Morgunblaðið - 04.12.2010, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 04.12.2010, Qupperneq 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2010 Tilkynnt hefur verið um styrk- veitingar úr leik- ritunarsjóðnum Prologosi. Að þessu sinni eru veittir tveir handritsstyrkir og þrír styrkir vegna leik- smiðjuverkefna. Alls bárust 65 umsóknir og hafa þær aldrei verið fleiri – úthlutað er í sjötta sinn. Leikskáldin sem hljóta styrk eru Sigurður Pálsson, til að skrifa leik- ritið Segulsvið, og Friðgeir Ein- arsson til að skrifa Hreindýr. Gísli Örn Garðarsson hlaut styrk til að vinna leiksýningu upp úr ís- lenskri goðafræði sem ber vinnu- heitið Goðin. Leikhópurinn Bakaríð hlaut styrk til að vinna að sviðs- listaverkefninu Hlustað á efnið, þar sem rannsakaðir eru möguleikar myndræns leikhúss, brúðuleikhúss og hlutaleikhúss. Hópinn skipa þau Eva Signý Berger, Helga Arnalds, Högni Sigurþórsson, Karolina Bo- guslawska, Katerina Fojtikova, Rene Baker og Sigríður Sunna Reynisdóttir. Leifur Þór Þorvalds- son hlaut styrk til að vinna dans- sýninguna Ubermarionettes. Styrkir veitt- ir úr Prolo- gos-sjóðnum Sigurður Pálsson Á tónleikum Sin- fóníuhljóm- sveitar áhuga- manna í dag, laugardag, verð- ur eingöngu leik- in íslensk tónlist. Á efnisskránni eru tilbrigði eftir Jón Leifs við stef eftir Beethoven, Blandaðir dansar eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Andante fyrir strengi selestu og slagverk eftir Magnús Blöndal Jó- hannssson og Íslenskir rímnad- ansar eftir Jón Leifs. Hildigunnur Rúnarsdóttir er með afkastameiri tónskáldum landsins en leikur auk þess á fiðlu með Sin- fóníuhljómsveit áhugamanna og er konsertmeistari hennar. Þetta eru aðrir tónleikar 21. starfsárs hljómsveitarinnar en hún hefur starfað óslitið frá árinu 1990. Stjórnandi er Oliver Kentish. Tónleikarnir verða í Neskirkju og hefjast klukkan 17. Tónleikar hljómsveitar áhugamanna Hildigunnur Rúnarsdóttir Á nýju starfsári Listvinafélags Hallgrímskirkju, sem hófst um síðustu helgi, mun félagið standa fyrir mánaðarlegum há- degistónleikum þar sem Björn Steinar Sólbergsson organisti mun meðal annars flytja Org- elbüchlein eftir Johann Sebast- ian Bach í heild í tengslum við kirkjuárið. Í dag, laugardag, klukkan 12 verða fyrstu tónleikarnir í þessari tónleikaröð og bera þeir yfirskriftina „Að- venta og jól.“ Þá mun Björn Steinar einnig flytja þrjá þætti úr annarri orgelsinfóníu Charles-Marie Widor. Aðgangur er ókeypis en tekið við frjálsum fjárframlögum. Tónlist Björn Steinar með orgeltónleika Björn Steinar Sólbergsson Kór Neskirkju heldur að- ventutónleika í kirkjunni á morgun, sunnudag, klukk- an 17. Kjarninn í tónleikum kórsins að þessu sinni er Messa í D-dúr eftir Anton- ín Dvorák en inn í hana er annars vegar skotið Faðir vor, í viðeigandi stað í röð messuliðanna, og hins vegar aðventusálminum Kom þú, kom, vor Imm- anúel, í mismunandi útfærslum. Flytjendur auk Kórs Neskirkju eru þau Hall- veig Rúnarsdóttir sópran, Hildigunnur Ein- arsdóttir alt, Hlöðver Sigurðsson tenór, Jóhann Smári Sævarsson bassi og á orgel leikur Kári Þor- mar. Steingrímur Þórhallsson stjórnar. Tónlist Aðventutónleikar Kórs Neskirkju Hluti kórs Neskirkju Stuttir flaututónleikar verða haldnir í dag, laug- ardag, klukkan 13, í Sölv- hóli, húsi Listaháskóla Ís- lands við Sölvhólsgötu og horni Klapparstígs. Eru þeir öllum opnir og ókeypis inn. Á tónleikunum koma fram fjórir pólskir flaut- unemendur en þeir eru gestkomandi frá tónlist- arakademíinu í Ponzin í Póllandi. Meðleikari þeirra er prófessor við sama skóla. Flautuleikararnir eru nemendur Ewu Mu- rawska, sem er íslenskum tónlistarheimi að góðu kunn, en hún hefur starfað við flautukennslu hér og margsinnis komið hér fram á tónleikum. Tónlist Pólskir flautunem- ar bjóða á tónleika Flautuleikararnir Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Sigurður Svavarsson og Guðrún Magnúsdóttir reka Bókaútgáfuna Opnu. „Bókaforlagið er ekki orðið þriggja ára, þannig að þetta er nokkuð ungt fyrirtæki þótt við eig- endurnir státum af töluverðri reynslu,“ segir Sigurður. „Við ákváðum strax að einbeita okkur að verkum sem flokkast ekki undir skáldverk því okkur fannst vera mest þörf fyrir nýtt afl á þeim hluta markaðarins. Markhópurinn er fróð- leiksfúsir fagurkerar. Bækurnar okkar hafa fengið mjög góðar við- tökur og unnið til verðlauna og tekið er eftir því hvað við nostrum við þær.“ Tímalausir þjóðhættir Ein þessara bóka er Jöklar á Ís- landi eftir Helga Björnsson sem kom út fyrir jólin í fyrra. „Hún hefur sankað að sér fleiri verðlaunum og viðurkenningum en dæmi eru um og við gáfum hana út í nýrri útgáfu á þessu ári,“ segir Sigurður. „Snemma á þessu ári gáfum við út bók sem heitir Blæbrigði vatnsins og er yf- irlit um vatnslitamálun á Íslandi eft- ir Aðalstein Ingólfsson. Við gefum út Íslenska þjóðhætti eftir séra Jón- as frá Hrafnagili, sem er tímalaus bók sem ætti að vera til á hverju ein- asta heimili á Íslandi. Við gefum út þrjár bækur sem við teljum víkka heiminn fyrir löndum okkar. Fyrst má nefna bókina Trú – mannfólkið andspænis guði sínum, sem byggist á mikilli ljósmyndavinnu Norð- mannsins Ken Opprann, en þar er líka að finna ítarlega umfjöllun um fimm stærstu trúarbrögð heimsins, ekki veitir af að eyða fordómum og efla þekkingu. Við gefum líka út bók sem heitir Eitt þúsund tungumál og er menningarsaga tungumálanna í veröldinni, glæsilega myndskreytt bók og vönduð í alla staði. Einnig kemur út heimsreisa meist- arakokksins Gordon Ramsey, bók sem heitir Eldað um veröld víða þar sem Ramsey gerir skil helstu mat- armenningarhefðum veraldarinnar.“ Falleg afsprengi Á þessu ári sendir Opna frá sér bækur á erlendum tungumálum. „Við gefum út einstaklega glæsilega bók um Jökulsárlón með myndum eftir Þorvarð Árnason á þremur tungumálum auk íslenskunnar,. Þessi bók hefur vakið mikla athygli,“ segir Sigurður. „Við gáfum líka út á þessu ári bókartengt efni sem er einstaklega falleg box með tuttugu gjafakortum og umslögum sem eru afsprengi bóka okkar. Þannig er Ice- box afsprengi jöklabókarinnar glæsilegu, Erróboxið er afsprengi bókar sem við gáfum út um myndir Errós í fyrra og svo er Horsebox sem er innlit í hestabók sem vænt- anleg er á næsta ári.“ Glæsilegar bækur fyrir fróðleiksfúsa fagurkera Morgunblaðið/Eggert Sigurður og Guðrún Þau reka Bókaútgáfuna Opnu og einbeita sér að verkum sem flokkast ekki undir skáldverk.  Bókaútgáfan Opna einbeitir sér að útgáfu verka sem flokkast ekki til skáldverka Selkórinn og Vox Academica sam- einast í flutningi á hinni frægu ór- atoríu Messías eftir Georg Friðrik Handel í tvennum tónleikum í vik- unni. Óratorían verður flutt í Sel- tjarnarneskirkju á morgun, sunnu- dag, kl. 17 og svo aftur í Guðríðarkirkju í Grafarholti á miðvikudaginn kemur, 8. desem- ber, kl. 20. Kórarnir hófu snemma í haust æfingar á Messíasi sinn í hvoru lagi, en þegar meðlimirnir fréttu af hugmyndum hinna, ákváðu þeir að sameinast um flutninginn og flytja verkið saman. Auk kóranna taka fjórir ein- söngvarar þátt í flutningnum, Ágúst Ólafsson bassi, Snorri Wium tenór, Sesselja Kristjánsdóttir alt og Hulda Björk Garðarsdóttir sópran. Tuttugu manna hljómsveit sér um undirleik og konsertmeist- ari er Sigrún Eðvaldsdóttir. Stjórnandi er Jón Karl Einarsson. Óratorían Messías, eftir Georg Friðrik Handel, er meðal frægustu verkum kórbókmennta og eitt allra vinsælasta verk Handels. Það náði strax miklum vinsældum sem það hefur haldið í nær þrjár aldir og er í hugum marga bundið jólahátíðinni órjúfanlegum bönd- um. Kórar sameinast í Messíasi Handels Morgunblaðið/Árni Sæberg Óratorían æfð Selkórinn og Vox Academica flytja óratoríuna Messías á morgun og á miðvikudag. Reynir á brýnt erindi við þjóðina, hann er svo glaður og með svo fallega sýn á lífið 54 » Halldór Björn Runólfsson, for- stöðumaður Listasafns Íslands, verður með leiðsögn um sýninguna „Í nýju ljósi“, yfirlitssýningu á verkum Karls Kvaran, á morgun, sunnudag, klukkkan 14. Karl var meðal helstu forvígis- manna geómetrískrar abstraklistar hér á landi og telst meðal helstu tengiliða franskættaðrar abstrakt- listar og mínimalískrar tjáningar í málverkinu. Sýningin, sem Ásdís Ólafsdóttir setti saman, hefur hlotið afar góða dóma. Segir frá Karli Kvaran

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.