Morgunblaðið - 04.12.2010, Síða 38
38 MINNINGAR Messur á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2010
AÐVENTKIRKJAN:
Aðventkirkjan Reykjavík | Samkoma í dag, laugardag, kl.
11 hefst með biblíufræðslu fyrir alla. Einnig er boðið upp
á biblíufræðslu á ensku. Guðsþjónusta kl. 12. Manfred
Lemke prédikar.
Aðventkirkjan Vestmannaeyjum | Samkoma í dag, laug-
ardag, kl. 11. Biblíufræðsla fyrir alla. Guðþjónusta kl. 12.
Halldór Magnússon prédikar.
Aðventsöfnuðurinn Suðurnesjum | Samkoma í dag, laug-
ardag, kl. 11 í Reykjanesbæ hefst með biblíufræðslu.
Messa kl. 12. Þóra Jónsdóttir prédikar.
Aðventsöfnuðurinn Árnesi | Samkoma á Selfossi í dag,
laugardag, kl. 10, hefst með biblíufræðslu fyrir alla.
Guðsþjónusta kl. 11. Jens Danielsen prédikar.
Aðventsöfnuðurinn Hafnarfirði | Samkoma í Loftsalnum í
dag, laugardag, hefst með fjölskyldusamkomu kl. 11.
Stefán Rafn Stefánsson prédikar. Biblíufræðsla fyrir alla
kl. 11.50. Biblíufræðslu á ensku.
Samfélag Aðventista Akureyri | Samkoma í Gamla Lundi
í dag, laugardag, hefst kl. 11. með biblíufræðslu fyrir alla.
Guðsþjónusta kl. 12.
AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta í kapellu kl. 11.
Prestur er sr. Svavar Alfreð Jónsson, félagar úr messu-
hópi aðstoða og félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja, org-
anisti er Eyþór Ingi Jónsson. Kvöldmessa kl. 20. Prestur
er sr. Hildur Eir Bolladóttir, dr. Arnfríður Guðmundsdóttir
og listakonan Æja flytja jólahugleiðingu í máli og mynd-
um. Eldri barnakór og Stúlknakór Akureyrarkirkju syngja.
Jónína Björt Gunnarsdóttir syngur einsöng, Agla Arnars-
dóttir, Rún Árnadóttir og Berglind Guðmundsdóttir leika á
hljóðfæri.
ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Börnin taka þátt
í upphafi messunnar, en fara svo í sunnudagaskólann í
umsjá Ásdísar djákna og Ægis djáknanema. Sr. Sigurður
prédikar og þjónar fyrir altari, kór Áskirkju syngur, org-
anisti er Magnús Ragnarsson. Aðventusamkoma kl. 16.
Ræðumaður er Ingibjörg Reynisdóttir leikkona og rithöf-
undur. Kórsöngur, helgileikir, ljóðalestur. Á eftir bjóða
sóknarnefnd Ássóknar og Safnaðarfélag Áskirkju upp
veitingar.
ÁSSÓKN í Fellum | Jóla-gospel-sveifla fyrir alla aldurs-
hópa kl. 11. Tendrað á Betlehemskertinu og Gospelkór-
inn syngur. Aðventukvöld kl. 20. Martial Nardeau flautu-
leikari, Einar Clausen syngur og kirkjukór Árbæjarkirkju
syngur. Helgileikur barna úr Selásskóla. Hátíðarræðu
kvöldsins flytur Ragna Árnadóttir fyrrverandi kirkju-
málaráðherra. Veitingar á eftir.
BESSASTAÐAKIRKJA | Aðventumessa kl. 11. Sr. Hans
Guðberg Alfreðsson þjónar fyrir altari og prédikar, Álft-
aneskórinn syngur undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar
organista.
BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli kl. 11 í Brekku-
skógum 1. Umsjón hefur Auður S. Arndal ásamt yngri leið-
togum.
BORGARNESKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11.15. Að-
ventusamkoma kl. 20. Kirkjukórinn syngur undir stjórn
Steinunnar Árnadóttur organista, Ester Alda Hrafnhild-
ardóttir og Hrund Hilmisdóttir leika á þverflautu og klarin-
ett. Maren Sól Benediktsdóttir les ljóð. Stefán Einar Stef-
ánsson, guðfræðingur og framkvæmdastjóri Hins
íslenska biblíufélags flytur hugvekju. Almennur söngur og
bænagjörð. Prestur Þorbjörn Hlynur Árnason.
BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjalarnesi | Fjölskyldumessa kl.
11. Kristín Þórunn og Rannveig Iðunn þjóna, Páll Helga-
son og Brynhildur leiða tónlist og söng.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Gísli Jón-
asson, Gerðubergskórinn syngur, stjórnandi er Kári Frið-
riksson. Félagar úr félagsstarfinu í Gerðubergi lesa ritn-
ingarlestra og bæn. Sunnudagaskóli á sama tíma.
Veitingar á eftir.
BÚSTAÐAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Jónas Þór-
ir við hljóðfærið ásamt ungum blásturhljóðfæraleikurum.
Léttmessa kl. 14. Léttsveit Reykjavíkur syngur undir
stjórn Jóhönnu V. Þórhallsdóttur, prestur er sr. Pálmi
Matthíasson. Kaffi á eftir.
DIGRANESKIRKJA | Messa kl 11. Prestur sr. Magnús
Björn Björnsson og Þorvaldur Halldórsson leiðir söng.
Sunnudagaskóli á sama tíma í kapellu. Aðventuhátíð ung-
lingastarfsins kl. 20 í umsjá æskulýðfelagsins. Prestur
sr. Yrsa Þórðardóttir. Kaffi og vöfflur í safnaðarsal til
styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar.
DÓMKIRKJAN | Aðventumessa kl. 11. Móeiður Júníus-
dóttir guðfræðingur prédikar, sr. Anna Sigríður Pálsdóttir
þjónar fyrir altari. Yngri deild stúlknakórs Reykjavíkur
syngur, organisti er Kári Þormar.
FELLA- og Hólakirkja | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.
Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson, Diljá Sigursveins-
dóttir og Daría Rudkova leiða stundina. Meðhjálpari og
kirkjuvörður er Kristín Ingólfsdóttir.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudagaskóli kl. 11. Bata-
messa kl. 17. Vinir í bata leiða stundina. Aðventu-
kvöldvaka kl. 20. Ræðumaður sr. Bernharður Guðmunds-
son, fyrrv. prestur safnaðarins. Kór og hljómsveit
kirkjunnar leiða söng, stjórnandi Örn Arnarson, organisti
er Skarphéðinn Þór Hjartarson og bassaleikari Guð-
mundur Pálsson. Einsöngvari er Erna Blöndal.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta og barnastarf kl.
14. Anna Sigríður Helgadóttir tónlistarstjóri og Hilmar Örn
Agnarsson organisti leiða tónlistina ásamt kór Fríkirkj-
unnar, Bryndís Valbjarnardóttir prédikar og þjónar fyrir alt-
ari. Barnastarfið hefst í kirkjunni, en síðan í safn-
aðarheimili í fylgd Margrétar Lilju og Ágústu Ebbu. Þau fá
dæmisögu dagsins.
GARÐAKIRKJA | Aðventumessa kl. 14. Sr. Hans Guðberg
Alfreðsson þjónar fyrir altari og prédikar, kór Vídal-
ínskirkju syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar org-
anista. Rúta fer frá Vídalínskirkju kl. 13.30, frá Jónshúsi
13.35, og frá Hleinum 13.40 og til baka að lokinni at-
höfn.
GLERÁRKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Arna Ýrr
Sigurðardóttir þjónar, félagar úr Kór Glerárkirkju leiða
söng undir stjórn Valmars Väljaots. Aðventukvöld kl.
20.30. Ræðumaður Jón A. Baldvinsson vígslubiskup, kór
Glerárkirkju ásamt æskulýðskór kirkjunnar syngur og leið-
ir almennan söng. Ljósaathöfn fermingarbarna í lok
stundarinnar.
GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Vigfús
Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari, kór Grafarvogs-
kirkju syngur og nemendur úr Tónlistarskóla Grafarvogs
spila, organisti er Hákon Leifsson. Sunnudagaskóli kl.
11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason. Umsjón hefur Gunnar Einar
Steingrímsson djákni.
Borgarholtsskóli Gospelmessa kl. 17. Sr. Guðrún Karls-
dóttir prédikar og þjónar fyrir altari, Vox Populi syngur og
organisti er Guðlaugur Viktorsson.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10. Bænastund kl.
10.15. Barnastarf kl. 11 í umsjá Erlu Rutar. Messa kl.
11. Altarisganga og samskot til Hjálparstarfs kirkjunnar.
Messuhópur þjónar. Kirkjukór Grensáskirkju syngur, org-
anisti Árni Arinbjarnarson, prestur er sr. Ólafur Jóhanns-
son. Molasopi á eftir. Tónleikar Kirkjukórs Grensáskirkju
verða sunnud. kl. 17. Flutt verður jóla- og kirkjutónlist. Að-
gangur ókeypis. Sjá kirkjan.is/grensaskirkja. Hversdags-
messa með Þorvaldi Halldórssyni á fimmtudag kl. 18.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðsþjónusta kl.
14. Sr. Sveinbjörn Bjarnason messar og söngstjóri er
Kjartan Ólafsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Fjölskylduhátíð kl. 11 í um-
sjón eldri og yngri barnakóra kirkjunnar, kórstjóra þeirra
og allra leiðtoga sunnudagaskólans. Barn borið til skírn-
ar, prestur er sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir. Á eftir er boðið
upp á jólanammi.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr.
Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari
ásamt sr. Birgi Ásgeirssyni. Hópur messuþjóna aðstoðar.
Kvennakór Háskóla Íslands syngur undir stjórn Margrétar
Bóasdóttur, organisti er Björn Steinar Sólbergsson.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa og barnamessa kl. 11. Páll
Ágúst og Anna Bergljót annast barnaguðsþjónustuna.
Maríukórinn syngur undir stjórn Bergljótar Björgúlfsdóttur,
organisti er Douglas A. Brotchie, prestur Tómas Sveins-
son. Aðventuhátíð Bergmáls, líknar og vinafélags kl. 16.
Veitingar í safnaðarheimili á eftir.
HEILSUSTOFNUN NLFÍ | Guðsþjónusta kl. 20.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa kl. 11. Barnakór Snæ-
landsskóla syngur, stjórnandi Svava Kristín Ingólfsdóttir.
Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar, organisti er Jón Ólafur Sig-
urðsson, félagar úr kór kirkjunnar leiða söng og messus-
vör. Sunnudagaskóli kl. 13. Aðventutónleikar Kórs Hjalla-
kirkju kl. 20. Aðgangur ókeypis.
HJÁLPRÆÐISHERINN Akureyri | Bænastund kl. 16.30
og almenn samkoma kl. 17.
HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Samkoma kl. 14.
Ræðumaður er Paul William Marti.
HVERAGERÐISKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11.
ÍSLENSKA KIRKJAN í Svíþjóð | Aðventuhátíð í Gautaborg
kl. 11. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn
Kristins Jóhannessonar, BB-kvartettinn syngur og Hljóm-
sveit Ingvars, Júlíusar og Róberts leikur. Bergþóra Fanney
Einarsdóttir syngur við gítarundirleik, Ann-Marí Guðna-
dóttir leikur á þverflautu og orgelleik annast Tuula Jó-
hannesson, prestur sr. Ágúst Einarsson. Barnastund
með Birnu. Barnahorn og kaffi.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Barnastarf kl. 11 í aldurs-
skiptum hópum. Fræðsla á sama tíma fyrir fullorðna. Pat-
rich, leitogi Yoth With A Mission á Íslandi kennir. Sam-
koma kl. 20. Lofgjörð, fyrirbænir, heilög kvöldmáltíð.
Friðrik Schram predikar.
KAÞÓLSKA Kirkjan:
Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og laugardag kl.
18.
Þorlákskapella, Reyðarf. | Messa kl. 11 og 19. Virka
daga er messa kl. 18.
Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30 og virka daga
kl. 18.30 (nema föstudaga).
Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl. 8.30 og virka
daga kl. 8.
Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14.
Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30 og á ensku kl.
18. Virka daga er messa kl. 18.
Maríukirkja við Raufarsel, Rvk. | Messa kl. 11 og virka
daga kl. 18.30. Laugardaga er messa á ensku kl. 18.30.
Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka daga kl. 18.30.
Ísafjörður | Messa kl. 11.
Flateyri | Messa laugardag kl. 18.
Bolungarvík | Messa kl. 16.
Suðureyri | Messa kl. 19.
Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16.
KÁLFATJARNARKIRKJA Vatnsleysuströnd | Aðventuhátíð
kl. 16. Börn og fullorðnir úr sókninni lesa aðventuhugleið-
ingar og kór Kálfatjarnarkirkju leiðir sönginn undir stjórn
Franks Herlufsens organista, prestur er sr. Kjartan Jóns-
son héraðsprestur.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.
Systa, Jón Árni og Ester stýra stundinni, ásamt sr. Sigfús
B. Ingvasyni og Laufeyju Gísladóttur. Aðventukvöld og
minningarstund um Brunann í Skildi kl. 20. Dagný Gísla-
dóttir les úr nýútkominni bók sinni um atburðinn. Ein-
staklingar sem voru viðstaddir þegar bruninn varð segja
frá reynslu sinni. Karlakór Keflavíkur syngur. Arnór Vil-
bergsson organisti er við hljóðfærið og prestur er sr. Erla
Guðmundsdóttir.
KFUM og KFUK | Samkoma kl. 20. Ræðumaður er Ragn-
ar Schram. Um tónlist sér hljómsveitin Tilviljun? sem er
skipuð ungu fólki. Á eftir selja félagar úr KSS kaffi og sæl-
gæti.
KÓPAVOGSKIRKJA | Barna- og fjölskyldumessa kl. 11.
Skólakór Kársness syngur undir stjórn Þórunnar Björns-
dóttur. Sr. Sigurður Arnarson predikar og þjónar fyrir alt-
ari. Sunnudagsskólinn verður í kirkjunni í umsjá sr. Sig-
urðar og Þóru Marteinsdóttur.
KVENNAKIRKJAN | Aðventumessa í Laugarneskirkju kl.
20. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar, Hildigunnur Ein-
arsdóttir syngur einsöng, kór Kvennakirkjunnar leiðir
söng við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Á eftir verð-
ur kaffi í safnaðarheimilinu.
LANDSPÍTALI | Guðsþjónusta á Hringbraut kl. 10.30 á
stigapalli á 3. hæð. Prestur Sigfinnur Þorleifsson og org-
anisti Helgi Bragason.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Gra-
duale futuri syngur undir stjórn Rósu Jóhannesdóttur.
Prestur er sr. Jón Helgi Þórarinsson og organisti Jón Stef-
ánsson. Barnastarfið hefst í kirkjunni en síðan fara börn-
in í safnaðarheimilið. Kaffisopi.
LAUGARNESKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11.
Sr. Bjarni Karlsson þjónar ásamt Gunnari Gunnarssyni
organista, kór Laugarneskirkju, sunnudagaskólakenn-
urum og hópi messuþjóna. Kaffi.
LÁGAFELLSKIRKJA | Aðventukvöld kl. 20. Ræðumaður
kvöldsins er Jón Kalman Stefánsson. Fram koma: Hanna
Björk Guðjónsdóttir, Stefán Helgi Stefánsson, Inga J.
Backman, Greta Salóme Stefánsdóttir, Sveinn Birgisson,
Ágústa Dómhildur Karlsdóttir, kirkjukór Lágafellssóknar
og Skólakór Varmárskóla undir stjórn Guðmundar Ómars
Óskarssonar. Organisti er Arnhildur Valgarðsdóttir, prest-
ar verða sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Skírnir Garð-
arsson.
LINDAKIRKJA Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Brúðu-
sýningin „Pönnukakan hennar Grýlu“ í flutningi Bernd
Ogrodnik. Sætaferðir úr Boðaþingi kl. 10.50. Á eftir verð-
ur útgáfuhóf vegna disksins Daginn í dag –sunnudaga-
skólinn á dvd. Diskar seldir. Guðsþjónusta kl. 14. Samkór
Kópavogs syngur undir stjórn Björns Thorarensen, sr.
Guðni Már Harðarson þjónar.
NESKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11. Barna- og stúlkna-
kór Neskirkju syngja, stjórnendur Steingrímur Þórhalls-
son organisti og Hjálmar Örn Agnarsson. Félagar úr Kór
Neskirkju leiða söng, Ísak Toma, framhaldsskólanemi
flytur hugleiðingu og sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar
fyrir altari. Veitingar á Torginu á eftir.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Aðventukvöld – endurkomukvöld
kl. 20. Ræðumaður verður Jónína Leósdóttir, kórar
Óháða safnaðarins og Orkuveitunnar syngja jólalög
ásamt sópransöngkonunni Björgu Þórhallsdóttur sem
einnig syngur einsöng. Á eftir býður safnaðarstjórnin upp
á veitingar í safnaðarsölum Kirkjubæjar.
REYNIVALLAKIRKJA Kjós | Aðventumessa kl. 14. Gunnar
Kristjánsson sóknarprestur.
SAFNKIRKJAN Árbæjarsafni | Aðventuguðsþjónusta kl.
14. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir og prestur er sr.
Kristinn Ágúst Friðfinnsson. Börn á öllum aldri eru sér-
staklega velkomin.
SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17 í safnaðarheim-
ili Grensáskirkju. Ræðumaður Guðlaugur Gunnarsson.
SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Kristinn Ágúst Frið-
finnsson sóknarprestur messar, Eygló Gunnarsdóttir
djákni þjónar við athöfnina og kirkjukór Selfosskirkju und-
ir stjórn Jörg Sondermanns organista syngur og leiðir
söng. Aðventukransinn tendraður. Vænst er þátttöku
fermingarbarna og aðstandenda þeirra.
SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Almenn guðs-
þjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar og þjónar
fyrir altari, kór Seljakirkju leiðir safnaðarsöng og organisti
er Tómas Guðni Eggertsson. Aðventutónleikar Karlakórs-
ins Fóstbræðra kl. 17, stjórnandi er Árni Harðarson og
undirleikinn annast Tómas Guðni Eggertsson. Sr. Valgeir
Ástráðsson flytur hugvekju. Ókeypis aðgangur.
SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11 og
sunnudagaskólinn á sama tíma. Ritningarlesari er Stein-
unn Einarsdóttir, fv. framhaldsskólakennari. Félagar úr
Kammerkór kirkjunnar leiða safnaðarsöng undir stjórn
Friðriks Vignis Stefánssonar organista. Æskulýðsfélagið
kl. 20. Prestur er sr. Hans Markús Hafsteinsson. Kaffi á
eftir.
SJÓMANNAHEIMILIÐIÐ Örkin | Samkoma er kl. 17. Veit-
ingar á eftir.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Sóknarprestur.
VEGURINN kirkja fyrir þig |
Fjölskyldusamkoma kl. 14. Brauðsbrotning. Aldursskipt
barna- og krakkastarf, lofgjörð, prédikun og fyrirbæn.
Högni Valsson prédikar.
VILLINGAHOLTSKIRKJA í Flóa | Aðventukvöld kl. 20.
Ræðumaður er dr. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar
erfðagreiningar. Söngkór Hraungerðis- og Villingaholts-
kirkna syngur og leiðir fjöldasöng undir stjórn Ingimars
Pálssonar, organista og kórstjóra, Þóra Gylfadóttir sópr-
ansöngkona syngur einsöng. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinns-
son sóknarprestur flytur hugvekju. Aðventukrans tendr-
aður við söng barna úr Flóaskóla.
VÍDALÍNSKIRKJA | Aðventustund Hofsstaðaskóla og
sunnudagaskóli kl. 11. Sunnudagaskólinn fer með leið-
togum sínum, en nemendur 5. bekkjar flytja frumsamin
ljóð og sögur. Nemendur skólans flytja jólatónlist og leika
á hljóðfæri undir stjórn Unnar Þorgeirsdóttur tónlistar-
kennara. Margrét Harðardóttir skólastjóri flytur ávarp, sr.
Friðrik J. Hjartar þjónar, organisti er Jóhann Baldvinsson.
VÍÐISTAÐAKIRKJA Hafnarfirði | Útvarpsmessa kl. 11.
Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Arngerðar Maríu
Árnadóttur og prestur er. Bragi J. Ingibergsson. Barna-
guðsþjónusta kl. 11 í norðursal kirkjunnar.
ORÐ DAGSINS:
Tein á sólu og tungli.
(Lúk. 21)
Morgunblaðið/Kristinn
Mosfellskirkja.
Tilkynningar um messur á aðfangadag,
jóladag, annan jóladag og 27. desember
verða birtar í Morgunblaðinu 23. desember
og þurfa þær að berast í síðasta lagi 17. des-
ember.Tilkynningar um messur á gaml-
ársdag, 1. og 2. janúar verða birtar 30. des-
ember og þurfa þær að berast í síðasta lagi
27. desember.
Messur um jól og áramót
unni. Þó gerðist það tvisvar á 25 árum
og enda þótt áminningin væri í bæði
skiptin makleg og réttvís var hún
gerð með þeim rómi og fasi að ekki
særði.
Með fræðibókaláni og gjöfum,
gestrisni og viðmóti lét sr. Sigurður
organistann ætíð njóta Selfossáranna
sem og veitul frú hans, Arndís, sem
nú er hugsað hlýtt til.
Ráði kirkjutónlistarsmekkur ein-
hverju um hversu langt eða skammt
verður manna millum í „hinum mörgu
híbýlum Föðurins“ eiga þeir sem hér
hafa verið nefndir til sögu enn eftir að
blanda geði.
Glúmur Gylfason.
Tign fjallanna bjó í fasi hans, bisk-
up af Guðs náð, stríðsmaður kristinn-
ar trúar á gæðingi Jesú Krists, svo vel
grundaður og gerður gáfum að eng-
inn gat att kappi við hann í sjóorust-
um lífsgátunnar á því hafi Guðdóms-
ins.
Riddari Jesú Krists svo grafalvar-
legur og glaðbeittur í senn, gat lagt
þunga orðsins og alvöru með sama afli
og fljótin sunnanlands ryðja klaka-
bönd þá leysir, en samt svo kíminn
þar sem maður var manns gaman, svo
geislaði af gamansemi oft með spurn-
ingu en oftar hárbeitt. Hann var fjall
en átti samt svo auðvelt með að hverfa
inn í landið, sitja með hverjum sem
var í stöðu jafningja og sat oft utar-
lega sætis svo allir mættu vel við una
hvar þeir skipuðu sæti í lífsins sporða-
köstum jafnt lygnri móðu.
Séra Sigurður Sigurðarson vígslu-
biskup í Skálholti er sigldur langt fyr-
ir aldur fram. Það er skarð fyrir
skildi. Hann var snjall ræðumaður,
rökfastur kennimaður og aldrei lagði
hann tilviljanir á borð. Hann var
sannur og ljúfur sálusorgari. Hann
var sagnamaður og ræktaði það bros-
lega í anda íslenskrar kímni af bestu
gerð. Hann var traustur vinur og trúr
köllun sinni í lítillæti sínu og auðmýkt
þótt hann semdi aldrei um viðhorf á
útsöluprís. Hann var eins og eitt af
stórfljótum Suðurlands sem landið
allt naut góðs af með virkjun orku
hans og atfylgi í jarðvegi kristinnar
trúar, ankerisins sem hvorki öldur né
eldgos fá haggað. Hávaðalaus en
harðskeyttur þar sem við átti með
augnaráð bjart, hlýtt og vökult fyrir
lausn og létti, æðrulaus með fádæm-
um eins og sýndi sig á síðustu miss-
erum þegar brim eilífðarinnar skefldi
á ból hans. Séra Sigurður var sjálf-
stæðismaður fram í fingurgóma, þjóð-
ernismaður með djúpa ást til landsins
síns sem hann vildi svo vel.
Kona hans, Arndís Jónsdóttir
skólastjóri, var bjargið hans á langri
leið samvista þeirra og fjölskyldu,
hnitmiðuð og markviss í orðum til
samtíðarinnar, glæsileg kona, glæsi-
leg biskupsfrú og bakar þar að auki
bestu jólaköku í heimi.
Ég naut þeirrar gleði að vinna með
séra Sigurði að byggingu Þorláksbúð-
ar sem rís nú á rústum gömlu Þor-
láksbúðar við kórgafl dómkirkjunnar
í Skálholti. Kom einn dag sem oftar í
Skálholt og bar upp við séra Sigurð
hugmynd um að byggja 300 m² mót-
tökusal í þjóðveldisstíl af torfi, grjóti
og timbri. Séra Sigurður gekk með
mér að rústum Þorláksbúðar, ættaðr-
ar frá 12. öld Þorláks biskups helga og
hafði á orði að það væri gamall
draumur að byggja upp Þorláksbúð.
Þá byrjum við á því, sagði ég. Gangan
var ekki lengri en það er búið að hlaða
Þorláksbúð upp á gömlu rústunum,
35 m² hús, gullmoli í ranni Skálholts
og draumur séra Sigurðar og margra
annarra mun rætast vonandi á næstu
misserum með hjálp Guðs og góðra
manna.
Megi leiðtogi vígslubiskupsins
vernda og styrkja eftirlifandi. Megi
Skálholtsbiskup koma fagnandi í hlað
Herra síns á himnum með tign ís-
lenskra fjalla í fasi sínu, biskup af
Guðs náð á gæðingi Jesú Krists.
Árni Johnsen.
Fleiri minningargreinar um Sig-
urð Sigurðarson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Sigurður
Sigurðarson