Morgunblaðið - 04.12.2010, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Samfylk-ingin held-ur í dag
flokksstjórn-
arfund þar sem
meginumfjöll-
unarefni verða
tillögur umbótanefndar
Samfylkingarinnar og á
fundurinn að marka „upp-
haf að umfjöllun innan
flokksins um tillögur
nefndarinnar og meðferð
þeirra“, eins og segir í frétt
flokksins um fundinn.
Segja má að tímabært
hafi verið fyrir Samfylk-
inguna að hefja umbóta-
starf, enda ýmislegt að-
finnsluvert í starfsemi
flokksins á liðnum árum.
Eitt stendur upp úr í því
sambandi, en það eru óeðli-
leg tengsl flokksins við
helstu gerendur í útrásinni
og hruninu, einkum for-
svarsmenn Baugs og
tengdra félaga.
Helstu forystumenn
flokksins hafa í gegnum
tíðina beitt áhrifum sínum
til að þessir viðskiptajöfrar
gætu farið sínu fram. Al-
ræmd er orðin svokölluð
Borgarnesræða fyrrver-
andi formanns flokksins,
þar sem reynt var að gera
alla þá tortryggilega sem
ekki dönsuðu í takti við
þessa auðmenn. Opinber
rannsókn á málum þeirra,
sem síðar leiddi til sakfell-
ingar þrátt fyrir allan fjár-
austurinn og undirróð-
urinn, fékk ekki einu sinni
að vera í friði fyrir forystu
Samfylkingarinnar, sem
með þessari auðsveipni
sinni við auðvaldið tók á sig
mikla ábyrgð af þeim
hremmingum sem síðar
hafa orðið í efnahagslífinu.
Núverandi formaður
Samfylkingarinnar, sem á
fundinum í dag mun fjalla
um ábyrgð Samfylking-
arinnar í ræðu sinni, tók
fullan þátt í baráttunni
með Baugi gegn réttvís-
inni. Í febrúar 2007 gekk
hún erinda auðvaldsins
með því að leggja fram fyr-
irspurn á Alþingi til dóms-
málaráðherra „um kostnað
ríkisins við rannsókn og
rekstur Baugsmálsins“,
þar sem hún hafði meðal
annars áhuga á kostnaði
við „störf sérsaks saksókn-
ara í Baugsmál-
inu“.
Öruggt má
telja að minna
væri að gera hjá
þeim sérstaka
saksóknara sem
nú er að störfum ef Sam-
fylkingin hefði getað setið
á sér og leyft fyrri saka-
málum gegn auðjöfrum að
hafa sinn gang í dómskerf-
inu. Ekki hefði verið verra
ef Samfylkingin hefði í öðr-
um málum sem tengdust
þessari viðskiptablokk, til
að mynda í fjölmiðlamálinu
svo kallaða, látið vera að
ganga sömu erinda.
Um þennan erind-
isrekstur er tæpast deilt í
dag. Jafnvel Össur Skarp-
héðinsson, formaður
flokksins á þeim tíma sem
hluti þessara átakamála
gekk yfir, hefur gefið til
kynna að um óeðlileg
tengsl hafi verið að ræða.
Þetta kom fram á Alþingi í
apríl síðastliðnum, þar sem
Össur svaraði fyrirspurn
formanns Framsókn-
arflokksins um það hvort
þá hörku sem Samfylk-
ingin beitti sér af gegn fjöl-
miðlalögunum á sínum
tíma mætti skýra með
tengslum flokksins við
Baugsveldið. Össur sagði
að þarna væri skýringuna
hugsanlega að finna og af-
dráttarlausari getur játn-
ingin tæpast orðið.
Spurningin er hins vegar
hvort Samfylkingin í heild
sinni og þá ekki síst núver-
andi formaður flokksins,
Jóhanna Sigurðardóttir,
ætla að gera hreint fyrir
sínum dyrum í þessu efni.
Verður gengist við tengsl-
unum við auðvaldið og er-
indisreksturinn fyrir það?
Verður upplýst nánar um
hverjar ástæðurnar eru
fyrir því hvernig Samfylk-
ingin gekk fram? Verður
rætt um það hvort þessi
tengsl hafa verið rofin og
þá hvenær það gerðist?
Þetta er það meginatriði
sem hlýtur að verða til um-
ræðu á umbótafundi
flokksráðs Samfylking-
arinnar í dag. Að öðrum
kosti getur fundurinn ekki
orðið neitt annað en katt-
arþvottur í þeim tilgangi að
slá ryki í augu almennings.
Mun Samfylkingin
gera upp tengsl sín
og stuðning við
Baugsveldið? }
Verða aðalatriðin
til umræðu í dag?
A
ðeins eru tæpar þrjár vikur til jóla
og ég á eftir að gera allt. Reyndar
er flest á áætlun á heimilinu, en
það sem ég á að sjá um er sem
sagt allt eftir. Það þykja að vísu
ekki fréttir í fjölskyldunni og enginn farinn að
örvænta (því góðir hlutir gerast hægt, eins og
ég tek gjarnan til orða). En ég er afbragðs víti
til varnaðar og rétt að upplýsa þjóð mína um
stöðu mála.
Konan mín er búin að skreyta og baka og
gott ef ekki kaupa flestar jólagjafirnar og oft
búin að minna mig á að ég sjái einn um jóla-
kortin að þessu sinni. „Mundu það!“
Í haust ákváðum við að á aðventunni skyld-
um við hafa það huggulegt; sitja síðkvöldin löng
við kertaljós og spjalla við dæturnar, lesa góða
bók, fá okkur te eða kakó og bragða á undra-
góðum smákökum, bæði hér í kotinu og í fjölda heimsókna
til vina og vandamanna. Fara svo á jólatónleika og jóla-
hlaðborð og labba í bænum í logni og nýfallinni mjöll.
Njóta þess að vera til, heitir það á mannamáli. Allt yrði bú-
ið.
Svo ruddist aðventan skyndilega inn í líf mitt enn einn
ganginn án þess að gera boð á undan sér. Konan mín seg-
ist að vísu hafa nefnt það, en ég var víst í símanum og tók
ekki eftir því. Enn hef ég varla gefið mér tíma til að fá mér
tesopa, hvað þá að glugga í bók eða fara í heimsókn. Talaði
að vísu við dæturnar um daginn, sem var yndislegt, og
stalst í smákökubaukinn, en það má helst ekki fréttast.
Árið er eins og vikan; hefst að manni finnst
ofan í djúpum dal, smám saman vinnur maður
sig upp brekku, er á toppnum í glampandi sól
um mitt sumar, en síðan hallar á ný undan
fæti. Og sem endranær gleymist hve skrið-
þunginn er mikill þegar árin og kílóin færast
yfir. Komið er langleiðina niður brekkuna áður
en maður veit af.
Oft er myrkur og kuldi neðst í dalnum. Að
þessu sinni náðum við reyndar fyrr en áður í
jólin niður í bílskúr og því hef ég ekki þurft að
kvarta. Bros eiginkonunnar og dætranna er að
vísu óvenju fallegt og lýsir upp tilveru mína
alla daga ársins – og þess vegna heiti ég því á
hverjum föstudegi, að taka mig á í næstu viku.
En svo er hún búin áður en ég veit af og ég
strengi mitt vikulega heit á ný. Hvað um það.
Nú heiti ég því að byrja að skrifa jólabréfið
strax um eða eftir helgi, þessa eða næstu, að íhuga hvaða
mynd af stelpunum ég hafi í kortinu þessi jól, líta í kring-
um mig eftir jólagjöf handa þeim öllum og finna jafnvel
eina handa sjálfum mér frá Stekkjastaur.
Nú skal njóta lífsins fram að hátíðinni miklu. Vinn bara
frá níu til fimm og alls ekki um helgar, elda öll kvöld, ryk-
suga, skúra og skreyti jólatréð sem ég hegg sjálfur úti í
skógi og ber á bakinu alla leið heim.
Sko mig! Þetta er allt að koma. En ég er að hugsa um að
fresta því að gera efri skápana í eldhúsinu hreina þar til að
ári. Ekkert okkar nær hvort sem er nógu hátt upp til að
kanna hvort þar sé ryk. skapti@mbl.is
Skapti
Hallgrímsson
Pistill
Ha, eru að koma jól?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Þ
eir hæstaréttar- og hér-
aðsdómarar sem ráðnir
verða í upphafi næsta árs
til þess að létta á fyr-
irsjáanlegu álagi á dóms-
kerfið vegna fjölda mála sem tengjast
efnahagshruninu verða ráðnir á sömu
forsendum og almennt gildir um
ráðningu dómara hér á landi. Nýlega
mælti dómsmálaráðherra fyrir frum-
varpi um tímabundna fjölgun dómara
en samkvæmt lögum um dómstóla
eru dómarar skipaðir ótímabundið í
embætti sín. Þá fara nýir dómarar í
gegnum sama ráðingarferli og al-
mennt gengur og gerist.
Í frumvarpinu er lagt til að
hæstaréttardómurum, sem nú eru
níu, fjölgi um þrjá í tólf frá áramótum
og héraðdómurum um fimm í 48 frá 1.
mars á næsta ári. Héraðsdómurum
var áður fjölgað tímabundið á síðasta
ári úr 38 í 43. Þá er kveðið á um að
ekki skuli skipað í embætti héraðs-
eða hæstaréttardómara, sem losna
eftir 1. janúar 2013, fyrr en þess ger-
ist þörf til að ná þeirri tölu sem kveðið
er á um í núgildandi lögum.
Dómarar ráðnir ótímabundið
Bryndís Helgdóttir, settur skrif-
stofustjóri dóms- og mannréttinda-
ráðuneytisins, segir að þó að til standi
að fjölgun dómara sé tímabundin þá
sé ekki hægt að ráða þá tímabundið,
til dæmis til fimm ára. „Þeir eru ráðn-
ir eins og venjulega. Eins og ákvæðið
er orðað þá verður ekki ráðið í emb-
ætti sem losna eftir 1. janúar 2013.
Þannig að þegar menn komast á ald-
ur og hætta verður ekki ráðið í stað-
inn fyrir þá þangað til tala dómara í
héraði verður aftur 38 og fjöldi
hæstaréttardómara níu,“ segir hún.
Að sögn Bryndísar hafa bæði
Hæstiréttur og dómstólaráð kallað
eftir fjölgun dómara sem sé nauðsyn-
leg til að bregðast við fjölgun viða-
mikilla mála. Þó að minni málum hafi
fækkað fyrir dómstólum þá hafi
þungum málum fjölgað mjög.
Aukið álag á næstu árum
Eftirmál efnahagshrunsins á Ís-
landi hafa það í för með sér að álag á
dómskerfi landsins mun aukast um-
talsvert á næstu mánuðum og árum á
meðan greitt er úr fjölda gjaldþrota-
skiptamála auk viðamikilla mála frá
sérstökum saksóknara. Í at-
hugasemdum við frumvarpið er sagt
að búist sé við að síðarnefndu málin
muni dreifast yfir tímabil fram til árs-
ins 2013 til 2014 og væntanlega koma
til afgreiðslu í Hæstarétti í lok ársins
2011 eða í byrjun árs 2012.
Ágreiningsmálum vegna gjald-
þrotaskipta hefur fjölgað gríðarlega á
milli ára. Á fyrstu níu mánuðum árs-
ins í ár kom 561 nýtt mál af þeim toga
til kasta héraðsdómstóla. Á sambæri-
legu tímabili árið 2009 voru slík mál
75 en það er einnig margfalt meira en
árið áður. Í frumvarpinu um fjölgun
dómara kemur fram að fimm hundr-
uð málum frá þessu ári sé ólokið. Er
talið að mál af þessum toga komi fyrir
héraðsdóm af fullum þunga á árinu
2011 og meðferð þeirra standi yfir
fram eftir árinu 2012. Á sama tíma
hefur öllum öðrum tegundum mála
fækkað hjá héraðsdómstólum á milli
ára.
Auk gjaldþrotaskiptamála og
mála frá sérstökum saksókn-
ara bætast við réttarhöldin
yfir Geir H. Haarde, fyrrv.
forsætisráðherra, fyrir
landsdómi en
fimm hæstarétt-
ardómarar eiga
sæti í lands-
dómi sem mun
væntanlega
koma saman á
næsta ári.
Tímabundin lausn en
ráðnir ótímabundið
Morgunblaðið/Sverrir
Nýju dómararnir átta sem ráðnir
verða í byrjun næsta árs þurfa að
gangast undir sama ráðningar-
ferli og aðrir dómarar. Lögum um
ráðningar dómara var breytt fyrr
á þessu ári.
Eftir breytingarnar skipar
dómsmálaráðherra nú fimm
manna dómnefnd til þess að
fjalla um hæfni umsækjenda um
embætti hæstaréttar- og héraðs-
dómara. Af þeim eru tveir nefnd-
armenn tilnefndir af Hæstarétti.
Þá er ráðherra óheimilt að skipa
mann í embættið sem dóm-
nefndin hefur ekki talið hæfast-
an umsækjenda. Vilji ráðherra
engu að síður gera það þarf sam-
þykkt Alþingis fyrir til-
lögu hans
innan
ákveðins
tíma. Annars
er hann bund-
inn af um-
sögn nefnd-
arinnar.
VAL NÝRRA DÓMARA
Sama ráðn-
ingarferlið