Morgunblaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 36
✝ Sigurður Sigurð-arson fæddist 30.
maí 1944 í Hraun-
gerði í Flóa, hann
lést í Landspítalanum
í Reykjavík 25. nóv-
ember 2010.
Foreldrar hans
voru síra Sigurður
Pálsson, sókn-
arprestur þar, og
húsfreyja hans, frú
Stefanía Giss-
urardóttir,
Systkini: Páll, f.
20.8. 1934, járn-
smiður á Seltjarnarnesi; Ólafur, f.
30.5. 1936, fyrrv. fréttamaður í
Reykjavík; Ingibjörg, f. 8.4. 1940,
hárgreiðslumeistari í North-
Carolina í Bandaríkjunum; Ingv-
eldur, f. 10.8. 1942, þroskaþjálfi í
Reykjavík; Gissur, f. 7.12. 1947,
fréttamaður í Reykjavík; Agatha
Sesselja, f. 29.9. 1953, d. 15.5. 2007,
ljósmóðir á Blönduósi.
Sigurður fæddist í Hraungerði í
Flóa og ólst þar upp til tólf ára ald-
urs og síðan á Selfossi. Hann lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólanum
í Reykjavík 1965, kandídatsprófi í
guðfræði frá Háskóla Íslands 1971,
meistaraprófi í guðfræði við
Princeton Theological Seminary í
Bandaríkjunum 1981, stundaði
nám í fiðluleik í Tónlistarskóla Ár-
frá 1974 og var formaður menn-
ingarmálanefndar Sjálfstæð-
isflokksins 1991-’94. Hann var
staðgengill biskups Íslands frá
árinu 2003.
Sigurður ritaði bókina Þorlákur
helgi og samtíð hans, útg. 1993, og
skrifaði fjölda greina og hugvekjur
í Kirkjuritið, Morgunblaðið og hér-
aðsblöð Sunnlendinga.
Síra Sigurður Sigurðarson var
sæmdur riddarakrossi Hinnar ís-
lenzku fálkaorðu 1994 og Stórridd-
arakrossi á kristnihátíðarárinu
2000.
Sigurður kvæntist 30.6. 1973 eft-
irlifandi eiginkonu sinni, frú Arn-
dísi Jónsdóttur, f. 29.12. 1945,
skólastjóra Grunnskóla Blá-
skógabyggðar. Hún er dóttir Jóns
M. Guðmundssonar, bílstjóra á
Grund í Garðabæ, og Laufeyjar
Árnadóttur húsmóður sem bæði
eru látin.
Börn Sigurðar og Arndísar eru:
Stefanía, f. 21.5. 1974, húsmóðir og
hundaræktandi á Stokkseyri, og
eru börn hennar Sigurður Edgar,
Dagbjört og Sigríður Pála; Jón
Magnús, f. 7.11. 1977, hagfræð-
ingur, leiðsögumaður og bóndi á
Einarsstöðum í Vopnafirði, en eig-
inkona hans er Sigurþóra Hauks-
dóttir húsmóðir.
Fóstursonur Sigurðar og Arndís-
ar var Rúnar Kristjánsson, f. 30.10.
1955, d. 31.12. 2000, fangavörður,
var kvæntur Ingunni Guðmunds-
dóttur og eru börn þeirra Ágústa,
Aðalheiður og Sigurður Rúnar.
nessýslu og við Tón-
listarskólann í
Reykjavík 1956-’67
og tók þátt í Clevel-
and International
Program í Minnesota
1969.
Sigurður var sókn-
arprestur í Selfos-
sprestakalli frá árs-
byrjun 1971-1994 og
vígslubiskup Skál-
holtsstiftis frá 1994
og þar til hann lézt.
Sigurður sinnti
kennslustörfum um
árabil og var stundakennari í
kennimannlegri guðfræði við guð-
fræðideild Háskóla Íslands 1983-84
og 1989. Þá kenndi hann fiðluleik
um skeið.
Hann var félagsforingi hjá
skátafélaginu Fossbúum á Selfossi,
var formaður Prestafélags Suður-
lands 1972-’74, sat í stjórn Presta-
félags Íslands 1984-’90 og var for-
maður þess 1987-’89, sat í fjölda
ráða og nefnda á vegum þjóðkirkj-
unnar.
Sigurður sat í skólanefnd Sand-
víkurskólahverfis 1974-’86 og var
formaður hennar 1982-’86, var
stjórnarformaður Bæjar- og hér-
aðsbókasafnsins á Selfossi frá
1986, sat í stjórn Byggða- og lista-
safns, sat í yfirkjörstjórn á Selfossi
„Guð blessi matinn í Jesú nafni
amen“, matarveisla á heimili Sigurðar
og Arndísar, „fáið ykkur endilega
meira“. Já, þar kenndi ýmissa grasa,
þó að lamb úr Reykhólasveit hafi oft-
ast verið í aðalhlutverki með íslensk-
um kartöflum þá lagði Sigurður til
tómata sem hann verkaði í sérstökum
legi og urðu alveg ómissandi og var
sárt saknað ef framleiðslan lá niðri.
Það fór vel um mann í stofunni í
veislum hjá þeim hjónum. En fyrst
þegar ég hitti tengdafjölskylduna í
tvítugsafmæli Dóru, konu minnar og
litlu systur Arndísar, sem haldið var í
„stofunni“ í Brekkubyggð var ég ekki
eins rólegur. Ég labbaði þó inn gólfið
með kökudiskinn leitandi að lausu
sæti og viti menn þar sat Sigurður,
traustur maður sem bauð mér sæti og
kynnti sig, fór vel á með okkur og
fann ég þá strax á mér að með Grund-
arfjölskyldunni myndum við eiga
samleið. Sigurður sinnti öllum prests-
verkum sem til féllu innan fjölskyld-
unnar og í giftingu okkar Dóru lagði
hann sig fram um það að hafa ræðuna
langa en góða svo hjónabandið myndi
endast.
Sigurður var mikill fagmaður í sín-
um prestsstörfum og fengum við
hjónin að njóta ráða og visku sem
hann hafði nóg af og fróður var hann
um sögu og menningu og virtist sem
hann mundi allt sem hann hafði lesið
og hafði hæfileika til að skýra það út
fyrir öðrum. Eins gat hann verið hug-
ulsamur og kom mér t.d. í opna
skjöldu er við Dóra vorum nýkomin
heim af fæðingardeildinni með Ró-
bert og mikið um heimsóknir, þá rétti
hann mér pakka og sagði að allir
væru að spá í barnið og hvernig móð-
irin hefði það en enginn væri að hugsa
um hvernig föðurnum liði.
Undanfarin ár hafa jólasveinar lagt
leið sína á jólaskemmtun í Reykholti,
ómissandi þáttur í þeirri ferð var við-
koma í Skálholti fyrir jólaball, þar var
ýmislegt brallað og t.d. tók Sigurður
mynd af þremur jólasveinum í fullum
skrúða að matast við stofuborðið en
Sigurður bauð okkur bræðrum og
elsta syni mínum upp á súpu og fleira
góðgæti fyrir átökin á jólaballinu,
myndin var síðan notuð á jólakort
sem var stílað á Arndísi, þar þökkuðu
sveinarnir fyrir sig og báðu að heilsa
húsfreyjunni.
Í fyrra varð breyting á, við ókum
fram hjá afleggjaranum að Skálholti,
Sigurður hafði þá nýlega greinst með
krabbamein og hóf þá baráttu án taf-
ar og naut þess að hafa skömmu áður
fest kaup á íbúð í Garðabæ sem kom
sér vel í veikindunum. Veikindin tóku
á en Sigurður tók þeim af miklu
æðruleysi og áttum við margar góðar
stundir saman í Garðabænum að
koma fyrir bókum og alltaf var boðið
tóbak í nefið.
Ég vil þakka Sigurði samfylgdina í
gegnum árin. Elsku Arndís, Stefanía
og börn, Jón Magnús og Sigurþóra,
megi trúin á Guð hjálpa ykkur í gegn-
um sorgina.
Guðbrandur Torfason.
Þegar ég var sex ára fluttist ég á
Selfoss með elstu systur minni, Arn-
dísi og Sigurði, mági mínum, þau ný-
gift og voru að hefja búskap saman.
Arndís hafði áður haldið heimili
með föður okkar ásamt systkinum
sínum þar sem móðir okkar lést fjór-
um árum áður. Hjá þeim hjónum var
gott að alast upp, þar voru agi og regl-
ur sem gott er að hafa í uppeldi, auk
tækifæra til að stunda tómstundir.
Sigurður á hrós skilið fyrir að hafa
tekið mig að sér og er ég ævinlega
þakklát fyrir það. Foreldrar Sigurðar
áttu líka heima á Selfossi og var alltaf
gott að fara til þeirra, fá hressingu og
bralla ýmislegt.
Ferðirnar í Reykhólasveitina eru
líka ógleymanlegar.
Eftir að ég stofnaði sjálf til fjöl-
skyldu reyndist Sigurður okkur afar
vel, það var alltaf hægt að fá ráð hjá
honum sama hvað á bjátaði. Við átt-
um góðar stundir saman í sumarbú-
stöðum fyrir austan fjall, borðuðum
saman og spjölluðum. Hann hefur
verið okkur fjölskyldunni afar mikil-
vægur og verður hans sárt saknað.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Elsku Arndís, Stefanía, Sigurður
Edgar, Dagbjört og Sigríður Pála,
Jón Magnús og Sigurþóra, ég bið al-
góðan Guð að styrkja ykkur á þessum
erfiðu tímum. Minning Sigurðar er
sterk og lifir áfram í hjörtum okkar.
Þín mágkona,
Dóra.
Heima hjá okkur var hann kallaður
Siggi. Og seinna „Nafni“ á meðan Sig-
urður Rúnar var að vaxa úr grasi.
Hann tók pabba okkar í fóstur 11 ára
gamlan og hefur alltaf verið hluti af
okkar lífi. Pabba fannst hann seint
geta þakkað nógu vel fyrir fóstrið.
Siggi var lítillátur og fannst það svo
sjálfsagt að ekki væri vert að tala um
það og vináttan hélst eins og nokkurs-
konar ábyrgðarskírteini fyrir uppeld-
inu.
Það var gaman að þekkja þann sem
flestir sáu sem háalvarlegan embætt-
ismann en birtist okkur sem góð-
hjartaður maður með yndislega
kímnigáfu og þægilega nærveru.
Hann var skemmtilegur, góður sögu-
maður, hermdi eftir og gat sannar-
lega fengið okkur til að hlæja. Sjálfur
hafði hann dillandi og smitandi hlát-
ur.
Það var svo gott að koma til þeirra
Arndísar, bæði þegar þau bjuggu í
Norðurbæ á Selfossi og eftir að þau
fluttu upp í Skálholt. Við vorum yf-
irleitt hjá þeim á gamlárskvöld á með-
an þau bjuggu í Norðurbæ og í minn-
ingunni voru það töfrastundir. Það
mátti sjá áramótabrennuna hjá Foss-
bændum út um stofugluggan og
stundum fóru pabbi og Siggi með
börnin sín á brennuna, en þeir voru
báðir miklir áhugamenn um allt sem
fylgir þessum degi. Það kom fyrir að
við stelpurnar snerum til baka í sót-
svörtum lakkskóm með brunalykt í
hárinu, alsælar eftir útiveru með feðr-
um okkar sem höfðu, ef eitthvað er,
meira gaman af þessu en við. Eftir að
Siggi og Arndís fluttu í Skálholt lögð-
ust gamlárskvöldssamverurnar af en
jólanæturheimsóknir til þeirra í sveit-
ina urðu allnokkrar. Það var ekki síð-
ur notalegt, heitt súkkulaði, smákök-
ur og innihaldsríkar samræður.
Vinátta og tryggð Sigga við okkur
varð síst minni eftir að pabbi okkar dó
fyrir tíu árum. Þau hjónin studdu
okkur og hugguðu, verandi í djúpri
sorg sjálf, og alla tíð síðan hafa þessi
sérstæðu fjölskyldubönd haldist
sterk.
Við sendum Arndísi, Stefaníu, Jóni
Magnúsi og fjölskyldunni allri okkar
dýpstu samúðarkveðjur, vitnum í
minningarorð Sigga um pabba okkar
og „biðjum þess að við megum svo
halda minningu Jesú Krists hér á
jörðu að við megum neyta hinnar dýr-
legu kvöldmáltíðar á himnum. Guð
varðveiti okkur sem eftir stöndum í
þeirri trú sem stefnir að endurfund-
um í þeirri miklu máltíð Drottins.“
Ágústa, Aðalheiður og
Sigurður Rúnar Rúnarsbörn
Við bræðurnir eigum margar góðar
minningar um Sigurð. Flestar þeirra
koma úr Skálholti en fyrir unga peyja
var það eins og að ganga inn í kastala.
Það klikkaði hreinlega aldrei að Sig-
urður opnaði fyrir okkur bræðrunum
og bauð okkur velkomna inn á heimili
sitt með virðulegu handabandi. Alltaf
vorum við að uppgötva eitthvað nýtt
enda heimilið fullt af fallegum hlutum
sem ekki eru sjáanlegir á flestum
heimilum.
Sigurður og Arndís kunnu svo
sannarlega að halda gott matarboð,
Arndís sá um eldamennskuna að
mestu leyti en á meðan beðið var eftir
matnum sagði Sigurður okkur alltaf
eitthvað merkilegt enda var hann vel
lesinn og mikill viskubrunnur. Það
var líka stutt í grínið hjá Sigurði og
kom hann manni ávallt í gott skap
með leikrænum tilburðum. Ekki
verður þó tekið af Sigurði að hann
þótti lúmskur kokkur og var hann
frægur fyrir súpurnar sínar sem hann
bjó til fyrir jólasveinana. Það var
sama á hvaða aldri við vorum, hann
höfðaði alltaf til okkar. Til að mynda
prufaði Torfi, elsti bróðirinn, fyrst
neftóbak hjá Sigurði og að sjálfsögðu
fylgdi saga um uppruna tóbaksins
með. Sigurður hafði einstakt lag á því
að segja sögur en maður átti það til að
gleyma sér algjörlega í aðstæðum,
allt í einu var maður staddur á slóðum
skógarbjarna í N-Ameríku en ekki í
Skálholti.
Við eigum eftir að sakna þess mjög
að koma í heimsókn að Skálholti og að
fá Sigurð í heimsókn til okkar. Það
hefði verið gott að hafa Sigurð lengur
hjá okkur enda kvikna alltaf nýjar
spurningar með aldrinum sem hann
hefði svo auðveldlega getað svarað.
En eins og Róbert, yngsti bróðirinn,
sagði þá er Sigurður kominn í annað
land núna og hlökkum við til að hitta
hann þar að nýju.
Elsku Arndís og fjölskylda, við
biðjum Guð að styrkja ykkur í sorg-
inni.
Torfi, Jón Arnar og Róbert.
„Fyrir afturhvarf og rósemi munuð
þér frelsast, í þolinmæði og trausti
skal styrkur yðar vera.“ Þessi orð
Jesajaritsins koma mér í hug er ég
minnist sr. Sigurðar Sigurðarsonar
vígslubiskups.
Mér finnst ég hafa þekkt sr. Sigurð
Sigurðarson jafnlengi og ég man eftir
mér. Náin vinátta var með foreldrum
okkar og mikill samgangur milli
heimilanna, prestsetursins og lækn-
isheimilisins, á Selfossi á uppvaxtar-
árunum þar. Fjölmenni á báðum stöð-
um, átta börn í öðru heimilinu, níu í
hinu.
Margt af því sem mér þótti ungum
dreng einkenna sr. Sigurð Pálsson
vígslubiskup hefur mér þótt prýða
son hans, sem svo rækilega fetaði í
fótspor föður síns. Flest það sem ég
tengi helgihaldi og hátíðleika er mót-
að af kynnum af þeim hlutum í Sel-
fosskirkju og á prestsetrinu handan
Öflusárbrúar.
Rósemi og trúartraust voru þar
einkennandi þættir. Allt fór fram af
mikilli yfirvegun og trúarlegri lotn-
ingu sem sköpuðu helgi og hátíð og
ekki fer hjá því að hangikjötsilmur
blandist minningu af prestheimilinu.
Gestrisni og góðvild voru þeir vernd-
arenglar sem þar réðu húsum.
Mér fannst ég alltaf njóta hins
gamla vinfengis foreldra okkar er
fundum okkar sr. Sigurðar bar sam-
an. Í tvígang hitti ég hann í erfi-
drykkju í sumar og sátum við þá hlið
við hlið og áttum tal saman. Afar hlý-
legt viðmót og stilling var það sem
einkenndi fas hans þá sem endranær,
hvort heldur sem rætt var um veik-
indi hans eða kirkjunnar mál.
Þá hlýt ég að þakka velvild sr. Sig-
urðar í garð guðfræði- og trúar-
bragðadeildar Háskóla Íslands, en
þar hafði hann nokkrum sinnum með
höndum stundakennslu í kennimann-
legum fræðum og fórst einkar vel úr
hendi. Guðfræðiþekking hans var yf-
irgripsmikil og traust. Rit hans um
Þorklák helga og samtíð hans (1993)
ber því vitni og er augljóslega skrifað
með það í huga að sem flestir geti not-
ið.
Í bókinni segir sr. Sigurður: „Stað-
festa, trúmennska og kjarkur, um-
hyggja fyrir lítilmagnanum, hógværð,
sáttfýsi og vandað líferni. Allt eru
þetta þættir í fari heilags Þorláks sem
enn er vert að minnast og íhuga.“ Mér
Sigurður Sigurðarson
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2010
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
KOLBEINN INGI KRISTINSSON,
Háengi 3,
Selfossi,
sem lést þriðjudaginn 30. nóvember, verður
jarðsunginn frá Selfosskirkju þriðjudaginn
7. desember kl. 13.30.
Þorbjörg Sigurðardóttir,
Sigurður K. Kolbeinsson, Edda D. Sigurðardóttir,
Eva Katrín Sigurðardóttir, Kristján Þór Gunnarsson,
Andrea Þorbjörg Sigurðardóttir,
Kristín Edda Sigurðardóttir
og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
BJÖRN E. KRISTJÁNSSON
fyrrv. lögregluvarðstjóri,
lést miðvikudaginn 1. desember á dvalarheimilinu
Hrafnistu í Reykjavík.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu
föstudaginn 10. desember kl. 15.00.
Axel Björnsson, Hrefna Kristmannsdóttir,
Aðalheiður Björnsdóttir Jensen, Poul Jensen,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
UNNUR JÓNASDÓTTIR,
Sjafnargötu 7,
Reykjavík,
andaðist á líknardeild Landakotsspítala miðviku-
daginn 1. desember.
Útför hennar fer fram frá Hallgrímskirkju föstu-
daginn 10. desember kl. 13.00.
Fríða Hermannsdóttir, Gunnar Birgisson,
Valur Snær Gunnarsson,
Unnur Björk Gunnarsdóttir,
Elsa Lilja Gunnarsdóttir.