Morgunblaðið - 04.12.2010, Qupperneq 33
semsagt búið að stofna deild í sauma-
klúbbnum okkar á himnum. Þar eru
þær efalaust búnar að fitja upp á ein-
hverju skemmtilegu og sauma bót á
bót, þær Júlla og Kristrún sem fór á
undan. Við viljum minnast Júllu fyrir
lífsgleðina og gjallandi hláturinn,
kímnigáfuna og síðast en ekki síst,
vináttuna. Þó að við höfum á þessum
árum flutt út og suður, héldum við
alltaf hópinn og reyndum að hittast
einu sinni eða tvisvar á ári. Gjarnan
var farið í sumarbústað eða út í
Breiðafjarðareyjar. Þá þurfti mikið
að tala og svo var hlegið og grátið
saman.
Júlla og Bibba héldu uppá sextugs-
afmælin sín í fyrra með okkur í bú-
stað í Borgarfirði. Í haust fórum við
aftur í Borgarfjörðinn og Júlla lét
ekki sitt eftir liggja. Þó hún væri mik-
ið veik tók hún fullan þátt í öllu með
okkur og sérríið var tekið með glans.
Hún gerði sér líka lítið fyrir og faldaði
þrjá jóladúka í meðan við hinar gerð-
um mest lítið. Þetta var yndisleg
helgi og mun lifa í minningunni alla
tíð. Við erum samt sem áður ákaflega
ólíkar og hittumst oft ekki mikið milli
„funda“ en samt þykir okkur svo
vænt hverri um aðra og finnum sárt
fyrir söknuði og sorg því að nú erum
við bara sex eftir.
Við og fjölskyldur okkar sendum
Hermanni, Rúnari, Dagnýju Ósk,
Sigrúnu og barnabörnunum samúð-
arkveðjur, því þar er missirinn mest-
ur og einnig systkinum hennar, en
þar hefur komið stórt skarð í hópinn á
stuttum tíma. Guð blessi minningu
Júlíönu Kristínar.
Bára, Dagbjört, Guðrún
Anna, Guðrún Marta,
Guðrún Rebekka og Nína.
Elsku Júlla, þegar ég hugsa til
baka um allar bútasaumsferðirnar
okkar sem við fórum í, öll námskeiðin
og utanlandsferðina okkar til Birm-
ingham vakna margar minningar um
hlátur og gleði.
Litlu smáu hendurnar þínar að
strjúka yfir efnin og velja saman lita-
samsetningar sem þú varst snillingur
í. Bútasaumsferðin þín á Löngumýri í
haust mun ætíð verða mér ofarlega í
minni, þrautseigja þín og barátta. Þú
varst löngu búin að ákveða að fara þá
✝ Júlíana KristínGestsdóttir fædd-
ist hinn 19. júní 1949 í
Stykkishólmi. Hún
lést á St. Franciskus-
spítala í Stykkishólmi
hinn 27. nóvember
2010. Foreldrar
hennar voru Hólm-
fríður Hildimund-
ardóttir, f. 15.11.
1911, d. 8.1. 2003, og
Gestur Guðmundur
Bjarnason, f. 22.5.
1904, d. 15.2. 1970.
Systkini Júlíönu
eru 1) Kristinn Bjarni, f. 23.11.
1932, d. 8.11. 2009, maki Ingveldur
Sigurðardóttir. 2) Ingibjörg, f. 9.2.
1935, d. 1.7. 2010, maki hennar
Gísli Birgir Jónsson. 3) Hildimund-
ur, f. 9.8. 1936, d. 2.1. 1988, maki
Þórhildur Halldórsdóttir. 4) Jónas,
Barn Júlíönu og Jóns Sigurðs-
sonar, f. 7.4. 1947, d. 8.3. 1969, er
Rúnar Örn Jónsson, f. 5.10. 1967,
kona hans er Sigrún Þorgeirs-
dóttir. Dætur þeirra eru: Kristín
Alma og Júlíana Ósk. Fyrir á Rún-
ar Guðmund Ragnar og Margeir
Inga.
Dóttir Júlíönu og Hermanns er
Dagný Ósk, f . 26.7. 1972, börn
hennar eru Hermann Örn og Mel-
korka Líf.
Á yngri árum starfaði Júlíana á
St. Franciskusspítala í þvottahús-
inu.
Mestan hluta starfsævi sinnar
starfaði hún þó hjá Pósti og síma,
en varð að láta af störfum þar 1999
vegna veikinda.
Einnig var hún virk í fé-
lagsmálum, meðal annars í Kven-
félaginu Hringnum og Lions-
klúbbnum Hörpu.
Hannyrðir áttu hug hennar allan
og var hún í hinum ýmsu hann-
yrðahópum og síðustu árin var það
sérstaklega bútasaumur.
Útför Júlíönu fer fram frá Stykk-
ishólmskirkju í dag, 4. desember
2010, og hefst athöfnin kl. 14.
f. 10.6. 1940, maki El-
ín Ólafsdóttir. 5)
Ólafía Sigurborg, f.
29.7. 1941, maki
Þórður Ársæll Þórð-
arson. 6) Hulda, f.
26.9. 1943, maki
Kjartan Þorgrímsson
sem er látinn. 7)
Brynja, f. 25.8. 1945,
maki Einar Hall-
dórsson sem er lát-
inn. 8) Ævar, f. 14.9.
1947, maki Alma
Diego. 9) Hrafnhild-
ur, f. 7.2. 1952.
Árið 1970 giftist Júlíana eftirlif-
andi maka sínum, Hermanni
Bragasyni, f. 5.9. 1943. Hann er
sonur hjónanna Signýjar Þorvalds-
dóttur, f. 26.12. 1916, d. 2008, og
Braga Jónssonar, f. 26.1. 1914, d.
1993.
Elsku Júlla
Nú er þrautagöngu þinni lokið og
þú búin að fá hvíldina.
Eflaust eru margir úr fjölskyld-
unni sem taka vel á móti þér þegar yf-
ir er komið.
Margar stundir höfum við átt sam-
an og daglega síðustu ár,
alltaf í símasambandi eða hitting
hvern dag og oft rætt mikið,
en stundum bara setið og hugsað
um liðna tíð.
Og helst vorum við alltaf með
handavinnuna milli handanna, það
þótti svo sjálfsagt að sitja ekki auðum
höndum og ef ég var löt við það
spurðir þú mig alltaf hvort ég væri
ekki með eitthvað á prjónunum með
mér, svo handavinnutaskan mín
fylgdi mér alltaf til þín.
Þú varst svo ótrúlega dugleg í
bútasaumnum, sem var þitt líf og
yndi og stytti þér margar stundir og
eignaðist þú góðar vinkonur í gegn-
um árin í þeim hópi, enda er mikil
handavinna til eftir þig.
Þú tókst veikindum þínum með
þvílíku æðruleysi að einstakt var að
fylgjast með, stóðst í þessum veikind-
um um árabil með miklu umburðar-
lyndi og búin að undirbúa brottför
þína mjög vel.
Við þökkum þér allar góðar stundir
og eigum öll eftir að sakna þín mikið.
Gott er ein með guði að vaka,
gráta hljótt og minnast þín,
þegar annar ylur dvín, –
seiða liðið líf til baka,
og láta huggast, systir mín!
Við skulum leiðast eilífð alla,
– aldrei sigur lífsins dvín.
Ég sé þig, elsku systir mín.
Gott er þreyttu höfði að halla
að hjarta guðs – og minnast þín.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Við biðjum góðan guð að styðja
Hemma og börnin þín, hjá þér voru
þau alltaf í fyrsta sæti.
Hvíldu í friði.
Minning þín lifir.
Ólafía og Þórður.
Við horfðum á ljósmynd sem virtist
tilheyra öðrum heimi. Hún sýndi
bekk, þakinn snjó og hvítur snjór yfir
jörð og gróðri. Það var eins og bekk-
urinn biði eftir því að einhver tyllti
sér á hann. Okkur fannst bekkurinn
hafa verið að bíða eftir Júllu og þegar
við fengum fréttirnar um brottför
hennar sáum við hana í huganum
sitja á einmitt þessum bekk, aftur svo
unga og fallega. Stríðið er tapað hjá
henni við sjúkdóminn og komið að því
að kveðja. En samt erum við vissar
um að á einhvern hátt hefur hún sigr-
að. Annað væri óréttlátt eftir allan
hetjuskapinn undanfarna mánuði og
ár.
Nokkrar stöllur ákváðu að stofna
saumaklúbb árið 1967 og Júlla kom
inn í hann fljótlega. Síðan eru liðin 43
ár. Allan þann tíma hefur ekki borið
skugga á samheldni, vináttu og
tryggð innan þessa hóps sem voru
upphaflega átta ungar konur. Svo
kom skarð í hópinn – ein fór inn í ei-
lífðina og nú er Júlla líka farin. Það er
ferð og lést engan stoppa þig af.
Barátta þín við þennan illvíga sjúk-
dóm er búin að koma öllum á óvart en
hann sigraði þig að lokum.
Megi guð styrkja Hemma, Rúnar
og Dagný og fjölskyldur þeirra í sorg-
inni.
Ég kveð þig, elsku Júlla mín, með
þessu ljóði.
Grátið mig ekki, því ég er frjáls,
ég fylgi veginum sem Guð lagði fyrir
mig.
Ég tók Hans hönd, þegar kallið kom,
snéri við og yfirgaf allt.
Ég gat ekki dvalið lengur,
til að hlæja, elska, vinna eða gleðjast.
Ókláruð verk mín verða eftir hér,
ég fann þennan stað minn síðasta
dag.
Hafi brottför mín skilið eftir tómarúm,
fyllið það með góðum minningum
vináttu og gleðistunda,
ó, já, ég á eftir að sakna líka.
Berið ekki þungar byrðar sorgarinnar.
Ég óska ykkur bjartra daga.
Líf mitt var fyllt gleðistundum,
í samför ástvina og annarra.
Kannski virtist dvöl mín hér allt of
stutt.
En lengið hana ekki með djúpri sorg.
Léttið á hjarta ykkar og samgleðjist
mér,
Guð vildi mig núna og tók móti mér.
(Irvin R. Karon.)
Þín vinkona,
Sigríður H. Bjarkadóttir (Sísa).
Þá er komið að kveðjustundinni,
elsku Júlla.
Aldrei heyrði maður þig kvarta
undan veikindunum sem þú barðist
svo hetjulega við undanfarin ár.
Nokkrum dögum áður en þú kvaddir
kom ég til þín og þá léstu bara þokka-
lega af þér, þó að þú værir mikið veik
og spurðir frétta af strákunum mín-
um.
Alltaf var þér umhugað um mig og
mína fjölskyldu og á ég margar minn-
ingar úr æsku á heimili ykkar
Hemma.
Með þessu fallega ljóði þakka ég
þér samfylgdina og hlýjuna.
Nú liðin er hin þunga þraut
og þreytta brjóstið rótt,
þinn andi svífur bjarta braut
á bak við dauðans nótt.
Ég kveð með þökk, í traustri trú
um tilverunnar geim
að sál þín örugg svífi nú
til sigurlandsins heim.
(Ingibjörg Þorbergs.)
Elsku Hemmi, Rúnar, Dagný og
fjölskyldur, guð styrki ykkur á þess-
um erfiða tíma en minningin lifir.
Sædís Björk og fjölskylda.
Júlíana Kristín
Gestsdóttir
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2010
æsku, snjall og ráðagóður. Hann
var alltaf tilbúinn að rétta hjálp-
arhönd, styðja og styrkja. Ófáar
gjafirnar færði hann mér þegar
hann kom heim úr siglingum um
heimshöfin og sögur af fjarlægum
ævintýraslóðum lýstu hugskotið.
Bróðir minn var ævintýraprins í
hugum okkar peyjanna, sem þeysti
um á mótorfákum, bauð náttúru-
öflunum birginn og gerði strand-
högg í fjarlægum höfnum. Ekki
spillti það fyrir að hann birgði
okkur gjarnan upp af skotfærum
fyrir gamlárskvöld – kínverjum og
sprengjum.
Róbert var fagmaður fram í
fingurgóma, vel lesinn og síleit-
andi. Hann hafði yndi af vélbúnaði
og gangverki hvers konar. Undur
lífsins var mekanískt harmoní
óskiljanlegustu eininga sem í sam-
einingu framkölluðu sprengikraft
framþróunar og hagsældar.
Bróðir minn var fjölskyldumað-
ur og barnavinurinn mesti. Hann
elskaði að halda í litlar hendur og
klappa á litla kolla. Hann naut
þess að uppfræða og gleðja. Börn
löðuðust sjálfkrafa að honum og
nutu þess að hlusta á ævintýrasög-
ur, spyrja spurninga og fá svör.
Róbert hlífði sér aldrei. Honum
féll ekki verk úr hendi og var stöð-
ugt að skipuleggja nýja landvinn-
inga. Hann naut þess að skoða
náttúruna, sigla á báti sínum –
veiða fisk eða skjóta fugl. Þá leið
honum best er hann gat fært ást-
vinum fisk í soðið eða fugl í ofninn.
Bróðir minn var Eyjamaður og
náttúrubarn sem þekkti æðaslátt
úthafsins, jafnt sem stræti stór-
borganna. Honum auðnaðist að
halda á afabörnunum áður en hann
ók inn í sólarlagið. Ég sakna stóra
bróður, ævivinar og félaga.
Hilmar Þór Hafsteinsson.
Hafið bláa, hafið hugann dregur,
hvað er bak við ystu sjónarrönd?
Þangað liggur beinn og breiður
vegur,
bíða mín þar æskudraumalönd.
Beggja skauta byr
bauðst mér aldrei fyrr.
Bruna þú nú bátur minn.
Svífðu seglum þöndum,
svífðu burt frá ströndum.
Fyrir stafni haf og himinninn.
(Örn Arnarson)
Róbert var sjómaður í húð og
hár, hafið dró hann til sín í starfi
og leik. Hann starfaði sem vél-
stjóri og kunni sitt fag. Þegar
hann kom heim í frí, fór hann að
sinna áhugamálunum sínum. Bátn-
um sem hann smíðaði nánast frá
grunni, siglingum, veiðum og
smíðum.
Róbert var uppfinningamaður
og eldklár að koma hugmyndum
sínum á blað. Síðan var tekið til
við að smíða hlutinn og þegar einn
hlutur var fullbúinn var hann kom-
inn með aðra hugmynd í kollinn.
Allt voru þetta nytjahlutir og flest-
ir komu að góðum notum í bátnum
hans.
Veiðar stundaði hann í frítím-
anum. Veiddi bæði fisk og fugla.
Ég var svo heppin að vera tvisv-
ar boðin í svartfuglsveislu heima
hjá Hafsteini mínum, syni Ró-
berts. Árni Gunnar eldaði fuglinn,
sem pabbi hans hafði veitt. Þvílíkt
lostæti, ég er ennþá að dásama
matinn og hlakkaði til að komast í
fleiri svona veislur.
Róbert lék á als oddi í veisl-
unum og sagði skemmtilegar sög-
ur frá fjarlægum stöðum, enda
hafði hann siglt og ferðast um víða
veröld. Hann var skemmtilegur
sögumaður og hafði næman húmor
fyrir lífinu og tilverunni.
Það er undarlegt til þess að
hugsa, að maður eigi ekki eftir að
hitta hann aftur, heima hjá Haf-
steini, Ellu og litlu krílunum
þeirra.
Ég vil þakka fyrir samfylgdina
og allar skemmtilegar stundir í
gegnum árin.
Elsku Hafsteinn, Ella, Árni
Gunnar, afabörnin og aðrir sem
eiga um sárt að binda, fá mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Birna
Guðmundsdóttir.
MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík
sími 587 1960 - www.mosaik.is
Legsteinar og fylgihlutir
Vönduð vinna og frágangur
Yfir 40 ára reynsla
Sendum myndalista
✝
Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og bróðir,
HAUKUR KARLSSON
brúarsmiður,
áður til heimilis að,
Marbakkabraut 9,
Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk, Suðurlandsbraut,
fimmtudaginn 2. desember.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hafdís Hauksdóttir Kjærgaard
og fjölskylda hins látna.
✝
Ástkær móðir mín,
SIGRÍÐUR MARÍA SIGURÐARDÓTTIR,
Stigahlíð 20,
Reykjavík,
lést miðvikudaginn 24. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju
miðvikudaginn 8. desember kl. 13.00.
Hanna Þórarinsdóttir.