Morgunblaðið - 04.12.2010, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2010
Bjarni Ólafsson
bjarni@mbl.is
Deilur Breta og Evrópusambandsins
um hvaða ríki eigi að fara með eftirlit
með lausafjárstöðu útibúa erlendra
bankastofnana hafa ekki endilega
áhrif á deilu Íslendinga við Breta um
ábyrgð á Icesave-innstæðum í Bret-
landi. Er þetta mat Stefáns Más
Stefánssonar, lagaprófessors.
„Reglurnar voru og eru enn þann-
ig að ríkið, þar sem móðurfélag úti-
búsins er til húsa, fer með eftirlit með
eiginfjárstöðu þess, enda er illmögu-
legt að fylgjast með eiginfjárstöðu
nema þú hafir aðgang að bókum
móðurfélagsins. Það þýðir hins vegar
ekki að breska fjármálaeftirlitið hafi
ekki haft skyldum að gegna gagnvart
Icesave eða öðrum útibúum erlendra
bankastofnana þar í landi,“ segir
Stefán Már.
Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins hefur lagt til að eftirlits-
skylda með lausafjárstöðu verði flutt
frá því landi sem útibúin eru starf-
rækt í, og til heimalandsins. Bretar
hafa áhyggjur af því að þetta geri
þeim ókleift að tryggja hagsmuni
innstæðueigenda þegar áföll dynja á,
eins og Morgunblaðið hefur áður
sagt frá.
Þessi afstaða Breta undirstrikar
það sem Stefán Már segir um ábyrgð
gestgjafaríkis útibús.
„Útibú sem starfar í öðru ríki en
heimaríki móðurfélags verður að
starfa samkvæmt þeim lögum og
reglum sem gilda í gestgjafaríkinu.
Af þessu leiðir að gestgjafinn verður
að hafa eftirlit með útibúinu til að
ganga úr skugga um að lögum sé
fylgt. Það á jafnt við um Icesave sem
önnur útibú erlendra fjármálafyrir-
tækja.“
Stefán Már segir einnig að gest-
gjafaríki hafi heimild til að grípa inn í
ef talið er að starfsemi útibús geti
ógnað stöðugleika fjármálakerfis.
„Bretar geta því ekki varpað allri
ábyrgðinni á því hvernig fór á herðar
íslenskra eftirlitsaðila.“
Bretar vilja geta fylgst með lausa-
fjárstöðu og tilfærslu fjármuna í er-
lendum útibúum sem starfa í landinu.
Afstaða framkvæmdastjórnarinnar
er aftur á móti sú að eftirlitinu sé
best fyrir komið hjá viðeigandi stofn-
un í heimalandi fyrirtækisins.
Í yfirlýsingu frá Samtökum evr-
ópskra bankastofnana segir að í meg-
indráttum sé stuðningur við stefnu
framkvæmdastjórnarinnar. Það, að
svara þurfi til eftirlitsaðila í öllum
löndum sem fjármálastofnun starfar
í, leiði til óþarflega mikils álags.
Hefur ekki áhrif
á Icesave-deiluna
Bretar og ESB
deila um eftirlit
með lausafjárstöðu
Morgunblaðið/Ómar
Icesave Bretar og ESB vilja koma í
veg fyrir annað Icesave-klúður.
Reginn ehf. dótturfélag Landsbankans hefur falið Fyrirtækjaráðgjöf
Landsbankans að annast sölu á öllu hlutafé í fasteignafélaginu Reginn
A3 ehf. Félagið á 7 fasteignir sem eru að meginhluta leigðar undir
smásölureksturá höfuðborgarsvæðinu.Félagið ermeð 24 leigusamninga
við 19 leigutaka. Heildarfjöldi útleigðra fermetra er um 7.800.
Söluferlið hefst formlega með þessari auglýsingu og er opið öllum
áhugasömum fjárfestum sem standast hæfismat og sýnt geta fram á
fjárfestingargetu umfram 350 milljónir króna.
Unnt er að nálgast allar frekari upplýsingar um söluferlið, félagið og
önnur gögn, þar með talið trúnaðaryfirlýsingu og eyðublað fyrir fjárfesta,
á vefsíðu Landsbankans, landsbankinn.is, frá klukkan 15.00 þann
23. nóvember 2010.
Frestur til að skila inn bindandi tilboðum rennur út klukkan 16.00
mánudaginn 20. desember 2010.
Reginn ehf. er sértækt dótturfyrirtæki Landsbankans sem fer með
eignarhald bankans á fasteignum eða hlutafé fasteignafélaga sem
líklegt er að bankinn eigi um einhvern tíma. Stofnun Regins og starfsemi
félagsins er einn þáttur í þeim víðtæku ráðstöfunum sem Landsbankinn
beitir við fjárhagslega endurskipulagningu atvinnufyrirtækja. ENN
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
4
4
5
8
N
B
Ih
f.
(L
an
ds
ba
nk
in
n)
,k
t.
47
10
0
8
-0
28
0
.
Fasteignafélagið
Reginn A3 ehf. til sölu
Framtíðarreikningur
— gjöf til framtíðar
Þú getur gengið frá innlögn á Framtíðarreikning
og nálgast jólabókina í næsta útibúi Arion banka.
Þegar keypt er gjafabréf fyrir 4.000 kr. eða
meira á Framtíðarreikning barns fylgir
bókin Jólasveinarnir 13 með. Gjafabréf á
Framtíðarreikning er tilvalin jólagjöf fyrir
ættingja og aðra sem vilja gefa jólagjöf
sem vex með barninu.
www.arionbanki.is