Morgunblaðið - 04.12.2010, Side 50

Morgunblaðið - 04.12.2010, Side 50
Menning MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2010 fylgja nýju fólki. Dýr og einkum hundar fylgja lesandanum hvert fót- mál, persónum er líkt við dýr og ekki fer á milli mála að það býr grimmt dýr í sumum. Dýraverndunarmál tengjast baráttu fólksins eins og rauður þráður frá byrjun til enda og í dýraríkinu, rétt eins og hjá mannfólk- inu, er uppgjör óumflýjanlegt. Á bókarkápu kemur fram að Åsa Larsson er alin upp í Kiruna í Lapp- landi eins og söguhetjan. Ekki fyrsti lögfræðingurinn til að skrifa krimma og örugglega ekki sá síðasti. Bókin var gefin út 2004 og fékk sænsku glæpasagnaverðlaunin, en er nú gefin út á íslensku í góðri þýðingu Eyrúnar Eddu Hjörleifsdóttur. Textinn er lip- ur, morðið á kvenprestinum er út- gangspunkturinn og reglulega er greint frá táknum sem tengjast of- beldi og völdum. Bílategundir hafa líka sína merkingu og jafnvel fötin hafa sögu að segja. Sagan er trúverðug þar til allt fer úr böndunum og í lokin er alveg kom- ið nóg af hinu góða. Eða hinu illa öllu heldur. En þá nær líka spennan há- marki sínu. Blóðnætur bbbmn Åsa Larsson. JPV útgáfa. 365 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Fólk í afskekktum byggðumvirðist oft hafa tilhneigingutil þess að vilja viðhalda þvísem er eins og það er. Þeg- ar röskun verður í umhverfinu bregð- ast þeir vanaföstu gjarnan ókvæða við. Þeir hörðustu gera allt sem þeir geta til þess að halda hlutum í horf- inu en þeir linustu láta annaðhvort allt yfir sig ganga eða hreinlega koma sér í burtu. Sakamálasagan Blóðnætur eftir Åsu Larsson gerist í Kiruna og ná- grenni í Norður-Svíþjóð. Umdeildur, aðfluttur kvenprestur finnst myrtur rétt fyrir Jónsmessu en skriður kemst ekki á rannsókn málsins fyrr en tæp- lega þremur mánuðum síðar. Ungur lögfræðingur, sem er að jafna sig eftir áfall, fer í vinnuferð á svæðið, fréttir af morðinu og blandast óvænt í málið. Lengst af er frásögnin frekar hæg. Hún snýst fyrst og fremst um átök kirkjunnar manna og kvenna, baráttu karla og kvenna, yfirráð og völd, klæki og leyndarmál, hefðir gamla tímans og breyttar áherslur sem Åsa Larsson Lögfræðingurinn fékk sænsku glæpasagnaverðlaunin. Ekki er allt sem sýnist Það svífur einhver hvers-dagsleg dulúð yfir vötnum íbókinni Stolnar raddir.Hugrúnu Hrönn Kristjáns- dóttur tekst að krækja í athygli les- andans strax með upphafslínunum í þessari fyrstu skáldsögu sinni: „Á þessari stundu vissi ég að lífið væri í þann mund að fara úr skorð- um,“ segir að- alpersóna bók- arinnar, hin hálfþrítuga Sól- lilja í upphafi bók- ar. Einkalíf Sóllilju er reyndar ekki í sérlega tryggum skorðum. Hún er einstæð móðir, býr í kjallaranum hjá ömmu sinni, sem hún lætur að mestu um uppeldi dótturinnar á meðan hún sjálf hengslast í allsherjar tilgangs- leysi. Þegar hún finnur gamla mynd falda fyrir aftan trúlofunarmyndina af ömmu sinni og afa fer hinsvegar hversdagsleikinn úr skorðum. Sóllilja er ekki sérlega viðkunn- anlegur karakter þótt hún eigi sínar góðu hliðar, en hún er nokkuð sann- færandi sem drykkfelld og ábyrgð- arlaus ung kona sem veit ekkert hvað hún vill út úr lífinu. Raunar eru allar persónur bókarinnar fremur breyskar, þar á meðal amma og afi Sóllilju, því eins og kemur í ljós þeg- ar líður á söguna er saga þeirra allt önnur og myrkari en á yfirborðinu. Þannig er undirtónninn í Stolnum röddum er dapurlegur. Þar er lýst árekstrum ólíkra kynslóða og hvern- ig tíðarandinn veldur því að gott fólk fer á mis við hamingjuna og verður reiði og biturð að bráð. Rammi sögunnar er nokkuð vel heppnaður, en þar fléttast ólík tíma- svið saman. Annars vegar er þetta nútímasaga í Reykjavík og í henni er að finna ýmsar vísanir í atburði og samfélagsgerð dagsins í dag. Þar er frásögnin frjálsleg og byggist meðal annars á samskiptum Sóllilju við fólkið í kringum sig í gegnum miðla eins og Facebook, sms og msn. Það er sniðuglega gert og stíllinn trú- verðugur, að því undanskildu að það fór í taugarnar á þessum lesanda að stafsetning allra enskuslettna væri íslenskuð. Það er þó smekksatriði. Hinn hluti sögunnar fylgir eftir tilhugalífi ömmu og afa Sóllilju upp úr miðbiki síðustu aldar og fram til þess tíma þegar Sóllilja fer að muna eftir sér sem barn. Bernskuminn- ingar hennar fá allt aðra meiningu eftir því sem hún vindur ofan af leyndarmáli ömmu sinnar og afa. Hugmyndin að baki Stolnum röddum er góð og Hugrún vinnur ágætlega úr henni, en þó vantar meira ris í frásögnina. Framvindan verður aldrei eins spennandi og hún hefur burði til að vera enda seytlar afhjúpunin smám saman fram í stað þess að hulunni sé svipt af með dramatískum hætti eins og gefin eru fyrirheit um í byrjun. Tengingin á milli upphafs og söguloka er því ekki alveg nógu sterk. Í heildina er Stoln- ar raddir þó fínasta bók, áhugaverð saga og vel heppnuð frumraun. Stolnar raddir bbbnn Eftir Hugrúnu Hrönn Kristjánsdóttur. Forlagið gefur út. 272 bls. UNA SIGHVATSDÓTTIR BÆKUR Forvitnileg kynslóðasaga Hugrún Krækir í athygli lesandans strax með upphafslínunum. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 1 0 - 1 9 6 3 Vertu með! Þú getur komið með þína gjöf í útibú okkar og við komum henni til skila svo allir geti haldið gleðileg jól. Starfsfólk Íslandsbanka safnar gjöfum fyrir Jólaaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar, Mæðrastyrksnefndar, Rauða krossins í Reykjavík og Hjálpræðishersins. Söfnum jólagjöfum fyrir Jólaaðstoðina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.