Morgunblaðið - 04.12.2010, Side 34

Morgunblaðið - 04.12.2010, Side 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2010 ✝ María Sigurgeirs-dóttir fæddist 30 ágúst 1933. Hún lést á sjúkrahúsi Siglu- fjarðar 26. nóvember 2010. Foreldrar hennar voru Fanney Jóns- dóttir húsfreyja frá Bræðraborg, Seyð- isfirði, f. 7. mars 1909, d. 27. október 1943 og Sigurgeir Björnsson, póstþjónn og símritari, frá Gafli í Flóa, f. 25. október 1899, d. 18. nóvember 1943. Systkini Maríu eru Guðrún, f. 1926, Rósa María, f. 1928, d. 2010, Benný, f. 1929, d. 2008, Jón Björn, f. 1931, d. 1951, Fanney, f. Rósa Helga Ingólfsdóttir, f. 19. desember 1969, unnusti hennar er Ari Hólmsteinsson, f. 8. ágúst 1970, börn hennar eru: a) Aron Ingi Kristinsson unnusta hans er Linda Hrönn Ingadóttir. b) Pálina Ósk Kristinsdóttir. María fæddist í Reykjavík og ólst upp á Hverfisgötu 83 hjá for- eldrum sínum og systkinum. Við foreldramissi um 10 ára aldur fór hún til fósturforeldra sinna Rósu Jónsdóttur og Ingvars Hallsteins- sonar að Lyngholti í Leirásveit. María útskrifaðist frá húsmæðra- skólanum að Varmalandi, lá þá leið hennar aftur til Reykjavíkur. María starfaði við hin ýmsu versl- unarstörf en lengst af á Hótel Sögu, 23 ár. Hún flytur til Siglu- fjarðar 1994 og hefur þá störf á sjúkrahúsi Siglufjarðar. Útför Maríu fer fram frá Siglu- fjarðarkirkju í dag, laugardaginn 4. desember 2010, kl. 14. 1932, d. 2010, Frið- geir, f. 1935, Margr- et, f. 1936, og Sig- valdi, f. 1939. María giftist Ing- ólfi Haukssyni en þau slitu samvistum 1994. Eignuðust þau þrjú börn: 1) Sigrún Ing- ólfsdóttir f. 6. júlí 1954. Börn hennar eru: a) Maríanna Leósdóttir giftt Joab Cowell. b) Leó Ingi Leósson. c) Ingvar Már Leósson í sambúð með Örnu Rut Gunnlaugsdóttur, börn þeirra eru Þóra Sóley og Vigfús Bjarki. d) Haukur Þór Leósson. 2) Haukur Ingólfsson f. 10. apríl 1965. 3) Elsku mamma. Mér er svo þungt um hjartarætur og gæti skrifað mörg blöð um það hversu mikil manneskja þú varst og hvað þú hefur afrekað margt, fáir eru jafn duglegir og þú hefur verið í gegnum tíðina. Nú horfinn er ástvinur himnanna til, heill þar nú situr við gullbryddað hlið, í Guðs faðmi gistir hann nú. Samfylgd er þökkuð með söknuð í hjarta, sefandi virkar þó minningin bjarta. Ég kveð þig með kærleik og trú. (Hafþór Jónsson.) Sigrún Ingólfsdóttir. Elsku mamma mín, nú þarf ég að kveðja þig í hinsta sinn. Ég er þér svo þakklát fyrir svo margt. Ég er svo þakklát fyrir að hafa haft þig hjá mér þegar ég eign- aðist Aron Inga fyrir 21 ári, ég þá 19 ára stelpuskotta, sem taldi sig vera svo tilbúna í þetta nýja hlutverk en sem betur fer hafði ég þig hjá mér til að leiðbeina mér og kenna. Þegar ég svo flutti á Sigló hálfu ári seinna þá var það nú ósjaldan sem ég hringdi í þig til að fá ráðleggingar hvort sem það var um uppeldið, elda- mennsku eða eitthvað annað, alltaf gastu gefið mér góð ráð. Þú fluttir svo á Sigló til okkar systra fyrir 16 árum og bjóst lengi hjá mér og minni fjöl- skyldu en Pálína Ósk var þá bara fjögurra mánaða. Það voru einstök forréttindi fyrir mig og börnin mín að fá að hafa þig hjá okkur. Ég er svo þakklát fyrir að þú hafir verið hjá mér þegar ég ákvað fyrir átta árum að fara í háskólann og stunda nám með vinnunni, en það hefði ég aldrei getað gert án þín. Þú varst til staðar fyrir mig og börnin mín þegar við þurftum á að halda, sem var nú ansi oft. Mér fannst erfitt að flytja frá Sigló fyrir tveimur árum og flytja frá þér en við reyndum að tala saman í síma oft í viku og ef ég hafði misst af frétt- unum þann daginn þá var það allt í lagi því þú varst með þær allar á hreinu enda hafðir þú gaman af því að fylgjast með fréttum og þjóðfélags- umræðunni hverju sinni. Það verður skrýtið að geta ekki tekið upp símann og hringt í þig eins og ég er vön. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að vera hjá þér síðustu dagana áður en þú kvaddir þetta líf. Þú varst einstök kona sem komst til dyranna eins og þú varst klædd og sjaldan heyrði maður þig kvarta, sama hvað. Þú hafðir mjög ákveðnar skoðanir og hafðir gaman af því að rökræða um allt milli himins og jarðar. Þú varst einstök kona og ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig sem móð- ur. Ég hef aldrei lofað að brautin sé bein, og gullskrýddir blómstígar alla leið heim. Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar á göngunni löngu til himins borgar. En lofað ég get þér aðstoð og styrk og alltaf þér ljósi þó að leiðin sé myrk. Mundu svo barn mitt að lofað ég hef að leiða þig sjálfur hvert einasta skref. (Höfundur ók.) Elsku mamma mín, ég kveð þig með söknuði og ég mun klára peys- una og ég man að nota hjúpsúkkulaði en ekki suðusúkkulaði á piparköku- húsið. Þín dóttir, Rósa. Elsku amma. Ég trúi ekki að þessi stund sé komin. Þú hefur verið stór partur af lífi mínu. Ég á svo margar góðar minningar frá okkar stundum. Alltaf þegar ég kom heim af leik- skólanum var búið að taka upp Afa á Stöð2 eða Stundina okkar á RÚV. Þegar ég var veik þá var ég svo hepp- in að eiga þig sem ömmu sem bjó heima til að hugsa um stelpuna sína. Þó svo að þú hafir farið á spítalann þá varstu alltaf jafn hress, elsku amma, og það var svo gaman að heimsækja þig. Þú talaðir mikið þeg- ar ég kom til þín og sagðir mér frá þér þegar þú varst ung og fórst mikið í ættfræði með mér. Ætli ég hafi ekki fengið áhuga á því frá þér, ásamt rauða hárinu? Ég man alltaf eftir jólunum þegar ég var lítil, þá vildirðu alltaf hlusta á messuna sem var í útvarpinu og eftir að þú fórst á spítalann héldum við áfram að hlusta á messuna og sú hefð verður alltaf með okkur. Síðastliðin ár höfum við alltaf kom- ið til þín á spítalann um jólin og opnað gjafirnar með þér. Mikið verður það skrýtið að hitta þig ekki um jólin og ekki bara þá heldur alltaf. Ég mun alltaf hugsa mikið til þín þegar ég heyri lagið Heims um ból. Ég á eftir að sakna þín ótrúlega mikið, elsku amma mín.Takk fyrir allar góðu stundirnar okkar. Þú ert minn verndarengill og átt alltaf stóran stað í hjarta mínu. Pálína Ósk Kristinsdóttir. Nú er langri baráttu við erfið veik- indi loks lokið, amma mín. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig og gat ég alltaf treyst á þig. Ég mun alltaf minnast tímans sem þú bjóst hjá okk- ur á Hafnartúninu og aldrei var ég einmana, því þú gast alltaf veitt mér félagsskap og fengið mig til að brosa með skemmtilegum húmor og sterk- um skoðunum þínum. Ég mun ævinlega verða þakklátur fyrir þann tíma sem ég fékk að eyða með þér þegar ég vann á sjúkrahús- inu í sumar og að fá að vera til staðar fyrir þig eins og þú varst alltaf til staðar fyrir mig. Þegar ég hugsa um það þá er eins og mér hafi verið beint í þetta starf af einhverjum æðri öflum. Mér var ætl- að að vera til staðar fyrir þig. Ég hlakkaði alltaf mest til vakta- skipta á sjúkrahúsinu því þá gat ég stolist í burtu og sest niður hjá þér síðustu mínúturnar af vaktinni minni og spjallað við þig um allt milli himins og jarðar. Oftar en ekki varð fótbolti fyrir valinu enda vissir þú manna best hvar áhugi minn lá. Það var besti tími dagsins. Það rökkvar um hjartarætur raunamædd falla okkar tár. Sálin í brjósti okkar grætur þú ert horfin um ókomin ár Þung í sinni oss sorgin sveipuð í slörið svart og um götur & torgin glittir hvergi í bjart Um síðir mun þó skína sólin í huga oss á ný. Bæn ber þér kveðju mína þú brosir enn, í gegnum ský. (Ágústína Gunnarsdóttir.) Það verður erfitt að venjast því að fara ekki í heimsókn á spítalann til þín þegar maður er á Sigló, en núna ertu komin á betri stað, elsku amma mín, og kveð ég þig með söknuði. Þinn, Aron Ingi Kristinsson. Þegar ég var lítil bjó ég um skeið á Langholtsveginum hjá ömmu og afa. Það er ekki svo að ég muni mikið eftir því vegna þess að ég var ekki nema tveggja ára gömul, en af myndum að dæma hefur tilveran verið alveg rosa- lega skemmtileg. Ég kom þar svo oft þegar ég stækkaði og þangað var alltaf jafn gott að koma og alltaf tekið jafn vel á móti mér. Þar var alltaf eitthvað skemmtilegt og spennandi að gerast, þar lærði ég að meta góðan og þjóð- legan mat og þaðan löbbuðum við stundum saman út í skrýtnu búðina sem var kölluð Gummó. Við áttum saman margar góðar stundir þegar við urðum samferða frá Siglufirði suður yfir heiðar árið 2008. Þetta var talsvert ferðalag fyrir mik- ið veika konu og aðstæður ekki eins og best varð á kosið. Það var auðvitað ekið upp á Krók og flogið þaðan til Reykjavíkur eins og lög gera ráð fyr- ir. Þar sem henni fannst síður en svo mjög skemmtilegt að fljúga taldi hún það skyldu sína að stytta mér stund- irnar og reytti af sér brandarana á suðurleiðinni. Þarna sýndi hún eins og svo oft bæði áður og síðar eina af sínum bestu hliðum. Og lítið breyttist fas hennar svo við að koma suður, því þar átti hún sína skemmtilegu spretti með skondnum athugasemdum og hnyttnum tilsvörum. Í eitt skipti af mörgum þegar ég var ennþá lítil og í heimsókn hjá ömmu í borginni fékk ég að fara með henni í bingó sem var haldið í Templ- arahöllinni. Slíkt gleymist auðvitað ekki, heldur vex minningin og dafnar með árunum. Þetta var rosalega spennandi og lítilli stúlku fannst hún vera orðin pínulítið fullorðin. Þar fékk ég bingó í fyrsta skipti á ævinni, það var á töluna 67 og vinningurinn var heilar tvö þúsund krónur. Vinn- ingstalan hefur auðvitað ekki liðið litlu stelpunni úr minni síðan, þótt hún hafi vaxið frá fjölskyldu sinni og stofnað sína eigin. En framhald þess- arar sömu minningar er líka minn- isstætt. Daginn eftir bingóferðina var farið að kaupa vetrar- og skólafötin og ég valdi mér dökkgrænar flauels- buxur og appelsínugula hettupeysu, sem mér leist vel á. Ekki var amma mjög hrifin af „brúnu“ buxunum og hún reyndi að fá mig til að skipta um skoðun. Þá áttaði ég mig á því að hún væri litblind, svo ég dró hana út í dagsbirtuna til að hún sæi hlutina í réttu ljósi. Auðvitað fór kerfið í búð- inni í gang og allt varð vitlaust. Svona voru þau stundum ævintýrin með henni ömmu. Hugsunin um að þú verðir ekki til staðar næst þegar ég kemst heim til Íslands grætir mig, en ég get á móti huggað mig við að þjáningar þínar eru á enda og þú ert núna komin á stað þar sem hið jarðneska mótlæti og erfiðleikar eru óþekkt með öllu. En elsku amma mín, þrátt fyrir það mun ég sakna þín sárt um ókomin ár. Þín skotta, Maríanna. Elsku Maja amma. Í huga mér eru engin orð sem lýsa sorg minni með tæmandi hætti nú þegar brotthvarf þitt er staðreynd. Undir það var ég einfaldlega ekki bú- inn. Þú ert án efa mesta hörkutól sem ég hef í lífi mínu kynnst og er ég þakklátari því en nokkru öðru að hafa fengið að eiga þig fyrir ömmu. En lífið býður víst ekki upp á eilífa efnislega tilveru okkar og nú, þegar þú ert farin, elsku amma mín, krist- allast minningar mínar um þig sem aldrei fyrr. Hinar fjölmörgu ljúfu og góðu minningar. Mér er það minn- isstætt þegar ég var gutti í heimsókn hjá þér á Langholtsveginum, hversu ótrúlega fljót þú varst að galdra fram máltíðir með öllu tilheyrandi. Í minn- ingunni eru mínúturnar sem liðu á milli þess að kveikt var á eldavél og þar til eldhúsborðið var drekkhlaðið aðeins örfáar, og þótti mér þetta afar aðdáunarvert. Einnig áttu fáa þína líka í öllu sem viðkemur sauma- og prjónaskap, en slík verkfæri voru sem framlenging á þér sjálfri og eftir þig liggja ófá meistarastykkin í þeim efnum. Á seinni hluta unglingsára minna, þegar þú varst flutt til okkar á Siglu- fjörð, sátum við oftar en ekki löngum stundum saman við spjall og voru umræðuefnin óteljandi mörg. Engu máli skipti hvort félagar mínir voru í heimsókn eða hvort umræðuefnið varðaði félagslíf okkar drengjanna, íþróttir eða bíla, þú gast rætt við okk- ur alla um allt mögulegt. Meira að segja í þau ófáu skipti sem við báðum þig um að keyra okkur á ball eða í partí þá gerðir þú það alltaf með bros á vör og það án þess að hika. Á erfiðum tímum seinna meir reyndist mér svo ótrúlega dýrmætt að eiga þig að og á ég þér meira að þakka en flestir vita. Elsku Maja amma. Þó að hlutverk þitt á þessum stað sé nú með örlítið breyttu sniði veit ég að þú bíður spennt eftir því að láta til þín taka á þeim næsta. Hvað sem því líður er ljóst að minning þín hérna megin mun lifa að eilífu. Hinsta kveðja, Leó Ingi Leósson. Á göngunni meðfram fljótinu mikla einn mannsaldur ásamt samferða- fólki okkar kemur að því að leiðir skil- ur við Stóru-Ármót. Þar halda sum okkar áfram göngunni lengra eftir bakkanum en önnur taka sér far með ferjumanninum, sem flytur farþega sína til Sumarlandsins sem er handan fjarskans. Ég kynntist Maríu Sigurgeirsdótt- ur fyrir þremur og hálfum áratug og held ég geti leyft mér að segja að það hafi farið ágætlega á með okkur allan þann tíma. Nú hefur hún tekið sér far með bátnum en ég ætla að rölta svolítið lengra eftir bakkanum hérna megin hins sýnilega heims. Síðustu árin leit ég stundum inn hjá henni á Sjúkrahúsi Siglufjarðar, sem eftir á að hyggja ég hefði auðvit- að átt að gera miklu oftar. Við spjölluðum þá mikið saman, oft fór umræðan á flug og átti það jafnvel til að hefja sig í átt til stjarnanna. Ein minninganna um hana Maríu er á þann veg að eitt sinn þróaðist samtal okkar um veðrið út í sannkallaðar al- heimsvangaveltur þar sem hún hafði orðið að mestu leyti. „Himinninn er yfirleitt alltaf grárri fyrir sunnan en hér.“ „Stundum er hann það,“ svaraði ég. „Það er af því að hann er lengra í burtu þar en hér. En eftir því sem norðar dregur lækk- ar hann og héðan frá Siglufirði er ekkert svo langt þarna upp. Líttu bara út um gluggann og sjáðu hvað hann er blár.“ Ég leit út og vissulega var himinninn óvenju blár þennan dag. Hún hélt áfram að tala um heimsmyndina eins og hún taldi hana vera og fór mikinn. Þegar ég reyndi að skjóta inn athugasemdum sótti hún í sig veðrið og hélt orðinu alveg fyrir sig. Eftir nokkra stund þagnaði hún skyndilega og leit út undan sér á mig. Mig setti hljóðan, ég ræskti mig vandræðalega og ég vissi ekki alveg hvaða rökum ég gæti beitt til að styðja við skoðanir mínar sem við deildum greinilega ekki. Ég vissi líka að ég ætti enga möguleika á að sann- færa hana um eitthvað annað en hún hafði þegar bitið í sig, stóri sannleik- urinn um anda- og efnisheiminn var þar meðtalinn. Líklega væri réttast að færa sig aftur á byrjunarreit og fara að tala um veðrið á ný. Ég leit út undan mér og sá ekki betur en það örlaði á stríðnislegu glotti á andlitinu. Hún hafði unnið þessa lotu eins og svo oft og kunni því greinilega vel. Skoðanir hennar voru mjög sér- stakar en um leið skemmtilegar og fengu mig m.a. til að velta fyrir mér hvort Guð hefði virkilega skapað manninn eða maðurinn kannski skap- að Guð. Síðast þegar fundum okkar bar saman spurði hún mig hvort ég hefði átt leið fram hjá herbergisdyrunum eða komið sérstaklega til að heim- sækja sig. Ég sagðist hafa komið til að kíkja á hana, en þá hnussaði bara svolítið í henni. Hvernig nennir þú þessu? Ekki mundi ég gera það ef ég væri þú. Mér myndi finnast svona fólk eins og ég ekkert sérstaklega skemmtilegt.“ Og svo hló hún að kaldhæðninni í sjálfri sér. Svona gat hún María verið. En rétt eins og aldan lifir eftir að storminum slotar mun minningin um Maríu lifa eftir að streði hennar í táradalnum lauk. Ég sendi aðstandendum hennar mínar innilegustu samúðarkveðjur. Leó Reynir Ólason. María Sigurgeirsdóttir ✝ Helgi Sveinssonvar fæddur 18. júlí 1940 í Bjarna- staðahlíð í Skagafirði. Hann lést á Heilbrigð- isstofnuninni á Sauð- árkróki fimmtudag- inn 25. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sveinn Þorberg- ur Guðmundsson, fæddur 26.12. 1905, dáinn 29.5. 1950 og Helga Steinunn Er- lendsdóttir, fædd 13.6. 1916, dáin 18.8. 2007. Systkini Helga eru Ingibjörg fædd 1936, Monika Erla fædd 1942 og Guðmundur fæddur 1946. Helgi var ókvæntur og barnlaus. Hann var mjólkurbílstjóri í Skagafirði til fjölda ára og bóndi í Laug- arholti til ársins 2007. Útför Helga fer fram frá Reykja- kirkju í Tungusveit laugardaginn 4. des- ember 2010 og hefst athöfnin kl. 14. Það dimmir fljótt í desember með drunga og sorg í hjarta. Því kveðjustundin komin er og köld er nóttin svarta. Þinni er lokið lífsins bók og leið á jörðu gengin. Því Drottinn gaf og Drottinn tók, þeim dómi breytir enginn. En minning geymir marga stund og margt í huga dvelur. Þig leiðir Guð á ljóssins fund og leyndum heimi felur. (Guðrún Eyhildur Árnadóttir.) Elsku Helgi. Þú hefur nú horfið til nýrra starfa, á nýjum stað, laus við veikindi og þrautir þessa heims. Farðu í friði og hafðu hjartans þökk fyrir allt það sem þú varst okkur. Guð blessi þig. Sveinn, Gísli, Erlendur Helgi, Guðrún Eyhildur og fjölskyldur. Helgi Sveinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.