfir „fimmta bragðið“ sem tunga mannsins finnur, en erfitt hefur reynst að finna þýðingu aðra en „ljúffengt“ (e. savoury). » Á japönsku þýðir umami „bragðgott“ og segir Óli Stein- dórsson að nafnið hafi verið val- ið til að styðja við markaðs- setningu á afurðum fyrirtækisins. » Umami er í eigu Atlantis Gro- up, sem á einnig þorskeld- isfyrirtæki í Noregi og sölu- miðstöðvar í Ástralíu og Japan. Höfuðstöðvar Atlantis Group eru hér á Íslandi. ● Eimskip Flytjandi og Ríkiskaup hafa skrifað undir rammasaming til tveggja ára með endurnýjunarákvæðum að samningstíma loknum. Samningurinn felur í sér innanlandsflutninga fyrir ríkisstofnanir um land allt og nær til allra vöruflutninga innanlands á öllum áætlunarleiðum Eimskips Flytjanda og samstarfsaðila Flytjanda. Landflutn- ingar Samskip voru áður með þennan samning. Eimskip Flytjandi rekur þjón- ustunet í flutningum á Íslandi með þjónustumiðstöðvar í öllum lands- hlutum og alls 80 afgreiðslustaði. Eimskip Semur við Ríkiskaup. Eimskip Flytjandi semur við Ríkiskaup ● Ísafoldarprentsmiðja hlaut nýverið vottun norræna umhverfismerkisins Svansins. Því er búið að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif frá starfsemi fyrirtækisins svo þau eru undir viðmiðunarkröfum Svansins. Ísafold- arprentsmiðja er tíunda íslenska fyrirtækið sem hlýtur slíka vottun. Krist- ín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, afhenti leyfið á dög- unum. „Við erum ákaflega glöð með að Ísafoldarprentsmiðja sé komin í Svans- hópinn. Það er afar mikilvægt að fá sem flest fyrirtæki með í þessa vinnu enda hafa fyrirtæki sem hafa undirgengist Svansvottun lágmarkað áhrif sín á umhverfið,“ er haft eftir henni í tilkynningu. Ísafoldarprentsmiðja fær Svaninn ● Verkfræðistofan Mannvit hefur gert samning um að kortleggja möguleika á nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa í Serbíu. Mannvit er hluti af hóp fyr- irtækja, sem leiddur er af spænska ráðgjafarfyrirtækinu Eptisa, sem mun vinna verkefnið fyrir námu- og orku- málaráðuneyti Serbíu. Sérstök áhersla verður lögð á að meta möguleika á nýtingu jarðhita í landinu og einnig verða könnuð tæki- færi til uppsetningar lífmassaorku- vera (CHP) í Serbíu. Verkefnið mun hefj- ast um miðjan janúar og næstu 18 mánuðina mun Mannvit leiða starfið við að kortleggja jarðhitasvæði í Serb- íu og gera í framhaldinu hagkvæmn- isathuganir fyrir þrjú ákjósanlegustu svæðin. Mannvit semur í Serbíu                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-. +/0-0, ++,-12 34-,+5 +0-4+ +5-5.1 ++1-55 +-2/2 +/5-20 +13-+0 ++1-4/ +.4-2. ++,-./ 34-,/5 +0-455 +5-/2, ++1-0. +-2// +/5-03 +13-53 341-/0.0 ++1-2, +.4-.3 ++1-3+ 34-125 +0-+33 +5-/.2 ++5-2 +-2.+ +//-,1 +12-41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.